Morgunblaðið - 24.08.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.08.1985, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1985 2É iltofigtiiiltfftfeife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Fjármálaráðherra og varnarsamningur Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, sagði í blaðaviðtali í fyrradag, að hann mundi láta kanna, hvort varnarliðið á Keflavíkurflug- velli brjóti ákvæði varnar- samningsins um gjaldeyrismál og túlkar þau ákvæði á þann veg, að varnarliðið hljóti að greiða liðsmönnum sínum laun í íslenzkum krónum og að við- skipti þeirra öll skuli fara fram í íslenzkri mynt. Þegar fjármálaráðherra lét fara fram nákvæma tollskoðun á flutningi til varnarliðsins var um að ræða starfssvið, sem heyrir undir ráðherrann. Öðru máli gegnir um yfirlýsingar um gjaldeyrisviðskipti varn- arliðsins. Þar er Albert Guð- mundsson að fjalla um mál- efni, sem falla undir starfssvið viðskiptaráðherra og utanrík- isráðherra. Þess vegna er ekki hægt að líta á ummæli ráð- herrans um þetta efni sem at- hugasemd fagráðherra, heldur er þar um pólitískar yfirlýs- ingar að ræða. Fjármálaráðherra einskorð- ar sig ekki lengur við ábend- ingar um kjötinnflutning á vegum varnarliðsins. Hann gerir nú almennar athuga- semdir um varnarsamninginn sem slíkan. Þá eru þessar um- ræður auðvitað komnar út í allt annan farveg en í upphafi. Sjálfstæðisflokkurinn mótaði þá stefnu, sem fylgt hefur ver- ið í 34 ár í öryggismálum þjóð- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið þessari stefnu, hvort sem flokkurinn hefur verið í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Þetta hefur m.a. byggzt á mjög víðtækum stuðningi þjóðarinnar og al- gerri samstöðu innan Sjálf- stæðisflokksins um stefnu- mörkun og framkvæmd henn- ar. Ef einstakir forystumenn Sjálfstæðisflokksins á borð við Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, telja tímabært að gera breytingar á varnar- samningnum eða framkvæmd hans, verður að gera þá kröfu til þeirra sem ábyrgra stjórn- málamanna, að þeir ræði þær hugmyndir sínar með eðli- legum hætti á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins og að þar verði sköpuð samstaða um slíkar breytingar, ef menn á annað borð telja þær nauðsynlegar. Hvorki stuðningsmenn Sjálfst- æðisflokksins né sá meginþorri þjóðarinnar, sem styður varn- arsamstarfið við Bandaríkin, munu þola forystumönnum Sjálfstæðisflokksins að koma fram sem sundraður hópur í þessu örlagamáli. Augljóst er að fjármálaráð- herra hefur gersamlega mis- skilið ákvæði varnarsamnings- ins um gjaldeyrismál. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrif- stofustjóri varnarmálaskrif- stofu, sýndi fram á það í Morg- unblaðinu í gær, að þau ákvæði varnarsamningsins, sem fjár- málaráðherra gerir athuga- semdir við, eiga við um ís- lenzka starfsmenn varnarliðs- ins, en ekki liðsmenn þess. Staðreyndin er sú, að í öllum meginatriðum hefur varnar- samningurinn og þær breyt- ingar, sem á honum hafa verið gerðar, staðist tímans tönn og gefizt vel. Það er óþurftarverk hið mesta að þyrla upp mold- viðri um þetta viðkvæma mál. Stuðningur mikils hluta þjóð- arinnar við varnarsamninginn við Bandaríkin er afdráttar- laus. Á því hefur engin breyt- ing orðið. Fasteignir og raunvextir Aíðustu misserum hefur orðið umtalsverð breyting á fasteignamarkaðnum. Víða á landsbyggðinni hefur fast- eignaverð ýmist lækkað í krónutölum eða staðið í stað. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fasteignaverð hefur löngum verið hæst, hefur þess gætt að verðlag á stærri fasteignum hefur ekki fylgt verðlagsþróun og sala á slíkum eignum verið mjög hæg. Nú berast þær fréttir að verulegs samdráttar gæti í húsbyggingum og for- ystumenn byggingariðnaðar- manna telja jafnvel alvar- legasta ástand framundan í byggingariðnaði frá því 1968. Þessi þróun þarf ekki að koma á óvart. Reynsla annarra þjóða er sú, að háir raunvextir leiði til lækkandi fasteigna- verðs. Dýrir peningar leiða til minni eftirspurnar og minnk- andi eftirspurn leiðir til lækk- unar verðlags. Á móti getur komið að minna framboð á eignum ýti verði upp. Háir raunvextir hafa óhjá- kvæmilega vissar grundvallar- breytingar í för með sér. Litlar líkur eru á því, að raunvextir lækki að ráði hér á íslandi á næstunni. Afleiðingin eða ár- angurinn verður sá, að bæði einstaklingar og fyrirtæki munu hugsa sig um tvisvar áð- ur en lagt er út í fjárfestingu og áreiðanlega verður betur vandað til fjárfestinga en áð- ur. ÖgtaíEfM ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 301. þáttur Kristján frá Djúpalæk skrif- ar svo: „Kæri Gísli Jónsson! Alltaf dáist ég að þolgæði ykkar varnarmanna fyrir móð- urmáli okkar, jafnvonlaus sem sú barátta sýnist. íslenskan breytist hratt nú, enskan verð- ur sennilega orðin aðalmál hér um næstu aldamót. Verst er að það eru menn í æðstu embætt- um sem lakast eru máli farnir. Þótti þér ekki fagleg til- kynning frá vegamálastjóra í útvarpi 12/8: Vegna lagningu á klæðningu — margendurtek- ið? Ellegar 1 Degi sama dag: Við vorum að versla okkur matvöru. Og í DV hinn 11/8: Ansi er ég hræddur um að sumum kunni að svima. Hitt er þó alvarlegra hve menn staulast nú áfram á hækjum hjálparsagna. Ég tek aðeins eitt dæmi af hundrað, þ.e. úr smáklausu frá því um helgina — frétt frá Borgar- spítala um kaup á lengingar- tækjum: Ef góðgerðarstofnun myndi flytja tækin inn ... En ef við myndum panta þau ... líklega myndu tækin komin til landsins i haust (i stað flytti, pöntuAum, yrAu). Slíkt orðalag er daglegt brauð þótt þetta sé mér nærtækast nú. Annað þykir mér mjög áber- andi upp á síðkastið, einkum í útvarpi og sjónvarpi (og eru þulir verstir), en það er að sleppa eignarfalls s og r, t.d. í samsettum orðum: Árne(s)- sýsla, Stjórna(r)ráð, Alþing- i(s)menn, sóla(r)lag; þetta eru einstök dæmi af mörgum verri. Þá má nefna notkun orðsins Þ“. hvar við sögðum maAur: l»ú gengur nú bara ekki inn á leiksvið ... Þú ert illa settur þar mállaus. Maður er illa settur! Þessi notkun „þú-sins“ er svo almenn í ræðu og riti að mann óar við. Allt þetta er þér án efa ljóst og svo margt og margt fleira. En það væri að æra óstöðugan að telja það allt upp. Mjög særir mig t.d. að nota alltaf orðið finnst í stað þykir. Þau merkja í mínum hug alls ekki nákvæmlega það sama. Og svo: Ég elska að gera þetta eða hitt! „Guð hjálpi guði,“ sagði Matthías. Guð hjálpi móður- máli okkar, segi ég, einkum í meðförum hinna lærðu. Með baráttukveðjum." ★ Ég þakka bréf og baráttu- kveðjur. Auðvitað höldum við baráttunni áfram og heyjum hana til sigurs. Ég er ekki trú- aður á að íslenska verði neitt aukamál hér á landi um næstu aldamót. Þar koma ekki síst til áhrif bókmenntanna, áhrif manna eins og Kristjáns frá Djúpalæk, sem hafa gert það að ævistarfi sínu að rækta og prýða garð móðurmálsins. Að öðru leyti ætla ég ekki að gera athugasemdir við bréf hans gott. Taki þeir sneið sem eiga og reyni að gera betur. ★ Víkur nú sögunni til Vest- mannaeyja. Þar er Haraldur Guðnason enn á verði um móð- urmálið. Ekki gefst hann upp í baráttunni, fremur en við Kristján, og sendir þættinum bréf því til staðfestingar: „Heill og sæll Gísli Jónsson. Varla er tiltökumál þótt mönnum verði stöku sinnum „fótaskortur á tungunni" eins og einhver átti einhvern tíma að hafa sagt. Málfar sumra „stjórnenda" á rás 2 þykir ekki til fyrirmyndar. En sjaldan er minnst á þá sem láta „ljós“ sitt skína á rás 1. Nokkur dæmi, sum orðin gömul: „Hvað heldurðu að olli því?“ Spurt í morgunútvarpi í jan. 1984. „Hvert ert þú á leiðinni?" í sama útvarpi í febrúar 1984. „Hvar verslar þú fatnað?" Spurt í síðdegisútvarpi. „Við megum láta okkur hlakka til.“ íþróttafréttamað- ur í sept. 1984. I fréttum útvarps að kvöldi 29.3. ’84 var lýst einhverjum mat sem var „með margs kon- ar brögðum og lykturn". Namminamm. Einn „okkar manna" sagði í mars sl. að hann vildi ekki „lofa stórum sólskinum". Aldr- ei var talað um stórt sólskin í minni sveit. En þar í sveit var talað um sólskin, nú segja margir: Það var sól í dag. Og ferðaskrifstofur auglýsa ferðir „í sólina". „Ég dreymdi bara ágæt- lega,“ sagði tónlistarmaður i útvarpi 7. febr. Námsmaður í Amsterdam sagði, að „mestur hluti þess fés“ færi til þessa eða hins. í morgunútvarpi nýlega sagði, að ráðin hefði verið ný þula til starfa í sjónvarpi. Er ekki maðurinn þulur hvort sem hann er karl eða kona? í kvöldfréttum fyrir nokkru var talað um að einhver hefði „tekið yfir“ fyrirtæki eða stofnun. Og ársgrundvöllurinn virðist enn traustur á þeim bæ. Stærðargráðan á undanhaldi? „Lambalærin slá í gegn.“ Auglýsing í útvarpi 2/4. Þar kom að því! Þjóðviljinn: Fundur um skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar: „Helgi Guð- mundsson mun leggja þennan fund upp.“ Hvernig lagði Helgi fundinn upp? Með góðri kveðju og þökk fyrir þættina." ★ Ég var að lesa gamlan kveðskap og rakst á þetta er- indi í barnagælu sem nefnd hefur verið Ljúflingsdilla: Hirðum um háð eigi: höfum Péturs vísu. Það veitir lið lítið Ijótu að svara hrópi. Fyrirgefum gjarna grimmar bakslettur. Oll mun einn dæma orðin hin sögðu. Getið þið sagt mér hver Pét- ur er í 2. línu og hvað sú brag- lína merkir í heild sinni? Stefnt að því að hún verði tekin í notkun að 20 mánuðum liðnum Nýja flugstöAin Morgunblaðið/Júlfus Því var fagnaA f gær aA flugstöAin er risin f fulla hæð. þess að greint yrði milli farþega- flugsins og starfsemi varnarliðs- ins. Að endingu sagði Geir að nýja flugstöðin yrði til þess að þeir mörgu farþegar, sem eiga einungis viðkomu hér á landi, kynntust landi og þjóð með þeim hætti sem sæmd væri að. Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, formaður byggingarnefndar flugstöðvarinnar skýrði frá því að næstkomandi mánudag hæf- ist afhending á útboðsgögnum vegna innréttingaráfanga flugstöðvarinnar, en þar er um stærsta byggingaráfanga mannvirkisins að ræða. Það kom fram í ræðu Sverris að bygg- ingarnefnd hefur fengið Leif Breiðfjörð, listamann til þess gera glerlistaverk, sem komið verður fyrir í biðsal flugstöðvar- innar og ákveðið hefur verið aft_ efna til samkeppni meðal ís- lenskra listamanna um gerð listaverka sem staðsett verði utanhúss við aðkomuna að flugstöðinni. Páll Sigurjónsson forstjóri ístaks tók einnig til máls, en ís- tak hefur séð um uppsteypu flugstöðvarinnar. Bandaríkjamenn greiða tæpan helming af kostnaði við upp- byggingu flugstöðvarinnar. Flugstöðin verður til sýnis al- menningi í dag og á morgun eftir hádegi. Ferðir verða frá stöð Sérleyfisbíla Keflavíkur í Kefla- vík að flugstöðvarbyggingunni. NÝJA flugstöAin á Keflavíkur- flugvelli er nú risin í fulla hæA og í gær voru aAilum sem aA fram- kvæmdunum hafa staAiA og gest- um kynntar framkvæmdirnar. „ÞaA er gömul og gróin venja að gera sér dagamun þegar mann- virki hafa náð fullri hæð. Það er gert til þess að gleðjast yfir þeim áfanga sem náðst hefur og hvessa viljann til þess að Ijúka mannvirk- inu sem fyrst svo það komi að til- ætluðum notum. Eg vil þakka öll- um sem að þessum framkvæmdum hafa staðið og heita á ykkur að láta ekki deigan síga og sjá til þess að flugstöðin verði tekin í notkun að 20 mánuðum liðnum,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, meðal annars við þetta tækifæri. Framkvæmdir hófust við flugstöðina 7. október 1983 og gert er ráð fyrir að hún verði fokheld í október í haust og verð- ur þá byggingarkostnaðurinn orðinn 500 milljónir íslenskra króna. Heildarkostnaður að meðtöldum svæðislögnum er tal- inn nema rúmum 1700 milljón- um og er vonast til að hægt verði að taka flugstöðina í notkun full- búna í apríl árið 1987. Stærð flugstöðvarinar verður þá 12.284 fermetrar á tveimur hæðum með farþega-, þjónustu og skrifstofu- rými, auk landgangs sem verður 1.812 fermetrar. Til saman- burðar er núverandi flugstöðvar- bygging um 7 þúsund fermetrar. Geir HaHgrímsson, nUnrfkkráAberra I hópi gesU. Nýja flugstöðin fokheld í haust Skógræktarátak á höfuðborgarsvæðinu: Gróðursetja á eitt tré fyrir hvern íbúa árlega næstu 5 ár STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að gangast fyrir miklu skógræktar- átaki á næstu árum. Átakið felur í sér að hvert sveitarfélag á svæðinu, sem nær frá Straumsvík upp í Hvalfjarð- arbotn, geri áætlun til 5 ára um skógrækt með það að markmiði að árlega verði gróðursett á svæðinu a.m.k. eitt tré fyrir hvern íbúa þess, en þeir munu nú vera rúmlega 130.000 talsins. Gert er ráð fyrir að ræktun runna og trjáa verði gerð ítarleg skil í öllum skipulagsáætlunum og byggingaleyfum og skipuleg trjá- vernd verði tekin upp. Áætlun þessi er árangur af starfi nefndar, sem samtökin skipuðu ár- ið 1982 til að vera sveitarstjórnum til ráðuneytis um mótun og fram- kvæmd skógræktarstefnu fyrir þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu. 1 nefnd þessari sátu Áuður Sveins- dóttir landslagsarkitekt, Birgir H. Sigurðsson skipulagsfræðingur, Steinþór Einarsson garðyrkjustjóri og Þórður Þ. Þorbjamarson borg- Frá kynningarfundinum á Hótel Borg I gær um skógrækUriUkiA. arverkfræðingur, sem var formað- ur hennar. Júlíus Sólnes formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, Gestur Ólafsson framkvæmda- stjóri Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins og Þórður Þ. Þorbjarn- arson kynntu þetta fyrirhugaða átak fyrir sveitarstjórnarmönnum, skógræktarmönnum og blaða- mönnum á fundi á Hótel Borg I gær. Þar kom fram að meginmark- miðið er að gera svæðið vistlegra og byggilegra með því að auka trjá- rækt og verður sérstök áhersla lögð á að planta trjám á opin svæði inn- an þéttbýlissvæðanna. Er meining- in að planta trjám sem eru 1—1 'k metri að hæð, því skilyrði eru of erfið fyrir litlar plöntur. Gestur Ólafsson lagði á það sér- staka áherslu að nauðsyn væri á að góð samvinna skapaðist milli sveit- arstjórnarmanna, skógræktar- manna og annarra áhugamanna um að undirbúa þetta átak vel svo árangur yrði sem bestur og því væri þetta kynnt nú, svo nota mætti veturinn til undirbúnings og hefja framkvæmdir af krafti að vori. Gefinn hefur verið út litprentað- ur bæklingur þar sem þetta átak er rækilega kynnt og gerð grein fyrir ýmsum nytsamlegum upplýsingum varðandi trjárækt. Bæklingurinn verður til sölu hjá Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins að Hamra- borg 7 í Kópavogi og þar eru nánari upplýsingar veittar. Aðkoma og brottför farþega í nýju flugstöðinni verður frá neðri hæð byggingarinnar og verður farangursskali fyrir miðju. Auk aðstöðu fyrir farþega er fyrirhuguð ýmis almenn þjón- usta og aðstaða fyrir starfsfólk á þessari hæð. Á efri hæð verður biðsvæði (transit) fyrir miðju, en gengið verður af þeirri hæð um landgang út í flugvélar. Á efri hæð verða ennfremur skrifstofur og verslanir ásamt fríhöfn, veitingasölu, mötuneyti og eldhúsi. Hægt verður að stækka flughöfnina til norðurs ef þörf krefur. Slík stækkun myndi tvöfalda afkastagetu hennar. Hægt verður að afgreiða sex flugvélar samtímis við nú- verandi landgang, en hann má lengja og verður þá hægt að af- greiða tvöfalt fleiri flugvélar. Geir Hallgrímsson sagði að einkum fernt ynnist með bygg- ingu nýju flugstöðvarinnar. í fyrsta lagi yrði þokkaleg aðstaða fyrir farþega, sem gert er ráð fyrir að verði 550 þúsund á þessu ári, en aðstaðan í núverandi flugstöð væri fyrir neðan allar hellur. í öðru lagi yrði starfs- fólki búin þolanleg aðstaða, en það innti af höndum ábvrgðar- fullt og erilssamt starf. I þriðja lagi yrði flugstöðin til þess að styrkja atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum og þann byggðar- kjarna sem fyrirhugað væri að risi í nágrenni hennar. Síðast en ekki síst yrði nýja flugstöðin til „Fljótræði að draga allsherjarályktanir“ — segir Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater um muninn á ferskfiskverði hér á landi og í Bretlandi „ÉG VEIT ekki hvaó Ásgeir á viA. ÞaA er nærtækara aA þaA komi í Ijós hvert hið raunverulega ástand er í þessum málum en verið sé með einhverjar hugmyndir um það að einhvers staðar sé leki,“ sagði Magnús Gústafsson, forstjóri ('oldwater í Bandaríkjunum er MorgunblaðiA bar undir hann uro. mæli Ásgeirs Guðbjartssonar, skipstjóra á GuAbjörginni, þess efnis að veró* mismunurinn á ferskfiski í Bretlandi og á íslandi „hljóti aó leka einhvers staöar niður á leióinni", eins og þaó er orðað. „Það er fljótræði að draga ein- hverjar allsherjarályktanir hvað þetta snertir. Þó ég sé ekki sér- fróður um fiskmarkaðinn í Bret- landi skilst mér þó að þar hafi ríkt óvenjulegar markaðsaðstæður meðal annars vegna aflabrests í Norðursjó. Það eru ekki mörg ár síðan lítið var um fisksölur á Bretlandsmarkað vegna þess hversu óhagstætt það var,“ sagði Magnús ennfremur. Hann sagði uppboðsmarkað eins og þann sem væri í Bretlandi mjög fljótan að fara upp þegar framboð minnkaði, en að sama skapi væri verðið fljótt að fara niður á við strax og fram- boðið yrði of mikið. Magnús sagði íslenskan fisk á Bandaríkjamarkaði seljast á hæsta verði sem þekktist og sem dæmi um kostnað af sölu neyt- endaflaka, þá væri hann 11%, sem gæti ekki talist mikið. Þar af færu 5% til umboðsmanna Coldwater. Þar gæti því ekki verið að leita skýringarinnar á umræddum leka. „Fiskurinn í hafinu er auölind í eigu allrar þjóðarinnar og það er spurning sem sífellt þarf að vera að endurskoða svarið við, hvernig hann nýtist þjóðinni í heild sem best. Það er langstærsta efna- hagslegt mál íslendinga, hvernig við ráðstöfum þeim afla sem fáum úr sjónum og þýðingarmikið að þessi mál séu sífellt til um- ræðu,“ sagði Magnús. Hann sagði fisk vera lúxusvöru í Bandaríkjunum og því miður væri ekki sjáanlegt að verðið myndi hækka á næstunni. Hins vegar væri möguleiki á hækkun ef fisk- urinn væri unnin meira h jg. heima, en til þess skorti fólk t fiskvinnsluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.