Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER 1985 29 Sovétmenn auka við efnavopn sín Washington, 29. október. AP. BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytid skýrði svo frá í dag, að Sovét- ríkin hefðu aukið við birgðir sínar af efnavopnum að undanfornu og leituðu nú nýrra efnasambanda, sem farið gætu í gegnum gasgrímur og fatnað, sem ætti að veita vernd gegn efnavopnum. f skýrslu, sem upplýsingadeild bandariska varnarmálaráðuneyt- isins hefur látið semja, kemur fram, að fyrir hendi eru 10 efna- vopnaverksmiðjur og 9 stórar birgðageymslur með slíkum vopn- um í Sovétríkjunum sjálfum en 32 á nframvarðasvæðum", allt frá Veður víða um heim Lœgst H»st Akureyri 8 skýjað Amsterdam 5 10 skýjaó Aþena 10 21 heiðskírt Bracelona 17 mistur Berlín 4 8 skýjaó Br ilssel 2 10 rigning Chicago 14 25 skýjað Dublín 4 13 skýjaó Feneyjar 12 rigning Frankfurt +1 4 heiðskírt Genf 0 10 skýjaó Helsinki 44 2 heióskirt Hong Kong 24 27 skýjað Jerúsalem 9 19 heiðskírt Kaupmannah. 3 9 skýjað Lissabon 14 23 heiðskírt London 7 13 skýjað Los Angeles 19 25 skýjað Lúxemborg 7 heiðskírt Malaga 23 skýjað Mallorca 19 heiðskírt Miami 2« 29 skýjað Montreal 2 7 skýjað Moskva +2 1 snjókoma New York 4 14 heiðskírt Osló 1 7 skýjað Paris 3 7 skýjað Peking 6 14 skýjað Reykjavík 6 skúrir RíódeJaneiro 17 27 skýjað Rómaborg 12 18 rigning Stokkholmur 43 5 skýjað Sydney 13 21 heiðskírt Tókýó 24 27 skýjað Vinarborg 2 4 skýjað Þórshöfn 3 súld kyninu — og kemur ekki að sök þótt aldursmunur sé talsverður. Til að stemma stigu við fjöl- miðlafárinu ætla samtök Pfaffes að gefa út límmiða með áletrun- inni „Hver í dauðanum er Boris Becker?“. Pfaffe hefur einnig á prjónunum að safna saman mynd- böndum af Becker upp á sitt versta, vindhöggum og öðru finnanlegu klúðri tennisleikarans. Pfaffe segir að þeir fái aðeins inngöngu í samtökin, sem hafi virkilega „orðið fyrir barðinu á Boris Becker æðinu" og nefnir nokkur dæmi um nýja félaga: Ungur maður sótti um aðild vegna þess að móðir hans hafði eyðilagt öll myndböndin sín. Hvert einasta skipti, sem Becker birtist í sjónvarpi, tekur hún upp á mynd- bandoggeymir. Þá var það stúlkan, sem þoldi ekki lengur hvað ástmaður hennar masaði um tennisleikarann, þegar þau héldust í hendur: „Hann talaði ekki um annað!“ Að síðustu ber að telja leigubíl- stjóra í Frankfurt. Hann ók eitt sinn umboðsmanni Beckers, Rúm- enanum Ion Tiriac, milli staða og að sögn veitti Rúmeninn lítið þjórfé fyrir farið. Póllandi og Austur-Þýzkalandi til Ungverjalands, Rúmeníu og Búlg- aríu. Thomas J. Welch, sérfræðingur í bandariska varnarmálaráðuneyt- inu um ráðstafanir gegn efnavopn- um, sagði í dag, að Sovétmenn væru undir það búnir að gera árás- ir með efnavopnum langt að baki víglínunnar í hugsanlegri styrjöld. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra innan NATO réðu hins vegar aðeins yfir úreltum vopnum á þessu sviði, sem einungis væri unnt að nota á stuttum vegalengd- um. 48 milljónir fyrir flóttann Taipei, Formósu, 29. október. AP. KÍNVERSKUM herflugmanni, sem flýði á flugvél sinni til Suður-Kóreu í sumar, voru í dag gefin verðlaun, sem nema um 48 milljónum ís- lenzkra króna. Auk þess var hann gerður að foringja í flugher þjóðern- issinna á Formósu. Flugmaðurinn, Xiao Tianren, fordæmdi stjórn kommúnista í Kína við athöfn, þar sem hann var heiðraður fyrir flóttann. Hann brotlenti flugvél sinni, Ilyushin-28 sprengjuflugvél, á hrísgrjónaakri skammt frá Seoul í Suður-Kóreu 24. ágúst sl. í lendingunni beið siglingafræðingur flugvélarinnar bana og kóreskur bóndi einnig. Loftskeytamaðurinn sneri aftur heim til Kína. SovétríMii: Svíþjóð: _ __ _ . _ , , AP-Símamynd ÞRIGGJA ARA MEÐ ÓNÆMISTÆRINGU Eve van Grafhorst sést hér með egg í höndum á heimili ömmu sinnar fyrir norðan Sydney í Ástralíu. Eve hefur verið vísað burt úr forskólan- um sínum, eftir að hún hafði í gáska bitið einn af félögum sínum í leik. Astæðan fyrir brottvísuninni er sú, að Eve, sem er aðeins þriggja ára, er haldin ónæmistæringu. Vopimm stolið frá hernum Stokkhólmi, 29. oktiber. Frá frétUriUra Morminblaósiiis, F.rik Liden. 'SÆNSKA lögreglann vinnur nú að rannsókn eins mesta þjófnaðar, sem nokkru sinni hefur átt sér stað úr birgðastöðvum sænska hcrsins. Var þjófnaður þessi framinn í birgðastöð í Bracke í norðurhluta landsins um helgina. Rannsóknin er mjög umfangsmikil og tekur fjöldi manna þátt í henni, þar á meðal menn úr öryggislögreglunni (SÆPO). Ljóst er, að margs konar vopn- um hefur verið stolið úr birgða- stöðinni, þar á meðal 2 hríðskota- byssum og 49 vélbyssum auk mikils magns af skotfærum. Hafa þjófarnir sennilega haft lykil að birgðastöðinni, þar sem engin merki sjást um skemmdir á hurð- inni að birgðastöðinni né dyra- umbúnaðinum. Þá hefur vopnum einnig verið stolið úr birgðastöð hersins nærri Váxjö. Þar var beitt logsuðutækjum til þess að komast inn i stálklefana, þar sem vopnin voru geymd. Þjófnaðirnir um helgina eru helmingi meiri en allir þeir þjófnaðir til samans, sem orðið hafa úr birgðastöðvum sænska hersins sl. fimm ár. óttazt er, að vopnin kunni að vera ætluð hryðjuverkamönnum eða þá að selja eigi þau og þá sennilega til útlanda. Bonner fær að leita sér lækninga vestantialds Moskvu, 29. október. AP. SOVÉSKI blaðamaðurinn Victor Louis greindi frá því í dag að konu Andreis Sakharov, Yelenu Bonner, yrði leyft að fara frá Sovétríkjunum til vestræns ríkis til að leita sér lækninga og líkast til færi hún til Bandaríkjanna. Louis hefur áður veitt upplýs- ingar um útlagann Sakharov og Yelenu Bonner konu hans. Þar á meðal má nefna myndbandsupp- tökur frá þeim hjónum úr útlegð þeirra í Gorkí. Gorkí er lokuð útlendingum. Fyrsta fregnin um að Bonner fengi að fara vestur yfir birtist í vestur-þýska dagblaðinu Bild á mánudag. Louis neitar að segja hvort Bild hafi haft orð hans fyrir fréttinni, en segir satt vera að Bonner megi fara úr landi nú þegar. Embættismenn í utanrík- isráðuneytinu og stofnunin Ovir, sem ákveður hverjir fái vega- bréfsáritun til að komast úr landi, neita að segja nokkuð um málið. Starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins hafa ekki gefið út yfirlýs- ingu um málið, en haft er eftir einum þeirra að engar upplýsing- ar hafi fengist, sem staðfesti fregnina. „Þetta er eftir því sem ég best veit," sagði Louis um málið, „og ég efast ekki um sannleiksgildi fréttarinnar: Bonner fær að fara, hún fær miða báðar leiðir og hún er einráð um hvenær og hvert hún fer.“ Fjölskylda Sakharovs í Banda- ríkjunum gleðst yfir þessum tíð- indum 'n vill samt staðfestingu Yelena Bonner ásamt manni sínum, Andrei Sakharov. frá óháðum aðila á að Yelena Bonner fái brottfararleyfi. Erem Yankelevich, sem er kvæntur Tatiönu, dóttur Bonn- ers, sagði í dag að þetta væru gleðítfðindi, „þar «em V; Louis er talinn vera eins konar talsmaður Sovétstjórnarinnar". Alexei Semyonov, sonur Bonn- ers, sagðist telja að móðir sín hlyti að fá að hringja til fjöl- skyldu sinnar, ef hún fengi að fara frá Sovétríkjunum, svo unnt væri að taka á móti henni og bætti við að hann væri mjög vongóður. Sakharov og Bonner kynntust í réttarsal, þar sem verið var að fjalla um mannréttindamál. Þau giftust 1970. Bonner er Armeni af gyðinga- ættum og hefur fjölskylda henn- ar mátt sæta ofsóknum sovéskra yfirvalda. Faðir hennar var tek- inn af lífi í hreinsunum Stalíns 1937 og móðir hennar sett í fangabúðir. Sakharov hefur ekki unnið við vísindastörf frá árinu 1970. Þegar Sakharov hlaut friðarverðlaun Nóbels 1975 var honum ekki hleypt úr landi sakir vitneskju sinnar um kjarnorkumál. Bonner tók við verðlaununum og flutti ávarp fyrir hönd manns síns. Sama ár fór hún til Ítalíu og gekkst undir uppskurð í auga og aftur 1977. Sakharov var dæmdur til út- legðar í Gorkí án réttarhalda árið 1980 fyrir að gagnrýna innrás Sovétmanna í Afganistan. Sakharov hefur oft farið í hungurverkfall til þess að knýja á um að konu sinni yrði hleypt úr landi og var hann í miðri föstu þegar Bonner fékk loksins farar- leyfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.