Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.12.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Samhent áork- um við miklu — eftir Davíö Oddsson borgar- stjóra í Reykjavík Kjörtímabil borgarstjórnar Reykjavíkur rennur út í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí næstkomandi. A fímmtudaginn lagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, fram fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir næsta ár. Hér birtist lokakafli ræðu hans, þar sem borgarstjóri víkur að því, sem áunnist hefur undir forystu meirihluta sjálfstæðis- manna síðan í kosningunum vorið 1982 og varar við þeim hættum, sem fylgja sundurlyndi vinstri flokkanna. Á þessu kjörtímabili höfum við séð meiri breytingar gerast í borgarmálum en oft áður á jafnskömmum tíma. Merki þess sjást hvarvetna, þar sem borið er niður. Framkvæmdir hafa verið markvissar og þjón- usta við borgarbúa hefur auk- ist og batnað í öllum þeim málaflokkum, sem mikilvæg- astir eru í borgarrekstrinum. Gríðarlegt átak hefur verið gert í gatnagerð og gangstétt- arframkvæmdum, og m.a. hef- ur með þeim hætti náðst lang- þráð mark um, að hver sá maður, sem vildi fá íbúðarlóð í borginni sinni, gæti fengið hana, án þess að þurfa að styðj- ast við dularfullar reglur eins og giltu á síðasta kjörtímabili, eða hljóta til þess sérstaka náð borgarráðsmanna eftir ein- hverjum óskráðum samtrygg- ingarkvóta þeirra eins og sagt er að hafi verið hér áður fyrr. Stjórnskipulagi borgarinnar hefur verið breytt til batnaðar og gert markvissara, óþarfa nefndum fækkað og hlutverk annarra nefnda orðið ljósara. Bryddað hefur verið upp á ný- breytni í nær öllum þeim fjöl- mörgu málaflokkum, sem borgarfulltrúar eru að fást við. Mikið átak hefur verið gert í málefnum aldraðra Reykvík- inga. Þannig hefur aldrei verið varið meiri fjármunum til framkvæmda í þeirra þágu en gert hefur verið á umliðnu ári og fyrirhugað er á hinu næsta. En jafnframt hafa verið laðaðir fram, fyrir frumkvæði borgaryfirvalda og borgar- stjórnar, nýir fjármunir til að takast á við vandamálið í samvinnu við borgina og með nýjum aðferðum. Má þannig nefna samvinnu við Samtök aldraðra annars vegar og Verslunarmannafélag Reykja- víkur hins vegar. Jafnframt hefur borgin hafið byggingar á sölu eignaríbúða, sem njóta þeirrar verndar og aðstoðar, er felst í nábýli við eina af stærstu þjónustustofnunum borgarinnar við aldraða, sem senn verður lokið. Miklar framkvæmdir hafa verið í fþróttamálum borgarinn- ar og þar tekin upp margvísleg nýmæli, sem hafa skilað mikl- um árangri. l'mhverfísþátturinn hefur fengið aukið vægi og þannig er á þessum árum veitt mun meira fjármagni hlutfallslega til þess málaflokks en áður var. Og nú er að nást verulegur árangur varðandi holræsa- og útræsamál borgarinnar, sem löngum hafa verið áhyggjuefni, og ljóst er að þeim þætti verður lokið á allra næstu árum. Slikt var áður talið verkefni, sem menn þyrftu áratugi til að ljúka. í heilsugæslumálum hefur borgin átt undir högg að sækja vegna þess, að atbeina ríkisins þarf til að koma, samþykki þess og samstarf, og ekki síst fjármagnið til að þar megi ná fullnægjandi árangri. Engu að síður hefur borgin lagt meira af mörkum í þeim efnum nú en áður, og ljóst er, ef framlög ríkisins hefðu komið með eðli- legum hætti á móti því fram- lagi borgarinnar, sem innt hefur verið af hendi þá hefði bylting orðið í þessum mála- flokki. í þeim efnum hefur ekki skort vilja borgaryfirvalda. Menningarmálin hafa einnig verið í öndvegi á þessu kjör- tímabili og þar sést hilla undir glæsta áfanga nú þegar. Framlög borgarinnar til dagvistunar hafa farið fram úr því sem mest var áður, þ.e. 1974—1978 — en útgjöld til þessa málaflokks drógust nokkuð saman á árunum 1978—1982, sem kunnugter. Kyrrstöðutímabili í skipu- lagsmálum hefur verið bægt burtu og þar hefur meira starf verið unnið á þessum rúmu þremur árum, sem þegar eru liðin, en á löngum tíma þar á undan, svo ekki sé nú minnst á þann dróma, er lagðist yfir allt í þeim efnum á árunum 1978—1982. Við sjáum nú hilla undir margvislegar breytingar, sem fylgja þessum skipulags- verkefnum. Þeim er nú nær lokið, nánast hvar sem borið er niður, hvort sem þar er átt við framtíðarbyggingarsvæði, ellegar Kringluna, sem áður fyrr var kallaður Nýr Miðbær, eða hvort sem horft er til Kvosarinnar, þar sem nú blasa við hugmyndir, sem bera það með sér, að þær eru raunhæfar Davíð Oddsson borgarstjóri f ræðustól borgarstjórnar Reykja- víkur sl. fimmtudag, þegar fjár- hagsáætlun var þar til umræðu. og framkvæmanlegar og líkleg- ar til þess að verða fylgt fast fram. Enda hafa þær mælst afar vel fyrir hjá borgarbúum nú þegar. Ný skólamannvirki hafa risið og fyrirhuguð er veruleg aukn- ing 1 þeim efnum á næstu árum, auk þess sem þar hefur verið unnið að ýmsum mark- verðum nýjungum í innra starfi skólanna. Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem hafði tekið til sín tæplega 1,3 milljarða króna á núvirði af skattpeningum borgarbúa, hefur nú verið lögð niður og stofnað til nýs öflugs fyrirtæk- is, sem borgin þarf ekki að bera ábyrgð á. Fyrirtækis, sem menn sjá þegar að verður til þess, að fjárhagslegur baggi borgarsjóðs léttist strax veru- lega og hverfur að lokum al- gjörlega, án þess að atvinnu nokkurs manns sé í voða stefnt. Um slíkar hugmyndir hafði áður verið illa spáð, en þar hefur afar vel til tekist. Fyrirtæki borgarinnar, hverju nafni sem nefnast, hafa bætt stöðu sína og rekstur. Sjálfstæði þeirra hefur aukist og gjaldskrár þeirra stærstu — Hitaveitu og Rafmagnsveitu — lækkað að raungildi sl. ár um allt að 35%. Það er mikil kjara- bót fyrir þá sem þjónustunnar njóta. Hér hefur fátt eitt verið nefnt. Þegar litið ér yfir sviðið, /pá sjást hvarvetna breytingar, og sem betur fer nær allar til batnaðar, að flestra mati. En þó að þannig hafi margt verið gert og mörg mál verið leyst, sem lengi höfðu vafist fyrir mönnum áður, þá er margt ógert. Og í þeim efnum horfum við til framtíðar. Og það er enginn vafi á því, að fátt er nú mikilvægara hagsmunum Reykvíkinga en að það starf, sem þegar hefur verið unnið, og þó ekki síst það mikla starf, sem lagður hefur verið grund- völlur að á þessu kjörtímabili, riðlist ekki. Það gerist ef sundrungaröfl- in sem berjast saman inn- byrðis á sama þrönga atkvæða- markaðnum, öflin, sem í raun eiga ekki samleið, fá að færa sundrungariðju sína inn á borgarskrifstofurnar. Borgar- búar eiga það skilið á þeim tímamótum, sem í hönd fara, að fyrir málum þeirra sé séð af festu og öryggi. Kjörnir fulltrúar þeirra, ekki síst þeir, sem skipa meirihluta á hverj- um tíma, verða að vinna sáttir og ákveðnir, samhuga og sam- hentir að þeim verkefnum, sem brýnast er fyrir borgina að vinna hverju sinni. Þar má ekki drepa hlutum á dreif vegna innbyrðis sundurþykkju. Fyrrverandi meirihluti þriggja ólíkra flokka réð ekki við það verkefni, sem hann tókst á hendur, því fór sem fór. Engar líkur eru til þess, að hugsanleg- ur, sundraður meirihluti fjög- urra eða fimm vinstri flokka yrði betur til þess fallinn nú. Allt bendir í gagnstæða átt í þeim efnum. Núverandi meiri- hluti og þeir, sem hann skipa, hafa átt gott með að vinna saman. Samhentir hafa þeir því áorkað miklu og mikilvægt er, að það starf haldi áfram, svo að hagsmunum borgarbúa verði sem best borgið í næstu framtíð. RAFHLÖÐUVERKFÆRI Drehflx 101 Borvél Skrúfvél Borvélar Skrúfvélar Fylgihlutir: — Töskur — Slíöur viö belti — Hleðslutæki — Rafhlöður — Skrúfjárnasett — Topplyklasett Stílhreint og vandað sófasett Getum ennþá afgreitt örfá sett fyrir jól. Verö: 3+2+1 = 67.640.- 3+1+1 = 62.230.- Sendum myndir og áklæðisprufur hvert á land sem er. Opið til kl. 10. B GRGAK- Hrayfilshúsinu é horni Gr*n«- éavogar og Miklubrautar. Sími 68-60-70. húsqöqn » Metsölublað á h\<erjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.