Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.03.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. MARZ1986 ^Skólakór Garðabæjar. Skólakór Garðabæjar 10 ára: Frumsýnir söngleikinn „Eldmeyjuna“ í Kirkjuhvoli SKÓLAKÓR Garðabæjar frum- sýnir söngieikinn Eldmeyjuna í Kirkjuhvoli í safnaðarheimilinu í Garðabæ, sunnudaginn 15. mars klukkan 17.00. Eldmeyjan er eftir enska tón- skáldið Robert Long en efni söng- ieiksins er byggt á gamalli rússn- eskri þjóðsögu. í sýningunni koma fram 48 böm og unglingar, 39 söngvarar og 9 hljóðfæraleikarar. I formála segir tónskáldið að æskilegt sé að bömin taki þátt í að móta sýninguna. í þessari uppfærslu hafa kórfélagar samið talaða textann og alla dansa. Skólakór Garðabæjar verður 10 ára á þessu ári. Mitte Þorsteins- son — Minning Fædd 6. júní 1900 Dáin 5. mars 1986 Horfín er góð kona, vinum sínum var hún sannur vinur. Margar minningar koma þegar maður lítur til baka. Fjörutíu og níu ár eru liðin síðan ég kynntist Mitte og Guðlaugi Þorsteinssyni manni hennar, þá áttu þau heima á Grettisgötu í hlý- legri íbúð, og var þar gott að koma til að slaka á, fá kaffísopa og rabba um heima og geima. Sá tími var indæll þegar ég dvaldi og vann hjá Mörthu Bjömsson, móður Hauks, Haralds og Bjöms Th. Bjömssonar sem rak matsöiu. Þegar fætur mínir voru þreyttir eftir að ganga um beina lágu sporin oft til Mitte. Martha Bjömsson var mín íslenska móðir og Mitte var mikill vinur hennar og gerði Mitte best við hana í veikindum hennar, og veit ég að fjölskylda Mörthu var henni mjög þakklát. Svo var það „Saumaklúbburinn", flestar voru af þýskum ættum, þar voru alltaf fullhlaðin borð, einhverju sinni gerði ég tillögu um að hafa hámark þijár tegundir, en það komst ekki í framkvæmd vegna ákveðni hennar, því hún var mjög gestrisin og stórhuga. Þakka ég henni allt gamalt og gott og óska henni góðrar heim- komu. Útför Mitte fór fram í gær, föstu- dag. Hella Jónsson Legsteinar granít — Opiö aila daga, einnig kvöld og helgar. marmari ('ídunii ó.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna IBM-36-RPG Tryggingafélag óskar að ráða starfsmann til forritunar og stjórnunar IBM - 36 tölvu. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu óskast sendar augld. Mbl. fyrir 19. þm. merktar: „IBM — 3175“. Auglýsingasöfnun Einstaklingur óskast til auglýsingasöfnunar sem fyrst. Góðir tekjumöguleikar fyrir rétta manneskju. Verður að hafa bíl til umráða. Umsóknir óskast sendar augl.deild Mbl. fyrir 22. mars merktar: „E — 023“. Tækniteiknari óskast á teiknistofu arkitekts strax, eða eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt nauðsynlegum upplýsing- um berist augld. Mbl. fyrir 22. mars nk. merktar: „Framtíðarstarf — 0631 “. Starf framkvæmdastjóra Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst. Starf framkvæmdastjóra felst m.a. í því að sjá um rekstur skrifstofu félagsins, annast uppmælingar fyrir hönd meistara og endurskoðun uppmælinga og tölvuvinnslu ásamt því að vera í forsvari fyrir félagið almennt svo og tengsl við félaga. Við leitum að manni sem hefur tæknimennt- un og þá helst í gegnum iðnmenntun eða starfskraft sem telur sig hafa reynslu á þessu sviði. í boði er góð vinnuaðstaða, viðunandi laun fyrir réttan mann og greiðsla fyrir bílaafnot. Þeir sem hafa áhuga á starfi þessu sendi umsóknir til formanns félagsins, Sigurðar Sigurjónssonar, pósthólf 421, 222 Hafnar- firði, fyrir 20. þessa mánaðar. Farið verður með umsóknirnar sem trúnaðar- mál sé þess óskað. Suðurnesjamenn Óskum eftir að ráða trésmiði, járnsmiði og verkamenn til vinnu við flugstöð. Upplýsingar hjá Hrafni Antonssyni í síma 92-4755. § | HAGVIRKI HF % SfMI 53999 Vélstjóri óskast Vélstjóri óskast á togara af minni gerð. Æskileg réttindi 1500 hö. Upplýsingar í síma 29500. Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa: Hjúkrunarfræðingar á öldrunardeildum, Seli I og B-deild Lyflækningadeild, Handlækn- ingadeild, Skurðdeild og Geðdeild. Einnig til afleysinga á öllum deildum í sumar. Sjúkraliðar frá 1. apríl nk. og til sumarafleys- inga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 9622100. Forstöðumaður á Barnaheimilið Stekk, frá 1. maí nk., einnig fóstra í fullt starf frá sama tíma. Heimilið er opið frá kl. 07.10-19.00 virka daga. Aldur barna 2-6 ár. Deildarskipting að vissu marki. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Stekks, sími 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Atvinnurekendur ráðningastjórar! Vélfræðingur, á besta aldri, með full réttindi og meistarabréf í vélvirkjun óskar eftir góðu og vel launuðu starfi. Víðtæk starfsreynsla til sjós og lands. Nánari upplýsingar fást í síma 10914. Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði Hjúkrunarfræðingar — Sjúkraliðar Óskum að ráða nú þegar: — Hjúkrunarfræðinga — — Sjúkraliða — Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 94-3020. Járniðnaðarmenn óskast Óskum að ráða nú þegar nokkra járniðnaðar- menn. Sóst er eftir vönum mönnum í skipa- smíði, skipaviðgerðir, plötusmíði, rafsuðu og rennismíði. Nánari upplýsingar í símum 92-3630 og 92-3601. Skipasmiðjan Hörðurhf. Fitjabraut 3-6, Ytri-Njarðvík. Lagerstarf Óskum eftir að ráða nú þegar röskan lager- mann til starfa í verslun okkar. Reglusemi og stundvísi áskilin. Nánari uppl. veitir starfs- mannastjóri Miklagarðs, Holtagörðum, sími 83811. yyx AHKLIG4RDUR MARKAÐUR VIDSUND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.