Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Eiga kennarar að vera kennslufræðingar? Öll umræða um kennslu bama og unglinga hlýturað taka mið af hagsmunum nemendanna sjálfra. eftír Guðmund Magnússon Ætli hugtakið „réttindalaus kennari" sé ekki orðið ein al- gengasta klisjan í umræðum um málefni skóla hér á landi á síð- ustu árum? Það hefur verið ár- viss viðburður, að borin sé fram á Alþingi fyrirspurn um fjölda „réttindalausra kennara" í skól- um og siðan lagt út af svarinu með miklum fyrirgangi í fjöl- miðlum og á mannfundum. Þar eru formælendur kennarasam- takanna fremstir í flokki og hneykslan þeirra slík, að halda mætti að hinir „réttindalausu" væru sakamenn og stjórnvöld í vitorði með þeim um einhvern hræðilegan glæp. Upp á síðkastið hefur aukinn þungi færst í „umræðuna" um rétt manna og réttleysi til að stunda kennslu, samhliða því að kennara- samtökin hafa hert mjög á kröfu sinni um sérstaka lögvemdun starfsheitis kennara og starfsrétt- inda kennslufræðinga. Nú er jafnvel svo komið, að skammaryrðið „rétt- indalaus kennari" þykir ekki nógu bragðmikið. Svonefndir „réttinda- kennarar" eru famir að tala um samstarfsmenn sína, sem ekki em innvígðir í reglu uppeldis- og kennslufræðinga, sem „gervikenn- ara“ (svo sem lesa mátti í grein hér í blaðinu á miðvikudag í vikunni sem leið). Og árangurinn lætur ekki á sér standa. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur nú lagt fram á Alþingi fmmvarp til laga um „lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum gmnnskólakenn- ara, framhaldsskólakennara og skólastjóra", eins og það heitir. Lögverndunarkrafan Um hvað snýst þetta mál eigin- iega? í fæstum orðum gengur lög- vemdunarkrafa kennarasamtak- anna út á það, að einungis þeir, sem lokið hafa prófi frá Kennaraháskóla íslands (og Kennaraskólanum áður en honum var breytt í háskóla), prófí frá sérkennaraskóla eða prófi í uppeldis- og kennslufræði frá fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands hafí (1) rétt til að bera starfsheitið kennari og (2) rétt til að kenna í gmnnskólum og framhaldsskólum. Rökin, sem færð em fram þessu til stuðnings, em einkum af tvennu tagi. Annars vegar er á það bent, að á undanfömum ámm hafa fjöl- margar starfsstéttir hlotið lög- vemdun starfsheita og/eða starfs- réttinda. Löggjafínn hafí þannig viðurkennt, að til að gegna fjöl- mörgum störfum þurfi menn af- vinnuréttindi, sem fáist aðeins með tilteknu námi. Hins vegar er því haldið fram, að eðli kennarastarfs- ins heimti ríkulega „faglega þekk- ingu“, eins og það er stundum orðað, og sú fagmennska fáist ekki nema lagt sé stund á tiltekið nám. Af þessari staðhæfíngu em síðan dregnar ýmsar ályktanir, svo sem að forsenda árangursríks skóla- starfs sé að umræddri fagþekkingu sé beitt og rekja megi beinlínis lé- legan námsárangur til þess að kennarar hafi ekki hlotið rétta menntun. Formælendur kennara- samtakanna benda ennffemur á, að virðing kennarastarfsins sé í veði. Álit þess hafí á undanfömum ámm beðið hnekki við það, að stjómvöld hafí (1) látið það átölu- laust að illa menntað eða nánast ómenntað fólk hafí verið ráðið til kennslustarfa og (2) boðið upp á laun, sem ekki dugi fyrir sómasam- legri ffamfærslu. I nýjasta Féiags- blaði BK (Bandalags kennarafé- laga) segir bemm orðum, að val- kostur stjómvalda sé lögvemdun eða áframhaldandi kennaraflótti. Opinber umræða nauðsynleg Líklega verður almennt litið svo á, að ffumvarp það sem mennta- málaráðherra hefur lagt fram feli í sér viðurkenningu stjómvalda á sjónarmiðum og röksemdum for- mælenda kennarasamtakanna. Eins má þó sjá það sem dæmi um hve ístöðulitlir stjómmálamenn eru oft gagnvart ágengum og þrautskipu- lögðum þrýstihópum. I því viðfangi er vert að gefa því gaum, að sam- kvæmt greinargerð frumvarpsins virðast höfundar þess (sex manna nefnd embættismanna og kennara undir forsæti Sólrúnar Jensdóttur) hvergi hafa leitað eftir umsögnum um efnisatriði frumvarpsins. Það er eins og það hafi ekki hvarflað að þeim, að hér er á ferðinni mikið álitamál, sem verðskuldar vandlega og gagnrýna opinbera umfjöllun. Þetta er sannarlega ekki máí, sem „möndla" á í ráðuneytum eða bak við byrgða glugga, og afgreiða síð- an með hraði á Alþingi, eins og stefnt virðist að. Við málflutning kennarasamtak- anna er margt að athuga, eins og höfundur þessarar greinar hefur áður reynt að rökstyðja hér í blaðinu („Lögvemdun eða atvinnufrelsi? Morgunblaðið 17. nóv. 1984). Þau andmæli eru ekki sett fram af nein- um hleypidómum um starf kennara eða lítilsvirðingu á skólastarfí. Öðru nær. Ég hef sjálfur nokkra reynslu af kennslu (bæði í grunnskóla og háskóla) og er sannfærður um mikilvægi þess, að búa vel að nemendum og kennurum í skólum landsins. Lögvemdun kennara- starfsins er hins vegar ekki rétta leiðin í því efni og stefnir raunar í þveröfuga átt. Sérréttindi til starfa Hin almennu rök, sem nefnd eru lögvemdun kennarastarfsins til stuðnings, þ.e. fordæmin í öðmm starfsgreinum, em auðvitað ótæk. Það er ekki unnt, að réttlæta sér- réttindi á einu sviði með því að þau séu við lýði annars staðar. Nú er saga atvinnu- og starfs- réttinda og hugmyndarinnar að slíkum réttindum löng og flókin og ógjömingur að flétta hana saman við það mál, sem hér er til umræðu, á vettvangi dagblaðs, nema þá á mjög yfírborðslegan hátt. Ég leyfí mér þó að vekja á því athygli, að í þeim hugmyndaheimi, sem mótað hefur stjómskipan og samfélags- gerð Vesturlanda, þ. á m. íslands, er að fínna hugtakið atvinnufrelsi, en ekki andhverfu þess, atvinnu- réttindi (þ.e. sérréttindi til ákveð- inna starfa). „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema al- menningsheill krefyi, enda þarf lagaboð til,“ segir í 69. gr. stjómar- skrár íslands. Sams konar ákvæði er að fínna í stjómarskrám allra lýðræðisríkja í okkar heimshluta. Margvíslegar ástæður liggja hins vegar til þess, að fullkomið atvinnu- frelsi (þ.e. að hver og einn sinni þeim störfum er hugur hans stendur til, meðan hann skaðar ekki aðra) hefur ekki náð að festast í sessi. Að verulegu leyti má rekja það til voldugra sérhagsmuna (sem meist- arakerfí iðnaðarmanna er eitt dæmi um). Svo eru líka dæmi um lög- bundna skerðingu á atvinnufrelsi með almenningsheill í huga (læknis- starf). Á síðustu áratugum og síð- ustu ámm hefur mjög kreppt að atvinnufrelsi, m.a. hér á landi, og stjómmálamenn verið ákaflega linir við að streitast á móti. Sumpart held ég að þeir hafi hreinlega ekki áttað sig á því, sem hefur verið að gerast. Þessa þróun má þó líka rekja til aukinnar sérhæfíngar í atvinnulífi nútímaþjóðfélags, sem aftur gerir kröfu til sérþekkingar. Um það er að sjálfsögðu ekki deilt, að til að geta gegnt margvíslegum störfum þurfa menn langa skóla- göngu og þjálfun. Enginn flýgur með flugmanni, sem ekki kann að fljúga, svo dæmi sé tekið af handa- hófi. Um hitt er deilt hveijar viðmið- animar eiga að vera í þessu sam- bandi. Fijálslyndir menn — og undirritaður leyfir sér að telja sig til þeirra - álíta, að ætíð beri að taka mið af þeim, sem þjónustu þiggja eða kaupa. Reglan á m.ö.o. að vera sú, að menn ákveði sjálfír við hveija þeir skipta, en lúti ekki í því efni boðum og bönnum ríkis- valdsins eða stéttarfélaga og ann- arra hagsmunasamtaka, nema ör- yggi þeirra sjálfra bjóði annað. Það sér svo vonandi hver maður í hendi sér, að þeir sem eiga að baki langa skólagöngu og/eða reynslu í ein- hverri framleiðslu- eða þjónustu- grein standa betur að vígi, en hinir sem lítið eða ekkert hafa lært eða hafa takmarkaða reynslu. Það leiðir af sjálfu sér að slíkir menn eiga auðveldara með að afla sér vinnu, en hinir, og það er því beinlínis rangt frá siðferðilegu sjónarmiði að tryggja þessa yfirburði með opin- berri löggildingu eða sérleyfi til starfa. Það er líka rangt frá sjónar- miði atvinnugreinarinnar sjálfrar. Lögvemdun verkar alls ekki hvetj- andi á þá, sem hennar njóta, heldur letjandi. Hún kemur í veg fyrir nauðsynlega samkeppni og ögrun, sem allir þurfa á að halda, og hún eykur líka útgjöld neytenda og dregur vafalaust úr afköstum. Einkaleyfi handa kennslu- og upp- eldisfræðingum? Gerir starf kennara kröfu til þess að þeir hafí lagt stund á tiltekið nám og annað ekki? Þessu halda formælendur lögvemdunarkröfunn- ar fram og hafa þá í huga svonefnd „uppeldis- og kennslufræði", en ég er sannfærður um að það stenst ekki. í fyrsta lagi er á það að líta, að þeir kennarar sem sagðir em hafa „réttindi" til starfa eiga að baki ólíka menntun. Sumir hafa lokið þriggja ára kennaranámi í Kennaraháskólanum, aðrir hafa lokið öðm háskólanámi og bætt við sig eins árs námi í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla íslands og enn aðrir lokið prófí frá Kenn- araskólanum gamla. Síðastnefndi hópurinn, þ.e. þeir sem luku kenn- araprófi fyrir hálfum öðmm áratug eða lengri tíma, hlaut allt annars konar menntun, en nú er í boði. Það var áður en „félagsvísindin" (eða öllu heldur vafasöm útgáfa þeirra) urðu hin ríkjandi skólaspeki. Ég veit ekki um hversu marga kennara hér er að ræða, en vafa- laust em þeir margir og það eitt að þeir skuli átölulaust eiga að fá að halda kennslu áfram sýnir alvar- lega brotalöm í málflutningnum að baki lögvemdunarkröfunni. I annan stað vekur það tor- tryggni um mikilvægi uppeldis- og kennslufræði, að nægilegt er talið að leggja stund á hana í eitt ár til að öðlast kennsluréttindi, hafi menn lokið öðm háskólaprófi. Ef þessi fræði em jafn þýðingarmikil og fullyrt er hlýtur að vera um að ræða ákaflega hnitmiðað námsefni, því sagt er að þama læri menn sannleikann um sálarlíf bama og unglinga, um breytilegt þroskastig þeirra, um árangursríkar leiðir til að kveikja skilning nemenda, um vísindalegt og mannúðlegt náms- mat og þannig mætti áfram telja. Ég held hins vegar, að þessi fræði rísi ekki undir nafni; Þama er á ferðinni blanda af skynsamlegri kennslutækni (sem kennarar læra þó einkum af reynslu og verða aldrei fullnuma í) og jafnvel óskyn- samlegri, en veigamikill hluti náms- ins snýst um tilgátur og hugmyndir — og á köflum ævintýraleg heila- köst — um sálarlíf einstaklinga og félagslíf manna, sem em óprófan- legar og koma sjaldnast að nokkru gagni við daglega kennslu, en geta á hinn bóginn verið til mikils skaða. Staðreyndin er nefnilega sú, að í hugmyndaheimi uppeldis- og kennslufræðinga er að fínna hinar ótrúlegustu grillur og ég er hrædd- ur um, að til þeirra megi rekja margt það sem aflaga hefur farið í skólastarfí hér á landi á undan- fömum ámm og bakað hefur foreld- mm og öðmm forráðamönnum skólabama miklar áhyggjur. Því er svo hér við að bæta, að ég held að mjög margir þeirra sem lagt hafa stund á uppeldis- og kennslufræði við Háskóla íslands eða lokið nýtísku kennaraprófi frá Kennaraháskólanum átti sig á því þegar þeir byija að kenna, að æði margt í skólaspekinni á ekki við og að heilbrigð skynsemi er yfirleitt besta leiðarljósið. Það er þess vegna, sem við þurfum enn ekki að vera vemlega smeyk um bömin okkar í skólum landsins. Miklu skiptir hins vegar, að grillufangar- amir nái ekki yfirhöndinni og kenn- arar eigi áfram að baki ólíka mennt- un og reynslu. Lögvemdunin er m.a. slæm vegna þess að smám saman getur hún komið í veg fyrir, að æskileg fiölbreytni verði ríkjandi í skólastarfí. Kröfur til kennara Hvaða kröfur á að gera til þeirra, sem stunda almenn kennslustörf? Ég tel að þær hljóti að vera misjafn- ar eftir því um hvers konar kennslu er að raeða og hvaða nemendur eiga í hlut. Höfuðmáli skiptir hins vegar, að þær taki mið af hagsmunum nemenda. Ég hygg að gera beri svolítið aðrar kröfur til kennara neðri bekkja gmnnskóla, sem hafa kennslu margra námsgreina með höndum, en kennara eldri bekkja eða kennara í framhaldsskólum, sem yfírleitt einbeita sér að einstök- um námsgreinum. En fyrsta krafan hlýtur að veha sú, að kennarar þekki það námsefni sem þeir eiga að miðla nemendum (eða hjálpa nemendum að skilja — ef menn kjósa það orðalag fremur). Þetta er nauðsyn- legt skilyrði, en ekki nægilegt. Kennarar þurfa líka að hafa ánægju af því að umgangast böm og ungl- inga og áhuga á því að setja sig inn í hugmyndaheim þeirra. Þeir þurfa loks að hafa yfirvegaðar skoðanir á því hvemig haga á skólastarfínu svo það verði nemendum í senn til þroska, uppfræðslu og ánægju. Ég fæ ekki séð — og það er kjami málsins — að til að uppfylla þessar kröfur, sem ég hygg að víðtæk samstaða sé um, þurfí menn að leggja stund á nám í Kennarahá- skólanum eða félagsvísindadeild Háskóla íslands. Ég er alls ekki að segja að það fólk sé eða hljóti að vera verri kennarar en aðrir, en menntun þess er alls ekki trygging fyrir því að það mæti áðumefndum kröfum. Á sama hátt er ég sann- færður um, að fjölmargir, sem ekki hafa komist í kynni við félagsvísindi samtímans, og tilheyra nú hinum ofsótta hóp „réttindalausra kenn- ara“, uppfylla skilyrðin mjög vel. Að sjálfsögðu er rétt, að laun kennara eru ekki nógu há (frekar en laun margra annarra) og að- búnaður að þeim og nemendum þeirra er sums staðar óviðunandi. Það er líka gagnrýnisvert og áhyggjuefni, að skólajrfírvöld ráði til kennslu fólk, sem ekki veldur starfínu vegna lítillar menntunar, reynsluleysis eða áhugaskorts. En ekkert þessara atriða er rök fyrir lögvemdun kennarastarfsins, og þau mál má öll leysa með skynsam- ari og réttlátari hætti. Þar hygg ég að einkum komi til álita stóraukin áhrif foreldra á skólastarf, minni afskipti ríkisins af rekstri skólanna og fjölgun einkaskóla. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.