Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR30. OKTÓBER1985 63 VALUR sigraði ÍBK í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöldi, 73:70, á all sögulegan hátt. ÍBK haföi yfir, 33:47, í leikhléi og hélst sá munur fram undir miöjan síóari hálfleik en undir lokinn tóku Valsmenn á honum stóra sínum. Þeir léku þá mjög vel og á síðustu sekúndu leiksins skoraðí Einar Ólafsson með skoti frá miöju og tryggöi Val sigur. Keflvíkingar hófu leikinn mjög vel og stefndi allt í stórsigur þeirra. Þeir voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, léku þá frábærlega vel. Liðiö var hreyfanlegt og útsjóna- samt og allir hittu vel auk þess sem spil þeirra var gott. Valsmenn voru hins vegar frekar slappir framan af leiknum. Hittni lítil og mikill asi á þeim i sókninni. Um tíma hafði Keflavík 19 stiga forskot í fyrri hálf- leik. Valsmenn bættu aöeins við sig í síðari hálfleik og minnkuöu smátt og smátt muninn. Liðið var nú mun ákveönara í sókninni en mestu munaöi þó um frábæran varnarleik sem Keflvíkingar áttu ekkert svar við. Leikmenn ÍBK féllu líka á því að þeir ætluöu sér aö reyna aö tefja leikinn eins mikið og þeir gátu og hafa allar sóknir eins langar og frek- ast var unnt. Valmenn pressuöu þá stíft í svæðisvörninni og héldu þeim frá körfunni og ekkert gekk hjá Keflvíkingum. Er ein og hálf mínúta var eftir haföi ÍBK fimm stiga forystu, 65:70 og fjölmargir áhorfendur vel meö á nótunum. Mikil spenna var fram- undan og áöur en yfir lauk tókst Val aö sigra eins og áöur sagöi og geta Keflvíkingar sjálfum sér um kennt. Þeir voru klaufar aö sigra ekki í þessum leik og þeir heföu ef til vill átt þaö skilið fyrir frábæran leik í fyrri hálfleik en um þaö er ekki spurt er úrslitin eru skrifuö niöur. Þegar hálf mínúta var eftir komst Jón Kr. Gíslason einn upp undir körfu Vals en í staö þess aö skjóta gaf hann út til aö reyna aö nýta tímann sem eftir var. Valsmenn komust inn í sendinguna og brotiö var á Jóni Steingrímssyni er 7 sek- úndur voru eftir. Hann skoraöi úr fyrra skotinu en mikil barátta var í frákastinu úr því seinna. Brotiö var á Leifi Gústafssyni í baráttunni undir körfunni og sex sekúndur eftir. Leifur skoraöi úr báöum skotunum og staöan því orðin 70:70. ÍBK hóf sókn en dæmd voru skref á Jón Kr. er ein sekúnda var eftir. Leifur tók innkastiö viö endamörk, gaf á Einar Ólafsson viö miölínu sem skoraöi eins og áöur sagöi. Bestur í Valsliöinu var Torfi Magnússon og var hann sáeini sem stóö uppúr í liöinu. Hjá ÍBK átti Jón Kr., Hreinn, Siguröur og Guöjón góöan leik. Stig Vali.Torti 24, Jón 11, Sturla 11. Lelfur 10, Einar8, Siguröur 2 og Björn 1. Stig ÍBK.Jón Kr. 26, Siguröur 15, Hrelnn 10, Ólafur 10, Guöjón 8, Ingólfur 2, Pétur 2. - ágás UMFN vann KR NJARÐVÍKINGAR sigruðu KR í síöari leiknum sem leikinn var í úrvalsdeildinni í Seljaskóla í gærkvöldi með 100 stigum gegn 92 eftir að staðan í leikhléi haföi verið 41:52 fyrir Njarðvíkinga. Sigur Njarövíkinga var aldrei í hættu og sigurinn frekar auöveldur. Shef. Wed. tapaði fyrir Swindon Fré Bob Hennessy fréttsmsnni Morgunblaösins i Englandi. Sheffield Wednesday, þriðja efsta liöið í fyrstu deildinni var í gærkvöldi slegíð út úr Mjólk- urbikarkeppninni af Swindon sem er í sjöunda sæti fjórðu deildar. Swindon sigraöi 1K) og það var Covain sem skoraði með skalla strax á 10. mínútu. Chelsea varð aö láta sér lynda jafntefli, 1:1, gegn Fulham í all sögulegum leik. Þaö voru aö- eins tvær mínútur til leiksloka þegar Mick Hazzard skoraöi með þrumuskoti úr aukaspyrnu fyrir Chelsea en hann kom inná sem varamaður. Mínútu síöar skoraði fyrirliöi Fulham, Cliv Carv úr vítaspyrnu. Chelsea var síöan nærri að skora sjálfsmark undir lokin en áöur en knöttur- inn fór í netiö flautaöi dómarinn tilleiksloka. Úrslit í öörum leikjum urðu: Birmingh. - Shouth.ton 1:1 Coventry-WBA 0:0 Grimsby-lpswich 0:2 Liverpool - Bríghton 4:o Luton - Norwich q:2 Man. Utd. - West Ham 1 :o Pourtsmouth-Stoke 2:0 Shrewsbury - Everton 1-4 Watford-QPR 0:1 Þeir voru mun betri í leiknum og KR-ingar áttu aldrei möguleika gegn frísku liði UMFN. Leikurinn í heild var fremur slakur, sérstaklega ef miöaö er viö fyrri leikinn. ' Stigahæsti leikmaöur KR í leikn- um í gærkvöldi varð Garöar Jó- hannsson, skoraöi 21 stig, en Valur Ingimundarson skoraöi 26 stig fyrir Njarövíkinga. Morgunblaöið/Frlöþjófur • Hreinn Þorkelseon, þjálfari ÍBK, sækir hér aö körfu Valsmanna í síðari hálfleik en Torfi Magnússon, þjálfari Valsmanna, er til varnar og brýtur á honum. Torfi átti stórgóöan leik í síöari hálfleik og var sá eini sem stóð upp úr liði Vals. Valsmenn sigruðu í leiknum sem var æsispennandi. Húsbyggjendur og verktakar — Sparið peninga! Það er dýrt aö byggja, um það eru allir sammála. Því er mikilsvert að spara peninga þar sem því veröur viö komiö. Fyrirtækiö Jonis Trelast er þekkt á öllum Noröurlöndum vegna flutninga þess á byggingavörum frá verksmiðjum beint til kaupanda. Fyrirtækiö útvegar og flytur timbur, glugga, Þiö sendið okkur teikninguna og viö sendum öll gögn um hæl — ykkur að kostnaöarlausu. Við sjáum um flutningsskjöl og toll- pappíra. Margir flutningsmöguleikar. Viö flytjum vöruna hvert sem er á ís- landi. Hjá okkur starfar íslenskur sölumaöur. Spyrjið um Níels Jón Þórðarson. Biðjiö um tilboð — Berið saman — Sjáiö hvað unnt er aö sparal Póstbox 297 N 9501 ALTA. Sími: 084-35344 Ævintýrakarfa Einars í lokin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.