Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 . , ÚTVARP/SJÓNVARP Utí geiminn hvað á ég að skrifa um í dag? Það er ekki á hveijum degi sem hann dr. Hannes Hólm- steinn skeiðar fram á ritvöllinn og ýtir við stirðnuðum heilasellum velferðarborgarans eða hún Agnes blessunin birtist á skjánum með minnisblokkina sína voðalegu. En væri nokkuð gaman að lifa, lesend- ur góðir, ef eintómir jábræður væru stöðugt að klappa hver öðrum á öxlina? Ég held varla. Nú, en eitt- hvað verð ég víst að segja við ykkur, kæru lesendur, annars fæ ég ekki mjólkurpeningana mína. Þó væri kannski ekki svo vitlaust að gefa blaðamönnum og fréttamönn- um stöku sinnum færi á að segja skýrt og skorinort: Ég hef ekkert að segja í dag. í dagblöðunum yrðu þá dálkamir bara skildir eftir auðir og lesendum gefíð færi á að fylla út í þá með hugarflugi sínu. Er máski alltof mikið blaðrað í fjölmiðl- unum? Má ekki færa að því gild rök að hið stöðuga flæði prentaðs og talaðs máls stefni að því að heilaþvo fólk? Manneskjan fær aldrei að vera í friði með hugsanir sínar, það eru alltaf einhveijir spekingar útí bæ tilbúnir að fóðra fólk á stóra sann- leik. Ég tek nú bara dæmi af sjálf- um mér. Alla morgna sit ég kóf- sveittur við að lemja hér á blað eitthvað sem ég held persónulega að sé óskaplega merkilegt en er auðvitað ekki meira virði í augum almættisins en regndropinn er fellur í úthafíð mikla. Ýlustrá Afsakið, lesendur góðir, að ég skuli hafa stokkið svona inní eigin hugarheim, en nú bregð ég mér aftur í hlutverk fjölmiðlarýnisins. Klukkan 22.30 á fímmtudagskveld- ið var á dagskrá rásar I umræðu- þáttur er bar yfirskriftina List og fjölmiðlar. í þætti þessum kepptust nokkrir sómamenn við að leysa þann part lífsgátunnar er snýr að list og fjölmiðlum og stýrði Stefán Jökulsson umræðunni. Satt að segja gafst ég upp á að halda til haga öllum gullkomunum er sáldmðust af öldum ljósvakans undan sópi Stefáns og félaga, er ég raunar ekki frá því að ég hafí dottað undir umræðunni og horfið inní hinn forboðna heim þagnarinnar, enda erfítt fyrir venjulegan launaþræl að setja upp gáfumannasvipinn eftir klukkan hálfellefu að kveldi, þegar nálgast ógnir næturinnar, draum- amir þar sem geðslegasta fólk breytist í grímulausar forynjur. Ekki satt? Þó er ég ekki frá því að ein setning hafí ratað út úr spakvitrum orðaflaumi þeirra Stefáns og fé- laga, kom sú úr munni Hrafhs Gunniaugssonar dagskrárstjofa hjá Ríkisútvarpi/sjónvarpi. Hrafn: Við verðum að hækka þóknun til ís- lenskra leikritahöfunda tífalt. Mikið er gott að eiga Hrafn að í ríkis- Qölmiðlunum. Hrafn situr ekki með smátölvu inr.á skrifstofu sinni og reiknar út smáaurana til hinna skapandi einstaklinga í samfélagi vom. (Þið sjáið lesendur að greinar- höfundur er alveg stokkinn inní hlutverk menningarvitans.) Nei, hann vill að listamenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og annað fólk. Húrra fyrir Hrafni og við skulum bara vona að pólitíkusamir í út- varpsráði hreinsi steinsteypuna úr skilningarvitunum og veiti flár- magninu til skapandi einstaklinga þessarar þjóðar. Annars er aldrei að vita nema geimstöðin mikla á Fossvogshæðum takist á loft einn daginn og svífí upp í himingeiminn, þar myndi hún sóma sér vel sem grafhýsi handa skriffinnunum. ÓlafurM. Jóhannesson ígegnum niÖinn Tónleikar Frank Sinatra ■Hm Á dagskrá sjón- O Q 25 varpsins í kvöld verða tónleikar með Frank Sinatra. Tón- leikamir vom haldnir er tekið var í notkun veglegt hringleikahús í bænum Altos de Chavon í Dómin- íska lýðveldinu. Frank hef- ur sjaldan verið betri, virð- ist skemmta sér vel og áhorfendur em á öllum aldri, allt frá táningum til miðaldra fólks. Hann syng- ur 18 lög, flest gamalkunn, ásamt Buddy Rieh og hljómsveit hans. Frankie á tónleikunum i hringleikahúsinu í Alton de Chavon. Bleikí pardusinn fer á flakk 1 p í' || . : ÍSíS Hinn spjalli lögregluforingi Clouseau. ■■■■ Á dagskrá sjón- Ol 40 varpsins kl. — 21.40 er mynd með Peter Sellers í aðal- hlutverki. „Retum of the Pink Panter" eða Bleiki pardusinn fer á flakk nefn- ist kvikmyndin sem fjallar um lögregluforingjann Clo- useau og glópalán hans. Lögregluforingjanum er falið að hafa upp á demanti einum sem kallaður er Bleiki pardusinn og leikur- inn berst víða, til Marra- kesh, Casablanca, Gstaad, Nice og London. Eins og fyrri daginn klúðrar Clou- seau öllu, en kemst þó furðanlega vel úr öllum sín- um raunum. Síðasti þáttur Sæfarans: Leyndarmál Nemós skipstjóra ■BB Leyndarmál 1 700 Nemós skip- 1 • ~~~ stjóra heitir síð- asti þáttur framhaldsleik- ritsins „Sæfarinn" eftir Jules Vemes sem er á dagskrá rásar 1 kl. 17.00. í síðasta þætti sigldi Nemó skipstjóri í gegnum óþekkt sjávargöng milli Rauða- hafsins og Miðjarðarhafs- ins. Eftir að tilkynningar höfðu streymt frá skipum þar sem sagt var að sést hefði til skrímslisins, vom menn í Lundúnum komnir á þá skoðun að skrímslin væm tvö eða fleiri. Fang- amir þrír um borð í kaf- bátnum vom famir að þreytast á lífinu neðansjáv- ar og ákváðu að hefjast þegar handa við undir- búning flóttatilraunar þeg- ar færi gæfist. Leikritið er byggt á samnefndri sögu eftir Jules Veme. Leikendur í 6. þætti em Sigurður Skúlason, Rúrik Haraldsson, Róbert Amfinnsson, Pálmi Gests- son, Tinna Gunnlaugsdótt- ir, Aðalsteinn Bergdal, Harald G. Haralds, Þor- steinn Gunnarsson og EIl- ert Ingimundarson. Tækni- menn em Friðrik Stefáns- son og Runólfur Þorláks- UTVARP LAUGARDAGUR 22. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Frétlir. Bæn. 7.16 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 (slenskir einsöngvarar og kórarsyngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.16 Veöurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesiö úr forystugreinum dagblaöanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.06 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem örn Ólafsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. Óskalög sjúklinga, fram- hald. 11.00 Heimshorn Umsjón: Ólafur Angantýs- son og Þorgeir Ólafsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.60 Hér og nú. Fréttaþáttur ívikulokin. 16.00 Miödegistónleikar Fiölukonsert í D-dúr op. 61 eftir Ludwig van Beethoven. Itzhak Perlman og Fíl- harmoníusveit Lundúna leika; Carlo Maria Giulini stjórnar. 16.60 (slenskt mál. Gunnlaug- ur Ingólfsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón. Sigrún Björnsdóttir. 17.00 „Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Sæfarinn" eftir Jules Verne í útvarps- leikgerð Lance Sieveking. Sjötti og síöasti þáttur: „Leyndarmál Nemos skip- stjóra". Þýöandi: Margrét Jónsdóttir. Leikstjóri: Ben- edikt Árnason. Leikendur: Siguröur Skúlason, Rúrik Haraldsson, Róbert Am- finnsson, Pálmi Gestsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Aöalsteinn Bergdal, Harald G. Haralds, Þorsteinn Gunn- arsson og Ellert Ingimund- arson. 17.36 Síödegistónleikar. „Ástarljóöavalsar" op. 52 eftir Johannes Brams. Elsie Morison, Marjorie Thomas, Richard Lewis og Donald Bell syngja viö píanóundir- leikVronskysog Babins. Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.36 „Sama og þegiö". Umsjón: Kart Ágúst Ulfsson, Siguröur Sigurjónsson og Örn Árnason. 20.00 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 Sögustaöir á Noröur- landi — Grenjaöarstaöur í Aöaldal. Síöari hluti. Um- sjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. (Frá Akureyri). 21.20 Vísnakvöld. Gísli Helga- sonsérum þáttinn. 22.00 Fréttir. Frá Reykjavíkur- skákmótinu. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 24.00 Fréttir. 22.20 Lestur Passíusálma 00.05 Miðnæturtónleikar. (24). Umsjón: Jón örn Marinós- 22.30 Þorrablót. Umsjón: Ásta son. R. Jóhannesdóttir og Einar 01.00 Dagskrárlok. Georg Einarsson. Næturútvarp á rás 2 til kl. 23.16 Danslög. 03.00. LAUGARDAGUR 22. febrúar 10.00 Morgunþáttur I SJÓNVARP 14.46 Liverpool — Everton. Bein útsending frá leik í 1. deild ensku knattspyrnunn- ar. 17.00 (þróttir. Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. 19.26 Búrabyggö. (Fraggle Rock) Sjöundi þáttur. Brúöumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 19.60 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.26 Auglýsingar og dag- skrá. 20.36 Kvöldstund meö lista- manni. önnur kvöldstundin er tileinkuö Rúnari Júlíussyni hljómlistarmanni og konu hans, Maríu Baldursdóttur. Ragnheiöur Davíösdóttir ræöir viö þau. Hljómsveitin LAUGARDAGUR 22. febrúar Geimsteinn leikur tvö lög og brugöiö er upp svip- myndum úr gömlum sjón- varpsþáttum meö þeim Rúnari og Maríu. Upptöku stjórnaöi Elín Þóra Friöfinns- dóttir. 21.16 Staupasteinn (Cheers). Nítjándi þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýö- andi Guöni Kolbeinsson. 21.40 Bleiki pardusinn fer á flakk. (The Return of the Pink Panter). Bresk gaman- mynd frá 1974. Leikstjóri Blake Edwards. Aöalhlut- verk: Peter Sellers ásamt, Christopher Plummer, Her- bert Lom og Catherine Schell. Clouseau lögreglu- foringja er falið aö hafa uppi á ómetanlegum demanti sem kallaöur er Bleiki pard- usinn og þokkahjú ein hafa stolið. Eins og fyrri daginn klúörar Clouseau öllu en hefur þó glópalániö með sér. Þýöandi Guöni Kol- beinsson. 23.26 Frank Sinatra — Tón- leikar. Bandarískur sjón- varpsþáttur. Haustiö 1982 var tekiö í notkun veglegt hringleikahús í bænum Alt- os de Chavon í Dóminíska lýöveldinu. Fyrsta kvöldið hélt bandariski söngvarinn og kvikmyndaleikarinn Frank Sinatra þessa tón- leika. I þættinum flytur hann átján lög, flest gamalkunn, ásamt Buddy Rich og hljóm- sveit hans. 01.00 Dagskrárlok. Stjórnandi: Siguröur Blön- dal. 12.00 Hlé. 14.00 Laugardagurtillukku Stjórnandi: SvavarGests. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Hringboröiö Erna Arnardóttir stjómar umræöuþætti um tónlist. 18.00 Hlé. 20.00 Línur Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 21.00 Milli stríöa Jón Gröndal kynnir dægur- lög frá árunum 1920-1940. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk í umsjá Sigurðar Sverrisson- ar. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt meö Jóni Axel Ólafssyni. 03.00 Dagskrárlok. SVÆÐISUTVÓRP AKURETRl 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. REYKJAVÍK 17.03—18.30 Svseöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.