Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 Leikarar og aðrir starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur komu saman I upphafi nýs leikárs í gær þar sem kynnt vorn verkefni vetrarins. Morgunbia«ið/Rax Leikfélag Reykjavíkur: Fjóröungsþing Vestfírðinga: Atvinnumálin í brennidepli Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið að Reykhólum í Austur- Barðastrandasýslu nú um helgina. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var sérstaklega fjallað um ástand og þróun í atvinnumálum fjórð- ungsins. Erindi fluttu Einar Kristinn Guðfinnsson i Bolung- arvík um sjávarútveg og fiskiðnað, Engilbert Ingvarsson bóndi á Tyrðilmýri um landbúnað, og Sturla R. Guðmundsson tækni- fræðingur hjá Iðntæknistofnun tslands um almennan iðnað. Þá var lögð fram á þinginu skýrsla Samgöngunefndar Vest- fjarða, sem Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra skip- aði í samgönguráðherratið sinni. Starfsfólk barnaheimila mótmælir Tvö ný íslensk verk frumsýnd nú í vetur NÝTT leikár er hafið hjá Leikfélagi Reykjavíkur og verða þrjár frumsýn- ingar í vetur. Tvö verkanna eru ný islen.sk verk, „Land míns röður“, söngleikur eftri Kjartan Ragnarsson við tónlist eftir Atla Heimi Sveins- son, sem frumsýndur verður í lok september og „Svartfugl“ eftir Gunnar Gunnarsson í nýrri leikgerö Bríetar Héðinsdóttur, sem frumsýnt verður í fyrri hluta febrúar. Þriðja verkefnið er „Allir í einu“, breskur gamanleikur eftir þá Conney og Chapman og verður leikritið frum- sýnt milli jóla og nýárs. Æfingar á „Land míns föður" eru þegar langt komnar að sögn Stefáns Baldursson leikhússtióra og mun þetta vera eitt viðamesta verkefni, sem Leikfélag Reykja- víkur hefur ráðist í til þessa. Leik- endur eru 30 á öllum aldri og er um helmingur þeirra af yngri kynslóðinni, leikarar sem ekki hafa sest oft áður, auk tveggja dansara og 6 manna hljómsveitar, sem tekur þátt í sýningunni. Leikurinn gerist á hernámsár- unum og hefst daginn, sem breski herinn stígur á land og lýkur á friðardaginn. Þetta er fjölskyldu- saga, þar sem reynt er að fjalla um áhrif hersetunnar á íslenskt þjóðlíf og þær sviptingar sem þá áttu sér stað. „Það má segja að við séum að tefla mjög djarft með því að ráðast í jafn fjárfrekt verkefni og þetta. Fjárhagsstaða leikfé- lagsins er slæm, sem meðal ann- ars má rekja til erfiðleikanna við að reka leikhús af þeirri stærð, sem Iðnó er,“ sagði Stefán. „Hins vegar viljum við gjarnan vera undir það búin að leika í stærra húsi og því fannst okkur freist- andi að glíma við þetta vcrkefni og undirbúa okkur þannig undir flutninginn í stærra hús, sem von- ir standa til að geti orðið eftir tvö til þrjú ár.“ Annað verkefnið, breski gaman- leikurinn „Allir í einu“ er dæmi- gerður misskilningsfarsi, þar sem allir rekast á alla þá, sem þeir eiga ekki að rekast á þegar hvert parið af öðru fær þá flugu í höfuðið að nota sömu íbúðina til ástarleikja. Leikritið, sem Karl Guðmundsson hefur þýtt og Jón Sigurbjörnsson mun leikstvra, náði miklum vin- sældum í Bretlandi þegar það var sýnt þar fyrir nokkrum árum. Þriðja verkefnið, „Svartfugl" eftir Gunnar Gunnarsson í nýrri leikgerð Bríetar Héðinsdóttur, er síðasta verkefnið sem frumsýnt verður á þessu leikári. „Þetta verður fjölmenn og stór sýning þar sem lýst er uppgjöri ungs prests við ákveðin lífsviðhorf eftir að hann flækist inn í eitt frægasta sakamál íslandssögunnar, morðið á „Sjöundá" á síðustu öld,“ sagði Stefán. Bríet Héðinsdóttir leik- stýrir verkinu en tónlist er eftir Hagstofan hefur reiknað út launavísitölu til greiðslujöfnunar fasteignaveðlána einstaklinga, sem tekin eru til öflunar íbúðar- húsnæðis til eigin nota. Er það í samræmi við lög nr. 63 frá í vor. Ræðst greiðslujöfnunin af mis- munandi breytingum launavísitöl- unnar og lánskjaravísitölu eða byggingarvísitölu. I 6. gr laganna eru eftirfarandi Jón Þórarinsson. Sýningar á „Ástin sigrar" eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem frum- sýnt var í vor verða fljótlega tekn- ar upp aftur á miðnætursýningum í Austurbæjarbíói. Höfundur og leikstjórinn, Þórhallur Sigurðs- son, hafa unnið að endurbótum á leiknum í sumar að fenginni reynslu í vor. 1 tilefni listahátíðar kvenna, sem haldin verður í lok september hefur Bríet Héðinsdóttir sett sam- an lesna, leikna og sungna ákvæði um útreikning launavísi- tölunnar: „Hagstofa íslands skal reikna út og birta mánaðarlega launa- vístölu til greiðslujöfnunar. Launavísitalan skal miðuð við upphaf hvers mánaðar og gilda við útreikning greiðslumarks lána frá og með fyrsta degi næsta mánað- ar. Vísitala þessi skal að jöfnu samsett úr vísitölu atvinnutekna á dagskrá úr verkum Jakobínu Sig- urðardóttur, sem fimm leikarar taka þátt í. Frumsýnt verður í Gerðubergi og ein sýning hefur verið ákeðin á Kjarvalsstöðum. Óvíst er um framhaldið sem ræðst af aðsókn en við uppsetningu sýn- ingarinnar er miðað við að hægt verði að sýna hvar sem er. Fastráðnir starfsmenn hjá Leikfelagi Reykjavíkur eru 35, þar af 19 leikarar, og að auki eru laus- ráðnir um helmingi fleiri starfs- menn á hverju leikári. mann og vísitölu meðalkauptaxta allra launþega. Vísitala atvinnu- tekna skal byggð á áætlunum Þjóðhagsstofnunar um mánaðar- legar breytingar atvinnutekna á mann. Launavísitalan skal sett 100 í júní 1979 og reiknuð fyrir hvern mánuð frá þeim tíma.“ Á meðfylgjandi töflu er þróun launavísitölunnar sýnd fram til 1. september í ár. „STARFSFOLK dagvistarheimila í Reykjavík hefur margítrekað bent á það alvarlega ástand, sem skapast hefur í starfsmannahaldi heimilanna og jafnframt bent á leiðir til úrbóta,“ segir meðal annars í ályktun sem sameiginlegur fundur stjórnar Fóstrufélags íslands og trúnaðar- manna 11. deildar Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar og starfs- fólks dagvistarheimila samþykkti nýverið. Þar segir enn fremur: „Borgaryfirvöld hafa ekki brugðist við sem skyldi þó svo að ákveðnar leiðréttingar hafi átt sér stað s.s. varðandi vistgjöld fyrir börn starfsfólks. Fréttaflutningur borgaryfir- valda og Dagvistunar barna hefur verið afar villandi og borið þess vitni að lítið mark hefur verið tekið á aðvörunum starfsfólks um stöðuna 1. sept. Þó heimilin séu enn opin, er starfsfólk víða að bjarga málum með bráðabirgðalausnum eins og viðgengist hefur undanfarna mán- uði. Starfsfólk dagvistarheimiia skorar enn og aftur á borgaryfir- völd að viðurkenna þann vanda, sem við er að etja og væntir þess að tafarlaust verði skipaður við- ræðuhópur allra þeirra aðila sem málið varðar þ.e. Fóstrufélag ís- lands, Foreldrasamtökin, viðkom- andi stéttarfélög og borgaryfir- völd, í von um að leiðir finnist til úrbóta." Sumarstarfi Árbæjarsafns lauk nýlega SUMARSTARFSEMI Árbæjar- safns lauk nýverið. Safnið var opnað 1. júní að venju og þann 16. júní var sumarsýning safnsins opnuð. Að þessu sinni fjallaði hún um grænlenska báta, qajaq og umiag, og er farandsýning frá þjóðminjasafni Grænlendinga í Nuuk. Veitingar voru seldar í Dill- onshúsi og var kaffigestum boðið upp á gítartónleika með kaffinu á sunnudögum. Þann 4. ágúst voru haldnir stuttir tónleikar fyrir safngesti í kirkj- unni. Mæltist það vel fyrir og komust færri að en vildu. Yfir vetrarmánuðina er safn- ið opið eftir samkomulagi. Hægt er að hringja í síma 84412, mánudaga til föstudaga milli kl. 9 og 10, og panta tíma. LAUNAVlSITALA TIL GREIOSLUJÖFNUNAR SAMKV. 6. GR. LAGA NR. 63/1965. VÍ9itölur,g11dl9<im1 fri 1.hv9r9min9Í9r. 1. Jún 1 1 9 7 9 »10 0 1979 1980 198 1 1962 198 3 19 8 4 1985 1. Jnnúnr 140 207 325 468 676 835 1. fnbrúnr 140 208 326 491 676 870 1. m ar 9 140 208 326 491 683 ' 870 1. a p r 11 152 232 355 558 716 913 1. m a í 152 232 355 558 716 913 1. Júni 100 152 232 355 558 716 947 1. Júli 111 167 258 384 621 741 973 1. égÚ9t 112 167 258 397 621 741 1009 1. jeptember 112 173 258 408 621 741 1043 1. október 123 184 284 436 621 757 1. nóvembar 123 164 284 436 676 757 1. desember 123 197 298 436 676 790 Fasteignaveðlán: Launavísitala til greiðslujöfnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.