Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 17 Á landbúnaðaröng- þveitið að endurtaka sig í frystivinnslunni? Ég hef tekið það fram, að við SIS er ekkert að ræða um beyting- ar í frystivinnslukerfinu, þar sem það er dæmigert landbúnaðarkerfí, og þar með ekta SÍS-kerfí, nema frystihús í stað sláturhúsa. Það er ógaman að horfa uppá, hvemig komið er fyrir landbúnaðinum, þessari hefðbundnu og þjóðlegu atvinnugrein. Það er sagt við bænd- ur þessa dagana: „Þið eruð sex þúsund, við þurfum ekki á að halda nema eins og 2 þúsund bændum, viljið þið gjöra svo vel þessi 4 þús- und, sem af gangið að fá ykkur eitthvað annað að gera, bara eitt- hvað, því að öllu skiptir, að þið látið ekki sjá ykkur meir í hefðbundnum búskap." Er það meining ráðandi manna, að þetta endurtaki sig við sjávarsíðuna? Öllu verði siglt svo rækilega í strand í frystivinnslunni, að mönnum sýnist það helzt til ráða að leggja hana alveg niður. Alls eru nú um 10 þúsund manns í físk- vinnslu í landinu, þar af um 6—7 þúsund manns í frystivinnslunni, og ef landbúnaðardæmið endurtek- ur sig í frystivinnslunni til fulls getur það komið upp, að ekki sé þörf nema á eins og 2 þúsund manns í frystivinnslunni. Það þarf ekki annað en líta til þess, hvemig SH og SÍS hugsa sér að hafa það: setja upp frystihús í markaðslöndum Evropu og flytja þar með vinnsluna héðan að heim- an. (Spyr nú sá, sem ekki hefur vit á, er þetta ekki einhver angi af ijár- flótta?) Mér hefði sýnzt ráðlegra að þessi öflugu fyrirtæki sneru sér af alefli Miklar annir hjá Hótel Stykkishólmi Stykkishólmi. Ferðamannaþjónusta sú er Hótel Stykkishólmur veitir hér í Hólminum fer vaxandi. Boðið er upp á svonefnda „helgarpakka" á góðu verði og er þar innifalin dvöl á hótelinu ásamt morgun- verði og bátsferð um Breiða- fjörð. Virka daga fæst sama þjónusta ódýrari sem hefur mælst vel fyrir. Fyrir utan hið sérkennilega og fagra útsýni í allar áttir frá hótelinu, eru salir þess snyrtilegir og standast fylli- lega samanburð þótt víða sér farið. Innréttuð hefur verið sér- stök stofa þar sem menn geta verið á kvöldin og fengið sér kaffisopa. Stofan er inn af borð- sal, vistleg og aðlaðandi. Hægt er að panta ferðir á hótel- inu út í eyjar og veitir hótelið ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar, ferða- fólki til gagns. Ráðstefnuhöld fara vaxandi sem bendir til þess að þeir sem ráðstefnumar sitja þyki eftir- sóknarvert að halda þær í Hólmin- um. Hótelstjóri er Sigurður Skúli Bárðarson og nýtur hótelið góðrar forystu hans og úrvals starfsfólks sem þar er í hveiju starfí. 22480 83033 að því að endurhæfa frystivinnsluna hér heima fyrir Evrópumarkaðinn og gera hana samkeppnishæfa á þann markað. En þá kemur inní dæmið guðinn Coldwater (og Ice- land Seafood). Það má ekki breyta frystivinnslunni hérlendis, hún á að vinna á Bandaríkjamarkað, hvað sem það kostar okkur. Auðvitað getum við selt héðan beint útúr okkar frystihúsum fersk flök í verzlunarkeðjur í Evrópu, eins og samgöngum er orðið háttað, ekkert síður en frystihús í Grímsbæ eða öðmm Evrópulöndum. Og auðvitað getum við unnið hér í fískrétti fyrir Evrópumarkaðinn, þótt við getum það trauðla fyrir Bandaríkjamarkað. Það hefur bara ekki verið unnið í þessa áttina, af því að það er ekki ætlunin að gera það. Bandaríkjamarkaður fyrir þorsk- fisk héðan var upphaflega, svo sem lýst hefur verið, neyðarmarkaður, hann varð síðan öryggismarkaður en það er áratugur síðan hann var kerfismarkaður. Peningalega hefur þessi markað- ur líklega aldrei borgað sig og alls ekki eins og nú er komið dýrleika vinnslunnar á hann. Við höfum haldið honum uppi með lágu fís- kverði til sjómanna og útgerðar, !águ kaupi fiskvinnslufölks og stór- legri offjárfestingu í húsum, vélum og tækjum. Maður hefði treyst gömlu SH- mönnunum til átta sig, og taka aðra stefnu, þegar Evrópumarkaðir opnuðust hagstæðir með lækkun tolla og útfærslu okkar á fiskveiði- lögsögunni og með henni tekin 200 þúsund tonna afli af þessum mark- aðsþjóðum og færður á okkar eigin hendur (ef ekki væru bundin skip- in). Hinn nýi forstjóri SH hefur talað og nú er aðeins eftir að ræða lítillega og sérlega við hann. Höfundur er rithöfundur. * II " "» W // % » " " " // II II //,, +* * // * //,.« ^ // * = \\ => * T // * // ^ ^ ^ //'!' w '■ "" 11 v \ n // n * = 11 = // II W * ■ // \\ II // // /, w * < (f) * 3 < Mysan er einn hollasti og ódýr- asti svaladrykkur sem völ er á. Súr og hressandi og munnsopi af MYSU gerir kraftaverk við þorsta. En við þurfum ekki endilega að drekka hana eintóma - við getum búið til hina gómsætustu svaladrykki með því að bæta í hana ávaxtasafa, e.t.v. örlitlum sykri,' eða gerfisætu og ísmolum, eins og hér t.d.: Aprikósumysa: Mysa 2 dl, aprikósusafi 2 dl og 1-2 ísmolar. Nú á síðustu tímum hefur áhugi fólks á heilsurækt og hollustu aukist mjög og fólk veltir þar af leiðandi meira fyrir sér en áður, næringargildi þeirrar fæðu sem það neytir. Mysan er af öllum talin hinn fullkomni heilsudrykkur þar sem hún er algjörlega fitusnauð en jafnframt fleytifull af steinefnum og B-vítamínum. Sért þú að hugsa um heilsuna og hitaeiningarnar ættirðu að halda þig við MYSUNA. Mjólkurdagsnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.