Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 28
.28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Búín á Snæfellsnesi eru flest v * * lítil og þola enga skerðingu Yfir 100 manns á almennum bændafundi að Breiðabliki á Snæfellsnesi á fimmtudaginn ALMENNUR bændafundur var haldinn í félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi á fimmtudaginn. Fundinn sóttu rúmlega 100 manns. Framsögumaður var Guðmundur Stefáns- son framkvæmdastjóri Hagdeildar Stéttarsambandsins. Hann gerði bændum grein fyrir reglum sem giltu við útreikninga fullvirðisbúmarks og útskýrði reglugerðina um stjórn mjólkur- framleiðslunnar. Fjöldi bænda tók til máls á fundinum auk þriggja alþingismanna, þeirra Friðjóns Þórðarsonar, Davíðs Aðalsteinssonar og Skúla Alexanderssonar. Umræðan til góðs Guðmundur Stefánsson hefur haldið nokkra slíka fundi með bændum að undanfömu og sagði hann að sú umræða sem komið hefði í kjölfar útreiknings á svæðabúmarki væri til góðs. Hann sagði að margir bændur væru óánægðir, en staðreyndin væri sú að of lítil framleiðsla væri til skip- tanna fyrir alla þá sem vilja lifa af mjólkurframleiðslu. Búvörulögin væru ekki skammtímalausn, heldur raunveruleg lausn en hann viður- kenndi að ýmislegt mætti gagn- rýna, svo sem aðdraganda og laga- setninguna. Formlegt samráð hefði komið of seint og eftir það hafi verið of naumur tfmi til stefiiu. „Minnkun útflutningsbóta hefur verið gagnrýnd," sagði Guðmundur. „En staðreyndin er sú að ekki hefur verið vilji til að halda þeim áfram, hvorki hjá þingmönnum né almenn- ingi. Lögin eru því viss sáttagjörð. Hluta útflutningsbóta er veitt aftur til landbúnaðarins til að byggja upp nýjar og endurbæta eldri búgreinar. Astæðuna fyrir því að málum er komið eins og nú sagði Guðmundur vera þá að menn vildu ekki horfast f augu við vandann. Skipulag það sem ríkt hefur í þessum málum hefur verið í brotum og ekki hefur verið mörkuð stefna sem hægt var að haida sig við. „Við hegðum okkur eins og stórþjóð og gleymum því að við erum fámenn þjóð í stóru landi," sagði Guðmundur. Páll Pálsson á Borg sagði m.a. að reglugerðin hafi komið allt of seint. Ásetningur hefði orðið allur annar hefði hún komið á haustnótt- um. Páll spurði hvað væri hægt að gera til að rétta mál bænda og hvort nauðsynlegt væri að reka stór ríkisbú svo sem Hvanneyri og Hest þar sem væru 8-900 fjár. Páll taldi að samdráttur í mjólkumeyslu hefði fyrst og fremst orðið vegna þess að verðlag sé of hátt. Ef það yrði leiðrétt væri vandinn leystur. Það þyrfti að auglýsa vöruna betur. Páll tók undir orð Maríu Hauksdóttur í Geirakoti sem sagði á bændafundi í Njálsbúð á dögunum að ef hver íslendingur myndi auka mjólkur- neyslu sína um eitt glas á dag eyddi það umframframleiðslunni. Þá benti hann á þá hættu sem þétt- býliskjömum stafaði af fækkun í bændastétt. Að lokum sagði Páll: „Það hefði þótt skrýtið fyrir 20-30 árum að kýr væm leiddar f slátur- hús á þorra, hundruðum saman, eftir besta sumarið sem komið hefur í langan tíma. Ef sveitimar gisna meira er bændamenning í hættu." Ný reglugerð liggi fyrir í maí Daníel Jónsson sagði m.a. að oft hefðu þeir verið verðlaunaðir sem framleiddu mikla mjólk, jafnvel umfram búmarkið, þegar fram- leiðsla hefur ekki verið of mikil. Allir væm því famir að trúa því að það borgaði sig að framleiða of mikið. „Ef við tökum dæmi um tvo unga menn sem fengu 100 þúsund lítra kvóta hvor. Þeir luku við að byggja fjós 1984. Annar gat keypt kýr strax og hóf framleiðslu, hinn keypti kvígur sem bám fyrst í haust. Sá fyrmefndi fær samkvæmt nýju reglunum fulian kvóta, en hinn fær engan. Ég er með 28 kýr í nýju fjósi, en samkvæmt reglunum fæ ég að hafa 12. Ég þarf að farga 16 kúm. En það getur vel verið að ég klári mig,“ sagði Daníel. Hallsteinn Haraldsson, Gröf, lagði áherslu á að reglumar yrðu að koma áður en menn leggja gmnninn að framleiðslu sinni. Hann sagði að fyrir bændur á Vesturlandi væri sú viðmiðun sem notuð væri ekki réttlát vegna þess að þar hafa verið harðæri undanfarin þijú ár. Þá nefndi Hallsteinn að meira hefði þurft að leggja upp úr því að semja við menn. Það yrði að reyna að hjálpa efnilegum ungum mönnum, m.a. með því að stærri bú gefi eftir af sínum rétti. Bjami Alexandersson, Stakk- hamri, sagði að það yrði að vera Motyunblaðið/Ami Sœberg Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Hagdeildar Stétt- arsambandsins útskýrir útreikn- inga á fullvirðisrétti bænda. krafa bænda að ný reglugerð fyrir næsta verðlagsár lægi fyrir í maí. „Ef það tekst ekki, veit ég ekki hvers er hægt að ætlast til af þess- um mönnum," sagði Bjami. Hann sagði að samdráttur í mjólkurfram- leiðslu hefði ekki átt að koma mönnum á óvart. En framkvæmdin hefði þó gert það. Bjami benti á að verðgildi jarðar færi eftir þvi hvert búmark hennar væri. Hann sagði einnig að bændur hefðu nýtt búmark sitt betur í góðu árferði og á Snæfellsnesi hefði aðeins verið gott árferði síðan I sumar. Þess vegna ættu þeir að gera kröfu til leiðréttingar. Vantar mannlega þáttinn Þórður Gíslason, Ölkeldu, sagði að við þessa útreikninga hefði alveg gleymst að taka mannlega þáttinn inn í dæmið. „Við eigum mikið af ungum mönnum sem hafa tekið tryggð við sína heimabyggð. Við höfum séð í þessu möguleika sveitar okkar. Fólk sem stefndi í upp- byggingu og er komið sæmilega vel af stað sér nú ekki fram á að lifa af veturinn. Það er búið að taka af því tekjumar og það stendur uppi með verðlaus bú. Tóku útreikn- ingamir ekki tillit til þess ama? Hvað á að gera við þetta fólk? Á að setja það á kaldan klakann? Þetta er ekki mannlegt," sagði Þórður að lokum. Magnús Guðjónsson, Hrútsholti, sagði að það væri til siðs að sleppa mannlega þættinum. „Guðmundur Stefánsson vorkenndi bændum sem fylltu búmark sitt. Þeir fá ekki nema 90% af því nú. Hinum sem ekki nýttu nema um 70% af bú- marki vorkenndi hann ekki því nú fengju þeir 71%.“ Magnús taldi byggð vera í hættu ef færi fram sem horfði. Hann taldi að stjóm- málamenn, sem nú færi reyndar fækkandi vegna færri atkvæða, þyrftu að taka ákvörðun um hvort halda ætti byggð í landinu. Magnús lagði áherslu á að fá reglugerð fyrir næsta ár strax. Auk þess ræddi hann um það hveijir ættu að hætta búskap. „Það verða ungu mennimir að gera og því fyrr sem þeir hætta, því betra. Eg get ekki sætt mig við að menn sem staðið hafa í mjólkur- framleiðslu alla tíð þurfi að hætta.“ Haukur Sveinbjömsson á Snorra- stöðum sagði að það væri ljóst að einhveijir fæm á hausinn. Þegar það gerist grisjast byggðin, fram- leiðslan minnkar og þá fer að vanta landbúnaðarvörur. Hann sagði að ef umframframleiðsla hefði aldrei verið borguð væri margt öðruvísi en það er í dag. „Frá 1979 hefur verið samfelld óáran hér. Árið 1981 héldu túnin ekki einu sinni hundin- um. Ég frétti að þeir hefðu misst Minning: Jón Þorkelsson frá Kothúsum Fæddur 14. janúar 1896 Dáinn 11. febrúar 1986 Við emm á vegamótum. Nú skiljast leiðir um sinn. I hugann streyma minningarbrot sem við röðum saman, svo úr verður mynd sem okkur er kær. Allir vita að lífsins ganga er vandasöm. Þeir sem setja markið hátt, missa síður sjónar á því. Hvað er kærleiksríkara en að hlúa að sín- um alla tíð, meðan kraftamir end- ! ast. Þakkir em okkur efst í huga. Jón Þorkelsson frá Kothúsum í ~ Garði lést 11. þ.m. 90 ára gamall. Jón fæddist í Káravík á Seltjamar- nesi 14. janúar 1896 og ólst upp þar og í Reykjavík. Foreldrar hans vom hjónin Þor- kell Þorkelsson sjómaður og Guðríð- ur Jónsdóttir. Böm þeirra vom sjö: fimm dætur og tveir synir. Snemma reyndi á krafta Jóns á lífsleiðinni, því faðir hans og bróðir féllu frá. Kom í Jóns hlut að vinna heimilinu eins og mögulegt var. Sjómennskan var hans ævistarf. Hann lærði vélstjóm á þeirra tíma mælikvarða og stundaði sjóinn á smærri og stærri skipum. Hamingjan féll honum í skaut er hann kvæntist unnustu sinni, Guðrúnu Eggertsdóttur frá Kot- húsum. Unni hann henni mjög, enda glæsileg og mikilhæf kona. Guðrún lést 1971. Ungu hjónin hófu búskap í Hafn- arfírði, en þaðan stundaði Jón sjó- inn. Fljótlega fluttu þau að Kot- húsum í Garði og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust fimm böm: Eggert, búsettur í Keflavík, giftur Guðrúnu Jónsdóttur, Bjami, býr einnig í Keflavík, giftur Ástu Ámadóttur, Aðalsteinn, lést í bemsku, Sveinn, lést á besta aldri, hann var giftur Hólmfríði Þ.R. Jónsdóttur en hún er einnig látin, Guðríður, er búsett í Garðabæ ásamt eiginmanni sínum Reyni Markússyni. Jón var ekki margmáll að eðlis- fari og ekki fyrir að tjá sig við hvem sem var. En fastari fyrir en kletturinn var hann, ef honum fannst gengið á rétt sinn. Vöggugjafir hlaut hann margar. Heiðarleika, trúmennsku, þolin- mæði og hugvit í störfum. Þessir eiginleikar dugðu honum vel alla lffsleið. Verkhagræðing hans var viðbrugðið heima og heiman. Örlögin höguðu því þannig að oft ræddum við saman um trúmál. Trú hans var einlæg og skýr. Hann fer ekki villur vegar yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning hans. Ásta Árnadóttir Brunavarn- ir kynntar ÖRYGGISÞJÓNUSTAN Vari og breska fyrirtækið THORN EMI PROTECH halda nú í næstu viku kynningarfundi um brunavarnir í Loftleiða-hótelinu f Reykjavík. Mr. Roger King sérfræðingur í bmnavömum mun kynna bmna- vamakerfi, slökkvikerfi og margs- konar tækni í brunavömum. Þá verða einnig á fundum þessum fulltrúar slökkviliðs, tryggingafé- lags og Brunamálastofnunar ríkis- ins. Leiðrétting í fyrirsögn á bls. 2 í Morgun- blaðinu í gær siæddist aukalína, sem gerði fyrirsögnina illskiljan- lega. Rétt er fyrirsögnin svona: „Norræn þróunarstofnun og áhættusjóður sett á stofn". Auka- línan kom aftast og var „vegna Listahátíðar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.