Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLABIÐ, LAU GARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 33 Guðlaug Péturs- dóttir — Minning Fædd 13. ágúst 1895 Dáin 16. febrúar 1986 Guðlaug Pétursdóttir verður í dag jarðsett að Hellnakirkju á Snæfellsnesi, en í átthögum sínum þar vestra kaus hún sér legstað. Hún fæddist 13. ágúst 1895 í Amartungu í Staðarsveit, dóttir hjónanna Guðlaugar Jónsdóttur og Péturs Kristófers Jónssonar, og ólst upp þar, í Dal í Miklaholtshreppi og á Ingjaldshóli í Neshreppi utan Ennis, en þangað fluttust foreldrar hennar búferlum með skylduliði sínu 1906. Böm Guðlaugar og Pét- urs vora auk Guðlaugar yngri: Kristján, Jón, Pétur Kristófer, Ingi- björg og Steinunn, en hjónin á Ingjaldshóli ólu ennfremur upp fóst- urson, Kristmund Georgsson. Þótti systkinahópurinn á Ingjaldshóli friður og mannvænlegur. Móður- ættir vora úr Rangárþingi og Vest- ur-Skaftafellssýslu en föðurkyn af Snæfellsnesi. Fagurt er á Ingjalds- hóli og staðurinn fom hefðargarður, kirkjustaður og höfuðból. Guðlaug Pétursdóttir giftist ung Bárði Jón- assyni skipstjóra og síðar fiskimats- manni, ættuðum úr Eyrarsveit í Grandarfírði. Þau eignuðust sex böm sem öll era á lífí: Valnýju, Gunnleif, Pétur, Kristínu, Guðrúnu og Jón. Bjuggu Guðlaug og Bárður á Hellissandi mörg ár en slitu vistir þegar fram liðu stundir. — Seinni maður Guðlaugar var Ólafur Benediktsson kennari á Amarstapa á Snæfellsnesi, en hann lést 1949. Eftir andlát hans fluttist Guðlaug til Reykjavíkur og átt heima hér syðra upp frá því, lengst á Vestur- vallagötu 1. Hún ól upp sonarson sinn, Ólaf Pétur sem var eftirlæti hennar. Móður sinni háaldraðri og blindri hafði hún hjúkrað síðustu árin á Amarstapa. Guðlaug sá og heyrði eins og miðaldra væri fram í elli og sinnti störfum og hugðar- efnum. Hún var þó að lokum farin að kröftum. Guðlaug Pétursdóttir dó í Landakotsspítala sunnudaginn 16. febrúar. Var andlát hennar blundi lfkast. Guðlaug var ekki há í lofti eða mikil á velli en eftirtektarverð kona, fríð sýnum, svarthærð og brúneyg, skipti litum fagurlega og bauð af sér einstakan þokka, glöð í bragði, iðjusöm, hjálpfús og vinsæl. Henni brá hvorki við höpp né slys og rækti skyldur sínar jafíiiunduð og æðra- laus meðan þrek entist. Vandafólk hennar kveður merka og ágæta konu þegar henni er reidd hinsta hvíla undir Jökli. Víðsýnt er á þeim slóðum og tign yfír landi og sævi. Þar mun þreyttum gott að sofa. Guðlaug Pétursdóttir hélt and- legri heilsu framundir andlát sitt. Hún unni mjög niðjum sínum og henni fannst til um að sjá ættgarð hlaðast upp kringum sig. Fróð var hún og langminnug. Má nokkuð ráða frásagnarbrag hennar af minningum þeim er Eðvarð rit- höfundur Ingólfsson rekur eftir henni í bókinni Við klettótta strönd, þó að Guðlaug væri þá íjörgömui og heilsan biluð. Lífs- skoðanir hennar einkenndust af skyldurækni, ástríki og glaðværð. Rannur hennar var líkari höll en koti þótt ekki væri auður í búi. Hún lét aldrei basl smækka sig en bar með sér reisn og höfðingsskap ís- lenskrar alþýðu, sjálfstæð, einörð og dugleg. A mannamótum var sem hún stækkaði öll. Lífið var henni ekki alltaf sælt og blítt, en hún kvartaði aldrei og óx af örlögum sínum. Margar litlar hendur áttu Guð- laugu Pétursdóttur að vini. Henni var yndi að bömum. Og nú endur- fæðist þessari gestrisnu konu æsku- blómi í nýju ljósi. Helgi Sæmundsson Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein- ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni. Falleg tnorn n oq skteytmgar sinni blóm á konudeginum. Þaö er góður siður að gef a elskunm Bæjarins mesta blómaúnral. • Konudagsskreytingar m®^a"^?|^UDER iimvatni. • Vandaðar skreytmgar með ESTEfc \ Athugið að við opnum á konudag W. 8.00. • Kaffiákönnunniallandaginn. f Konudagsblómin færðu hjá okkur. Blómum------------_| ^ ^^urhusinu vii Sigtún: Símar 36T70-686340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.