Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 77

Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 77 Úr borgarstjóm: Söluskilmálar fyrir íbúð- ir aldraðra samþykktir SÖLUSKILMÁLAR vegna íbúða fyrir aldraða í Hjallaseli í Breiðholti voru samþykktir á borgarstjórnar- fundi í fyrrakvöld. Hér er um að ræða átján íbúðir í parhúsum á lóð dvalarheimilisins Seljahlíðar. Hver íbúð er tæpir 70 fermetrar og afhendist í apríl/maí 1986, nema hvað afhending ein- staka íbúðar gæti dregist fram í júlí/ágúst. íbúðirnar "erða seldar á áætluðu kostnaðarverði og er kaupverðið rúmar 3,2 milljónir króna. Miðað er við að við undirrit- Á Borgina í kvöld Opiðkl.10—3. T-Jöfóar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! un greiðist 250 þúsund, á næstu 16 mánuðum eftir undirskrift greiðist 2 milljónir og með veð- skuldabréfi greiðist síðan rúmar 200 þúsund krónur með veðskulda- bréfi til sex ára. 800 þúsund krónur er sú upphæð sem miðað er við að komi inn með yfirtöku fram- kvæmdaláns og/eða við afgreiðslu húsnæðisláns. f skilmálunum er þess sérstaklega getið að Reykja- víkurborg geti, ef sérstakar ástæð- ur mæla með og kaupandi æskir þess, tekið upp í kaupverðið íbúð, sem kaupandi á í Reykjavík, enda takist samningar þar um. Enn- fremur kemur fram í skilmálunum að þeir einir geti keypt íbúðir og búið í þeim, sem eru orðnir 63 ára og hafa verið búsettir í Reykjavík í a.m.k. þrjú undanfarin ár. Þó skulu þeir sem orðnir eru 67 ára, og þeir sem Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar mælir sérstak- lega með, hafa forgang. Reykjavík- urborg á ennfremur forkaupsrétt að íbúðunum. Nokkur umræða átti sér stað um þennan söluskilmála á borgar- stjórnarfundinum. í máli fulltrúa minnihlutaflokkanna kom fram óánægja með kaupverð þessara íbúða. Guðrún Jónsdóttir (Kf.) sagði í ræðu sinni að ekki væri stór hópur almennra borgara sem ekki gæti eignast þessar íbúðir. Sérstaða þessara íbúða hvað hönn- un snertir sé vissulega nokkur, en það geti vart kostað á 4. milljón. Sigurður E. Guðmundsson (A) sagði í ræðu sinni að hugmyndin að litlum eignaíbúðum væri í alla staði góð. En verðið væri allt of hátt. Guðmundur Jónsson (Abl.) sagði í ræðu sini að 3ja herbergja íbúðir í verkamannabústöðum í nýja miðbænum, sem væru 100 fermetra kostuðu 3,3 milljónir. Þetta væri því enn ein sönnunin fyrir því að íbúðirnar í Hjallasel- inu væru allt of dýrar. Hilmar Guðlaugsson (S) minnti á það í ræðu sinni að ekki væri hægt að bera saman blokkaríbúðir annars- vegar og parhús hinsvegar. í Hjallalandinu væri um að ræða parhús en fjölbýli hvað varðar verkamannabústaði. Páll Gíslason (S) sagði í ræðu sinni að hér væri farið inn á nýja braut svipaða þeirri sem Samtök aldraðra og verslunarfélag Reykjavíkur hefði farið í byggingum á íbúðum fyrir <■„ aldraða. Mikilvægt sé að borgin veiti þeim einstaklingum sem áhuga hafa á þessum íbúðum allar nauðsynlegar upplýsingar um möguleg eignaskipti, fjármögnun o.fl. Þessar íbúðir geta notað þá þjónustu, sem veitt er á Dvalar- heimilinu Seljahlíð. Það sé því mikill akkur fyrir fólk sem vill tryggja sig fyrir framtíðina með því að fara í húsnæði sem veitir meiri þjónustu. Með því að hafa þetta söluíbúðir getur borgin veitt fleiri einstaklingum tækifæri á þessari þjónustu, þar sem það eðli málsins samkvæmt er ekki eins kostnaðarsamt fyrir borgina. í Garðalunai sunnudaginn 22. desember kl. 17—^19.30 4 Nú á 4. sunnudegi aðventu, þegar jólahátíðin er að ganga í garð bjóðum við upp á stórkostlega Qölskylduhátíð Á stjörnujólum verdur fjöldi skemmtiatriöa, meðal annars: • Hljómsveitin Hálft í hvoru leikur jólalög og stjórnar dansi í kringum jólatréö. • Hattadansinn, — nemendur úr dansflokknum Dansneistanum. • Pottasleikir og galdranornin Sandra úr Stundinni okkar. • Dansaö í kringum jólatréö. • Hlé — Veitingar — Happdrætti • Dansneistinn sýnir frábært dansatriöi. • Pálmi Gunnarsson syngur nokkur lög af plötunni sinni meö aöstoð Magnúsar Kjartanssonar. • Skotturnar og Huröaskellir bregöa á leik. • Dansaö í kringum jólatré. Hljómsveitin Hálft í hvoru. • Stórglæsileg flugeldasýning á vegum Hjálparsveitar skáta. • Jólasveinar útbýta jólapokum. Heiðursgestir hátíðarinnar verða Hólmfrfður Karlsdóttir Ungfrú Heimur ^ og Sif Sigfúsdóttir ungfrú Skandinavía *. Þessi fyrirtæki styrkja Stjörnuna: Nybylavegi 16#Postholt397 202 Kopavogur • simi 641222 SunnuhHö, Akureyri, %. 96-29004 Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.