Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1985 21 íslenskir listamenn hafa náð að varðveita persónuleika sinn — segir rússneski ljósmyndarinn Vladimir Sichov usiiisimei | m*- ... ? '•^1 í næsta nágrenni við ísbjörninn er umgengni ekki eins góð. endastarf að koma upp skrúðgarði við Gimli í Reykjavík. Menn leita gjarnan liðsinnis Hreinsunardeildar við að hirða af lóðum vélar og bílgarma og einnig við að hreinsa til á byggingar- lóðum. Að sögn Péturs Hannes- sonar er orðið lítið um að fólk geymi lengi drasl á lóðum sínum. Hægt er að hringja í hreinsunar- deild og fá aðstoð við slíka flutn- inga. Hann kvað gróður sífellt vera að aukast í görðum borgar- innar og öll hirðing þeirra er mun betri en var fyrir nokkrum árum. Pétur kvað menn nota mikið gáma þá sem hreinsunardeildin hefur sett upp á ýmsum stöðum í borg- inni og greinilegt sé að þeirra hafi verið þörf. Eitt af því versta sem hreinsun- ardeildarmenn fást við er að fjar- lægja glerbrot af öllu tagi. Það er ótrúlega mikið um að fólk brjóti flöskur og oft er mikið um gler- brot í kringum skóla og sjoppur. Pétur kvað erfitt að ná glerbrot- unum upp úr grófu malbiki og ekki ótítt að þau skæru sundur dekk á hreinsunarbílunum og öðr- um bílum. Pétur gat þess að flöskubrot væru alltaf töluvert fátíðari þegar gosdrykkjaverk- smiðjur hækkuðu verð á flöskum, en þegar verðið færi lækkandi ykj- ust flöskubrotin að sama skapi. Við skulum vona að Reykjavík verði svo vel á sig komin eftir hreinsunarherferðina að við get- um öll séð hana þeim augum sem Tómas Guðmundsson leit hana morguninn sem hann orti um hana kvæðið „Júnímorgunn". Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá. f svona veðri finnst regninu gaman að detta á blómin, sem nú eru upptekin af að spretta og eru fyrir skemmstu komin á stjá. Og upp úr regninu rís hin unga borg, rjóð og tær eins og nýstigin upp af baði. Og sólin brosir á sínu himneska hlaði og horfir með velþóknun yfir stræti og torg. Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð eins og glóbjört minning um tunglskinið frá í vetur. ó, engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur en guð, að búa til svona fallega jörð. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR LJÓSM.: JÚLÍUS RÚSSNESKI Ijósmyndarinn Vla- dimir Sichov var staddur hér á landi fyrir nokkru. Hingað kom hann vegna útgáfu bókar um íslenska list. Vladimir Sichov tók allar myndirnar í bókinni af 165 íslenskum lista- mönnum úr öllum listgreinum. Sichov var spurður hvers vegna hann hafi tekið að sér þetta verk- efni. „Þetta byrjaði allt með því að ég kynntist Thomas Holton, forstjóra Hildu hf., árið 1982, þegar ég myndaði hann fyrir People Maga- zine. Síðar fékk hann þá hugmynd að gefa út bók þar sem rakin er saga íslenskra listgreina með myndum af íslenskum lista- mönnum úr öllum listgreinum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert í heiminum, að blanda saman öllum listgreinunum í eina bók. Það hefur verið mjög skemmti- legt að vinna við gerð bókarinnar. íslensk list er stórkostleg og ís- lenskir listamenn hafa náð að varðveita persónluleika sinn. Þeir hlaupa ekki alltaf á eftir tísk- unni.“ Sigurður A. Magnússon skrifar texta bókarinnar, Torfi Jónsson hannaði hana og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skrifar innganginn. — Hvenær voru myndirnar teknar? „Ég byrjaði að mynda 1983 og hef komið hingað nokkrum sinn- um og dvalið í stuttan tíma í senn. Lengsta dvölin var 6 vikur. Það var sumarið 1983. En margir ís- lenskir listamenn búa erlendis og hef ég ferðast til fjölmargra ann- arra landa til að taka myndir af þeim.“ — En þetta er ekki í fyrsta skipti sem út kemur bók með myndum þínum? „Nei, það er ekki rétt. Bókin „The Russians" kom út árið 1979. Hún hefur að geyma myndir af rússnesku fólki, hinu daglega lífi i Rússlandi. Bókin hefur komið út í fimm þjóðlöndum, Ítalíu, Frakk- landi, Svíþjóð, Noregi og Banda- ríkjunum. Þarna var viðfangsefn- ið venjulegt fólk, sem er mér mjög mikilvægt. Það er skemmtilegasta viðfangsefni mitt. En það vill svo undarlega til að ég er eftirsóttur tískuljósmyndari og hef unnið mikið fyrir Vouge í Frakklandi. Einnig hef ég tekið myndir fyrir Paris Match, Life og Stern auk þess sem ég hef unnið fyrir ýmsar fréttastofur." — Ert þú þá líka fréttaljós- myndari? „Nei ég er það raunar ekki. Hinsvegar læt ég mig ekki vanta þegar stórviðburðir gerast, svo sem ólympíuleikarnir og mikil- vægir fótboltaleikir." — Að lokum. Hvað tekur nú við, þegar þú hefur lokið við bók- ina? „Ég er að taka myndir af fræg- um stjörnum, þeim Joan Collins, Lauren Hutton og Marisa Beren- son. Þær eru að vinna við upptöku á bandarísku myndinni „Sins“. Ég verð á ferð og flugi á meðan ég vinn að þessu verkefni, níu vikur í París, eina í Nizza og tvær í Fen- eyjum," sagði Vladimir Sichov. í tengslum við útkomu bókar- innar í sumar verður haldin sýn- ing á ljósmyndum Vladimirs Sich- ov á Kjarvalsstöðum. Sýningin verður opnuð þann 13. júlí. Morgunblaöiö/Ól.K.Mag. Vladimir Sichov ÞAÐ I FJOLSKYLDUNNI plötiltestingin Nýjustu afkvæmin: 4 Naglatappi m/skrúfuhaus sem hægt er að losa aftur. Lengdir: 25mm,- 160 mm. Mono-Max: örugg festing fyrir gljúp efni. Sænska fyrirtækið Thorsmans hefur í áraraðir sérhæft sig í framleiðslu á vörum til festingar. Þurfi að festa þilplötur, eldhússkápa eða dýrindis listaverk þá er óhætt að treysta Thorsmans fyrir öruggri festingu. Thorsmans fæst í flestum byggingavöruverslunum. .J^RONNING Sundabor9 sími 84000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.