Morgunblaðið - 31.07.1985, Side 7

Morgunblaðið - 31.07.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 Gamla póst- húsið málað EKKI hefur það farið fram hjá vegfarendum Austurstrætis að nú er verið að laga gamla pósthúsið í Pósthússtræti 5. Fyrir u.þ.b. viku síðan var byrjað að skafa, sparsla í sprungur, hreinsa og lagfæra húsið að utan og mun væntanlegur litur hússins verða í svipuðum dúr og sá fyrri. Garðar Einarsson útibússtjóri sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að einnig væri ætlunin að taka ný, stærri og betri pósthólf í notkun í byrjun ágúst. Alls verða þau 1750, en þau gömlu, 1344, verða rifin. Pósthólfin færast af fyrstu hæð pósthússins niður í kjallara. „Hvert hólf tekur lárétt A-4 stærð af umslögum, en þau gömlu tóku þau aðeins brotin saman. f haust verður síðan afgreiðsl- an lagfærð. Nýjar innréttingar koma í stað þeirra gömlu og verður væntanlega ný afgeiðsla tekin í notkun í október," sagði Garðar. Auglýst eftir íslenskum ung- mennum í kvik- myndahlutverk „Framleiðendur myndarinnar höfðu samband við mig fyrir helgi og báðu mig að finna tvö ungmenni, í grænum hvelli, sem gætu leikið aðalhlutverk í ensk-amerískri bíómynd sem hafist verður handa við f byrjun september," sagði Vilhjálmur Knudsen kvikmyndagerðar- maður þegar blaðamaður innti hann eftir auglýsingu er birtist í Morgunblaðinu í gær. „Fyrirtækið Talia-Film í London framleiðir myndina og eru aðstandendur hinir sömu og kvikmynduðu „Enemy Mine“ hér um árið. Þeir eru að leita að tveimur enskumælandi ungl- ingum, 14—15 ára strákalegri en fallegri stúlku og 7—8 ára kvenlegum dreng. Þau skulu vera norræn í útliti og leika systkini á fiarlægum hnetti í sólkerfinu. Eg veit lítið meira um efni myndarinnar, sem verður kvikmynduð í Kanada frá 9. september til október- loka.“ Vilhjálmur bjóst við að í enda vikunnar yrði ljóst hverjir veldust í hlutverkin, enda væri timinn naumur þar til upptök- ur hæfust. „Reyndar auglýsa framleiðendurnir einnig í Sví- þjóð en ég býst þó við að íslend- ingar verði fyrir valinu." Heimsmót æskunnar: Um 20 íslensk ungmenni fóru til Moskvu Um tuttugu íslensk ungmenni sækja nú Heimsmót æskunnar, sem hófst í Moskvu um síðustu helgi. /Eskulýðssambandi íslands barst á sínum tíma boð frá Æsku- lýðssambandi Sovétríkjanna um að senda 20 fulltrúa á mótið, og fól boðið í sér fríar ferðir frá Kaup- mannahöfn og uppihald í Moskvu. Stjórn Æskulýðssambandsins ákvað að þiggja ekki boðið í eigin nafni, heldur var auglýst eftir áhugafólki, sem hefði hug á að sækja mótið á eigin vegum. Niðurstaðan varð sú að um tutt- ugu manns ákváðu að sækja Sov- étmenn heim og eru flestir frá Iðnnemasambandi fslands og ungliðadeild Alþýðubandalags- ins. Rafmagn fór af Kópavogi RAFMAGN fór af vesturbæ Kópavogs í hálfan þriðja tíma í gær- morgun, frá um kl. fimm til hálfátta. Rafmagnsleysið stafaði af magnsveitu Reykjavíkur orðaði því að háspennumúffa sprakk í það í samtali við blm. Morgun- dreifistöðinni í Holtagerði og blaðsins. við það fór rafmagn af fleiri dreifistöðvum í sama bæjar- Tvöfalt kerfi er á dreifikerf- hluta. Það gerist ekki oft að inu og tókst þvi tiltölulega slíkar múffur springa — þessi fljótlega að koma rafmagni á var orðin gömul og hrum, eins aftur en eiginlegri viðgerð var og verkstjóri í bilanadeild Raf- að Ijúka um hádegisbilið i gær. jrt>»ftP6e $ 'Á Gamla pósthúsið fær lit á sig á næstu dögum ' V; Morgunblaöiö/Júlíus Stendur sem hæst í S versl. samtímis 40—60% afsláttur Sérstakt tækifæri til að fá ódýr sumarföt fyrir stærstu helgi sumarsins. / i i í 1 Þær vörur sem eru ekki á útsöiunni eru meö 10% afslætti. WMm GARBO lauoavog. 30 1?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.