Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 43 Jusupov stendur bezt að vígi á áskorendamótinu. þátttaka. Fyrstu verðlaun eru bikar og verkfæri frá Sandvik, sem heildverzlunin Vélar og verkfæri gefur. Nóvemberhraðskákmót Taflfé- lags Seltjarnarness fer fram fimmtudaginn 7. nóvember og hefst kl. 20. Unglingameistaramót íslands 1985 Skáksamband íslands heidur mótið og hefst það næstkomandi föstudag, þ. 1. nóvember kl. 20.00. Teflt verður alla helgina í Skák- heimilinu, Grensásvegi 46, Reykja- vík, og lýkur mótinu á mánudags- kvöldið. Umhugsunartími er 1 klst. á 30 leiki og síðan Vi klst. til að ljúka skákinni. Fyrstu verðlaun á mótinu er ferð á skákmót erlendis, en fyrir 2.-5. sætið verða veitt bókaverðlaun. Skráning er í síma 27570 alla virka daga kl. 13—17 og á mótsstað föstudaginn 1. nóvember frá 19.00 til 19.55. Þess má vænta að margir af okkar efnilegustu unglingum taki þátt í mótinu, en öllum ungl- ingum, 20 ára og yngri, er heimil þátttaka. b2 er líka baneitrað nú 16.Dxb2?? 17. Hfbl-Dc218. Ha2 og drottning- in fellur.) 16.Heb8 17. b3-Rd7 18. Ha4I Ha7 19. Heal Hba8 20. Hla2- Bf6? (Sjálfsagt var 20.Db7 og ef 21. Rdl-Rb6 22. Ha5 mætti hug- leiða 22.e6) 21. Rdl-Db7 22. Re3- Rb6 23. Ha5-Bd4 24. h4! (Góður leikur. Hvítur hefur útþenslu- stefnu á kóngsvæng í huga.) 24.Rd7 25. h5-Re5? (Hér hefur riddarinn ekkert að gera 25.RÍ6 var betra.) 26. Kfl-Rd7 27. Df3-Hc8 28. De2- Hca8 29. h6!-Kf8 30.H5a3 30.Rb6 31. H3a5-Rd7 32. Rc4-Rb6 33. Dd3-Rxc4 34. Dxc4 Dc8 35. f3-Kg8 36. Ke2-Db7 37. Bc3! (Eftir uppskipti á biskupn- um getur hvítur í rólegheitunum ýtt peðunum á kóngsvæng áfram.) 37.Bxc3 38. Dxc3-f6 (Hvítur hótaði máti!) 39. H2a4-Kf7 40. Dc4-Dc8 41. Dd3-Kf8 42. Kd2 (Það er nú vart hægt að hrósa hvítum fyrir hvassa taflmennsku enda gerist þess ekki þörf, því svartur getur lítið bætt ljóta stöðu sina.) 42.KÍ7 43. De3- Hc7 44. Hc4-Hb8 45. Kcl-Hbð? (45.Hb4 var algjör nauðsyn.) 46. Haa4-a5 47. f4! (Upphafið að enda- lokunum. Svarti er nú í fram- haldinu hreinlega ýtt út af borð- inu.) 47Hb4 48. e5-Hxc4 49. Hxc4- Hb7 50. e6+Kf8 51. g4-Hb4 52. Dd3-Dd8 53. g5-Da8 54. f5. Sökum tímahraks gafst ekki tóm til að rita skákina lengur, en hvíta staðan er gjörunnin og sigraði hann skömmu síðar. Námskeið í myndrænni tjáningu NÁMSKEIÐ í myndrænni tján- ingu, sérstaklega ætlað grunn- skólakennurum og fóstrum, verður haldið dagana 6. nóvem- ber til 11. desember nk. Sigríður Björnsdóttir, löggiltur mynd- menntakennari og listmeðferð- arfræðingur.verður leiðbeinandi. Eingöngu verður um verklegar æfingar að ræða, sem byggðar eru á listmeðferðartækni og þess vegna engar kröfur gerðar um list- ræna hæfileika þátttakenda. Áhersla verður lögð á að virkja hugmyndaflug hvers þátttakanda og hjálpa honum þannig með eigin skapandi hugsun og myndsköpun að koma formi á meðvitaðar og ómeðvitaðar tilfinningar sínar. I lok hvers kennsludags verða myndirnar skoðaðar saman í hópnum og ræddar. Athugaðar verða upplifanir í eigin skapandi ferli og út frá því rætt mikilvægi skapandi starfs í barnauppeldi og kennslu barna og unglinga. Námskeiðið verður haldið að Klapparstig 26 á miðvikudags- kvöldum. Frekari upplýsingar gef- ur Sigriður í síma 17114 á morgn- ana. Sigríður Björnsdóttir. Guðmundur Sveinsson, sem stýrði skólanum fyrstu 19 árin. Samvinnuskólinn að Bifröst í Borgarfirði. Morgunblaftið/Steinar Garðarsson Samvinnuskólinn 30 ára: Breytingar fyrir- hugaðar á náminu Bifröst, Borgarfirði, 22. október. ÞRJÁTÍU ára afmæli Samvinnuskól- ans að Bifröst var haldið hátíðlegt sunnudaginn 20. október. Gunnar Grímsson fyrrverandi yfirkennari hélt fyrirlestur um upphaf skólans hér á Bifröst. Meðal gesta voru séra Guðmundur Sveinsson skólastjóri Fjölbrauta- skólans í Breiðholti en hann var fyrsti skólastjóri hér á Bifröst og stýrði skólanum um 19 ára skeið. Segja má að skólinn standi nú á tímamótum, þar sem breytingar eru fyrirhugaðar. Inntökuskilyrði til náms við skólann hér á Bifröst verða hert og miðast við að um- sækjandi hafi áður lokið tveggja vetra framhaldsskólanámi á við- skiptasviði eða öðru sambærilegu námi eða undirbúningi. Samvinnu- skólapróf eftir tveggja vetra nám í skólanum verði hliðstætt stúd- entsprófi og veiti rétt til háskóla- náms. — Steinar Jón Sigurðsson skólastjóri Sam- vinnuskólans. Náttúraverndarráð: Ráðstefna um lífríki Mývatns og Laxár og áhrif kísilgúrnáms RÁÐSTEFNA um lífríki Mývatns og Laxár og áhrif kísilgúrs verður haldin á vegum Náttúruverndarráðs í Nor- ræna húsinu 2. og 3. nóvember. 1 fréttatilkynningu frá Náttúru- verndarráði segir að markmið ráð- stefnunnar sé að draga fram þá þætti sem eru mikilvægastir í líf- ríki þessa vistkerfis auk þess að setja saman rannsóknaáætlun sem miðar að því að afla vitneskju um áhrif efnistöku af botni Mývatns á Mývatn og Laxá. Ráðstefnan verður sett klukkan 9.00 laugardaginn 2. nóvember. Þann dag verða fyrirlestrar og umræður. Hver fyrirlestur er tví- skiptur. í fyrri hluta eru niðurstöð- ur eldri rannsókna dregnar saman. 1 síðari hlutanum eru lagðar fram ákveðnar tilgátur um áhrif kísil- gúrnáms á þá þætti sem fjallað er um og sagt frá rannsóknum sem nauðsynlegar eru til að prófa þær. Fyrirspurnum verður svarað eftir hvern fyrirlestur. Á sunnudaginn mun hópur sér- fræðinga semja drög að rann- sóknaáætlun á grundvelli þeirra tillagna sem fram koma í fyrirlestr- unum. Gert er ráð fyrir að hópurinn Ijúki vinnu um hádegi og leggi síðan tillöguna fyrir ráðstefnuna. Síðan verða almennar umræður. Ráðstefnunni lýkur klukkan 17.00 á sunnudaginn. Sjöunda útgáfa Times-Atlasins er komin út TIMES-bókaútgáfan í London gaf nýlega út sjöundu útgáfu sína af „heimsatlasnum“, landabréfabókinni frægu. Bókin er 244 korta- blaðsíður auk 50 aukablaðsíðna þar sem upplýsingar eru m.a. um gróðurfar, veðurfar, jarðsögu, málma, fæðuöflun, orku, landaskipt- ingu og flokka mannsins í hinum ýmsu löndum. Árið 1955 gaf Times út „atlas" í fyrsta sinn en hóf undirbúning stuttu eftir 1930. Þegar frumgerð bókarinnar var f undirbúningi hjá John Bartholomew í Edinborg var stefnt að því að kortabókin yrði hin veglegasta, með ítarlegustu og yfirgripsmestu kortum, sem þá voru til af öllum landsvæðum. Á blaðamannafundi, sem haldinn var til kynningar útgáfunni, sagði Barry Winkleman, forstjóri Times, að fyrirtækið hefði mætt ýmsum erfiðleikum á þessu ári sérstaklega viðvíkjandi íslandi. Barry sagði að íslandi hefði verið ætluð heil opna þó engar nýlegar landmælingar væru til á þeim tíma. „Síðari heimsstyrjöldin braust út áður en af útgáfu bókar- innar varð. Þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku og breskar hersveitir gengu á land á Islandi til að hindra hernám Þjóðverja hér varð ísland allt í einu hernaðar- lega mikilvægt. Þess vegna ákvað John Bartholomew, einn færasti kortagerðarmaður okkar, að gefa Islandskortið út sem sérstakt landabréf. En kortið var afar ófull- komið og þýski herinn sat um Kaupmannahöfn þar sem Geo- dedic Institut var, en sú stofnun sá um gerð og dreifingu íslands- korta og varð hann þvi að leita hjálpar annarsstaðar. íslenski ræðismaðurinn í Edinborg, Sigur- steinn Magnússon, gat aflað óút- gefinna landmælingagagna og þannig hjálpað Bartholomews. Sigursteinn kom síðan reglulega á skrifstofu Bartholomews og yfir- fór upplýsingar og stafsetningu allra nafna. Þetta kort var gefið út 1942, en stuttu síðar bönnuðu yfir- Barry Winkleman, forstjóri Times-bókaútgáfunnar í London, og Árni Einars- son, framkvæmdastjóri Máls og menningar, með nýju atlasbókina. völd á íslandi innflutning þess. Bartholomew hefur beðið mig að grennslast fyrir um hversvegna og hvenær þetta bann var sett,“ sagði Winkleman. Eftir stríðið var síðan hafist handa við gerð stórrar kortabókar, sem Times gaf út 1 fimm bindum, svokallaðri Mid Century Edition. Síðar var þessi kortabók gefin út í einu bindi, 1955, og gefur Times nú út „atlasinn" á fimm ára fresti m.t.t. nýrra og breyttra upplýs- inga. íslensk yfirvöld bönnuðu sölu bókarinnar hér á landi aftur árið 1955 vegna þess að Landmælingar Islands áttu einkaleyfi á útgáfu á útlínum íslands. Þessu banni var hinsvegar aflétt við útgáfu Times fimm árum siðar, árið 1960. I þessari nýju útgáfu eru nú kort sem hafa þríviddaráhrif auk þes sem gerðar hafa verið þúsundir annarra breytinga. Til dæmis hafa 510 nöfnum verið breytt í Eþíópíu, 1.100 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi samtals, 690 í Kina og yfir 1.000 breytingar í Malaýsiu. Efnisyfirlit „atlasins” hefur að geyma 210.000 nöfn. Stafsetning staðarheita fer eftir venjum við- komandi landa, t.d. er staðarheitið „Þingvellir“ skrifað með „Þ“. Bókaútgáfan Mál og menning hefur verið umboðsaðili Times hér á landi síðan 1982. Bókinni verður dreift í allar bókaverslanir og kostar hún 4.450 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.