Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 Að hlusta Miðdegissagan nefnist: Lamb og er höfundurinn Bernard MacLaverty en Erlingur E. Hall- dórsson les og þýðir söguna. Ég vil vekja athygli lesenda á þessari miðdegissögu á rás 1. í fyrsta lagi vegna lestrarlags Erlings E. Hall- dórssonar en Erlingur gefur sér góðan tíma til að segja frá því sem er að gerast í sögunni. Ekki spillir þýð- ingin sem er í senn kjarnyrt og safa- rík og sagan sjálf er allrar athygli verð en þar segir frá afar sérstaeðu sambandi prestlings nokkurs við ógæfusaman ungling. Finnst mér raunar er ég hlýði á frásögn Erlings að þar fari kvikmynd fyrir á skjá hugans en meiri viðurkenningu er naumast unnt að veita sagnamanni. Minnist ég í þessu sambandi um- mæla reynds skólamanns, er hafði af því þungar áhyggjur, að sum barnanna í dag hefðu misst hæfileikamann að tengja frásögn og mynd í huganum. Taldi þessi aldni skólastjóri að sum barnanna væru alls ófær um að hlusta nema textinn væri tengdur einhverju sýnilegu, hreyfimynd eða mynd á bók. Taldi þessi ágæti maður að börn sem hefðu glatað hæfileikanum að hlusta og sem aldrei væri rætt við heimafyrir hefðu í rauninni ekki sömu möguleika til náms og hin er ættu auðvelt með að tengja orð og mynd. Bjartar vonir En hvað kemur miðdegissagan hans Erlings E. Halldórssonar þessu máli við? Jú, mér datt í hug er ég hlustaði á Erling, hvort ekki væri upplagt að láta slíka sagnaþuli, lesa sögur í sérstakt skólaútvarp sem vonandi fæðist með nýju útvarps- lögunum. Finnst mér líka ekki frá- leit hugmynd að senda slíka þuli í skólana og mættu það gjarnan vera eldri menn er hafa bergt af sagn- abrunni liðinna kynslóða. Ég geri ennfremur að tillögu minni að hér verði eingöngu karlmenn valdir til verka. Ástæðan fyrir því að ég vil ekki að konur veljist til þessa starfa er einfaldlega sú að karlmenn eru að verða sjaldséðir gestir í grunnskólum lands vors. Þannig ræddi ég nýiega við skólastjóra í nýstofnsettum grunnskóla hér í borginni er tjáði mér að enginn karlmaður hefði fengist til starfa í þeim skóla, vegna þess að hann gat ekki boðið næga yfirvinnu. Fer nú senn að rætast draumur sumra um að kennsla barna sé raunar aðeins „kven- mannsverk" í ætt við fóstrustarf og því táglaunastarf. Karlar eiga að vera í stjórnunarstörfum og bissniss en ekki sinna um börn. Þetta er hvort sem er ekki nema „hálfsárs- vinna eins og ein fótboltahetjan komst að orði. Já það er af sem áður var þegar barnakennarar nutu virð- ingar í samfélaginu. Þannig varð undirrituðum reikað með börnin í gamla kirkjugarðinn einn sunnu- daginn. Á margan fagran steininn stóð ritað Jón Jónsson kaupmaður, Jón Jónsson dómari eða Jón Jónsson kennari. Hvers eiga annars blessuð börnin að gjalda að hafa stöðugt fyrir augunum launalausar mömm- ur á heimilunum, láglaunafóstrur á dagvistarheimilunum og láglauna- kennslukonur í skólanum meðan stóri sterki pabbi er alltaf úti í bæ að afla peninga? Væri ekki kærkom- in hvíld fyrir blessuð börnin að fá við og við í heimsókn í skólann karlmann er segði þeim sögur og minnti á tilvist hins kynsins mitt í kvennafansinum, eða væri kannski nær að senda fótboltahetju á vettv- ang til þess að börnin fengju nú „rétta mynd“ af samfélaginu. Kennslukonuherinn gæti svo mynd- að klapp- og hopplið til heiðurs hetj- unni og fengi að launum einn disco fried og franskt nýhækkað rauð- vínstár. En hver nennir að hlýða á sagnaþuli í slíkum gleðskap jafnvel þótt karlkyns væru? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP LAUGARDAGUR 24. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón- leikar 7Æ5 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Guðvarðar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Karl Matthlasson talar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Forustugreinar dag- blaðanna (útdráttur). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Öskalög sjuklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Oskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunn- ar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Inn og út um gluggann. Umsjón: Heiðdls Norðfjörö. RUVAK. 14.20 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál I umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15.20 .Fagurt galaöi fuglinn sá“. Umsjón: Siguröur Ein- arsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar a. .Gaspard de la Nuit" eftir Maurice Ftavel. Ivo Pogore- lich leikur á planó. b. Pepe og Celin Romero leika lög eftir Isaac Albéniz á tvo gltara. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. 17.00 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.00 Hver er hræddur við storkinn? (Vem ár rádd for storken?) 2. þáttur. Finnskur fram- haldsmyndaflokkur I þremur þáttum um sumarleyfi þriggja hressra krakka. Þýð- andi Kristln Mántylá. (Nord- vision — Finnska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður ÚTVARP Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Þetta er þátturinn. Um- sjón: Örn Árnason og Sig- uröur Sigurjónsson. 20.00 Harmonlkuþáttur. Um- sjón: Högni Jónsson. 20.30 Utilegumenn. Þáttur I umsjá Erlings Sigurðarsonar. RÚVAK: 21.00 Kvöldtónleikar. Þættir úr slgildum tónverkum. SJÓNVARP LAUGARDAGUR 24. ágúst 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Haltu vöku þinni Stutt mynd frá Umferðarráði. 20.45 Allt I hers höndum (Allo, Allo!) Sjöundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I átta þáttum. Leikstjóri David Croft. Aðalhlutverk: Gorden Kaye. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 21.15 Sitt af hvoru tagi (En lille show med jass) Létt djasslðg I flutningi ýmissa tónlistarmanna. (Nordvision 21.40 Rauöi kjóllinn, smásaga eftir Alice Munro. Ragnheiö- ur Tryggvadóttir les þýðingu Önnu Marlu Þórisdóttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22 35 Náttfari. — Gestur Einar Jónasson. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir 24.00 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 00.55 Dagskrárlok. Næturútvarp trá rás 2 til kl. 03.00. — Danska sjónvarpiö) 21.50 Samkvæmið (The Party) Bandarlsk gam- anmynd frá árinu 1968. Leikstjóri Blake Edwards. Aðalhlutverk Peter Sellers og Claudine Longet. Ind- verskur leikari kemur til Hollywood I leit að frægð og frama. Fyrr en varir ratar hann I ótrúlegustu ógöngur. Þýöandi Jón O. Edwald. 23.30 Dagskrárlok Sn 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 14.00—16.00 Við rásmarkið Stjórnandi: Jón Ölafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni, iþróttafréttamönnum. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringboröið Hringborðsumræður um múslk. Stjórnandi: Magnús Einars- son. 20.00—21.00 Llnur Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 21.00—22.00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 22.00—23.00 Bárujárn Stjórnandi: Siguröur Sverr- isson. 23.00—00.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rauði kjóllinn Hér sjást þrír af gestum samkvæmisins sem laugardagsmyndin dregur nafn sitt af. Laugardagsmyndin: Um indverskan hrakfallabálk ■■■■ Laugardags- Ol 50 ntyndin heitir ^ 1 Samkvæmið og fjallar um Indverjann Hrundi Bakshi, sem kem- ur til Hollywood að leita sér frægðar og frama. Hann lendir fljótt í hinum mestu raunum, því á ein- hvern óskiljanlegan hátt tekst honum sífellt að verða sér til skammar. Hann móðgar fólk og sær- ir og verður fljótlega illa séður í hópi Hollywood- stjarna. Um þverbak keyrir þeg- ar hann eyðileggur geysi- dýra leikmynd sem sett hefur verið upp fyrir kvik- myndatöku og tökuna sjálfa. Framleiðandinn sem verður fyrir þessu tjóni ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að tryggja að Bakshi fái aldrei framar hlutverk í Hollywood. Samkvæmið fær þokka- lega dóma í skræðunum. Ráðsettari gagnrýnendum finnst hún ef til vill um of ærslafengin. Aðalhlutverk leika Pet- er Sellers og Claudine Longet. ■■!■ í kvöld verður Ol 40 les’n ' útvarpið Lt J. — smásaga eftir Alice Munro sem heitir Rauði kjóllinn. Anna María Þórisdóttir þýddi söguna, en það er Ragn- heiður Tryggvadóttir sem les. Alice Munro er kanad- ískur rithöfundur, sem ólst upp og hlaut menntun í Ontario. Hún hefur skrifað smásögur frá unga aldri og hafa þær birst í ýmsum bók- menntatímaritum vestan- hafs. Fyrsta smásagna- safn hennar kom út 1968 og hlaut hún æðstu bók- menntaverðlaun Kanada fyrir það. Sögusvið sagna Alice Munro eru oftast bónda- bæir og sveitaþorp í suð- vesturhluta Ontario- fylkis. Hún skrifar um það hvernig er að verða fuilorðinn, um ástarsorgir og ástargleði. Gagnrýn- endur hafa lýst lýsingum hennar á hugsunum og tilfinningum manna við verk Prousts. Djassspjall við Gunnar Reyni Gunnar Reynir Sveinsson. Hann mun spjalla um djass vió Vernharó Linnet á rás 2 í kvöld. ■■■■ 1 kvöld verður 91 00 sendur út á rás ^ A “ 2 þátturinn Djassspjall, en það er Vernharðs Linnet sem sér um hann. Að sögn Vern- harðar er hann vanur að fá einhverja gamalreynda djassista til að spjalla við sig í þáttum þessum, en þeir hafa verið vikulega á dagskrá í nokkurn tíma. „Gunnar Reynir hefur nú að vísu mikið fengist við klassíska tónlist, en hann er gamalreyndur djassleikari. Núna á síð- ustu árum hefur hann líka verið að snúa sér meira að djassinum aftur. Við munum semsagt ræða um feril hans í stórum drátt- um. En þó ekki síður um vissa tegund djass sem hefur verið kölluð þjóðleg- ur djass. Þannig er að um miðjan næsta mánuð verður haldin djasshátíð og þar kemur meðal ann- ars fram tríó Nils Henn- ing rsted-Pedersen, sem mun leika íslensk þjóðlög í djassútsetningum. Gunnar Reynir Sveinsson valdi einmitt þau lög sem svo voru útsett."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.