Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Unglingakeppni íslands og Bandaríkjanna í skák: Islenskur sigur eftir spennandi lokaumferð Reykvíkingar gætu séð til sólar á sunnudaginn. Sól fyrir sunnan á sunnudag SAMKVÆMT spá veðurstofunnar verður fremur milt veður á landinu um helgina. A laugardeginum verður vænt- norðvestanátt og léttir til um anlega hæg austlæg átt með sunnanvert landið en skýjað verð- skúrum syðst á landinu en annars ur að mestu og smá skúrir á stöku úrkomulaust og hitinn 10-15 stig. stað norðanlands. Hiti verður 8-12 Á sunnudaginn snýst líklega stig. yfír í fremur hæga norðan- og Útibú Kaupfélags Patreksfjarðar á Tálknafirði og Bíldudal: Morgunblaðið/Þorkell Nýtt númer sett á bíl hjá Bifreiðaeftirliti rfldsins í gær. Jafn margar bif- reiðir á skrá og á öllu síðasta ári FRÁ síðustu áramótum hafa 8030 nýjar bifreiðir verið skráð- ar hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og eru það jafn margar bifreiðir og skráðar voru allt árið í fyrra. Annasamt hefur verið hjá bif- reiðaeftirlitinu að undanfömu við skráningu á nýjum bifreiðum og umskráningu á þeim eldri. „Öll þessi sala í nýjum bifreiðum ruglar kerf- ið hjá okkur, því henni fylgja númerskipti á gömlum bifreiðum þegar menn vilja halda gamla núm- erinu," sagði Láms Sveinbjömsson hjá bifreiðaeftirlitinu, en í hvert sinn sem skipt er um númer á bifreið þarf að skoða hana hvort sem hún er ný eða gömul. í júni vom bifreiðaeigendur með númer undir R-20.000 minntir á, með bréfí, að koma með bifreiðir sínar til skoðunar. Og í september fá þeir, sem eiga bifreiðir með núm- mer undir R-60.000 bréf, þar sem þeir em minntir á að koma með bifreiðir sínar til skoðunar hafí þeir ekki þegar gert það, en skoðun bif- reiða með númer undir R-60.000 átti að vera lokið í lok júní sl. Fyrir Alþingi liggur tillaga að nýjum umferðalögum þar sem m.a. er að fínna heimild til að breyta númerakerfí bifreiða þannig að fast númer fylgi hverri bifreið alla tíð. Láms sagði, að ef númerakerfínu yrði breytt, samkvæmt þessari heimild, þá þyrfti ekki að skoða bifreiðina í hvert sinn, sem hún skipti um eiganda auk þess, sem öll vinna við skráningu yrði mun minni. Húsnæði selt öðrum verslunareigendum REKSTRI útibúa Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga á Tálknafirði og á Bíldudal hefur verið hætt sökum rekstrarörðug- leika. Húsnæði útibúsins á Tálknafirði, sem var í eigu Sam- vinnubankans, var selt Bjarna Kjartanssyni, sem lengi hefur rekið verslunina Bjarnabúð þar. Bjami sagðist í samtali við blaða- mann ætla að færa út kvíamar í verslunarrekstrinum og flytja Bjamabúð, sem verið hefur til húsa við Túngötu, í hið nýja húsnæði sitt við Strandgötu. Bjami keypti einnig vömbirgðir kaupfélagsins ásamt tækjum og öðmm áhöldum. Öllu starfsfólki útibúsins á Tálkna- fírði var sagt upp 1. maí sl. með þriggja mánaða fyrirvara, en Bjami hefur endurráðið hluta þess. Hjá kaupfélaginu störfuðu þrír í heils- dagsstörfum og jafnmargir vom í hálfsdagsstörfum. Nýtt hlutafélag heimamanna á BÍldudal, Dalskaup hf., hefur keypt húsnæði og vömbirgðir útibúsins á Bildudal, sem var í eigu Kaupfélags Patreksfjarðar, og verður rekstri matvömverslunar haldið áfram þar undir stjóm hlutafélagsins. Sigríður Bjamadóttir er einn eigenda og jafnframt verslunarstjóri en hún var einnig verslunarstjóri útibús kaup- félagsins þar. Hún sagði í samtali við blaðamann að starfsfólk útibús- ins, þrír heilsdagsstarfsmenn og einn hálfsdags, hefði verið endur- ráðið til starfa í nýju versluninni. Síðasti opnunardagur hjá kaupfé- laginu var föstudagurinn 11. júlí og opnaði verslunin Dalskaup sl. mánudag. „Við stofnuðum hlutafé- lagið m.a. vegna þess að við viljum ekki búa við það að hafa aðeins eina matvöraverslun hér. Við höfum reynt það einu sinni og gaf það ekki góða raun,“ sagði Sigríður. Þá er í ráði að hætta rekstri úti- búsins að Krossholti við Barða- strönd sökum rekstrarerfíðleika, en húsnæði þess er í einnig eigu Kaup- félags Patreksfjarðar. Herjólfur segir upp samningi við Ferðaskrif- stofu Vestmannaeyja: „Astæða uppsagnarinnar leiga okkar á Smyrli4 — segir Asmundur Friðriksson Vestmanneyjum. STJÓRN Heijólfs hf. í Vestmannayejum ákvað á fundi á þriðjudag- inn að segja upp sérstökum samstarfssamningi sem fyrirtækið gerði árið 1984 við Ferðaskrifstofu Vestmannaeyja. Samningur þessi fól í sér hagkvæmari kjör og meiri afslátt vegna sölu FV á ferðum með Heijólfi en öðrum aðilum bauðst og byggðist á því að Heijólf- ur hf. er stór hluthafi í ferðaskrifstofunni. Magnús Jónasson framkvæmda- engar hugmyndir væm uppi innan stjóri Heijólfs sagði í samtali við Morgunblaðið að FV hefði meira og minna brotið þetta samkomulag á undanfomum áram því hefði samn- ingnum verið sagt upp og fengi nú FV sömu þjónustu og nyti sömu kjara og aðrir aðilar sem skipta við Heij- ólf. Aðspurður hvort það að FV hefði ráðist í að leigja færeysku farþega- og bílaferjuna Smyril til flutninga yfir þjóðhátíðina eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir helgina hefði ráðið því að samningnum var sagt upp sagði Magnús: „Það er fulllang- sótt að telja þessa ákvörðun Heijólfs hf. einhverskonar hefndarráðstöfun vegna leigunnar á Smyrli. En segja má að það hafi orðið til að fylla mælinn í samskiptum okkar við ferða- skrifstofuna. Heijólfur er stór hluthafí í Ferðaskrifstofu Vestmannaeyja og þetta kom því flatt upp á alla. Menn eiga með vonum erfítt með að sætta sig við samkeppni sem verður til með þessum hætti. Það er þó enn með öllu óljóst hvað þessi samkeppni á eftir að hafa í för með sér fyrir Heij- ólf.“ Magnús sagði ennfremur að Heijólfs hf. að draga sig út úr FV. „Við hjá Ferðaskrifstofu Vest- manneyja emm mjög leiðir yfír því að stjóm Heijólfs hefur gripið til þess- ara aðgerða. Hingað til hafa samskipti okkar við fyrirtækið og ekki síst skips- höfnina á Heijólfi verið góð og ánægjuleg. Við teljum að ástæða upp- sagnarinnar sé eingöngu tilkomin vegna leigu okkar á Smyrli. Við teljum fulla þörf á skipinu í þjóðhátíðarum- ferðina. Við höftim fengið geysigóðar undirtektir við Smyrli, mun meiri en við þorðum að vona og við teljum þetta vera hreina viðbót sem skipið muni flytja," sagði Ásmundur Frið- riksson hjá Ferðaskrifstofu Vest- mannaeyja í samtali við fréttaritara. Ásmundur vildi ekki upplýsa hver kostnaður við leigu Smyrils væri. „Allar tölur sem era komnar á ferð milli fólks um leiguupphæðina em úr lausu lofti gripnar. Eg get sagt það að við þurfum að flytja innan við 2.000 manns til þess að þetta dæmi gangi upp,“ sagði Ásmundur. — hkj. ÍSLAND sigraði Bandaríkin naumlega í landskeppni unglinga í skák, sem lauk i New York í fyrradag. Tefldar voru fjórar umferðir á 16 borðum. íslensku unglingarnir unnu fyrstu lotuna með 9 vinningum gegn 7, en lið- in skildu jöfn, 8-8, í öllum hinum lotunum. Að sögn Þráins Guð- mundssonar, forseta Skáksam- bands Islands, var siðasta umferðin geysispennandi og horfði illa fyrir Island á tíma- bili. „En krakkarnir höfðu vinninginn á hörkunni, og raunar má segja að sigurinn hafi hafnað okkar megin vegna betra úthalds Bítlavinaf élagið Engin ný lög eru á vinsælda- lista rásar tvö þessa vikuna. Töluraar í svigunum segja til um í hvaða sæti lagið var í síðustu viku. 1.(1) Þrisvar í viku/Bítlavinafélagið 2. (2) The edge of heaven/Wham 3. (3) RE-SETT-TEN/Danska fótboltalandsliðið 4. (10) Hunting high and low/A-Ha 5. (8) If you were a woman (and I was a man)/ Bonnie Tyler 6. (5) Atlantis is calling, SOS for love/Modem Talk- ing og tauga,“ sagði Þráinn. Bestum árangri náði Tómas Her- mannsson frá Akureyri, sem varð 15 ára á miðvikudaginn og hélt upp á daginn með því að vinna fjórðu skákina í mótinu. Hann var sá eini, bæði í liði íslands og Banda- rilqanna, sem náði fullu húsi vinninga. Magnús Armann frá Reykjavík komst næst honum, fékk 3 V2 vinning. Og eina stúlkan í íslenska liðinu, Guðríður Lilja Grét- arsdóttir, stóð sig með piýði, fékk2 V2 vinning. í tengslum við land- skeppnina var haldin 5 umferða einstaklingskeppni, sem Þröstur Þórhallsson sigraði ömggleega, enn á toppnum 7. (22) Heilræðavísur Stanleys/Faraldur 8. (12) Take it easy/Andy Taylor 9. (6) When tomorrow comes/Eurythmics 10. (13)The teacher/Big Country Nokkur brögð vom að þv! í gær að hlustendur hringdu inn kerfísbundið í hópum eða hvað eftir annað til að koma sínu lagi á toppinn. Er starfs- menn rásar 2 töldu sig vissa um slíkt tóku þeir atkvæðin ekki gild. Fleiri en eitt lag og fleiri en ein hljómsveit áttu slíka ákafa fylgismenn, einkan- lega íslenzkar sveitir. hlaut 4 V2 vinning. Þessi landskeppni unglinga hefur verið árlegur viðburður frá áramót- unum 1977-78 þegar bandaríski skákkennarinn, Collins, sem meðal annars þjálfaði Bobby Fischer, kom til íslands með fritt fömneyti bandarískra unglinga. Hefur keppnin verið haldin til skiptis á íslandi og í Bandaríkjunum. Nú em uppi hugmyndir um að halda keppn- ina á Akureyri á næsta ári. ísland fór með sigur af hólmi fyrstu tvö árin, síðan unnu bandarísku ungl- ingamir tvisvar í röð, en Island hefur unnið síðustu §ögur árin. Staðan er því 6-2 íslandi í vil. Að sögfn Þráins Guðmundssonar hefur keppnin aldrei verið eins tvísýn og nú. Alls kepptu 20 krakkar á aldrin- um 10-17 ára fyrir íslands hönd á mótinu. Þau em: Þröstur Þórhalls- son, Hannes Hlífar Stefánsson, Hjalti Bjamason, Amaldur Lofts- son, Sigurður Daði Sigfússon, Héðinn Steingrímsson, Sverrir Öm Bjömsson, Magnús Pálmi Ömólfs- son, Tómas Hermannsson, Bogi Pálsson, Skapti Ingimarsson, Rúnar Sigurpálsson, Snorri Karlsson, Kristinn Friðriksson, Ragnar Vals- son, Magnús Ármann, Guðríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Áss Grét- arsson og Sæberg Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.