Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Alvariegt umferðarslys á Hringbraut V~>5% _ &T: ..M Morgunbladið/Júlíus Liðlega sjötugur maður slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bifreið á Hringbraut, skammt fyrir austan Hofsvallagötu, laust eftir klukkan hálffjögur á laugardag. Maðurinn axlar- og mjaðmagrindar- brotnaði, auk annarra meiðsla sem hann hlaut og liggur nú á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hann var á leið norður yfír Hringbraut þegar hann varð fyrir FIAT-bifreið, sem ekið var í austurátt. Maðurinn kastaðist upp á bifreiðina og lenti á framrúðunni, sem brotnaði. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna Tel að þingskip- uð nefnd sé ekki heppilegasta leiðin ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fólu í gær ráð- herrum sínum að ákveða með hvaða hætti staðið skuli aö rannsókn á viðskipt- um Hafskips hf. og Útvegsbankans. Það mun því ekki verða þingkjörin rann- sóknarnefnd sem rannsakar þau viðskipti, eins og tillögur Alþýðubandalags og Alþýðflokks gera ráð fyrir. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra: Það kemur ekki til greina að ég víki ALBERT GUÐMUNDSSON iðnaðarráðherra hefur ekki í hyggju að víkja úr ríkissjórn á meðan rannsókn fer fram á viðskiptum Hafskips og Ut- vegsbankans. Albert sagði í samtali viö Morgunblaðið í gær að slíkt kæmi ekki til greina af sinni hálfu en hann sagðist síður en svo hafa nokkuð á móti því að rannsókn færi fram. Hann hefði reyndar þegar óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann léti fara fram opinbera rannsókn. „Mér finnst sjálfsagt að rann- sókn fari fram í málinu, ef forsæt- isráðherra heldur að það sé eitt- hvað að rannsaka," sagði Albert. „Ég túlka ummæli forsætisráð- herra þannig að hann vilji hreinsa ríkisstjórnina af þeim ámælum sem fram hafa komið að undan- förnu. Ámælum sem tengjast ríkisstjórninni vegna þess að einn ráðherra hennar er borinn sök- um.“ Albert var spurður álits á ályktun Sambands ungra fram- sóknarmanna sem ályktuðu að honum bæri að segja af sér á meðan rannsókn málsins færi fram: „Það er svo sem ekki nýtt að hægt sé að bera á menn alls konar sakir, og segja síðan sann- aðu sakleysi þitt. Því fer hins vegar fjarri að ég hyggist standa upp úr ráðherrastól á meðan á rannsókn stendur. Það kemur ekki til greina í mínum huga,“ sagði Albert. Iðnaðarráðlierra var spurður hvernig honum litist á tillögur þær sem komnar eru fram frá- þingmönnum Alþýðubandalags annars vegar og þingmönnum Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Kvennalista og Bandalags jafnað- armanna hins vegar þess efnis að Alþingi kjósi sérstaka rannsókn- arnefnd til þess að rannsaka öll viðskipti Hafskips og Útvegs- bankans: „Það er búið að tala svo mikið um að þingmönnum sé ekki treystandi fyrir nokkrum sköpuð- um hlut. Það er búið að draga Alþingi og virðingu þess niður í svaðið í þessu máli, þannig að ég treysti þeim sem svo hafa talað ekki í neina rannsóknarnefnd. Aftur á móti þarf að rannsaka þetta mál af hlutlausum aðilum. Þar kæmi til greina utanaðkom- andi aðilar sem hefðu þekkingu og hæfileika á þessu sviði. Það gæti að mínu mati komið til greina að biðja Hæstarétt að velja slíka nefnd, eða jafnvel ríkissak- sóknara," sagði ráðherra. Albert var spurður hvað honum fyndist um ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna þess efnis að selja beri Útvegsbank- ann: „Samband ungrasjálfstæðis- manna er orðin afskaplega furðu- leg stofnun, sem hefur farið afar mikið aftur með tilkomu nýrrar forystu. Ég held að það væri mjög röng ákvörðun að selja Útvegs- bankann, en hins vegar tók sam- bandið undir það sem ég sagði í sjónvarpinu um daginn í seinni hluta ályktunar sinnar, þar sem sagt var að rannsaka bæri allar peningastofnanir þjóðarinnar og samskipti þeirra við stærri fyrir- tæki.“ Sjá bls. 4 bréf iðnaðarráðherra til ríkissaksóknara. „Það eru auðvitað allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins áfram um það að öll kurl komi til grafar í þessu máli,“ sagði Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að áherslumunur væri í flokknum milli manna um hvaða rannsóknaraðferðum ætti að beita. Hann lagði áherslu á að málið væri til skiptameðferðar og skiptar- áðandi hefði víðtækar heimildir m.a. til þess að senda einstaka þætti í sakadómsrannsókn. ólafur var spurður hvort ekki hefði komið til greina að samþykkja að þingkjörin rannsóknarnefnd kannaði málið, eins og ofangreindar tillögur gera ráð fyrir: „Eg vil ekki segja að það sé neinn meirihluti þingflokksins andvígur slíkri nefnd, því það fór engin at- kvæðagreiðsla fram um slíkt, og í sjálfu sér útilokum við enga aðferð. Eg tel ekki að þingskipuð rannsókn- arnefnd samkvæmt 39. grein stjórn- arskrárinnar væri heppilegasta leiðin. Alþingi hefur alla tíð farið mjög varlega í að beita þessari grein, auðvitað fyrst og fremst vegna þess að svona rannsókn er verkefni dómstóla, en ekki alþingis- manna. Það er viss þversögn fólgin í þeirri afstöðu þingmannanna, a.m.k. sumra sem standa að tillögu- flutningnum um þingkjörna nefnd að þeir skuli treyst þingmönnum svona vel til þess að framkvæma slíka rannsókn, en treysta þeim ekki til þess að sitja í bankaráðum, eða að hafa yfirleitt afskipti af peninga- málum.“ Ólafur sagði að niðurstaða rann- sóknar þingkjörinnar nefndar yrði fyrst og fremst pólitísk, en búast mætti við annarri niðurstöðu rann- sóknar sem framkvæmd væri af hlutlausum aðilum en ekki stjórn- málamönnum. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins samþykkti í gær að fela ráð- herrum sínum að sjá til þess í samráði við ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, að ríkisstjórnin, án þess að trufla á nokkurn máta störf skiptaráðanda, setti menn til þess að fylgjast með málinu og gæta þess að allt í samskiptum Útvegs- bankans við Hafskip komi fram. Þetta upplýsti Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra ða afloknum þingflokksfundi í gær- kveldi. Steingrímur sagði ekki ljóst á þessu stigi hverjir yrðu fengnir til þess af ríkisstjórninni til sinna þeim störfum. Taldi hann vissa annmarka vera á því að fá Hæsta- rétt til þess að skipa rannsóknar- nefnd, því svo gæti farið að málið kæmi til hans kasta. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Skylda ríkisvaldsins að upplýsa um viðskiptm „ÉG HEF aldrei nokkurn tíma sagt aö Albert eigi að hverfa úr ríkis- stjórninni á meóan á rannsókn máls- ins stendur, því með því væri verið að sakfella manninn fyrirfram, og slíkum vinnubrögðum er ég ósam- mála,“ sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Ég sé ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Albert víki úr ríkisstjórninni,“ sagði Steingrímur ennfremur. Forsætisráðherra sagðist í gær hafa kallað á sinn fund þrjá fyrrverandi bankastjóra Útvegsbankans, þá Jónas Rafnar, Bjarna Guðbjörnsson og Árna Jakobsson. „Þeir sögðu allir að þann tíma sem þeir störfuðu með Albert Guðmundssyni, er hann var Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Aðalatriðið er að ekk- ert verði undandregið ÞORSTEINN PÁLSSON formaöur Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð- herra telur ekki nauðsynlegt að Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra hverfi af ráðaherrastóli á meöan á rannsókn á viöskiptum Hafskips og Út- vegsbankans stendur. „Ég tel nauðsynlegt að málið verði upplýst að fullu og það verði gert á þann veg að allur almenn- ingur í landinu geti treyst þeim vinnubrögðum sem beitt verður. Aðalatriðið er að ekkert verði undandregið. Að svo miklu leyti sem rannsókn þessa máls fer ekki fram í skiptarétti og hjá saksókn- ara, viljum við gjarnan að óvil- hallir menn fái það verkefni að kanna málið til botns," sagði Þor- steinn, er hann var spurður með hvaða hætti hann hugsaði sér framkvæmd slíkrar rannsóknar. Fjármálaráðherra var spurður hvort valdsvið nefndar „óvilhallra rnanna" yrði ekki skertara en vald- svið þingkjörinnar nefndar væri í svona rannsókn: „Við munum ekki standa að þessu á þann veg, að þeir sem til verksins koma hafi ekki fullt umboð til þess að draga fram þær upplýsingar sem nauð- synlegar eru til að varpa ljósi á málið." Formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður hvort hann teldi eðli- legt að iðnaðarráðherra víki úr ríkisstjórn, á meðan rannsókn fer fram: „Iðnaðarráðherra hefur ósk- að eftir því að ríkissaksóknari kanni þann áburð sem á hann hefur verið borinn vegna for- mennsku í bankaráði Útvegsbank- ans á sama tíma og hann var for- maður í stjórn Hafskips. Ég tel rétt að sjá hver niðurstaða verður úr þeirri rannsókn. Það eru allir saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð," sagði Þorsteinn Pálsson. bankaráðsformaður, hefði hann aldrei reynt að hafa minnstu áhrif á þeirra ákvarðanir gagnvart Haf- skip,“ sagði forsætisráðherra. „Þeir sögðu reyndar að þeir minntust þess ekki að viöskiptamál við Hafskip hefði sérstaklega borið á góma á bankaráðsfundum þann tíma sem Albert var formaður stjórnar Haf- skips og bankaráðs Útvegsbankans. Vissulega hafa orð þessara manna áhrif á mína afstöðu," sagði Stein- grímur. „Ég álít það skyldu ríkisvaldsins, að upplýsa um þessi viðskipti ríkis- fyrirtækisins Útvegsbankinn hf. og Hafskips hf. sem koma til með að kosta skattgreiðendur mikla pen- inga,“ sagði forsætisráðherra. For- sætisráðherra sagðist telja að öll slík rannsókn á viðskiptum Útvegs- bankans og Hafskips þyrfti að vera í nánu samráði við skiptaráðanda, sem myndi rannsaka marga þætti þessa máls. „Það má hvergi nokkurs staðar hindra skiptaráðanda í starfi," sagði Steingrímur, „en það er afar óliklegt að hann rannsaki sérstaklega þessi siðferðilegu atriði sem Útvegsbankinn, bankaráðs- formaður fyrrverandi og aðrir þar eru ásakaðir um. Því er ég þeirrar skoðunar að sjálfsagt sé að fram- kvæmdavaldið skipi nefnd til þess að starfa með skiptaráðanda, og nánast undir hans handleiðslu, til þess að upplýsa þennan þátt máls- ins. Ég tel það alveg sjálfsagt og nauðsynlegt að þegar ráðherra í ríkisstjórn er borinn svona sökum, verði hann að hreinsa sig af þeim.“ Matthías Bjamason yiðskiptaráðherra: Rannsóknín í höndum skiptaráðanda MATTHÍAS BJARNASON banka og viðskiptaráðherra telur enn að rannsókn á viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans eigi að vera í hönd- um skiptaráðanda, og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að þings- ályktunartillögur þess efnis að Al- þingi kjósi rannsóknarnefnd hafi þar í engu breytt sinni afstöðu. Ráðherra sagði þær raddir frá- leitar sem gera kröfu um það að Albert Guðmundsson víki úr ráð- herraembætti á meðan rannsókn fer fram. „Slíkt kemur ekki til greina," sagði Matthías. Vilja frjálsan aðgang að hafnarað- stöðu Hafskips f Austurhöfninni TÓLF fyrirtæki í Reykjavík skrifuðu í gær bréf til Hafnarstjórnar Reykja- víkur, þar sem þess er farið á leit, að hafnaraðstaða Hafskips í Austurhöfn- inni fylgi ekki með við yfirtöku Eim- skips á eigum Hafskips, heldur verði þar skapaður frjáls aðgangur að hafn- araðstöðu í Reykjavík. Undir bréfið rita fulltrúar eftir- talinna fyrirtækja: BYKO sf., Andra hf., Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara, Sjóleiða hf., Nesskip hf„ Karnabæjar hf„ Veltis hf„ Skipafélagsins Víkur hf„ Skipafé- lagsins Nes hf„ Vífilfells, Húsa- smiðjunnar hf. og íslensku umboðs- sölunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.