Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri: Segir upp 30 manns 30 manns hefur verid sagt upp hjá I&naðardeild Sambandsins á Akur- eyri af um 340 manns sem starfa hjá fyrirtækinu. Jón Sigurðarson hjá Iðnaðar- deildinni sagði í samtali við Morg- unblaðið að uppsagnirnar væru til komnar vegna endurskipulagn- ingar á fyrirtækinu, þar sem auk- in áhersla yrði lögð á markaðsmál en á móti yrði hún minnkuð á framleiðsluna, sem verið hefur í endurskipulagningu á undanförn- um árum. Hann sagði fækkunina einkum koma niður á stjórnendum, þ.e. verkstjórum, starfsþjálfurum og gæðaeftirlitsmönnum, en einnig væri verkafólki í vefnaðardeild fækkað vegna þess að verkefni þar hefðu minnkað. Axel Jónsson fyrrverandi alþingismaður látinn LÁTINN er í Reykjavík Axel Jóns- son, fyrrverandi alþingismaður. Hann fæddist í Reykjavík 8. júní 1922, sonur Jóns Björnssonar, klæðskera, og Láru Sigmundu Þórhannesdóttur. Hann stundaði gagnfræðaskólanám í Reykjavik 1937—38, en gerðist síðar bifreiða- stjóri og bjó að Felli í Kjós frá 1945—53, er hann fluttist til Kópavogs. Hann vann við Sund- laugar Reykjavíkur til 1962 og var forstöðumaður þeirra þrjú síðustu árin. Axel varð fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins 1962 og gegndi því starfi til 1968, er hann gerðist fulltrúi hjá Almannavörnum ríkisins. Því starfi gegndi hann til 1971, er hann gerðist framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Reykja- neskjördæmi. Axel gegndi margvfslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann var formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisfélagana í Kópavogi 1956—60 og varð bæjar- fulltrúi og sat í bæjarráði 1962. Þingmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1963. Landskjörinn þingmaður 1974. Axel gegndi ýmsum öðrum fé- lagsstörfum. Hann var formaður ungmennafélagsins Drengs í Kjós 1946—49 og formaður Ungmenna- sambands Kjalarnesþings 1950-56. Sat í stjórn UMFÍ 1955-57 og í stjórn ISÍ 1959-64. Sat í stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu frá stofnun .1955. Formaður í Æskulýðssam- bands íslands 1959—60. Kosinn í áfengismálanefnd 1964 og i stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs 1974. Axel kvæntist Guðrúnu Gísla- dóttur frá írafelli í Kjós 17. júlf 1943. Axel Jónsson Morgunblaðið/Július Harður árekstur varð á mótum Bústaðavegar og Grensásvegar seinnipartinn í gær er frambyggður jeppi og strætisvagn rákust þar saman. Ökumaður jeppans var fluttur á slysadeild, en ekki var kunn- ugt um meiðsli hans í gærkveldi. Ný lög um framleiðslumark búvara: Vantar 500 milljónir til að framfylgja lögunum UM 500 milljónir króna vantar til niðurgreiöslna á landbúnaðarvörum fram til áramóta, til þess að hægt verði að framfylgja nýjum lögum um framleiðslumark landbúnaðaraf- urða. Er þetta að sögn Matthíasar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra vegna þess að framleiðsluárið er frá 1. september í ár til 31. ágúst næsta árs, en niðurgreiðslur koma hins vegar inn í fjárlagadæmið 1. janúar 1986, eða með fjárlögum næsta árs. Viðskiptaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að niðurgreiðslurnar hefðu áður allt- af komið inn 1. janúar ár hvert, en nú væri verið að ræða með hvaða hætti væri hægt að flýta þessum greiðslum um 4 mánuði, þannig að þær væru greiddar sama dag og framleiðslan hefst, þ.e. 1. sept- ember. Hér væri því einungis ver- ið að leita leiða með hvaða hætti hægt væri að flýta þessum greiðsl- um um fjóra mánuði, f eitt skipti fyrir öll. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, hefur Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra lýst því yfir að þessi hálfi milljarður sem nú vantar, sé ekki til i ríkis- kassanum og því geti hann ekki reitt þetta fé af höndum. Hann, ásamt Matthíasi Á. Mathiesen TVEIR menn voru staðnir að veiði- þjófnaði í Laxá í Leirársveit snemma á sunnudagsmorguninn. Það voru stangveiðimenn sem voru að hefja veiðar sem urðu varir við mennina og létu lögregluna í Borgarnesi vita. Þeir voru gripnir og voru þá með 19 viðskiptaráðherra, Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráðherra og Jóni Helgasyni landbúnaðar- ráðherra, ræddu þessi mál nú ný- verið á fundi og varð niðurstaða þess fundar að fjármálaráðherra tók að sér að ræða við formann fjárveitinganefndar, Pálma Jóns- son um með hvaða hætti þetta fé verði útvegað. laxa og netstubb í fórum sínum. Sýslumannsemhættið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fer með málið. Það munu vera menn úr byggðarlaginu sem voru staðnir að veiðunum. Laxá í Leirársveit: Gripnir með 19 laxa Stefnan skílar betri kjörum en skömmtunarstefnan — segir dr. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Kaupþings hf. „ÉG GET TEKIÐ undir margt af því sem fram kemur hjá Þorsteini,** sagði Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbankans, er hann var spurð- ur álits á ræðu Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann hélt á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna á Akureyri um síð- ustu belgi. „Bankakerfinu hefur verið miðstýrt þar sem ákvarðanir um inn- og útlánsvexti hafa verið al- farið f höndum Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar þar til á síð- astliðnu ári. Við þetta bætist aö við höfum búið við afurða- og rekstrarlánakerfi sem hefur mis- munað atvinnuvegunum, bæði hvað snertir aðgang að lánsfé og f kjörum. Jafnframt sátu bankarnir ekki við sama borð hvað snertir rétt til stofnunar útibúa og rétt til verslunar með erlendan gjaldeyri. Auk þess hefur ríkið verið í sam- keppni við bankana um innláns- kjör og hafa boðið betri kjör. Þetta er lýsing á vanþróuðu bankakerfi. Þorsteinn minnist líka á að þetta hafi bitnað á atvinnuvegun- um. Ég vil frekar orða það þannig að þetta hafi bitnað á uppbygg- ingu atvinnulffsins og á lífskjör- um fólksins í landinu. Vanþróað bankakerfi hlýtur að leiða til þess að það verður dýrara í rekstri og það leiðir lfka til þess að fjárfestingar verða ekki eins vel undirbúnar og ella. Þetta álft ég að sé maðkurinn f mysunni, þvf þetta kerfi hefur boðið upp á að við höfum ráðist í fjárfestingar sem ella hefði ekki verið ráðist í og hafa ekki skilað þeim arði sem þurft hefði," sagði Bragi Hannes- son bankastjóri. Morgunblaðið leitaði einnig álits dr. Péturs Blöndal fram- kvæmdastjóra Kaupþings hf. -Ég er sammála Þorsteini um það að islenskur fjármagnsmark- aður er ennþá vanþróaður. En hann þróast óðfluga. Það er margt sem hefur verið lagað að undan- förnu, en þó er ennþá mjög margt sem þyrfti að laga áður en hægt er að tala um að fjármagnsmarkað- urinn sé nægilega þjáll fyrir fs- lenskt efnahagslíf," sagði Pétur. „Hér á ég fyrst og fremst við bankakerfið. Bankar eru mikið til hreinar afgreiðslustofnanir. Þeir sinna ekki stórum lántakendum sem skildi og gæta ekki nógu vel hagsmuna sparifjáreigenda. Það sást t.d. f vetur þegar vextirnir urðu mjög neikvæðir á almennum sparisjóðsbókum. Þá heyrðist ekk- ert frá bönkunum um að þetta væri slæmt ástand. Nú er ljóst að bankalögin taka gildi um áramót- in og munu þau eflaust þvinga bankana til að taka upp ný vinnu- brögð í sambandi við afstöðu til sparifjáreigenda og lántakenda. Það ber allt of mikið á þvi að fs- lenskir bankar skammti peninga í stað þess að veita þeim f góðar fjárfestingar sem þeir hafa trú á og jafnvel þannig að þeir taki ein- hverja áhættu. F dag tekur banki helst ekki áhættu. Krafist er góðra og tryggra veða í öllum lánaviðskiptum. Þetta er kannski það sem Þorsteinn hefur átt við, að það vanti f rauninni á íslandi útlánastarfsemi sem er fús til að taka á sig áhættu. Þær raddir hafa heyrst að frjálsir vextir séu að sliga bæði einstaklinga og fyrirtæki sem lántakendur, en það er ljóst að svona góðir vextir ættu að hvetja til aukins sparnaðar. Enda hefur sparnaður aukist verulega á síð- ustu tveimur árum bæði vegna verðtryggingar og hárra vaxta. Ég hef trú á að þetta leiði til þess að vextir muni lækka innan skamms. Þannig skilar stefnan betri kjör- um fyrir lántakendur en skömmt- unarstefnan gerði. Auðvitað ætti markaðsstefna að ríkja á þessu sviði svo að pen- ingarnir leiti f arðbærar fjárfest- ingar. Það vill alltaf loða við þegar peningar eru skammtaðir eins og gert hefur verið hér í 40 ár, að þeir leiti í gæluverkefni sem eru engan veginn arðsöm fyrir þjóðina í heild. Lántakandinn er alltaf best fær að dæma um hvort fjárfesting hans er arðbær. Og ef hann þarf að borga háa vexti, þá hættir hann við slæma fjárfestingu. Eins og ég gat um hér að fram- an hefur vantað áhættugleði á ís- lenskum lánamarkaði og þetta hefur staðið ungum arðvænlegum fyrirtækjum fyrir þrifum, þar sem þau hafa ekki getað fengið lán vegna eðlilegs skorts á veðum." Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmdastjóri Fjárfestinga- félagsins sagðist vera sammála því sem Þorsteinn Pálsson segir í ræðu sinni f öllum megindráttum. „Mér finnst Þorsteinn sýna víð- sýni í ræðu sinni,“ sagði Gunnar. „Hann sekkur sér hvorki ofan í dægurþras né dregur eina at- vinnugrein fram yfir aðra. Hann heldur sér á þeim nótum sem mér finnst að stjórnmálamenn ættu að gera. Þeir eiga að skapa vfðan og góðan ramma fyrir atvinnulífið. Innan þess ramma geta einstakl- ingarnir séð um að finna arðbær og hagkvæm tækifæri til fjárfest- ingar í landinu og þar með eflt og treyst lífskjörin. Eg er sammála því að peninga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.