Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L JtJNl 1985 SALZBURG Fæðingarborg Mozarts — forn og myndrík TEXTI OG MYNDIR AGNES BRAGADÓTTIR Salzburg — Hohensalzburg í bakgrunni, en vinstra megin í forgninni er Dómkirkjan. SALZBURG, borg saltsins — dregur nafn sitt náttúrlega af þeirri auðlind sem skóp borginni góða afkomu á sínum tíma — saltinu. Frægð sína á hún hins vegar fyrst og fremst að þakka þeirri staðreynd að hún er fæðingarborg Wolfgangs Amadeus Mozart, þess fræga tónskálds. Þess er minnst með margvíslegum hætti allan ársins hring, enda er Salzburg víðkunn fyrir tónlistarvið- burði, en á þessu ári verða þeir um 1500 talsins sem heyra undir það sem raunverulega er nefnt menningarviðburður. í ljósi þess að Salzburg byggja einungis um 150 þúsund manns hlýtur þetta að teljast „nokkuð gott“. Aukinheldur dregur borgin til sín ferðamenn í stríðum straumum fyrir sakir fegurðar sinnar, sem er einstök. Flugleiðir munu þann 12. júní nk. hefja beint áætlunarflug til Salz- burg og er óhætt að full- yrða að Flugleiðamenn, jafnt sem austurrískir ferðamála- frömuðir, binda miklar vonir við þennan nýja áætlunarstað félags- Eins og ég aegi fri í greininni, vor- um við svo heppin að verða vitni að brúðkaupi í Mirabellhöllinni. Hér eru brúðhjónin ungu að vígslunni lokinni, ásamt venslafólki. ins. Þetta urðum við nokkrir ís- lenskir fréttamenn áþreifanlega varir við nú um miðjan maí er við fórum í boði Flugleiða og ferða- málaráðs Salzburg til Austurríkis til þess að skoða dásemdir þessa lands. „Rómaborg nordursins“ „Salzburg er ein þriggja feg- urstu borga jarðar". Svo lýsti Al- exander von Humboldt, Víðkunnur 19. aldar ferðamaður, Salzburg og umhverfi hennar. Hún hefur einn- ig verið nefnd „Rómaborg norð- ursins" og um hana hefur verið sagt að hún eigi fegurð sína og þokka að þakka þeirri samhljóm- un sem er á milli fagurrar bygg- ingarlistar borgarinnar og nátt- úrufegurðarinnar í umhverfinu. Salzburg er höfuðborg héraðsins í Austurríki, sem ber sama nafn og borgin, Salzburg. Að mínu mati eru þær líkingar sem hér að ofan er vitnað til engar ýkjur, án þess þó að ég geti fullyrt um sann- leiksgildi þeirra. Það að koma til borgarinnar á þeim árstíma sem við gerðum, í 25 gráðu hita, en borgin ljómar samt sem áður af ferskleika vorsins — gróður fag- urgrænn, blóm nýútsprungin og mannlff allt að taka á sig léttleika Getreidegasse — Gatan sem Mozart fæddist við, en hún er jafnframt aðalverzlunargata Salzburg. sumarsins, jafngildir því hrein- lega að fá vorið „beint í æð“. í hjarta Evrópu Salzburg liggur í hjarta Evrópu ef svo má að orði komast. Hún er þannig staðsett að ekki tekur langan tíma að aka eða fara með lest til staða eins og Múnchen, Feneyja, Búdapest og fleiri staða. Salzburg er staðsett norðan- megin í Alpafjöllunum, næstum í miðju Austurríki, en þó örstutt frá landamærum Bayern í Vest- ur-Þýskalandi. Borgin er í um 450 metra hæð yfir sjávarmáli, í skjóli þriggja skógi vaxinna hæða. Kast- alinn Hohensalzburg gnæfir yfir borgina á hæstu hæð borgarinnar. Þetta virki hefur verið borginni til varnar í 900 ár og virkisveggirnir, sem heldur eru farnir að láta á sjá og hafa lækkað nokkuð frá sinni upprunalegu mynd, eru einstak- lega skemmtileg umgjörð kastal- ans. Þegar hugsað er til líkingarinn- ar „Rómaborg norðursins" kemur það óneitanlega upp í hugann, að þrátt fyrir norðlæga legu er ótrú- lega margt suðrænt við Salzburg. Þar nefni ég stór torgin, forn öng- stræti, kirkjur, klaustur og glæsi- bústaði og hallir í víðáttumiklum og fögrum görðum. Eins og ég sagði hér að framan fannst okkur fréttamönnunum sem við værum stödd í Salzburg á besta hugsan- lega árstíma, að vori til, þegar allt er nýútsprungið og ferskt. Ekki eru allir þessu sammála því aust- urríski rithöfundurinn og leikrita- skáldið Hermann Bahr, sem fædd- ur var í Linz, var mikill aðdáandi Salzburg og taldi borgina ávallt hafa jafnmikið aðdráttarafl — óháð árstíðum. Hann sagði um Salzburg: „Salzburg er alltaf fal- leg og maður er sannfærður um það að hún hefur aldrei fegurri verið, en einmitt þetta augnablik." Þetta má ugglaust til sanns vegar færa, a.m.k. að einhverju leyti, en ég hef nú kynnst Salzburg að vori og ég þekki hana að sumri til þeg- ar hún er bókstaflega hulin ferða- mönnum. Ég kýs vorið, en auðvit- að er smekkur á þessu sviði sem öðrum mismunandi. Margt að skoða Þeim sem eiga leið um Salzburg, eða hyggjast jafnvel dvelja þar einhverja daga, vil ég benda á nokkra staði, sem hver ferðamað- ur verður bókstaflega að berja augum. Fyrst nefni ég kastalann Hohensalzburg — bæði er skemmtilegt að skoða kastalann og safnið í honum, Burg Museum, auk þess sem útsýnið yfir borgina og nágrenni hennar er stórkost- legt frá hæðinni og ekki spillir að njóta þess yfir einum góðum öll- ara eða góðu vinglasi. Þessi kast- ali er stærsta virki Mið-Evrópu sem varðveist hefur algjörlega. Hann var byggður laust fyrir árið 1100 og síðan stækkaður um 1500 af einhverjum erkibiskupnum, en þeir höfðu eins og kunnugt er að- setur sitt í Salzburg, og eftir þá, prinsa-erkibiskuparnir, eða hvað þeir nú nefndir eru. Það þarf vart að ráðleggja eina kirkjuna fremur annarri. I gömlu miðborginni eru þær fjölmargar og allar fallegar. Dómkirkjuna verða þó allir að skoða, en hún er stórkostleg barr- okkbygging, sem Austurríkismenn segja þá fegurstu sinnar tegundar norðan Alpafjalla. Dómkirkjan var eyðilögð að miklu leyti í seinni heimstyrjöldinni, en endurbyggð síðar. Allt er þetta innan seil- ingarfjarlægðar í gömlu borginni og ekkert vandamál að nálgast. Gamla miðborgin er að miklum hluta til einungis ætluð fótgang- andi vegfarendum og mæli ég ein- dregið með því að íslenskir ferða- menn reyni ekki að ferðast um borgina á annan hátt, a.m.k. ekki þennan borgarhluta. Ekki má láta hjá líða að minn- ast á húsið þar sem sjálfur Mozart fæddist, þar sem nú er Mozart Museum. Húsið stendur við eina allra skemmtilegustu götuna i Salzburg, Getreidegasse 9, sem er reyndar aðalverzlunargata Salz- burg í dag. Orðið Gasse er einfald- lega smækkunarorð fyrir orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.