Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Lloyd Cole segir hór litla Fagnaðarlætin brjótast út eftir flutning Mezzoforte á nýju lagi. ferðasögu frá íslandi. Hróarskelduhátíðin er 3 daga rokkhátíð sem haldin er ár hvert og er nú talin stærsta rokkhátíð Evrópu. Var þetta í 15. skipti sem hátíðin var haldin og er hún fyrir löngu orðin sjálfsagður hlutur á dagatali rokkáhugamanna víða um heim. í upphafi var hátíðin ætluð dönskum unglingum til afþreyingar en nú er svo komið að fólk hvað- anæva úr heiminum gerir sér ferð til Hróarskeldu. Með aukinni að- sókn hefur hátíðin orðið meiri bæði að gæðum og umfangi. Þrátt fyrir yfirlýsta hryðjuverkahræðslu ýmissa poppgoða var stjömulistinn ekki af verri endanum þetta árið. Eric Clapton, Elvis Costello, Lloyd Cole, Feargal Sharkey, Cult, Red Guitars, Waterboys auk aragrúa af minni sveitum og þjóðlagasöngvur- um af öllum þjóðemum. Sumir virtust enn vera á Woodstock. Bróðurkærleikur og friður skein úr andlitum þeirra. Aðrir, til muna snöggklipptari, töldu stanslausar spýtingar og vafasamar handauppréttingar vera nauðsynlegan hlut mann- legra samskipta. Til allrar hamingju var samt mikill meiri- hluti 50.000 gesta Hróarskeldu- hátíðarinnar kominn til þess að hlusta á rokktónlist. Eftir hálftíma hljóðprufu fyrirtón- leika Eric Claptons gekk hann sjálfur einn síns liðs fram á svið- ið og byrjaði að spila eitt af sínum gullkornum, Layla, en áhorfendur þögðu og vissu ekki betur en að einn annar hljóðprufumaðurinn væri að stilla gítarinn. Það var ekki fyrr en þeir Phil Collins, Greg Phillinganes og Nathan East hófu undirleikinn að áhorfendur báru kennsl á Eric „Slowhand" Clap- ton, og þá trylltist skarinn. Þar lágu Danir í þvi. Fulltrúar íslands vom að þessu sinni Mezzoforte. Hátíðarsvæðið á Hróarskeldu er stórt. Mest ber á þremur geysistómm sviðum þar sem stærstu nöfnin koma fram. Aragrúi minni tjalda em síðan not- uð fyrir flutning þjóðlaga, djass, jóðls, spaugs, töfrabragða, matar- gerðar, vefnaðar og margs fleira. Ef andinn skyndilega kæmi yfir þig var þér séð fyrir leir, litum eða lág- fiðlu, allt eftir innblæstri. Tjald- svæðin em vfðfeðm; banki, pósthús og sjúkrahús em starfandi og yfir 100 staðir sáu um að metta 50.000. Fjöldi sölubúða var starfræktur og mátti verða sér úti um alklæðn- að frá næstum hvaða tímaskeiði nútíðar og fortíðar fyrir sanngjamt verð. Mest bar þó á skyrtubolum með hnyttnum slagorðum, því skil- yrði fyrir að fá verslunarleyfi á hátíðarsvæðinu var að ágóðinn rynni til göfugs málefnis. Ekki er ætlunin að dæma fyrir aðra sem ekki heyrðu né sáu tón- leikana, né að fara yfir gæði hvers og eins, heldur er hér meiningin að sýna þeim sem af misstu svip- myndir frá hátíðinni. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.