Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 21 Um 100.000 síkhar og hindúar voru við útíor Harchand Sing Langowal, hins hófsama síkhaleiðtoga, á miðvikudag, en hann var myrtur á þriðju- dag. Óþekktur hópur öfgamanna úr röðum síkha hefur lýst yfir ábyrgð sinni á morðinu. Punjab á Indlandi: Kosningunum ekki frestað Nýju Delhi, 23. ágúst. AP. FOSÆTISRÁÐHERRA Indlands, Rajiv Gandhí, sagði í dag að kosning- um í Punjab yrði ekki aflýst þrátt fyrir þau hryðjuverk, sem framin hafa verið í fylkinu í vikunni. „Kosningarnar eru svar fólks- ins við hryðjuverkum," sagði Gandhí í ræðu í indverska þing- inu í dag. Kosningunum verður þó seinkað um þrjá daga, og fara fram 25. september í stað 22. eins og áformað var í upphafi. Flokkar stjórnarandstöðunnar í landinu hafa deilt á stjórnina fyrir að láta kosningarnar fara’ fram í september, þar sem það kynni að hafa í för með sér að hryðjuverk færðust frekar í vöxt í Punjab. Eftir að hinn hófsami leiðtogi shíka, Harchand Singh Longow- al, var myrtur sl. laugardag hefur mikil reiði ríkt í Punjab, og óttast margir að ástandið eigi að versna þar á næstu dögum eða vikum. Indverska stjórnin viðurkenndi í dag að öryggisgæslu hefði verið ábótavant þegar Longowal var myrtur sl. þriðjudag. Morðið var framið aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að shíkar höfðu ráðið af dögum einn leiðtoga Kongressflokks Gandhís í Punj- ab. Fellibylur veld- ur tjóni á Taiwan Taipei, Taiwan, 23. if(Ú8t. Al'. FKLLIBYLURINN Nelson fór um norðurhluta Taiwan í dag og mæld- ist vindhraðinn um 170 km á klukkustund. Ein kona slasaðist, en umferð um alla helstu flugvelli og járnbrautir stöðvaðist á meðan byl- urinn gekk yfir, að sögn yfirvalda. Athafnalíf lagðist niður í bæði Taipei og borginni Chilung á með- an bylurinn færðist norður yfir landið, í átt að héraðinu Fukien í suðurhluta Kína. Konan sem slasaðist, skarst þegar glerbrotum rigndi yfir hana á heimili hennar í Chilung. Miklar rigningar fylgdu í kjölfar felli- bylsins og mældist úrkoman rúm- lega 470 millimetrar á sólarhring. Union Carbide: Galli á öryggis- búnaði olli slysinu N estur V irginía, Kandaríkjunum, 23. ájpÍHt. Al*. TAI.SMADIIR Union Uarbide í Bandaríkjunum sagði í dag að galli á öryggisbúnaði og mannleg mistök hcfðu valdið því að gas lak úr einni verksmiðju fyrirtækisins í smábæn- um Institute í Vestur-Virginíu II. ág- úst sl. í tilkynningu fyrirtækisins seg- ir að eiturskýið sem myndaðist við gaslekann, hafi haft að geyma ým- is hættuleg efni, eins og metýl- klóríð. Um 135 manns þurftu að fara á sjúkrahús vegna ýmissa kvilla af völdum gaslekans. Flugumferðarstjórarnir eftir slysið í Texas: „Gátum ekkert gert til að koma í veg fyrir slysið4< Fort Worth, Texas, 23. ánúsL Al*. FLUGUMFERÐARSTJÓRAR sem voru á vakt þegar flugvél DelU-nugfé- lagsins fórst utan við flugvöllinn í Dallas 2. ágúst sl., sögðu í skýrslu sem kom út í dag, að þeir hefðu á engan hátt getað komið í veg fyrir slysið. Um borð í flugvélinni voru 163 og fórust 133 þeirra, ásamt ökumanni bifreiðar sem flugvélin skall á. Flugumferðarstjórarnir höfðu ekki áður gefið yfirlýsingar um slysið, en í skýrslunni kom fram að þeir hefðu ekki haft hugmynd um hve slæmt veðrið hefði verið, fyrr en vindhraðinn mældist 160 km á klukkustund við flugturninn, nokkrum mínútum eftir að þot- unni hlekktist á. „Þegar ég fór heim þetta kvöld, fannst mér sem ég hefði ekki á nokkurn hátt getað gert nokkuð- sem hefði getað komið í veg fyrir slysið,“ sagði annar flugumferða- stjóranna, sem leiðbeindi flug- stjórum þotunnar þar til sex mín- útum áður en hún fórst. „Ég held ekki að við höfum haldið eftir nokkrum upplýsingum sem hefðu getað breytt ákvörðun flugstjórans sem flaug inn í rign- inguna," sagði hann. Tveir þriggja flugumferðarstjóranna sem leið- beindu þotunni þennan örlagaríka dag ræddu við fréttamenn The Fort Worth Star-Telegram með því skilyrði að nöfnum þeirra yrði haldið leyndum. „Mér fannst ég algerlega hjálp- arvana," sagði hinn flugumferðar- stjórinn, sem gaf þotunni leyfi til að lenda, en skipaði flugstjóranum á síðustu mínútu að hætta við lendingu og fara hring um svæðið vegna óveðursins. „Maður stendur þarna og horfir á flugvél farast og maður veit að þarna er fólk að deyja. Maður hef- ur ekki hugmynd um hve margir .. það er ekkert sem maður getur gert til að bjarga þeim. Akkúrat ekki neitt,“ sagði flugumferðar- stjórinn. Enn er ekki alveg ljóst hvað olli slysinu, en helst telja menn að Hinir tveir miðarnir voru keyptir í New York-borg og Alb- any, höfuðborg New York-ríkis, en forráðamenn happdrættisins vildu ekki gefa upp nöfn vinningshaf- anna. Hver vinningur hljóðaði því upp á 13.666.667 dali og verða þeir borgaðir út með 21 jafnri mánað- arlegri greiðslu upp á 650.793 dali hver, en það þýðir að hver hinna heppnu verkamanna'fær að jafn- aði um 24.000 dali útborgaða í hverjum mánuði eftir að skattur- inn hefur innheimt sitt. Verkamennirnir vinna í verk- sterk vindhviða, sem kom úr óvæntri átt og með miklum hraða, hafi átt sökina á hvernig fór. Þeg- ar flugumferðarstjórinn kallaði til flugstjórans um að hætta við lend- ingu hafði vélin þegar rekist niður á akur, norðan við flugbrautina, reisti sig við, en skall loks á bif- reið á hraðbraut við flugvöllinn. Ökumaður bifreiðarinnar lét lífið ásamt hinum 133 sem í vélinni voru. Þrjátíu manns lifðu af. flugslysið í Texas. smiðju sem framleiðir prentvélar og sagði talsmaður þeirra, Peter Lee, að þeir hefðu ákveðið að setja einn dollar í pott hver til að festa kaup á happdrættismiðanum og skyldu deila með sér vinningnum, hver sem hann yrði. Stærsti happdrættisvinningur í Bandaríkjunum til þessa kom upp í Illinois-ríki í fyrra, en verðmæti hans var um 40 milljónir dala. Stærsti happdrættisvinningur sem sögur fara af var dreginn í happdrætti á Spáni í fyrra, en þá deildu þúsundir vinningshafa með sér um 73,5 milljónum dala. Hár vinningur í Bandaríkjunum New York, 23. áRÚst AP. ST/ERNTI happdrættisvinningur sem dregió hefur verið um í Bandaríkjun- um kom upp á þrjá miða, en heildarverðmæti vinningsins er 41 milljón dala, sem svarar um 1,681 milljarði íslenskra króna. Einn vinningsmiðanna var í eigu hóps verkamanna, sem kallaði sig „21 heppinn maður“. Verð frá kr. </) •3 Q) ■<0 c <D O Viðtökum notaða bílinn þinn upp í þann nýja og greiðsluskilmálar eru sérlega hagstæðir! BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.