Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 19 Bók um kynfræðslu til iimræðu í borgarstjóm: Skólasafnanefndin hefur áfram ákvörðunarvald BÓKIN ÞÚ OG ÉG varð tilefni allsnarpra umræðna á borgarstjórn- arfundi á fímmtudagskvöld. Adda Bára Sigfúsdóttir (Alþýðubandalag) sagði í ræðu sinni að skólasafnafólk hlyti að ráða því hvaða bækur væru keyptar í skólabókasöfnin og það sé ekki hlutverk borgarinnar að segja til um það. Alþýðubandalagið lagði fram tillögur þess efnis að val á bókum í skólabókasöfn væri verkefni kennara, skólastjóra og starfsfólks bókasafna. Ennfremur kom þai fram að borgarstjórn lýsi því yfir að fræðsluráð hafi hvorki heimild til að segja til um hvernig nota skuli bækur sem keyptar eru til afnota í skólum né að ráðið geti ekki ákveðið frestun á bókakaup- , um fyrir skólabókasöfn ef kaupin geta átt sér stað innan ramma fjárhagsáætlunar. Tillögur þessar ásamt tillögu Magdalenu Schram (Kvennaframboði), sem hjó í sömu átt, voru allar felldar. Þær hlutu aðeins stuðning fulltrúa minni- hlutaflokkanna. í máli Ragnars Júlíussonar (Sjálfstæðisflokki) formanns fræðsluráðs kom m.a. fram að hann teldi það „undarlegt áhugamál kjörinna borgarfulltrúa að vilja banna skólasafnanefnd sem kjörin er af fræðsluráði (og einungis eiga i sæti kennara- menntaðir menn, innsk. blm.) að koma nálægt innkaupunum en fela bókavalið ríkisstarfsmönnum". Eins og áður hefur komið fram lagðist skólasafnanefnd gegn því að bókin yrði keypt í skólabóka- söfn. Ragnar sagði ennfremur í ræðu sinni: „En svo getur það verið Söngvakeppni Evrópu: Ríkisútvarpið auglýsir eftir sönglagi RÍKISÚTVARPIÐ hefur auglvst eft- ir sönglagi sem yrði framlag Islands í Söngvakeppni Evrópu sem haldin verður vorið 1986. Þau skilyrðu eru sett að lagið megi hvorki hafa kom- ið út áður né hafa verið flutt í út- varpi eða sjónvarpi. Það má ekki taka meira en þrjár mínútur í flutn- ingi og því skal fylgja frumsaminn texti á íslensku. Skilafrestur er til 15. janúar. Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins sagði að enn hefði ekki verið gengið frá því hvernig tilhögun keppninnar verður háttað hér heima. „Undir öllum kringumstæðum verður lokakeppnin í beinni útsendingu sjónvarpsins í febrúar, en ekki er enn ljóst að öðru leyti hvernig staðið verður að vali keppenda. Þetta skýrist allt upp úr áramót- unum“ sagði Pétur. Pétur var spurður hvort íslend- ingar gætu haldið keppnina hér á landi ef svo færi að þeir ynnu. „Ég er hræddur um að mönnum þættu aðstæður okkar ekki nógu góðar hér. En ef svo færi að íslendingar ynnu þessa keppni í vor geri ég ráð fyrir að við myndum semja við önnur Norðurlönd um að halda keppnina þar. Að vísu er það gert að skilyrði að sá sem vinnur á að halda keppnina að ári en fordæmi eru fyrir þvi að hún hafi verið haldin annars staðar og nú var ákveðið að ganga fram hjá þessu skilyrði gagnvart okkur" sagði Pétur Guðfinnsson. spursmál um óskynsamleg vinnu- brögð hvort öllum kennurum grunnskóla borgarinnar — um 800 talsins — sé falið að meta eina og sömu bókina eða hvort það gerir margfalt minni hópur kjörinna fulltrúa sem ættu að geta verið þverskurður heildarinnar". Ragn- ar vitnaði ennfremur i umsagnir nokkurra valinna aðila áður en til afgreiðslu málsins kom. Þetta eru skólayfirlæknir, borgarlæknir, fræðslustjóri Reykjavíkurum- dæmis, deildarstjóri námsefna- gerðar hjá Námsgagnastofnun, stjórn félags skólastjóra í grunn- skólum Reykjavíkur og loks full- trúa KFR í fræðsluráði. I flestum umsögnunum kom fram að ýmis- legt sé gott um bókina að segja, svo sem frágangur og stíll og ennfremur sá hlutinn, sem fjallar um likamsfræðilegu atriðin. En þegar kemur að siðfræðinni, þá telji þeir hinir sömu ýmsu ábóta- vant. í umsögn borgarlæknis, Skúla G. Johnsen, segir m.a. „Hinsvegar (vegna kaflanna um kynlíf, um fóstureyðingar og um afbrigðilegar kýnhneigðir, get ég alls ekki mælt með að bókin liggi frammi á skólasöfnum grunnskóla í borginni." Þau Gerður Steinþórs- dóttir (Framsóknarflokki) og Sig- urður E. Guðmundsson (Alþýðu- flokki) tóku einnig til máls og kom fram í máli þeirra óánægja með viðbrögð meirihlutans við þessu máli. Var það samdóma álit minni- hlutans að það væri ekki verkefni borgarstjórnar að ritskoða bóka- lista í skólum. Jóna Gróa Sigurðar- dóttir (Sjálfstæðisflokki) tók til máls og vitnaði m.a. í áðurnefnda bók. Benti hún á meðal annars í kafla þar sem rætt væri um sam- kynhneigð að þar var orðið „stein- runnið" notað um hið hefðbundna samband karls og konu. Samkyn- hneigðin, sem greinilega var sett upp sem andstæðan við hið „stein- runna" kynhlutverk var með þessu sett í einhvern annan og betri flokk. Þar sem þessi bók væri ætluð sem kennslubók á háskóla- stigi teldi hún ekki ástæðu til að styðja þá tillögu að slík bók kæmist í hendur jafnvel 5 ára barna á skólabókasöfnum. Guðrún Ágústsdóttir sagði í lok ræðu sinnar að þessi vinnubrögð sýndu „forræðishyggju á háu stigi". Sinclair QL128 K tölvan á nánast allt sameiginlegt með miklu stœrri tölvum nema verðið: 13.500 #— krónur fyrir tölvuna og fjóra hugbúnaðarpakka. ^\pglýsinga- síminn er 2 24 80 Sinclair QL tölvan er allt það sem hinn reyndi tölvunotandi leitar að, en einnig skemmtilegur félagi og kennari fyrir byrjandann. Þegar þú færð þér QL þá ertu að gera sérlega hagstæð-kaup. Tölvunni fylgja nefnilega fjórir hugbún- aðarpakkar, - þér að kostnaðar- lausu. Samanlagt eru þeir á svipuðu verði og tölvan! MEÐ ÍSLENSKUNA Á HREINU Lyklaborð Sinclair QL er gert fyrir íslendinga. Hugbúnaðarpakkinn er fullkomlega aðlagaður íslensku máli og ritvinnslan er jafn íslensk og þjóðsög- urnar! Þannig eiga góðar tölvur að vera. ÖFLUG OG NOTADRJÚG TÖLVA Sinclair QL er 128 K, og má stækka í 640 K. Hún hefur létt lyklaborð í ritvélarstíl og með aðstoð 2ja inn- byggðra míkródrifa er hægt að spila allt að 90 K forrit inn á smásnældu (snæld- ettu) á aðeins 6 sekúndum, - og svo auðvitað sækja það þangað seinna. Forritunarmál QL er hið öfluga Super- basic. QL-in hefur yfir að ráða 8 lita háupplausnargrafík, ellefu tengimögu- leikum við jaðarbúnað m.a. við prent- ara, modem og allt að 63 aðrar QL tölvur. Að sjálfsögðu er hægt að tengja hana við sérstakan skjá eða venjulegt sjónvarp. FJÓRIR HUGBÚNAÐARPAKKAR Þú getur byrjað að notaSinclairQLstrax því fjórir hugbúnaðarpakkar fylgja: Ritvinnsluforrit af bestu gerð, forrit fyrir grafík, félagaskrá eða „spjaldskrá" og áætlunargerð fyrir heimilið. Hefurðu fengið nægju þína af tækni- upplýsingum? Taktuþá smáhvíld en hafðu síðan samband við okkur í tölvudeild Heimilistækja. Við lumum á fleirum handa þér! ö Heimilistæki hf TÖLVUDEILDSÆTÚNI8 - SÍMI27500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.