Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 31 Ónæmistæring hefur áhrif á líftryggingar Bandarískt tryggingafélag krefst læknis- vottorðs um að tryggingartaki sé ekki sýktur San Francisco, 25. október. AP. El'l'l' AF stærstu líftryggingafélög- um Bandarfkjanna krefst þess nú af umsækjendum frá fimm ríkjum Bandaríkjanna, sem kaupa vilja þar England: Á bjórnum líf sitt að launa Frá Valdimar llnnari Valdimarssyni, frcttaritara Paul Jenkins, tvítugur Englend- ingur, á líf sitt að launa þeim drykk sem forboðinn er íslendingum. Paul var staddur á bjórkrá nokkurri í Doncaster, skrautlega klæddur. Vakti skyrta hans eink- um athygli, enda einhverskonar stráklæði í stíl við það sem eyja- skeggjar suður í höfum notast við dags daglega. Skyrtan var úr plast- efni, sem fljótt er að fuðra upp ef eldur er að því borinn. Einn kráar- gesta hefur greinilega áttað sig á þessum eiginleika efnisins því hann gerði sér lítið fyrir og lagði eld að Paul, sem átti sér einskis ills von. Eftir örskamma stund stóð skyrta Pauls í ljósum logum og angistaróp þessa ólánsama manns mátti heyra langar leiðir. Nokkrir fastagestir, sem staddir voru á kránni, gerðu sér fyllielga grein fyrir því að ekki væri allt með felldu. Eldinn varð að slökkva og til þess var aðeins eitt nærtækt ráð, bjórinn. Hófu gestirnir því kollur sínar á loft allir sem einn og helltu úr þeim yfir vesalings Paul, sem farinn var að sjá fram á að þessi kráarferð sín kynni að enda með ósköpum. En bjórinn hreif og mannslífi var bjargað. Paul brenndist að vísu illa en mun vafalaust ávallt bera hlýjan hug til fastagestanna, sem fórriuðu bjórnum sínum til að bjarga lífi hans. Morgunblaðsin.s í Lundúnum 28. október. Og það eitt er víst að Paul Jenk- ins er ekki manna líklegastur til að beita sér fyrir bjórbanni í Bret- landi. Kasparov tekur sér skákfrí Moskvu. 29. október. AP. GARRY Kasparov, áskorandinn í einvíginu um heimsmeistaratitilinn í skák, tók sér hvfld frá taflmennsku í dag og verður því 21. einvígisskákin ekki tefld fyrr en á fimmtudag. Kasparov hefur tveggja vinn- inga forskot á Karpov og þarf því aðeins að ná jafntefli í þremur skákum af fjórum, sem eftir eru, til að vinna heimsmeistaratitilinn, hvers Karpov er handhafi. f einvíginu hefur Kasparov unnið fjórar skákir, Karpov tvær, en 14 hefur lyktað með jafntefli. Sá sigrar í einvíginu sem fyrri verður til að vinna sex skákir eða hlýtur flesta vinninga í 24 skákum, reynist nauðsynlegt að tefla þær allar. Verði stórmeistararnir jafn- ir að vinningum eftir 24 skákir, heldur Karpov heimsmeistara- tigninni. Afdrifarík klósettferð London, 29. október. AP. KLÓSETTFERÐ tveggja flugmanna bandaríska flugfélagsins Trans World Airlines reyndist afdrifarík, því félagið varð að aflýsa flugi frá London til New York af þeim sökum og koma rúmlega 300 farþegum yfir á flugvélar annarra flugfélaga. Talsmaður TWA skýrði frá því í dag, að flugmaður og flugvél- stjóri, sem fljúga áttu til New York á sunnudagsmorgun, hefðu brugðið sér inn á indverskt veit- ingahús í Kensington-hverfinu í London seint á laugardagskvöld. í þann mund sem þeir luku máltíð- inni þurftu báðir að ganga örna sinna á salerni veitingahússins. Dróst sú erindisgjörð á langinn og þegar þeir höfðu lokið sér af og komu fram í veitingasalinn reynd- ust allar dyr læstar og starfsfólkið Talsmaður sjúkrahússins sagði aðgerðina hafa tekið hálfa fjórðu klukkustund og að hún hafi gengið að óskum. Líðan hjartaþegans, Thomas Gaidosh, er hins vegar slæm. Jarvik-7 gervihjarta var grætt í Gaidosh á fimmtudag er hjarta iíftryggingu, að þeir gangist undir læknisskoðun, þar sem gengið verði úr skugga um, að þeir séu ekki haldnir ónæmistæringu. Astæðan er sú, að 3% af öllum bótakröfum, sem á félagið hafa fallið á þessu ári, hafa orðið til vegna fólks, sem sýkzt hefur af ónæmistæringu. Líftryggingafélagið sem í hlut á er Transamerica Occidental Life Insurance Co., eitt af 10 stærstu tryggingafélögum Bandaríkjanna, og þau ríki, sem hér er um að ræða, eru Kalifornía, Florida, 111- inois, New Jersey, Texas og Was- hington DC. „Við byrjuðum að fylgjast með dauðsföllum af völdum ónæmis- tæringar á þessu ári,“ var haft eftir Simon Baitler, aðstoðarfram- kvæmdastjóra tryggingafélagsins, í gær. „Á fyrstu þremur ársfjórð- ungum þessa árs voru gerðar líf- tryggingakröfur á hendur okkur fyrir 2.5 millj. dollara vegna fórn- arlamba ónæmistæringar," sagði hann ennfremur. „Það eru um 3% af öllum þeim kröfum, sem á okkur hafa verið gerðar." GUFUSTYRIBUNAÐUR fyrir: fiskimjölsverksmiðjur, frystihús, skelvinnslur og rækjuverksmiðjur. Danfoss IVT/IVFgufustýribúnaðurinn stýrirog heldur réttu hitastigi ítönkum og kerjum, óháð rafmagni. Ventlastærðir 15-50 mm. Stillisvið 10-140 °C. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA á bak og burt. Reyndu mennirnir að vekja á sér athygli en það var ekki fyrr en komið var undir morgun að þeir náðu athygli lögregluþjóns, sem hafði upp á eiganda veitingahúss- ins. Sluppu flugmennirnir loks úr prísundinni um klukkan 7 á sunnu- dagsmorgni. Þar sem varaáhöfn var ekki tiltæk reyndist óhjá- kvæmilegt að aflýsa flugi árla sunnudags og koma farþegum á önnur flugfélög. Með gervihjarta til bráðabirgða Pittsburgh, Pensylvaníu, 28. október. AP. MANNSHJARTA var grætt í 47 ára gamlan mann í dag og gekk aðgerðin að óskum. Á fimmtudag var gervihjarta grætt í manninn þegar hans eigið gafsig. hans brást. Engin eftirköst komu i ljós eftir aðgerðina. Annar maður í Pensylvaníu, Anthony Mandia, bíður þess nú að í hann verði grætt manns- hjarta. Gervihjarta var grætt í hann á dögunum og er líðan hans slæm. nn V/SA E EUPOCAPO Ný þjónusta Greiöslukortaviöskipti Nú geta auglýsendur Morgunblaðsins greitt aug- lýsingar sínar meö greiðslukortum VISA og EUROCARD. Auglýsendur geta hringt inn auglýsingar, gefið upp kortnúmer sitt og verður þá reikningurinn sendur korthafa frá VISA og EUROCARD. Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá munum viö jafnframt veita þeim sem staögreiöa auglýsingar 5% afslátt. Auglýsingadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.