Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 44
m MÖRGUNBLÁÐro/LAUGÁftDAGUR 22.FEBRÚAR 1986 ást er___ áhyggjur þegar hann er ókominn klukkan tvö TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rlghts reservoö • 1979 Los Angeies Times Syndicate Okleift að framfleyta fjöl- skyldu o g greiða meðlög Kæri Velvakandi. Vegna bréfs Guðrúnar Gunnars- dóttur 31. janúar sl. langar mig til þess að leggja eftirfarandi orð í belg. Sjálf er ég gift fráskildum karl- manni sem greiðir meðlag með 4 bömum. Er samband okkar hófst gerði ég mér fulla grein fyrir því að hveiju ég gekk, vissi að þetta yrði erfitt en kannski ekki alveg svona erfítt. í allri þeirri umræðu sem verið hefur um meðlagsmál, þá held ég að fráskildir foreldrar sjái alls ekki eftir lágmarksmeðlögunum svoköll- uðu, hvað þá makar þeirra, því öll viljum við gera vel við bömin okkar. En ég held að það sem fólk hefur reynt að leggja áherslu á í þessari umræðu sé að almennt er alls ekki gert ráð fyrir að fráskildir makar stofni annað heimili, því þeir em svo sannarlega ekki menn til þess að framfleyta ijölskyldu, greiða meðlag, og skatta og standa straum af öðmm heimiliskostnaði. Ekki venjulegir launamenn, þeir geta hvorki séð sómasamlega um böm af fyrra hjónabandi né núverandi. Báðir aðilar í seinna hjónabandi fráskildra foreldra em neyddir til þess að afla tekna sameiginlega. Þá má segja um einstæða foreldra að þeir séu forréttindahópur, því ef þeir stofna til annars sambands fylgja meðlögin með. Svo er annað mál að margir sem em skráðir sem einstæðir foreldrar em í sambúð. Njóta þeir þá þeirra forréttinda sem einstæðir foreldrar einir eiga rétt á. Því miður býður kerfið upp á að hægt sé að misnota þessa aðstöðu. Það er aftur misjafnt hversu mikið fráskildir makar sinna böm- um sínum, þ.e. taka þau til sín viku — hálfsmánaðarlega. Sumir, því miður, sinna þeim alls ekki. Fer þetta í mörgum tilfellum eftir samkomuiagi við núverandi maka og fjölskyldu, því eitt er víst að það er rnikil röskun og álag á heimilis- lífi þegar þessir litlu gestir koma í heimsókn með reglulegu millibiii og dveljast um lengri eða skemmri tíma. Það heimilislíf getur aldrei orðið með eðlilegum blæ, auk þess er nauðsyn að leggja út fyrir auka- rúmum og rúmfötum af einhveiju tagi. Yngri hálfsystkini verða líka að gera sér að góðu að deila öllu sínu með þessum gestum. Það getur oft verið erfítt að skilja slíkt. Guðrún spyr Kristínu sem skrif- aði bréf 22. janúar sl. hvort hún haldi að þegar karl og kona skilji, skilji annar aðilinn við börnin sín líka. Þá spyr ég á móti hvort að yngri hálfsystkini eigi engan til- verurétt? Eða eiga fráskildir makar ekki rétt á að stofna annað heimili? Það er ekki spurt að því þegar meðlög og skattar eru dregnir frá launum, hvort nóg sé eftir til þess að brauðfæða böm eða heila fjöl- skyldu. Meðlög ganga nefnilega fyrir og allt er tekið ef aðilinn hefur ekki þrælað þess meira í aukavinnu þann mánuðinn. Eiginmaður minn greiðir t.d. 28.500 í meðlag og skatta mánaðarlega sem eru u.þ.b. föstu launin hans. Síðan þarf hann að þræla myrkranna á milli til þess að endar nái saman hjá okkur. Launin hans, þ.e. það sem hann fær í sinn hlut, eru sem sagt yfirvinnu- laun sem er til þess að hann er skattlagður sem hátekjumaður. En við þurfum líka þak yfír höfuðið eins og aðrir en það hljóta allir að sjá að það getur aldrei orðið neitt stórfenglegt. Annað er það sem ég vil fetta fingur út í hjá einstæðum for-eldr- um. Sífellt er borið saman dag- heimilispláss og meðlag. Plássið er 3300 krónur en meðlag 3376 krón- ur. Aðrir þurfa að greiða fyrir eitt bam hjá dagmömmu í 9 tíma frá 8260 krónum upp í 9.575 krónur, eftir því á hvaða taxta dagmæður em. Einstæðum foreldrum ætti þá ekki frekar en öðm fólki, að muna um að snara fram, af launum sínum fyrir dagvistun. Það em ugglaust margir þættir sem em óréttlátir á báða bóga og mætti ræða endalaust. Ég tala fyrir þann hóp sem em fjölskyldur.frá- skildra maka og fínnst að mætti breyta ýmsu til batnaðar, því það á ekki að vera refsing að hafa verið giftur áður. Víkverji skrifar HÖGNIHREKKVÍSI Ml£> MÓTU OQ HANN í/ill PAkA 'OTÍ" Væri ekki þjóðráð að auka vald- svið stöðumælavarðanna, færa út landhelgi þeirra? Einn af varðstjómm lögreglunnar orðaði það þannig í blaði um daginn að það ríkti „ófremdarástand í bíla- stæðismálum miðbæjarins". Hann upplýsti að auki, að allt að hundrað manns væm sektaðir á hveijum einasta degi „fyrir að leggja rangt miðað við akstursstefnu og þar sem bannað er að leggja". Stöðumælaverðimir em á ferð- inni myrkrarma á milli og hljóta óhjákvæmilega oft á dag að standa þá vandræðagemsa að verki sem leggja bílunum sínum nánast þar sem þeim hentar að spranga útúr þeim. XXX að þarf að aga þessa vélvæddu pörupilta sem láta eins og gangstéttirnar séu einkaeign þeirra, leggja farartækjum sínum svo fmntalega að stæðin til beggja handa nýtast naumast hjólreiða- görpum hvað þá öðmm borgumm, víla jafnvel ekki fyrir sér að skilja þannig við ökutækið að eigendur annarra bifreiða mega sig hvergi hræra fyrr en þessum hermm þókn- ast að hypja sig. Það yrði strax til bóta að stöðu- mælaverðimir fengju umboð til þess að stugga við þeim. í bandarískum vestmm virðast lögreglustjóramir geta dubbað óbreytta borgara upp í löggur fyrirvaralaust þegar þeir em á bófaveiðum. Hví Jþá ekki stöðumælaverði hér uppi á Islandi? Ekki þar með sagt að þeir þurfi að ganga með hólka og skjóta þijót- ana með köldu blóði eins og þeir gera í vestmnum. Það væri líklega einum of mikið af því góða. En það mætti vopna þá myndavélum og láta lögguna um eftirleikinn með sönnunargagnið uppá vasann. XXX Spáný baráttusamtök hérlend, sem stofnuð em til höfuðs reykingamönnum, hafa sett sér það markmið að landið okkar verði orðið reyklaust land um aldamótin. Sem sagt gott, og megi draumur þeirra rætast. Þessi nýi félagsskapur kallar sig RÍS 2000 sem er skammstöfun- in á „Reyklaust ísland árið 2000“. Og enn sem sagt gott, og megi þau dafna og eflast. Hinsvegar stóð skýmm stöfum í tilkynningunni sem færði okkur fréttina af hinni nýju hreyfingu að til hennar hefði verið stofnað af ýmsum fjöldasamtökum — og þá vandast málið. Víkveiji kannast vissulega við Krabbameinsfélagið, sem er kynnt sem einn af stofnendunum og við Rauða krossinn, sem er líka með, og við hjartavemd að sjálfsögðu og Læknafélag íslands og Ungmenna- féiag íslands og fjöldamörg önnur ágæt samtök sem þama em tíund- uð. En tvenn „fjöldasamtök" sem em skrifuð fyrir fréttatilkynningunni standa óneitanlega í höfundi þess- ara pistla. Hvað í veröldinni er „Ný rödd“ til að byija með, sem er á skránni yfír stofnendur? Og þá ekki síður: Hverskonar fjöldasamtök em það eiginlega sem kalla sig „Litlu bif- hárin"? !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.