Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 24.08.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 15 Viðskiptaráðuneytið: Nýr viðskiptasamn- ingur milli íslands og Tékkóslóvakíu HINN 22. ágúst undirrituðu Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra og Jar- oslav Jakubec, varautanríkisviAskipta- ráAherra Tékkóslóvakíu, nýjan við- skiptasamning milli íslands og Tékkóslóvakíu sem gilda á til ársloka 1990. Samningurinn er í öllum megin- atriðum samhljóða gildandi viðskipta- samningi landanna frá 1977 en viðskiptasamningar þeirra hafa á lið- num áratugum verið endurnýjaðir með vissu millibili til nokkurra ára í senn. son, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, Ragnar J. Ragnarsson for- stjóri, fulltrúi Verslunarráðs lslands, Jón Reynir Magnússon, framkvæmda- stjóri, fulltrúi Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, Jón Ögmundur Þormóðsson, deildarstjóri í viðskipta- ráðuneytinu, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri i viðskiptaráðu- neytinu, Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Viðskiptasamningurinn er rammasamningur en samningar um sölu einstakra vara eru gerðir milli íslenskra og tékkneskra fyrirtækja. í samningnum segir m.a. að stjórn- völd í báðum löndum skuli leitast við að auka viðskiptin milli landanna en þau hafa minnkað talsvert ef litið er til lengri tíma. Þannig voru viðskipt- in um 2—3% á sjötta áratugnum en á tíma samningsins frá 1977 var út- flutningur íslands til Tékkóslóvakíu 0,3—1,0% af heildarútflutningnum en innflutningur 0,3—0,7% af heild- arinnflutningnum. Dagana 20.—21. ágúst fóru fram almennar viðræður milli stjórnvalda og voru skrifstofustjórar viðskipta- ráðuneyta landanna, Sveinn Björns- son og Josef Keller, formenn viðræðunefndanna. í sameiginlegri fundargerð, sem formennirnir und- irrituðu í lok viðræðnanna, kemur m.a. fram að viðskipti landanna juk- ust til muna á árinu 1984 miðað við árið 1983. Báðir aðilar lýstu yfir áhuga sínum á áframhaldandi við- skiptum með hefðbundnar vörur, t.d. heilfrystan fisk og fiskflök, síld og síldarflök, fiskimjöl, lagmeti og ost en einnig nýjar vörur, svo sem þorskalýsi, gærur, lambakjöt, salt- síld og grásleppuhrogn. Tékkar lýstu sem fyrr áhuga sínum á að selja vél- ar og tæki vegna byggingar orkuvera og annarra verkefna á íslandi auk hefðbundinna vara, m.a. dráttarvéla, fólksbíla, prentvéla og prjónavéla. Á árinu 1984 voru fluttar inn vör- ur frá Tékkóslóvakíu að andvirði 104 millj. kr. eða 0,4% af heildarinn- flutningnum. Út voru fluttar vörur fyrir 118 millj. kr. eða 0,5% af heild- arútflutningnum. Mikilvægasta ein- staka útflutningsvaran var loðnu- mjöl að verðmæti 49 millj. kr. en verðmæti útflutts freðfisks var jafn- hátt, þar af var flutt út fryst síld fyrir 23 millj. kr. (1.300 tonn), fryst fiskflök fyrir 21 millj. kr. (700 tonn) en sú vara hefur ekki verið seld til Tékkóslóvakíu um árabil og loks heilfrystur fiskur að verðmæti um 5 millj. kr. (um 150 tonn). Flutt var út 71 tonn af smurosti að verðmæti um 5 millj. kr. Flutt voru út um 2.200 tonn af kísilgúr að verðmæti 12 millj. kr. en lítið sem ekkert kvað að sölu annarra iðnaðarvara til Tékkó- slóvakíu. T.d. komst lagmeti ekki á blað á því ári. Á árinu 1984 voru mikilvægustu innflutningsvörurnar frá Tékkóslóvakíu vélar og tæki, járn- og stálvörur, dráttarvélar, bif- reiðir og vefnaðarvörur. Nefna má að á liðnum árum hafa Tékkar lagt til búnað í nokkur raforkuver og á árunum 1971—1984 voru fluttar inn frá Tékkóslóvakíu yfir 2.000 drátt- arvélar eða um 36% af heildarinn- flutningnum. Hæst yfir árshlutfallið farið í 53%. Auk þess hafa fólksbílar frá Tékkóslóvakíu selst vel á íslandi og jafnvel komist í fyrsta sæti miðað við fjölda innfluttra bíla eitt árið. Á meðfylgjandi mynd eru eftirtaldir: Sitjandi frá vinstri: Jaroslav Jakubec, varautanríkisviðskiptaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráð- herra. Standandi frá vinstri: Stanislav Veslý, deildarstjóri í utanríkisvið- skiptaráðuneyti Tékkóslóvakíu, Pavel Novicky, lögfræðingur í utanríkisvið- skiptaráðuneyti Tékkóslóvakíu, Jar- oslav Kares, deildarstjóri i innkaupa- fyrirtækinu Koospol, Josef Keller, skrifstofustjóri í utanríkisviðskipta- ráðuneyti Tékkóslóvakíu, Josef Rajch- art, sendifulltrúi í sendiráði Tékkóslóv- akíu á Islandi, Theódór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis, Ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SlS, Helgi Gíslason, sendifulltrúi i utanríkisráðuneytinu, Sveinn Björns- laugardag frá kl. 13 til 17 Viö kynnum fjóra OPEL bíla á bílasýning- unni i BÍLVANGSSALNUM á laugar- daginn: OPEL KAPETT, sem valinn hefur veriö sem bíll ársins 1985, OPEL ASCONA, sem fullnægir flestum kröfum bílaáhugamannsins, OPEL REKOWPk bílinn sem sker sig hvarvetna úr, og OPEL COWSA, smábílinn sem allir falla fyrir. OPEL bílarnir eru samnefnari þess besta í þýskri hönnun. Traustir og liprir í akstri og einstaklega þægilegir fyrir ökumann og farþega. Þú kynnist þessum bílum á Opelsýning- unni aö Höfðabakka 9. Ef þú átt góöan notaöan bíl erum viö vísir til aö vilja kippa honum upp í einn nýjan og spegilg|jáandi OPEL, til aö auövelda þér viöskiptin. Greiösluskilmálarnir hjá okkur eru líka sveigjanlegri en gengur og gerist. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Auglýsingaþjónustan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.