Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 49

Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 49 gamall drengur að Álfatröðum. — I hugum samherja og samferða- manna mun minningin um heil- steyptan og hugprúðan drengskap- armann lengi lifa. Friðjón Þórðarson Þeim fækkar nú ört góðvinum mínum úr Dölunum. Hinn 27. janúar sl. lést í hárri elli á heimili sínu í Reykjavík Hjörtur Ög- mundsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri að Álfatröðum í Hörðudal. Nú er nýlátinn í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akranesi, eft- ir skamma legu. Baldvin Sveins- son, vinur minn og uppeldisbróðir, er jafnan var kenndur við Álfa- traðir en þar var heimili hans og starfsvettvangur í meira en hálfa öld. Hann varður jarðsunginn frá Snóksdalskirkju í dag. Baldvin fæddist hinn 26. mars 1904 og var því á 82. aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru: Sveinn Klemensson frá Gröf í Miðdölum og kona hans Þuríður Halldórsdóttir, bónda Péturssonar á Leysingjastöðum í Hvamms- sveit. Um ættir þeirra hjóna má lesa í Æviskrám Dalamanna eftir séra Jón Guðnason. Þau voru bæði komin af kunnum bændaættum. Sveinn ættaður úr Suðurdölum en ættir Þuríðar flestar úr Vestur- sýslunni. Sveinn var bóndi á Ásgarði í Dölum árin 1884—1891. Bjó síðar í Gröf í Miðdölum, á Faxastöðum í Breiðivík og víðar. Á þessum tímum lá jarðnæði ekki á lausu, oft hart í ári og mikil fátækt. Það var því ekki auðvelt að sjá heimili farborða með mikinn barnahóp. Baldvin fæddist að Faxastöðum og var yngstur í hópi 9 systkina sem upp komust. Tvö þeirra eru enn á lífi, Guðbjörg og Karl nú bæði búsett í Reykjavík. Með Sveini Klemenssyni og föð- ur mínum Pétri Gunnlaugssyni var vinátta með frændsemi. Það var m.a. af þeirri ástæðu að Bald- vin kom til dvalar hjá foreldrum mínum 1916, þá 12 ára gamall. 7 ára aldursmunur var á okkur. Er ég fór að vaxa úr grasi var hann mér sem nærgætinn eldri-bróðir, bæði á sorgar- og gleðistundum. Á ég því margar góðar minningar úr barnæsku um þennan fósturbróðir minn. Baldvin var föður mínum ómet- anieg stoð og stytta við búskapinn í Álfatröðum, sem eftir lát móður minnar árið 1918, var að vísu smár í sniðum. Faðir minn var oft lang- dvölum fjarverandi að vetrarlagi vegna farkennslu í öðru héraði. Baldvin varð því að annast búskap- inn einn síns liðs, þótt ungur væri. Gerði hann það af mikilli trú- mennsku. Væri honum ætlað verk var það ætíð vel af hendi leyst. Hann var hörkuduglegur, knár, fylginn sér og útsjónarsamur við öll störf. Þegar faðir minn dó árið 1926 skildu leiðir. Ég fór alfarinn úr Dölunum en Baldvin varð kyrr í Álfatröðum og vistaðist hjá Hirti Ögmundssyni og Kristínu konu hans, sem þá fluttist þangað. Dvaldi hann hjá þeim alla þeirra búskapartíð og „lagði sitt starf við þeirra af mikilli fórnfýsi", eins og segir í minningargrein um Hjört Ögmundsson í Morgunblaðinu frá 3. febrúar sl. Telst mér svo til, að Baldvin hafi starfað við búskap í Álfatröðum í meira en hálfa öld. eða samfleytt um 55 ára skeið. I Dalasýslu átti hann heima til dauðadags, nú síðast sem vist- maður á Dvalarheimili í Búðardal. Allir sem kynntust Baldvini Sveinssyni reyndu hann að mann- kostamanni og góðum dreng. Hann var einstaklingshyggjumaður að eðli og uppeldi. Vel viti borinn, greindur, fróður um málefni hér- aðs síns. Hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og landshögum og ákveðnar skoðanir í þeim efnum. Trygglundaður var hann og góð- viljaður, ráðhollur og hjálpsamur sveitungum sínum. Nutu þess margir bæði skyldir og vandalaus- ir. Ég og fjölskylda mín þökkum honum nú að leiðarlokum órofa vináttu og tryggð í okkar garð og biðjum honum blessunar guðs. Hvíli hann í friði. Gunnlaugur Pétursson Betri eða verri eftir brotthlaup Malmsteen? Hljómplötur Sigurður Sverrisson Alcatrazz Disturbing The Peace Capitol/Fálkinn Mönnum ber hreint ekki sam- an um hvort brotthlaup hins sænska Yngwie Malmsteen hafi verið hljómsveitinni Alcatrazz, þar sem Graham Bonnet sér um sönghliðina, til góðs eða ills. Er- lendir gagnrýnendur eru á þeirri skoðun að fyrir vikið sé Alca- trazz nú miklu heilsteyptari en áður. Mér finnst sveitina hins vegar vanta þann brodd sem var í tónlist hennar á meðan sá sænski var innanborðs. Þeim gekk illa að hemja skap sitt, þar sem þeir voru saman Graham Bonnet og Yngwie Malmsteen. Báðir vildu fá sitt fram en tókst eðlilega sjaldan. Þó var engu líkara en þessar erj- ur þeirra mögnuðu sveitina upp til frekari átaka og lögin voru flest hver einn allsherjar slagur um athygli hlustandans. Oft fór Malmsteen með sigur af hólmi en þau lög voru líka til, þar sem hin kröftuga rödd Bonnet naut sín svo rækilega að sá hinn sænski varð undan að víkja með hinn grenjandi sóló sinn. Hann heitir Steve Vai sem hefur leyst Malmsteen af hólmi í Alcatrazz og skilar sínu hlut- verki með sóma þótt hann beiti við það allt öðrum aðferðum en hinn. Sóló hans skera sig ekki út úr lögunum heldur falla vel inn í þau og fyrir vikið verður yfir- bragð sveitarinnar heilsteypt- ara. Hvort þetta er svo það sem Bonnet er að leita að er svo allt önnur saga. Fyrir minn smekk hafði ég meira gaman af Alcatrazz á meðan Malmsteen var innan- borðs. Á þessari plötu finnst mér aðeins þrjú laganna verulega góð; Wire and Wood, Stripper og Desert Diamond. Það síðasttalda er rólegt og fallegt. En það þarf meira en þrjú góð lög til að skapa heilsteypta plötu. Þú getur meira að segja sofið í honum. Hægt er að leggja sætisbökin niður til að skapa svefnaöstöðu I neyö. Okkur tókst það sem Dönum hefur ekki tekist, að fá lúxus-gerðina af Skoda á frábæru afsláttarverði og skutum þeim þar með ref fyrir rass. Skoda 120 LS er sérlega hentugur fjölskyldubíll, búinn hagkvæmum eiginleikum. KOMDU, SKOÐAÐU OG SKELLTU PÉR í PRUFUTÚR! 1700 litra farangursrými. Með þvf aö leggja aftursætið fram næst möguleiki á aö flytja ýmislegt með sér I bilnum svo sem barnavagn eins og hér sést. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 Al I T bFTTA Vél120058dinhö. 1 1 1 ^ 55 amperstunda alternator. FÆRÐU I Alltaö 17001 farangursrými. Q K H A Fellanleg sætisbök afturf. 10HI O ^ Halogenframljós. 120 LS Þokuljósaftan. Læst bensfnlok. Spegill utan H/V. Rafmagnsrúöusprautur Barnalæsingar. Geymsluhólf v/gírstöng. óskubakkar í afturhurðum. Lúxus hljóðeinangrun. Aflhelmlar. Tannstangarstýri. Afturrúðuhitari. Sportfelgur. Snúningsmælir. Hert öryggisgler. Plussáklæði á sætum. Aövörunarljósf. bensín. Stillanlegir höfuðpúðar. Daily trip recorder ferðamælir. Styrktargrind í farþegarými. 2ja hraða miðstöð. Vindskeið ,,spoiler" framan og aftan. Hallanleg sætisbök á framstólum. Sjálfstæð gormafjöðrun við hvert hjól. Lungamjúkir radial hjólbarðar (165 SR 13). SK<0DA Á AÐEINS 19.900.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.