Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Horgunblaðið/Bjarni Einar Guðberg, framkræmdastjóri Ramma hf. og einn af eigendum fyrirUekisins, ásamt Einari Mi Jóhannessyni, fulltrúa H-glugga sam- steypunnar i Noregi, ?ið gluggann góða sem getur snúið bæði út og inn. j Tvö byggingarfyrir- tæki á Suðurnesj- um stækka við sig Forsvarsmenn tveggja íslenskra iðnfyrirtcka, gluggaverksmiðjunnar Ramma hf. í Njarðvík og Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar hf. í Keflavík, kynntu nýjungar í framleiöslu sinni i fundi með fréttamönnum í húsa- kynnum Iðnvers við Nóatún í vikunni. Gluggaverksmiðjan Rammi hefur fengið framleiðsluleyfi á gluggum, sem nefnast H-gluggar. Þeir eru gerðir að norskri fyrir- mynd og vonast forráðamenn Ramma hf. til þess að þessi ný- breytni styrki stöðu fyrirtækisins á markaðnum og verði jafnframt framlag til þess að bægja at- vinnuleysinu frá Suðurnesjum. En markaðshlutdeild Ramma hf. er nú þegar um 40% af öllum gluggum og útihurðum, sem selj- ast eru hér á landi. Meðal þess sem gerir H-glugg- ann sérstakan, er að hann er hverfigluggi og því hægt að snúa honum við til að þrífa hann að utan, án þess að hann fari inn fyrir karminn. Starfsmenn Ramma hf. eru nú liðlega 30 talsins og er fyrirtækið að reisa nýtt hús undir fram- leiðsluna, m.a. til þess að geta staðið undir framleiðslu H-glugg- anna. Húsið stendur norðan Reykjanesbrautar í Innri- Njarðvík. Það er 4.000 fermetrar að stærð og stendur til að taka það í notkun á sumri komanda. Trésmiðja Þorvaldar ólafsson- ar var stofnuð árið 1973 og sér- hæfir sig í framleiðslu innihurða og viðarþilja. Nýlokið er veru- legri stækkun verksmiðju fyrir- tækisins og jafnframt hefur verið tekin í notkun vélasamstæða, sem forráðamenn trésmiðjunnar segja vera þá stærstu og full- komnustu hérlendis. Fyrir tæpu ári hóf fyrirtækið framleiðslu svokallaðra tré-X milliveggja, sem eru gerðir í stöðluðum einingum úr samlímd- um spónaplötum og eiga að vera afar einfaldir og þægilegir í upp- setningu. Binda eigendur verksmiðjunn- ar miklar vonir við þessa hand- hægu veggi, sem einn maður á hæglega að geta reist. Forstjóri Trésmiðju Þorvaldar, Þorvaldnr ólafsson, og Finnbogi Gnð- mundsson, söhistjóri Iðnvers, við Tré-X vegg, sem er milliveggur, fram- leiddur úr samKmdum spónaplötum. Kvikmyndin Lögreglu- skólinn í Austurbæjarbíói AUSTURBÆJARBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Lögreglu- skólinn, Police Academy. Myndin fjallar um daglegt líf í bandariskum lögregluskóla. Helstu leikarar eru Steve Gutt- enberg, Kim Cattrall, G.W. Baily og Bubba Smith. Framleiðandi myndarinnar er Paul Maslansky, handrit eftir Neil Israel, Pat Proft og Hugh Wilson. Leikstjóri er Hugh Wilson. Einn af kennurum lög- regluskólans, sem leikinn er af Leslie Easterbrock, hefur tekið einn nemand- ann, Donovan Scott, hressi- legum tökum. Haflargaröurinn vX 111101 wrnf'i ■ imadikimad BORDAPANTANASÍMI HELGARINNAR 30400 ÖRN ARASON LEIKUR KLASSÍSKAN GÍTARLEIK FYRIR MATARGESTI ATH.: OPNUM KL. 18 F. LEIKHÚSGESTI ÞAÐ SEM MAT- REIÐSLUMENN OKKAR MÆLA MEÐ UM HELG- INA: Snigladiskur með gljáöu brauöi. Reyktur áll meö hræröu eggi. Gufusoönar gellur með Saffransósu. Hallargarðurinn HÚSI VERSLUNARINNAR Lambamolar með 5 teg. pipars. Pekingönd a la Orange, Innbakaöur lambainnan- lærisvöðvi. grísakóteletta meö perlu- lauk, sveppum og fleski. Heimalagaöur appelsínuís. Ferdamálasamtök Vesturlands VESTURLANDSKVÖLD Hótel Akranes þridjudagskvöld Hljómsveitin XPORT ásamt Pálma Gunn- arssyni. Hótel Stykkishólmur laugardagskvöld. Hljómsveitin STYKK. Söngvarar frá fyrri ár- um rifja upp gömlu lögin. Hver man ekki eftir Eyþóri og Lalla P? Fjölbreytt dagskrá Bingó, glæsilegir vinningar Næstu Vesturlandskvöld veröa: Hótel Borgarnesi 13. apríl. Matur fram- Sjálfstæöishúsinu Akureyri reiddur frá kl. 10. maí. 19.00. Pantiö Hótel Húsavík 11. maí. borö tfmanlega. Broadway Reykjavík 12. maí. Hótel Akranes Hótel Stykkishólmur Ferstikla Hvalfirði Sementsverksmiöjan Akranesi Akraborg Þyrill Hvalfiröi Sérleyfisbílar Helga Péturssonar Vestfjaröaleiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.