Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 71

Morgunblaðið - 08.06.1986, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 71 Afmælislagið: „Hún Reykjavík AKUREYRINGUR skákaði Reykvíkingum, gerði sér lítið fyrir og hreppti fyrstu verðlaun i samkeppni Reykjavíkurborgar um lag í tilefni 200 ára afmælis höfuðborgarinnar. Lag og texti Akureyringsins Bjarna Hafþórs Helgasonar „Hún Reykjavík" var flutt af þeim Helgu Möller og Björgvin Haildórssyni. Önnur verðlaun hreppti lag Krist- ínar Lilliendahl, „Breytir borg um svip", þriðja sætið hlaut lagið „Bærinn minn“ eftir Þóri Baldurs- son og Flosa Ólafsson, fjórða sæti hlaut „Unga Reykjavík", lag Magn- úsar Þórs Sigmundssonar við texta Ólafs Hauks Símonarsonar og Kristins Einarssonar og loks varð lagið „Samviskan" eftir Bergþóru Ámadóttur í fimmta sæti. Dómnefnd skipuðu þau Svavar Gests, sem var formaður nefndar- innar, Kristín Á. Ólafsdóttir, Birgir “ sigraði ísl. Gunnarsson, Friðrik Þór Frið- riksson og Gunnlaugur Helgason. Davíð Oddsson, borgarstjóri, steig í pontu eftir að úrslit höfðu verið tilkynnt og þakkaði lagahöf- undum, svo og öllum aðstandendum keppninnar fyrir vel unnin störf. Hann kvaðst mjög ánægður með sigurlagið og sagði: „Við Gunnar Þórðarson hefðum ekki gert það betur!" Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Skemmtun fyrir stuðmngsmenn Sjátfstæðisflokkurinn í Reykjavik býður þeim sem unnu fyrir flokkinn að undirbúningi kosninganna og á kjördag og stuðluðu að glæsilegum kosningasigri til skemmtunar í veitingahúsinu Sigtúni við Suðuriandsbraut, fimmtudaginn 12. júrn' nk. kl. 9-1. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp og Ómar Ragnars- son skemmtir. Aðgangur er ókeypis og em miðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu Valhöll frá kl. 9.00-17.00 mánud. til fimmtudags. Sjáffstæðisffokkurinn. • Fjölbreytt og skemmtilegt lesefni fyrir ungt fólk á öllum aldri. • Meðal efnis: Viðtal við Bjarna og Sævar landsliðsmennina í knattspyrnu sem leika í Noregi. • GuðmundurTorfason stormsenter í Fram tekinn á beinið. • Umfjöllun um FIM í Mexíkó og íslandsmótið í knattspyrnu — leikmenn spá í lokastöðuna. • Rikki Hrafnkels heimsóttur í Stykkishólm. AlúÖarþakkir flyt ég öllum þeim fjölda œttingja, vina, fyrirtœkja og stofnana, sem glöddu mig meÖ kveÖjum, upphringingum og gjöfum á áttrœÖisafmœli minu hinn 22. mai. Óskir mínar veröa hér eftir sem hingaö til - friÖur- frelsi ogjafnrétti öllum til handa. Akureyrí 27. maí 1986 Arnþór Jensen frá Eskifirði. Vönduðu fallegu barnaskórnir fráJIP komnir í fjölda gerða, í fallegum sumarlitum eins og t.d. Ijósbleikir, kakibláir og grænir og Auk þess bjóðum við barnaskó frá stærstu og þekktustu barnaskóverk- smiðju V-Þýskalands „Elefanten" og fl. og fl. Sömu góöu verðin. Póstsendum samdægurs. S: 18519

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.