Morgunblaðið - 29.03.1985, Side 22

Morgunblaðið - 29.03.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Romanov viðurkennir „réttmæti“ ungversku stjórnarstefnunnar Qyenjulegt skilnaðarmál: Ráðríkur steig á tær konu sinnar Lundúnum, 28. mnrn. AP. TÆPLEGA fimmtug kona fékk í dag skilnað frá manni sínum á óvenju- legum forsendum: aö hann væri svo mikil frekja og svo ráöríkur. Démarinn, Trevor Reeve, sagði að hjónaband ætti að vera félagsskapur þar sem báðir aðilar réðu og ræddu málin en það gæti ekki verið slíkt ef annar aðilinn væri með slíkan yfirgang að hinn fengi við ekkert ráðið. Búdmpeut, Unfrerjalnndi, 28. mnrn. AP. GRIGORI V. Romanov, fulltrúi í stjórnmálanefnd sovéska kommún- istaflokksins, hefur viðurkennt „rétt- mæti“ ungversku stjórnarstefnunnar og gefið í skyn, að Kremlverjar hafi áhuga á að ganga í smiðju hjá Ung- verjum og sækja þangað fyrirmynd að efnahagsumbótum. Romanov lét þessi orð falla, er hann ávarpaði 13. þing kommún- istaflokks Ungverjalands, sem nú stendur yfir. Lagði hann áherslu á náin efnahagstengsl Sovétríkjanna og bandalagsríkja þeirra. Romanov bar lof á efnahagsþró- unina í Ungverjalandi og taldi hana vísa öðrum Austur-Evrópu- ríkjum veginn. „Ungverjaland hef- ur byggt upp nýjan heim í náinni samvinnu við Sovétríkin," sagði Romanov. „Allt sem gert hefur ver- ið sannar réttmæti þess, að við höf- um ratað réttu leiðina." Hinn nýi leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail S. Gorbachev, er sagður hafa áhuga á hægfara efnahags- umbótum heima fyrir. Virðast þessar athugasemdir Romanovs einmitt hníga í þá sömu átt. Grígori V. Romanov Húsbóndinn, Khioghi Ahie, 59 ára, var vanur að tilkynna konu sinni Pamelu hvað hann ætlaðist fyrir í stað þess að ræða við hana fyrst. Hann fluttist milli borga, sagði upp vinnu Pamelu og skráði hana í háskóla svo eitthvað sé nefnt. Var konan aldrei spurð um álit sitt eða vilja. Lögrfræðingur Pamelu sagði að svo hefði yfir- gangur Khioghi verið mikill, að ef Pamela dirfðist að andmæla hon- um dró hann hana út í horn og stóð þar ofan á tám hennar þar til hún baðst vægðar. Var þetta ekk- ert grín þar sem karlinn er 102 kílógrömm. Þau Khioghi og Pamela eru bæði læknar og vel stæð. Þau eiga tvö stálpuð börn og hafa búið í Hornchurch sem er úthverfi Lundúnaborgar. Bangladesh: Fimm fórust í fellibyl Dacea, Bangladeah, 28. mara. AP. Á ÞRIÐJUDAG varð fellibylur fimm manns að bana í strandhéraðinu Pir- ojpur í suðurhluta landsins. Um 100 manns slösuðust og yfir 500 íbúðar- hús skemmdust, að því er lögreglan sagði í dag. Stormsveipurinn kom inn yfir landið um 350 km fyrir sunnan höfuðborgina, Dacca. Um 20 manns þurftu á sjúkra- húsvist að halda. Arthur Scargill í Moskvu: Kolanámamenn unnu glæsilegan sigur Mooimi, 28. mira. AP. ARTHUR Scargill, leiðtogi breskra kolanámamanna, sagði í viðtali, sem birtist í sovésku dagblaði í dag, fimmtudag, að námamenn hefðu unnið „glæsilegan sigur“ í verkfallinu, sem nýlega lauk. „Markverðasti árangurinn í þessari deilu var baráttan sjálf. Hún var glæsilegur sigur," sagði Scargill í viðtali við verkalýðs- blaðið Trud. „Á tólf mánaða tímabili urðu mörg þúsund ungmenni, karlar og konur, svo félagslega meðvit- uð, að slíkt hefði virst óhugsandi tveimur eða þremur árum fyrr,“ sagði Scargill. „Þetta unga fólk vann af þol- gæði og hugrekki. Ég er þess fullviss, að það er efst á óskalist- anum hjá Thatcher og stjórn kolanámanna að loka fleiri nám- um, en hitt er einnig víst, að við höfum fullan hug á að koma í veg fyrir það,“ hafði blaðið eftir Scargill. Breski námamannaleiðtoginn kom til Moskvu á mánudag til þess að sitja alþjóðlegan fund námamanna, að hans eigin sögn. Kvað hann fundinn haldinn til undirbúnings alþjóðaráðstefnu námamanna, sem fram fer í Bretlandi síðar á þessu ári. Arthur Scargill Breskir fréttamenn hittu Scargill á Moskvuflugvelli. Hann neitaði að svara hvar og hversu lengi hann ætlaði að vera í Sov- étríkjunum. Einnig neitaði hann að svara því, hve mikla fjárhags- aðstoð námamannasambandið hefði fengið frá Moskvu, meðan á verkfallinu stóð. { viðtalinu við Trud þakkaði Scargill Sovétmönnum og öðrum námamönnum veittan stuðning. Sovéskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um verkfallið, meðan það stóð yfir, einkum aðgerðir lög- reglunnar gegn verkfallsvörðum og erfiðleika fjölskyldna verk- fallsmanna. Verkfallssagan var öll rifjuð upp í 15 mínútna löngum sjón- varpsþætti á mánudag og endur- teknar fyrri staðhæfingar sov- éskra fjölmiðla um sigur náma- manna í verkfallinu. Scargill sagði Trud, að náma- menn hefðu einkum unnið þrennt: Að stöðva frekari áætl- anagerð um lokun náma; að bjarga fimm námum sem átti að fara að loka og í þriðja lagi hefði það áunnist, að hlutlaus nefnd hefði verið skipuð til að yfirfara þegar gerða áætlun um lokun náma. (f HAGSTÆÐINNKAUP 0 LÆKKAÐ VÖRUVERÐ ^ flTilboðsverð á pústkerfum í Mazda og Volvo vegna hagstæðra innkaupa |J Lækkun allt að 25% gegn staðgreiðslu fl T.d. kostar pústkerfi í Volvo 142 og 242 kr. 3.600 Dmiðað við að keypt sé heilt sett M Gæðavara úr álseruðu efni sem gefur 70%-80% betri endingu gegn ryði o 0 D 0 p D P T.D. KOSTAR PÚSTKERFI í MAZDA 323 ÁRG. 77-80 KR. 3.538,- MAZDA 323 ÁRG. 81 -84 MAZDA 626 ÁRG. 78—82 KR. 3.800,- MAZDA 929 ÁRG. 73-78 MAZDA 929 ÁRG. 79—82 KR. 3.200,- KR. 4.706,- KR. 4.100,- HVER BYÐUR BETUR? D D P D D D Bílavörubú&in FJÖÐRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.