Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Sljórnmál í Tyrklandi: Tyrkir vilja verða gjaldgengir fyrir alvöru í samf élagi vestrænna þjóða Mjög hressilegar og harla op- inskáar umræður eru að hefjast í Tyrklandi um pólitíska og efna- hagslega framtíð landsins. Hvatt er til þeirra af hálfu stjórnvalda að minnsta kosti meðan allt fer fram innan hæfílegra marka. Kosningar verða í Tyrklandi eftir tvö ár og flokkamir eru komnir á fleygiferð að undirbúa sig. Nýir flokkar hafa verið settir á laggim- ar síðustu mánuði og gengi sumra þeirra virðist með ólíkindum. Það eru fyrst og fremst Sósíal- demókratar sem virðast eiga fylgi að fagna. Forystumaður flokksins nú heitir Aydin Giiven Gurkan. Þessi flokkur var stofnaður í febr- úarmánuði með samruna gamla Sósíaldemókrataflokksins og Þjóðarflokksins. f bæjar- og sveit- arstjómarkosningunum sem hafa farið fram á nokkrum stöðum síðan flokkurinn var stofnaður, hefur hann sópað til sín langtum fleiri atkvæðum en Föðurlands- flokkur Turguts Ozal, forsætis- ráðherra. Innan raða Sósíaldemókrata- flokksins gætir þó nokkurs uggs um framtíðarleiðtoga flokksins. Tveir menn sem báðir em prófess- orar að starfi keppa um formanns- sætið. Það em Giirkan, sem áður var nefndur og Erdal Inönii, sem áður leiddi Þjóðarflokkinn. Báðir hafa þessir menn lýst yfir vilja til að ná samkomulagi. Og það sem meira er, þeir segjast halda dymn- um opnum fyrir samstarf við ein samtökin enn, Vinstri lýðræðis- flokkinn, sem lýtur forystu Rashan Ecevit. Hún er kona Bu- lent Ecevit fyrrverandi forsætis- ráðherra. Vinstri lýðræðisflokkur- inn var stofnaður síðla nóvember sl. og spáð gengi. Ekki er nokkur vafl á því að tækist þessum þrem- ur öflum að ganga í eina sæng myndu þeir verða Föðurlands- flokknum meiriháttar ógnun. Á hægri vængnum hefur Siiley- man Demirel, einn af mörgum fyrrverandi forsætisráðhermm, komið fram á sjónarsviðið á ný. Hann má að vísu ekki bjóða sig fram til þings, fremur en aðrir fyrrverandi stjórnmálamenn, en hann er bersýnilega óopinber leið- togi Sannleiksflokksins, sem var soðinn upp úr gamla Réttlætis- flokknum .sem Demirel var í forsvari fyrir. Annar hægri flokk- ur er í burðarliðnum. Þar er á ferðinni Mehmet Yazar, fyrrver- andi forseti Verzlunarráðs Tyrkja. Yazar var áður félagi í Réttlætis- flokknum en hefur færzt til hægri. Turgut Ozal forsætisráðherra segist láta sér í léttu rúmi liggja þótt nýir flokkar séu stofnaðir, það sé góður vitnisburður þess að lýðræðið sé að styrkjast í landinu. Og megin stefnumið allra þessara nýju flokka beinist ein- mitt að því að vinna að eflingu lýðræðisins. Hins vegar hefur Ozal, þrátt fyrir gagnrýni, náð umtalsverðum árangri í að rétta við efnahagsmál Tyrkja, sem vom í kaldakoli þegar hann tók við. Því hafa efnahagsmál enn sem komið er ekki blandast að marki inn í umræðumar. Gurkan hefur þó haldið uppi harðri hríð á iauna- stefnu Ozal og segir að á síðustu sjö ámm hafi launakjör rýmað um helming. Þá hefur hann einn- ig gagnrýnt hversu mikla fyrir- greiðslu erlend fyrirtæki hafí fengið ef þau vilja fjárfesta í Tyrklandi. Giirkan segist fagna erlendu íjármagni, en það megi ekki streyma inn í landið á kostn- að tyrkenskra fyrirtækja. Um utanríkisstefnuna em ekki miklar deilur að því er virðist. Allir talsmennimir styðja áfram- haldandi vem Tyrklands í Atlants- hafsbandalaginu og telja legu landsins mikilvægari en svo að ekki sé hugað stöðugt að öryggis- málunum. Tyrkir hafa aukið samskipti við nágrannaríki í Miðausturlöndum, einkum og sér í lagi Persaflóarík- in. Þá höfðu Tyrkir allvemlega bætt samskiptin við Líbýu, þótt þeir hafí haft hljóðara um þau nú allra síðustu mánuði. Þrátt fyrir býsna gott samstarf við Arabaríki almennt er þó athyglisvert að Tyrkir hafa leyft ísraelska flug- félaginu EL AL að fljúga til Istanbul og í Ankara er ísraelsk ræðismannsskrifstofa. Á þeim mælikvarða sem á lýð- ræði er lagður í Miðausturlöndum er tyrkenskt lýðræði kröftugt og til fyrirmyndar. Á mælikvarða Vesturlanda — og Tyrkir kjósa raunar flestir að sá kvarði sé not- aður, — eiga Tyrkir enn langa vegferð fyrir höndum. Þó að hér hafi ekki verið minnzt á starfsemi neinna samtaka sem mætti telja á vinstri væng em þó raddir uppi um að áhrif marxiskra hópa muni trúlega eflast. Margir óttast einnig vaxandi íslömsk áhrif og má sjálfsagt rekja það til þróunar mála í íran og ýmsum öðmm múhameðstrúarlöndum. Margir álíta, að færi svo að íslömsk áhrif ryddu sér til rúms, væri í reynd verið að rífa niður áratuga starf og umfram allt Turgut Ozal væri verið að leggja í rúst lífsstarf Kemals Ataturks, sem hafði beitt sér fyrir að færa Tyrkland til nútímans á þeim flmmtán ámm eða svo, sem hann var v'ið stjóm- völinn í landinu. n Atatiirk taldi einsætt að Tyrk- land ætti samleið með Vesturlönd- um, þó að meginhlutinn sé í Asíu, eða Anatólía eins og hún leggur sig. Þó að Tyrkir séu múhameðs- trúar var Atatúrk eindregið þeirrar skoðunar, að það myndi verða landi og þjóð til velfamaðar að snúa sér að Evrópuríkjum og taka sér til fyrirmyndar það bezta sem í stjómarháttum þeirra væri, án þess þó að hafna tyrkneskri arfleifð. Enda hefur áreiðanlega aldrei vakað fyrir Ataturk annað en halda í heiðri tyrkneskum hefð- um og sérkennum. Samt er undravert að hugsa sér í þessu landi, sem að mörgu leyti er enn fmmstætt á véstur-evrópskan mælikvarða, skuli honum hafa orðið jafn margt ágengt og raun ber vitni. Hann svipti blæjunni — kúgun- artákni í augum margra — af konunni. Hann fyrirskipaði að sunnudagur skyldi helgidagur en ekki fostudagur. Hann bannaði ‘jm Stjórnmálamaður á uppleið? GUven GUrkan. fjölkvæni og logtesti jafnan rétt kynjanna til menntunar. Hann lagði niður islamska dómstóla og gerði róttækar breytingar á dóm- kerflnu. Hann tók upp latneska stafróflð, en áður hafði tyrknesk- an notað arabíska letrið. Hann breytti tímatali Tyrkja frá hinu múhameðska til þess gregori- anska og svo mætti lengi telja. Það er erfítt að ímynda sér hvemig Atatúrk tókst að fá Tyrki til að fallast á allar þessar breyt- ingar, sem margar hverjar gengu þvert á gamlar hefðir. Segja má líka að breytingamar hafí ekki orðið í einni svipan, að minnsta kosti ekki nema á ytra borði. Til að þær festi rætur þarf sjálfsagt nokkrar kynslóðir til viðbótar. En afrek hefur þetta verið og senni- lega vill meirihluti Tyrkja ekki hverfa aftur til miðalda og marg- ir tala um það með skelfingu og hryllingu sem hefur verið að ger- ast í Iran síðustu ár. Konur í Tyrklandi láta verulega að sér kveða og kannski er ekki lengur sá jarðvegur í landinu að þar gæti orðið atburðarás ámóta og í íran. Samt eru menn kvíðnir, margir hveijir. Ríkisstjómin áttar sig á þessari Bulent Ecevit hættu. Og nýju flokkarnir hamra allir á því sem hún boðar í þessum efnum: Til að koma í veg fyrir að islömsk áhrif verði að ein- hveiju marki þarf að ýta undir menntun. Um sextíu og fímm prósent þjóðarinnar eru sögð læs og skrifandi. En það em ekki áreiðanlegar tölur. Víða í austur- hluta Anatólíu er ólæsi meira. Sá hluti landsins er raunar svo langt á eftir á flestum sviðum, að Tyrkj- um virðist vera það feimnismál að ræða um það. Tyrkir líta til nágrannaland- anna og sjá að ferðamenn geta gefið af sér bæði vinnu og fjár- magn. Ferðamannastraumur hefur vaxið þótt hann sé ekkert í líkingu við það sem gerist til dæmis í Grikklandi. Ráðstafanir er verið að gera til að bæta að- stöðu fyrir ferðamenn, sér í lagi á Eyjahafsströndinni og á Mið- jarðarhafsströndinni. Lítið er um ferðamenn inni í landinu og í Ankara til dæmis stoppa menn aðeins af kurteisi og þeysa síðan suður á bóginn. Aðstaða fyrir ferðamenn þar og þjónusta er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. En forvitnir og áhugasamir gestir geta fengið mikið og gott Á innfelldu myndinni er Efesus á Miðjarðarhafsströndinni sem er sótt af ferðamönnum i æ ríkari mæli. út úr því að fara um þá hluta Anatólíu sem eru ekki ferða- mannastaðir, svo framarlega sem þeir gera ekki þessar alþekktu kröfur lífsþreyttra og heimtu- frekra túrista sem vilja að allt sé nánast eins og heima hjá þeim. Þjóðarstolt Tyrkja er heitt og metnaður þeirra mikill. Eh minni- máttarkenndin skýtur upp kollin- um og þeim finnst þeir ekki njóta sannmælis í samfélagi Evrópu- þjóða og það sé litið á þá sem hálfgerða villimenn. Þeir fögnuðu ákaft yfirlýsingu sovéska skálds- ins Jevtúsjenko sem kom þar fyrir nokkrum mánuðum. Hann sagði í blaðaviðtali að það væri mikil ósanngimi að dæma Tyrki eins og gert væri einatt og bera þeim á brýn grimmd og villimennsku. Sannleikurinn er auðvitað sá að það er aldrei hægt að alhæfa um þessa fímmtíu milljón manna þjóð. En það sem þeim virðist vera efst í huga er að bæta menntun og tækniþekkingu, koma efnahag landsins á réttan kjöl eða að minnsta kosti réttari. Auka at- vinnutækifæri, þróa iðnað og snúa sér sem fyrst að hátækniiðnaði. Efla í raun samskiptin við Vestur- lönd og fá í alvöru að vera fullgild- ir aðilar í samtökum vestrænna þjóða. Og þetta eru engar smá- ræðis hugsjónir. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.