Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 53 Minning: Þórarinn Þórarins son fv. skólastjóri Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri á Eiðum, lézt 2. ágúst sl. á sjúkrahúsi í Reykjavík og fór "p" útför hans fram frá Háteigskirkju 15. ágúst. Þórarinn var fæddur á Valþjófs- 'Stað í Fljótsdal 5. júní 1904, sonur hjónanna sr. Þórarins Þórarins- sonar og konu hans, Ragnheiðar Jónsdóttur, sem þar gerðu garðinn frægan um langt árabil. Þórarinn lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1924 og guðfræðiprófi frá'Háskóla íslands 1928. Að loknu guðfræðinámi hér heima stundaði hann framhalds- nám í guðfræði og fleiri greinum við háskólann í Marburg í Þýzka- landi um eins árs skeið, en síðan lá leiðin aftur heim, ekki þó til að taka vígslu og gerast sóknarprest- ur, því Þórarinn tók aldrei vígslu. Hann sótti um Húsavíkurpresta- kall, en dró umsókn sína til baka, áður en til kosningar kom. Örlögin höfðu ætlað honum annan samastað. Hann réðist kennari við Alþýðuskólann á Eið- um og árið 1938 var hann skipaður skólastjóri við þann skóla, tók við skólastjórastarfi af sr. Jakob Kristinssyni, síðar fræðslumála- stjóra, sem einnig var guðfræðing- ur eins og Þórarinn. Við Alþýðuskólann á Eiðum var megnið af ævistarfi Þórarins bund- ið. Við þann skóla starfaði hann nær óslitið til ársins 1965, er hann fékk lausn frá starfi og fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Sumarið 1960 gerðist sá hörmulegi atburður, að gamla skólahúsið á Eiðum brann, en í því voru auk íbúðar skólastjóra, herbergi skóla- sveina og skólastofur. í brunanum misstu skóalstjórahjónin búslóð sína og innanstokksmuni, m.a. verðmætt bókasafn, en sízt var það að skaplyndi Þórarins að leggja árar í bát, og hófst uppbygging skólans þegar í stað. Er suður kom, starfaði Þórarinn sem stundakennari við Kvenna- skólann í Reykjavík allt til ársins 1972, er hann lét af kennslu. I Reykjavík var Þórarinn búsettur til dauðadags. Þórarinn Þórarinsson var tví- giftur. Fyrri kona hans var Helga Björgvinsdóttir frá Efra-Hvoli, hún lézt 1937. Eftirlifandi kona Þórarins er Sigrún Sigurþórsdóttir úr Rvík, þau eignuðust sjö börn og ólu auk þess upp eina fósturdóttur. Störf þau sem hér hefur verið drepið á í stuttri upptalningu, kynnu að sýnast fullkomið ævistarf hverjum manni, en áhugamál Þór- arins voru mörg og margvísleg, hann var maður ekki einhamur. Vil ég nefna hér nokkur. Þórarinn var upphafsmaður að stofnun Menningarsamtaka Héraðsbúa árið 1954 og formaður þeirra í rúm- an áratug eða allt þar til hann flutti suður. Er á engan hallað, þótt sagt sé, að í þeim félagsskap var Þórarinn ætíð driffjöðrin og er suður kom starfaði hann í Átt- hagasamtökum Héraðsmanna og fylgdist þar af lífi og sál til hinztu stundar með öllu því, er var að gerast á Austurlandi. I eðli sínu var Þórarinn ræktun- armaður, hann hafði mótast af anda ungmennafélagshreyfingar- innar, sem hafði að kjörorði rækt- un lands og lýðs. Skógræktin átti hug hans, hann starfði mikið að skógræktarmálum, tók upp þann sið sem skólastjóri á Eiðum að láta nemendur sína gróðursetja trjá- plöntur í skógargirðinguna á Eið- um áður en þeir yfirgáfu skóla sinn að vori. Þar má nú sjá margt fallegt tré. Á samkomum skógræktar- manna var Þórarinn nánast ómiss- andi og hélt þar uppi söng og gleð- skap af sinni alkunnu snilli, en sönghneigð var Þórarni í blóð bor- in, þann arf hafði hann meðtekið frá bernskuheimilinu á Valþjófs- stað, sem var rómað fyrir söng- mennt. Málefni kirkju og kristni voru Þórarni hjartfólgin, hann var alla ævi guðfræðingurinn, og þótt starfsvettvangur hans yrði ekki innan vébanda kirkjunnar, þá lagði hann málefnum hennar mikið og gott lið. Hann sat á kirkjuþingi um árabil, einnig í kirkjuráði. Vöxtur og viðgangur Lýðháskólans I Skál- holti var honum mjög hugleikinn, gekkst hann fyrir stofnun Skál- holtsskólafélagsins og var formað- ur þessfrábyrjun. Þórarinn var ritfær maður í bezta lagi, flutti útvarpserindi um margvíslegustu efni og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit. Árið 1981 kom út bók frá hans hendi, Horft til liðinna stunda, safn endurminn- inga fráýmsum tímum í lífi hans. Sem fyrr greinir, var Þórarinn skólastjóri Eiðaskóla í 27 ár, en samtals átti hann að baki 35 ára starfsferil við skólann sem kennari og skólastjóri, lengri en nokkur annar, og átti þvi manna mestan þátt í að móta stefnu hans og fram- kvæmdir. Eiðastað var hann órjúf- anlega tengdur alla ævi og kenndi sig ætíð við hann. Þórarinn hafði ákveðnar hugmyndir um það, hvernig alþýðuskóli ætti að vera, hann setti markið hátt í starfi sínu og tókst að sjá marga drauma sína rætast. Hann sá Eiðaskóla vaxa og dafna, sá hann breytast úr fá- mennum skóla í tveimur bekkjar- deildum i það að verða fullkominn fjögurra vetra gagnfræðaskóli með rúmlega hundrað nemendur. Hann valdi skóla sínum einkunnarorðin manntak - mannvit - manngöfgi, orðin þau segja nokkuð um mark- miðin, sem að var stefnt i Eiða- skóla undir stjórn Þórarins. Á Eiðum lágu leiðir okkar Þórar- ins fyrst saman, er ég stundaði þar nám veturna 1954—6. Gleymi ég seint þeim hlýju móttökum, sem við bræður tveir fengum, er við komum í fyrsta skipti í Eiða. Er mér ekki grunlaust um, að við höfum notið þess að vera bornir og barnfæddir í þeirri fögru sveit, Fljótsdalnum, þvi í augum Þórar- ins var það nánast eins og virðing- arheiti að vera Flótsdælingur, sjálfur unni hann bernskustöðvum sínum á Valþjófsstað og var hreyk- inn af þeim. Okkur bræðrum reyndist hann sem bezti faðir. Það er margs að minnast frá dvölinni á Eiðum, Eiðaskóli var góður skóli undir stjórn Þórarins, hann hafði á að skipa góðu og samvöldu kenn- araliði, þar mátti segja, að væri valinn maður í hverju rúmi, flestir lærðu mikið á Eiðum og tel ég mig í hópi þeirra. Ekki skal gleymt þætti húsmóðurinnar á skólaheim- ilinu, frú Sigrúnar, sem stjórnaði ræstingu í skólanum. Sigrún er virðuleg kona og áhrif hennar mildileg jafnt innan skóla sem utan. Mér hefur alltaf fundizt, að hún hafi verið hinn góði engill Þórarins á þeirra löngu samleið. Minnisstæðar eru mér kennslu- stundir hjá Þórarni, einkum í ensku, sem hann kenndi í gagn- fræðadeild. Þórarinn var kennari af Guðs náð, um það gat enginn efast, sem naut tilsagnar hans. En honum var ekki nóg, að menn til- einkuðu sér eitthvert tiltekið lág- marksmagn af námsefni til að svara út úr á prófi, heldur var það markmið hans að koma hverjum og einum nemanda til nokkurs þroska, og það held ég, að honum hafi tekizt. Til þess notaði hann hverja stund, sem gafst í heimavistar- skóla, þar sem hver dagur var skipulagður frá morgni til kvölds við starf og leik, þroskandi iðju til líkama og sálar. Eftirminnilegar verða mörgum samstundirnar á Eiðum, sem svo eru nefndar, en þá kallaði skóla- stjóri nemendur saman úti I borð- sal til að ræða við þá um hin að- skiljanlegustu efni. Samstundir þessar notaði skólastjóri til að ræða þau vandamál, sem upp höfðu komið í skólanum og vanda um við einsfaka nemendur, ef þess gerðist þörf, en þó fyrst og fremst til að hvetja menn til dáða og benda á þær leiðir, sem mættu verða til þroska og uppbyggingar hverjum og einum í lífi og starfi. Hygg ég, að þessar „kvöldræður" Þórarins hafi orðið mörgum minnisstæðar. Sumum fannst Þórarinn strang- ur skólastjóri, og þoldu illa agann, sem þar ríkti, og vissulega var Þórarinn strangur, gat meira að segja verið óvæginn ef því var að skipta, hann gerði miklar kröfur til nemenda sinna. En það hygg ég þó, að flestir hinir sömu hafi fundið síðar meir, er þeim jókst aldur og þroski, að á bak við strangleika skólastjórans bjó einlæg löngun hans til að verða nemendum sínum að sem mestu liði á lífsleiðinni, að þeim mætti nýtast skóladvölin sem bezt og verða að manni, góðir „drengir" og batnandi. Einmitt þetta fannst mér vera ríkur þáttur í fari Þórar- ins sem skólastjóra. Hann vildi, að það yrði eitthvað úr manni. Þórarinn fylgdist vel með nem- endum sínum, ekki aðeins meðan þeir voru í skólanum, heldur alla tíð. Eiðamenn voru i huga hans alltaf nemendurnir hans. Það fékk ég að reyna, er málin æxluðust t Þökkum auösynda samúö vegna andlóts og jaröarf arar EYJÓLFS Þ. JAKOBSSONAR, Hraunbæ 50. Guóbjörg Eyjólfsdóttir, Axel Eiríksson, Magnús Eyjólfsson, Alda Þ. Jónsdóttir, Ólöf Eyjólfsdóttir, Elías Einarsson, Rúna Jónsdóttir, Jón Þ. Ragnarsson, börn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, fósturfööur og tengdafööur, VILMUNDAR S. RÖGNVALDSSONAR, Sólvallagötu 47, Ksflavík. Lára Guömundsdóttir, Brynjar Vilmundarson, Kristfn Torfadóttir, Sigriöur Eygló Gísladóttir, Garöar Jónsson, Pollý Gísladóttir, Henning A. Bjarnason. þannig síðar, að ég hóf nám í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan guðfræðiprófi. Það nám var í byrjun hugsað aðeins til eins vetrar, en m.a. fyrir uppörvun og hvatningu frá Þórarni Þórarins- syni urðu þeir vetur fleiri. Hann fylgdist vel með námi mínu í guð- fræðideildinni og var ætíð mættur i kapellu Háskólans, þá fagnað var þar einhverjum áföngum í námi. „Nú er ég búinn að fylgja þér alla leið,“ sagði hann við mig, daginn sem ég lauk guðfræðiprófinu, það voru orð að sönnu, en líklega hefur honum fundizt öruggara að sleppa ekki hendi sinni af mér fyrr en ég hefði tekið prestsvígsluna, það gerði hann heldur ekki. Sá dagur gleymist ekki. Ef til vill hefur , honum þá fundizt, að ég væri kominn í örugga höfn. Á heimili Þórarins og Sigrúnar í Skaftahlíð 10, kom ég nokkrum sinnum á námsárum mínum, þang- að var gott að koma, þar mætti manni sami hlýi og góði andinn og í Eiðaskóla forðum. Þórarinn Þór- arinsson verður eftirminnilegur persónuleiki öllum þeim, er honum kynntust. Hann var glæsimenni í sjón og reynd, og ætíð fylgdi honum reisn og ferskur menningarblær. Á langri ævi tókst honum að inna af höndum mikið dagsverk. Og „lengi mun hans lifa rödd um húsin öll og víðar brautir" Fljóts- dalshéraðs, þess héraðs sem hann unni framar öllu og helgaði krafta sína. Austfriðingar munu ætíð telja Þórarin í hópi beztu sona sinna, þar og víðar mun hann lifa áfram í verkum sínum. Nú hefur Þórarinn lagt upp í sína hinztu för, sem allra bíður að lokum, við henni var hann ekki óviðbúinn fremur en öðru, það sýndi hann, er hann fyrir nokkr- umk árum lét smíða sér líkkistu gerða úr íslenzku birki úr Hall- ormsstaðaskógi. Með því vildi hann ekki aðeins vekja athygli á áhuga- máli sínu, skógrækt á íslandi, held- ur grunar mig, að hann hafi hugsað líkt og fleiri vitrir menn, að hæfileg umhugsun um dauðann sé nauð- synleg til að lif mannsins snúist ekki stöðugt um hégómlega hluti. Við hin óskum honum farar- heilla og þökkum samfylgdina. Ég kveð vin minn og læriföður með innilegu þakklæti og bið ást- vinum hans öllum blessunar Guðs. Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli. Fenner Reimar og reimskífur Fenner Ástengi Poulsen Suóurlandsbraut 10, sími 686499 getrauna- VINNINGAR! 10. leikvika — leikir 26. október 1985 Vinningsröö: 2 2 2 — 2 X 1 — 1 2 1 — 1 X 2 1. vinningur 11 réttir kr 101.020,- 35837(4/10) 41765(4/10>+ 86654(6/10)+ 37113(2/11,6/10)+ 36530(4/10) 85556(6/10) 90973(6/10)+ 101144(2/11,10/10) 2. vinningur: 10 réttir kr 2.886,- 1112 35597 45178+ 89260 95660+ 36928*+ 61635*+ 3136 35835 46990+ 89294+ 95981 36967*+ 61636*+ 3286+ 35846 48466 89299+ 100500 37095*+ 61637*+ 3352+ 36717 48681 89754 100589 37107*+ 90277*+ 5694 37180 48691 90978+ 100907+ 37979* 101572* 5856 39543+ 51166 90980+ 101564 40299* 103506*+ 6822 39579+ 52828 90981+ 102636 50191*+ 105826* 7134 41337 53394+ 90985+ 102651+ 50318*+ 105828*+ 7292+ 41703 60096 91002+ 102652+ 57612* 9263+ 41764+ 61093+ 91245 102654+ 61627*+ Úr9. viku: 14002 41876+ 85703+ 91260 105279 61633*+ 90724+ 16072 44991+ 86673+ 92937 106637+ 19798 44992+ 87816 95404+ 107458+ tslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík Kærufreatur er til 18. nóvember 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera sknllegar Kærueyðubloð tást hjá umboósmönnum og á sknfstotunnl i Reykjavfk Vlnningsupphæöir geta lœkkað, ef kærur veröa teknar til greina Handhafar nafnlausra seöla ( + ) veröa að framvísa stofni eöa senda stotninn og tullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.