Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 71

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 71 Minning: Egill E. Eyjólfs- son, Búðakauptúni Egill Eide Eyjólfsson var fædd- ur hér í Búðakauptúni 23. mars 1915, hann var því rúmlega sjötug- ur að aldri er hann lést 3. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Ingiborgar Eide og Eyjólfs Sigurðssonar sjómanns. Hann var þriðji elstur af sjö systkinum. Eins og að líkum lætur var ekki alltaf úr miklu að spila. Á þeim tímum varð fólk að láta sér nægja það sem aflað varð, þá var ekkert trygg- ingakerfi til í landinu, engir sjóðir að fá úr, þá varð hver að bjargast eins og best gat, það þýddi ekkert að kvarta eða kalla. Á stórum heimilum var þetta enginn leikur. Húsbóndinn var á sjó eða í annarri vinnu þess á milli og hjá húsfreyj- unni var vinnutíminn ekki styttri til að sjá svo stórum hópi fyrir fötum og fæði, það var enginn leikur, þá hlóp enginn undir bagga til hjálpar. Egill fór snemma að vinna, hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að breiða fisk á reit eða beita línu í beituskúr. Það mætti því segja um Egil eins og Örn Arnar segir í hinu fræga kvæði sínu um Stjána bláa: Hann var alinn upp við sjó, ungan dreymdi um skip og sjó, stundaði alla ævi sjó. Ungur að árum hóf Egill það starf sem hugur hans stóð til, en það var sjómannsstarfið, en við það starf var hann í 48 ár, geri aðrir betur. Hann stundaði sjóinn bæði á Suðurlandi, meðan bátarnir fóru á vetrarvertíðum í verstöðvar á Suðurlandi og einnig heima fyrir. Hann var eftirsóttur fyrir dugnað og harðfylgi og dró ekki af sér. Þjóðfélagið stendur í ómældri skuld við þá menn, sem hafa lagt sitt af mörkum í áratugi að afla þjóðinni verðmæta þeirra sem hafa verið og verða henni mest til framdráttar, slíkt er nokkurt inn- legg. En það verður hvorki héraðs- brestur né þjóðarsorg þó falli í valinn þeir menn, sem áratugum saman hafa lagt sitt af mörkum til að færa þjóðinni auð, sækja barninu brauð og leggja björgin í grunn undir framtíðarhöll. Eftir að Egill hætti sjómennsku hóf hann störf hjá útgerðarfélagi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, við veiðarfæraviðgerðir. Þar sem annars staðar stóð ekki á dugnaði og harðfylgni Egils. f vor lá hann um tíma í sjúkrahúsinu í Neskaup- fólk það á tilfinningunni að það væri bara að þvælast fyrir honum, svo duglegur var hann." óli var tillitssamur og hógvær í allri framkomu. Hann gladdist með glöðum og sýndi syrgjendum samúð. Við sem höfum unnið með honum munum geyma minninguna um góðan dreng í huga okkar. Foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum sendum við samúðar- kveðjur. Samstarfsfólk á hjúkrunar- og endurhæfingardeild Borgarspít- aians, Heiisuverndarstöðinni. /s t \ .Í* stað. Seinna tók hann aftur til starfa, þvf hann kunni ekki þá list að standa með hendur i vösum og horfa á aðra vinna. Þannig var líf Egils. Hann féll við vinnu sína líkt og hermaður, sem fellur með sverð í hendi á þeim orrustuvelli, sem hann hafði sjálfur haslað sér. Hann var lagður í sína síðustu ferð á sínu lífsfleyi og aftur vitna ég í kvæði Arnar Árnarsonar: Drottinn sjálfur stóð á ströndu, stillist vindur. Lækki sær. Hátt er siglt og stöðugt stjórnað, stýra kannt þú, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott sem undir slær. Egill var kvændur Albertu Sig- urjónsdóttur, hinni mætustu konu. Eignuðust þau tvo sonu, dugmikla sjómenn. SS Jólagjafir til sölu í Kramhúsinu í KRAMHÚSINU vió Bergstarta stræti, sem venjulega er vettvangur leik- og dansiðkenda, er nú hægt að kaupa jólagjafir handa ungum sem öldnum. Opið er dag hvern fram til jóla, aö sunnudeginum 22. desem- ber og aðfangadegi meðtöldum. Margir troða auk þess upp með söng og upplestri úr verkum sínum og má búast við slíkum uppákom- um dag hvern kl. 16 til 17 og jafn- vel oftar eftir aðstæðum. Þau sem þannig gera þetta „jólaævintýri" Kramverja að sannkölluðu ævin- týri í skammdeginu eru m.a. Pétur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn, tónlistarfólkið og leikararnir Kristín Á. Ólafsdóttir og Helgi söngvari í Grafík. Og hver veit nema ástandspíur og draumadátar úr Iðnó reki inn nefið og taki lagið af nýútkominni söngleiksplötu. Þá ætti kaffi, kakó og vöfflur varla að draga úr jólagleði þeirra sem gera sér ferð í Kramhúsið fyrir þessi jól. (Úr frétutilkynningn) Nýr formaður Samtakanna 78 Guðni Baldursson hefur látið af formennsku í Samtökunum ’78, fé- lagi lesbía og homma á íslandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi 8. febrúar næstkomandi en þangað til hefur Þorvaldur Kristinsson tekið að sér að vera opinber talsmaður stjórnar Sam- takanna ’78. veitingahús viðOðinstorg Pantanasímar: 27697* 28470*20490 VERSLUNARFÓLK! „MINI - KALT BORГ Veislumatur á vægu verdi — borðió ekki heita matinn kaldan. í dag, laugardag 21. desember, bjóðum við okkar vinsæla kabarett-bakka á aðeins kr. 470.- Bakkinn inniheldur forrétt, þrjá gómsæa kjötrétti og eftirrétt. Okkar vegna og ykkar pantið tímanlega. Nú fer enginn í jólaköttinn, því Bláskógar bjóöa sérstök greiöslukjör á sófasettum og boröstofusettum í dag og á Þorláksmessu. Útborgun aðeins kr. 5.000.- Eftirstöövar á 8 mánuðum. HIH imi Bláskógar Ármúla 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.