Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Fri afmslishitíðinni i Laugum. 40 ára starfsafmæli Laugaskóla í Dölum Laugar í Dalasýslu. Hvoli, Saurbie, 20. oktiber. Laugardaginn 12. október sl. var þess minnst á Laugum að á nýliðnu vori var Laugaskóla í Dölum slitið í 40. sinn. Af þessu tilefni var efnt til hátíðarsamkomu í skólanum þennan dag og sótti hana mikill fjöldi fólks, líklega um eða yfir 400 manns. Margir eldri nemendur skólans, kennarar og aðrir velunn- arar auk heimafólks. Samkoman hófst með því að skólastjórinn, Guðjón Sigurðsson, flutti ávarp og bauð gesti vel- komna. Þá flutti skólanefndarfor- maður, sr. Ingiberg J. Hannesson ræðu og rakti sögu skólans í fjóra áratugl og árnaði honum heilla í framtíðarstörfum. Fyrrverandi skólastjóri, Einar Kristjánsson og sá er lengst hefur setið í því embætti á Laugum og átti stærst- an þátt í að móta þennan skóla, flutti minningar sínar frá liðnum starfsárum og kom víða við. Þá flutti Snorri Þorsteinsson fræðslu- stjóri ræðu og ræddi um gildi skólastarfsins í nútíð og framtíð og árnaði skólanum allra heilla í framtíðarstörfum. Þá flutti Þrúður Kristjánsdóttir skólastjóri í Búðardal ávarp og árnaði skólanum heilla og færði honum að gjöf frá Búðardalsskóla tvær myndir eftir Sigrúnu Eld- járn, og lét þess getið að þessar myndir skyldu ávallt vera saman á vegg, og gæti það verið táknrænt um gott samstarf og samvinnu beggja skólanna. Skólastjóri þakkaði og flutti lokaorð, las heillaskeyti og skýrði frá gjöfum, er skólanum höfðu borist í tilefni afmælisins. Þar má m.a. nefna að kennarar og starfs- fólk skólans gáfu peningaupphæð sem verja skal til píanókaupa fyrir skólann. Einar Kristjánsson og fjölskylda hans ætla að gefa skól- anum trjáplöntur á vori komanda til gróðursetningar á lóð skólans. Þá fékk skólinn hina nýju ensk- íslensku orðabók í minningu ólafs Eggertssonar frá Kvennabrekku, fyrrum nemanda í skólanum, frá bekkjarsystkinum hans, en hann lézt ungur að aldri í vinnuslysi. Þá var stofnaður minningarsjóður um Hallgrím Sæmundsson frá Tungu, nemanda í skólanum, af bekkjarsystkinum hans en hann fórst í bílslysi fyrr á þesu ári. Skal sjóðurinn vera til styrktar félagsstörfum í skólanum í fram- tíðinni. Þá bárust skólanum pen- ingagjafir frá fyrrverandi nem- endum og verða þeir fjármunir væntanlega notaöir til aö koma upp og efla tölvuvæðingu í skólan- um og kennslu í þeim fræðum. Að samkomu lokinni var öllum við- stöddum boðið til kaffiveizlu í skól- anum þar sem vel var veitt og myndarlega svo miklum mann- fjölda. í tilefni afmælisins var komið upp sýningu á göngum skólans, sem unnin var af kennurum og nemendum síðustu vikurnar og sýndi þróunarsögu hans og starf í gegnum tíðina, einkar smekklega og skemmtilega af hendi leyst, auk þess sem sýndur var tækjakostur skólans, gamall og nýr, og var gaman að sjá þá öru þróun sem átt hefur sér stað í þeim efnum Þarna hittust nemendur sem e.t.v. höfðu ekki sést í mörg ár og rifjuðu upp gömul kynni og sér- staka ánægju vakti skuggamynda- vél, sem sýndi stöðugt gamlar myndir úr skólastarfinu og höfðu gamlir nemendur augsýnilega mikla ánægju af að rifja með þeim hætti upp gamla daga og ánægju- leg skólaár. En víkjum nú örlítið að 40 ára sögu skólans og aðdraganda þess að skólinn reis á þessum stað. Um það segir Einar Kristjánsson, fyrrv. skólastjóri svo: „í júnímán- uði vorið 1929 komu nokkrir menn með handverkfæri og hestvagna upp á grasbalann við Hvergilið á Laugum. Það skyldi byrjað að taka grunn að einni fyrstu yfirbyggðu sundlaug landsins. Fyrst i stað skyldi væntanlegt húsnæði vera notað fyrir sundnám. En jafnhliða var í hugum manna skólasetur á staðnum. En fyrst og síðast skyldi hin nýja sundlaug verða bauta- steinn í minningu mesta sund- manns sögualdar. Þannig hófst mannvirkjagerð í almenningsþágu að Laugum í Sælingsdal. Févana, tvö hundruð manna hópur ung- mennafélaganna í sýslunni réðist í fyrsta byggingarmannvirki á staðnum, sem eftir núgildandi verðlagi myndi nema mörgum milljónum króna. Forystumenn Sælingsdalslaug- ar dreymdi stóra drauma. Yfir- byggð sundlaug var aðeins fyrsta sporið í uppbyggingu hins heita staðar. Svo skemmtilega vildi til að maðurinn sem fyrstur bar fram opinberlega hugmyndina um sund- laug á Laugum, valdist sem verk- stjóri við byggingu hennar. Það var Guðbjörn Jakobsson frá Más- keldu í Saurbæ. Á útmánuðum árið 1910 þegar Guðbjörn dvaldi sem vinnupiltur í Gerði í Hvammssveit, bar hann fyrstu manna fram tillögu um byggingu sundlaugarinnar á ung- mennafélagsfundi í Hvammi. Vildi hann að laugin yrði byggð úr stein- steypu. Þá var það að í fjörugum og heitum umræðum um málið á fundinum, varð einum fundar- manna að orði: „Ef við eigum að byggja sundlaug úr steypu, þá getum við alveg eins byggt hana úr gulli." Felst í setningunni mikil lýsing á viðhorfi þess tíma til steinsteypunnar, enda ekki að undra meðan klakkurinn, kerran og báturinn voru einu flutninga- tæki landsins. En verkið var unnið og sundlaugin var vígð í júnímán- uði 1932. Um 1940 bættist nýr og harla framandi þáttur í starfsemi sund- laugarhússins. Stríðsóttinn rak foreldra í Reykjavík til að senda börn sín til sumardvalar út um landið. Laugar f Sælingsdal þótti kjðrinn staður til þeirrar starf- semi. Barnaheimili á vegum Rauða kross íslands var rekið á Laugum í átta sumur. Starfsemi þessi krafðist meira húsrýmis en fyrir var á staðnum. Rauði krossinn lét þá byggja timburviðbyggingu við sundlaugarhúsið. Timburviðbygg- ing þessi varð svo eign ungmenna- félaganna er starfsemi RKÍ hætti. Aukið húsrými leiddi svo til þess að fastur barnaskóli fyrir Hvammshrepp tók til starfa 7. desember 1944. Svo hafði þá í fyrsta skipti skipast málum að nú hófst barnakennsla í föstum heimavistarskóla 1 sýslunni. Haustið 1944 náðist samstaða um þetta mál og átti báverandi skólanefndarformaður, Agúst Júl- íusson á Laugum þar stærsta þátt að ásamt Þórleifi Bjarnasyni námsstjóra. Þórleifur hafði þá á héraðsmóti um sumarið á Laugum hvatt mjög, í ræðu er hann flutti á mótinu, til samstöðu um heima- vistarskóla á staðnum. Fyrsti skólastjórinn sem ráðinn var að Laugaskóla var sr. Pétur T. Odds- son, þá sóknarprestur í Hvammi. Áhrifa frá fræðslulögunum er sett voru 1946, þar sem sérstök áherzla var lögð á sameiningu hér- aða um skóla, fór nú meira að gæta út um landið. Árið 1956 hóf Hvammshreppur einn byggingu I. áfanga núverandi skólahúsnæðis. Árið 1958 gerðist svo Fellsstrand- arhreppur aðili að skólanum og átta árum seinna, 1%6, höfðu allir hreppar sýslunnar, 9 að tölu, sameinast um rekstur Laugaskóla. Voru þá liðin 22 ár frá upphafi skólahalds á staðnum en 56 ár frá því sundlaugartillagan leit dagsins ljós. Tími fótfestunnar í heildar- samstarfi sýslunnar um skólamál var runninn up. Draumar vordag- anna í júnímánuði 1929 höfðu ræzt.“ I gegnum tíðina hefur svo skóla- húsnæðið aukist jafnt og þétt og verður nú að teljast mjög gott svo langt sem það nær, en enn er verið að byggja á staðnum og nú er það íþróttahús sem er í byggingu og er það von okkar Dalamanna að það komist í gagnið sem allra fyrst. Eðlilega hefur skólinn breyzt mikið í þessa fjóra áratugi. Fyrsta árið sem skólinn starfaði voru nemendurnir 19 en á sl. ári voru í skólanum 129 nemendur og fyrsta árið var aðeins einn fastráðinn kennari en á sl. ári störfuðu við skólann níu kennarar með skóla- stjóra auk stundakennara. Skólastjórar hafa verið átta við Laugaskóla frá byrjun, sr. Pétur T. Oddsson í 1 ár, Þorsteinn Matt- híasson í 1 ár, Jens Guðmundsson í 1 ár, Ágúst Júlíusson í 3 ár, Einar Kristjánsson í 23 ár, Cecil Har- aldsson í 1 ár, Valur óskarsson í 5 ár og Guðjón Sigurðsson í sl. 6 ár. Skólanefndarformenn hafa á sama tíma verið þessir: Ágúst Júl- íusson í 3 ár, sr. Pétur T. Oddsson í 10 ár, Benedikt Gíslason í 9 ár og sr. Ingiberg J. Hannesson sl. 19 ár. Á Laugum starfar nú hinn hefð- bundni grunnskóli og auk þess framhaldsdeild er svarar til fyrsta árs í fjölbrautaskólum. Þá hefur verið starfrækt s.n. öldungadeild í samvinnu við Búðardalsskóla og skólasel yngstu barna 7—9 ára í Saurbænum er nú á öðru starfsári og hefur gefist afar vel. Þannig er gengið til móts við kröfur tím- ans og áfram skal stefnt til betri menntunar og aukins þroska hinn- ar ungu kynslóðar. Megi Lauga- skóli verða það menntasetur fram- vegis sem hingað til sem eflir menntun og menningu Dalamanna og stuðlar að festu og þróun byggð- arinnar. JJH raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar \ bátar —* skip Fiskiskip Höfum verið beðnir aö bjóöa til leigu 87 tilkynningar | Fiskiskip Höfum veriö beðnir aö útvega til leigu 20—50 tonna bát til rækjuveiða. Leigutími ca. 1. nóvembertil l.apríl 1986. I iU SKIPASALA- SKIPALEICA, JONAS HARALDSSON, LOCFR SIMI 29500 tonna bát. Leigutími til áramóta. Einnig kemur til greina að selja kvóta báts- ins sem er 100 tonn þorskur og 120 tonn ufsi. ■liiliWrWm., SKIPASALA-SKIPALEICA, KDNAS HARALDSSON, LÖGFR SIMI 2950D 1 Til eigenda smábáta í Hafnarf jarðarhöfn Þeir eigendur smábáta sem eru með báta sína á floti í Hafnarfjarðarhöfn eru hér með áminnt- ir um að taka þá á land fyrir veturinn. Bátar sem eru á floti í höfninni eru þar á ábyrgö eigenda. Yfirhafnsögumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.