Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Hagsöguþættir Bókmenntir Erlendur Jónsson Landshagir. 331. bls. Ritstj. Heimir Þorleifsson. Landsbanki íslands. Reykjavík 1986. A titilblaði bókar þessarar stend- ur: »Þættir úr íslenskri atvinnu- sögu, gefnir út í tilefni af 100 ára afmæli Landsbanka íslands.« Jónas H. Haralz upplýsir í formála að það hafi orðið að ráði, er ákveðið var að minnast aldarafmælis bankans, að safna í rit um atvinnusögu þjóð- arinnar fremur en að skrá sögu bankans þar eð hann »hefur ætíð verið svo nátengdur atvinnuvegum þjóðarinnar, að skilningur á starf- semi hans verður að hvíla á hald- góðri þekkingu á atvinnusögunni.« Ellefu þættir em í bókinni eftir jafnmarga höfunda. Meðal þeirra eru komungir sagnfræðingar. Fremstur er þáttur Helga Skúla Kjartanssonar: Louis Zöllner. Er- lendur fjárfestandi á íslandi 1886—1912. Mjög er athyglisvert hvemig útlendingar koma við sögu íslensks viðskiptalífs um aldamótin síðustu þegar landsmenn vom sjálf- ir að taka verslunina í eigin hendur. Reynsluleysi háði íslendingum í millilandaviðskiptum og því var stuðst við menn eins og Zöllner. Norðmenn höfðu hér líka mikil umsvif á þessu skeiði, stunduðu bæði síldveiðar og hvalveiðar. Trausti Einarsson ritar um Erlent fjármagn í hvalveiðum við ísland og tekjur Iandsmanna af þeim 1883—1915. Þá em tveir þættir varðandi sögu Landsbankans: Landsbankafarganið 1909 eftir Bergstein Jónsson og Réttarstaða gæzlustjóra Landsbankans eftir bankafarganið 1909 eftir Sigurð Líndal. Þama er auðvitað átt við atburð þann er Böm Jónsson ráð- herra vék Tryggva Gunnarssyni úr bankastjórastöðu. Var þetta á sínum tíma hitamál mikið, enda engin smámenni sem í hlut áttu. Pólitískt varð mál þetta að sjálf- sögðu þar sem um stjómvaldsað- gerð var að ræða. En Bergsteinn Jónsson segir að sér hafi »ekki tekizt að finna gildari hvata þeirra stjómvaldaaðgerða, sem um ræðir, en hastarleg vinslit tveggja ráðríkra og geðmikilla manna, og heilsu- brest, sem leiddi til þess, að hömlur veiktust í þrútinni gremju og ósvöl- uðum hefndarþorsta.« n Þá koma tveir þættir er varða hagsögu: Baráttan um Lands- verslun 1914—1927 eftir Guðmund Jónsson og „íslensk eða dönsk peningabúð?" Saga íslandsbanka 1914—1930 eftir Sumarliða ísleifs- son. Og víðar er kastljósinu beint að mönnum og málefnum á þriðja tug aldarinnar. Þá var blómatími hins óhefta viðskiptafrelsis og því er tímabilið kjörið rannsóknarefni fyrir þá sem áhuga hafa á hag- fræði. Togaraútgerð í Reykjavík var þá rekin með meiri athafnasemi en nokkm sinni fyrr og síðar en um hana er fjallað í langri ritgerð eftir Bjama Guðmarsson. Peningavelta var mikil á þessum áratug og verð- sveiflur tíðar og oftast ófyrirséðar og stórútgerð því áhættusöm í meira lagi. Saltfískurinn var aðalút- flutningsvaran og er greint frá þeirri hlið málanna í ítarlegri sam- antekt eftir Sigfús Jónsson: Al- þjóðlegir saltfiskmarkaðir og saltfiskútflutningur íslendinga 1920—1932. Kaupendur saltfísks- ins vom einkum Suður-Evrópuþjóð- imar. Það var almenn skoðun á þriðja tugnum að stjómvöld skyldu hafa sem minnst afskipti af atvinnu- rekstri einstaklinga. Eigi að síður hvíldi á stjómvöldum að taka ýmiss konar ákvarðanir í peninga- og fjár- málum.Gengishækkunin 1925 nefnist þáttur eftir Hannes H. Giss- urarson og greinir, eins og nafnið bendir til, frá gengishækkun þeirri sem Jón Þorláksson beitti sér fyrir umrætt ár. Gengishækkunin átti ekki að vera nein skammtímaráð- stöfun heldur þvert á móti. Hún gmndvallaðist á þeirri meginhug- mynd að seðlaútgáfa skyldi vera gulltryggð og verðgildi peninga því nánast óhagganlegt á normaltím- um. Verðbólga hafði orðið hér veraleg á ámm heimsstyrjaldarinn- ar fýrri og mun meiri en í nágranna- löndunum. Jóni Þorlákssyni var umhugað að þeir, sem áttu inni sparifé frá því fyrir stríð, yrðu ekki fyrir tjóni af völdum verðbólgunn- ar. Gullfóturinn yrði sjálfkrafa hemill á verðbólgu framvegis. Eða hvemig væri hægt að hækka verð á vöm, vinnu og þjónustu ef einatt yrði að greiða með gulli eða ávísun á gull? Jón Þorláksson mun hafa hugsað sér að gengishækkuninni fylgdi einhver kauplækkun, ella mundi hún íþyngja atvinnuvegun- um. Agreiningur varð um gengis- hækkunina og fór sá meiningamun- ur ekki eftir flokkslínum. Til dæmis var Ólafur Thors henni andvígur. Hins vegar var Alþýðuflokksmaður- inn Jón Baldvinsson henni meðmæltur enda reyndist hún hin mesta kjarabót fyrir launþega. Samtök verkamanna vom nú tekin að eflast svo að kauplækkun var vart lengur hugsanleg átakalaust, jafnvel þótt hún hefði ekki í för með sér kjaraskerðingu. Útflutn- ingurinn varð því að taka á sig skellinn af þessari ráðstöfun. »Líta má á átökin um gengishækkunina 1925 sem átök hins gamla og nýja tíma,« segir Hannes H. Gissurar- son. Ennfremur telur hann að aðgerð þessi hafí hlotið »að mistak- Heimir Þorleifsson ast vegna þróunar næstu áratuga í alþjóðaviðskiptum og breyttra hugmynda manna um hagstjóm, en hún var skiljanleg, eðlileg og reyndar virðingarverð við aðstæður ársins 1925.« Sumarliði ísleifsson kemst að svipaðri niðurstöðu í rit- gerð sinni um íslandsbanka en kveður þó fastar að orði um nei- kvæðar afleiðingar gengishækkun- arinnar. Loks em hér þættimir íhuganir um iðnað eftir Jón Böðvarsson og Forsendur verðlags á landbúnað- arafurðum í 100 ár eftir Bjöm S. Stefánsson. Jón Böðvarsson rekur í stómm dráttum iðnsöguna aldimar í gegn- um en staðnæmist síðan við iðnað- inn sem sérhæfða atvinnugrein á líðandi stund. Bendir hann á hversu iðnfræðslulögum hafí oft verið breytt til að þessi yngsta atvinnu- grein þjóðarinnar geti fylgst með tímanum. Því hvort tveggja verður að taka með í dæmið: að nýjar iðn- greinar em sífellt að koma fram meðan aðrar verða smám saman úreltar. Athyglisvert er að bifvéla- virkjun hlaut ekki löggildingu fyrr en 1941. Þá vom íslendingar búnir að vera bílaþjóð í aldarfjórðung. Sú var tíð að góður vélsetjari í prent- smiðju var allra manna eftirsóttast- ur. En hvað nú — »vegna hagsmunagæslu og af „hefð og lög- grónum vana“ er blýsetningu haldið á námsskrá herlendis þótt prentari þurfí naumast lengur að vita hvað blý er,« segir Jón Böðvarsson. Bjöm S. Stefánsson upplýsir að innflutningur landbúnaðarafurða hafí verið »fijáls þar til á þriðja tug aldarinnar, að nokkrar takmarkanir vom lögfestar. Innflutningshöft urðu aðalreglan með ráðstöfunum, sem komust á á íjórða áratugnum og vom liður í almennum kreppu- ráðstöfunum.« Þá minnir Bjöm á að »niðurgreiðslur búvömverðs hóf- ust 1943.« Greinagóður er þáttur Björns. Þó hlaut ég að staðnæmast við þessa hagfræði: »A heimsmark- aði hefur orðið sú meginbreyting, að verðlag á búíjárafurðum þar er miklu lægra en verðlag innanlands í nálægum löndum.« — Skrítin þula þetta! Sem heild er bók þessi hin fróð- legasta. Að vísu varpar hún ekki ljósi á alla landshagi síðustu hundr- að árin. Tilteknum þáttum, einkum peningamálunum og útflutnings- versluninni á fyrsta þriðjungi aldarinnar, em þó gerð hér hin ítar- legustu skil. Þetta er því hin veglegasta afmælisgjöf sem Lands- bankinn gefur sjálfum sér og þjóðinni á aldarafmælinu, og virðu- legri stofnun samboðin. — Hvaða bækur eigum við að lesa 1 r r í sumarleyfinu? 1 41 l JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Útg. Hodder & Sooughton 1984. í formála þessara bókar segir höfundur að hann og Albert Ein- stein séu fæddir sama dag og heldur áfram: „Segja má að við eigum forvitni sameiginlega. En forvitni Tom Hyman: The Russian Woman. Útg. Hodder and Stoughton 1983. Forsætisráðherra Sovétríkjanna Kamenev, og Katya kona hans, hafa verið í opinberri heimsókn hjá Daniels Bandaríkjaforseta og það hefur allt gengið prýðilega. Hámark heimsóknarinnar er að þeir hæst- ráðendumir hafa hvorki meira né minna en komið sér saman um að gera samning um að draga úr vopnaframleiðslu. Á leiðinni til flug- vallarins er gerð árás á bflalestina og sovézki forsætisráðherrann bíður bana en Daniels forseti slepp- ur, svo og Katya. Sennilega hafa þrír tilræðismenn verið að verki, einn kemst undan, einn er drepinn og sá þriðji næst, en það er framan af til lítils, því hann fæst ekki til að segja aukatek- ið orð. Þá er sóttur til liðs Charles Warfield, sem hafði starfað í leyni- þjónustunni, en verið settur út í kuldann vegna diykkjuvandamáls sem fór að gera vart við sig eftir meiriháttar mistök sem hann gerði. Þó er náttúrlega ótrúlegt annað en einhver hafi þar svikið hann. War- fíeld tekst með stakri kænsku að fá morðingjann til að tala, en áður en hann hefur upplýst nokkuð sem vemlegu máli skiptir er morðinginn myrtur hvar hann er í höndum lög- reglunnar. Þetta veldur miklu uppnámi sem geta má nærri, Sovétmenn hafa sent KGB-manninn Semenenko til að fylgjast með yfírheyrslunum og sá maður virðist vita lengra en nef hans nær. Ekki tekur betra við þegar ástarsamband upphefst milli sovézku forsætisráðherrafrúarinn- ar og Bandaríkjaforseta. Og yfír vofír ógnunin um að annað morð- tilræði sé í vændum, varaforsetinn hefur þó ekki þegið mútur? Og er hugsanlegt að Katya Kamenev sé sú sem sveik Warfíeld á sínum tíma. Þetta er ágætis afþreying og flækjumar verða ekki of flóknar og höfundur gætir þess að greiða þær hæfílega í lokin. Louis Masterson: Morgan Kane. Einvígi i San Antonio. Útg. Prenthúsið 1986. Þetta er 55. bókin sem hér kem- ur út um byssuhetjuna Morgan Kane og því löngu augljóst að fólk les þessar bækur og hefur gaman af. Söguþráðurinn í þessari nýjustu bók er ekki torskilinn: Wes Hardin er laus úr fangelsi og það hlýtur að boða eitthvað ferlegt. Morgan Kane fer á stúfana og sá maður er nú ekki að vfla fyrir sér hiutina. Ekki athugaði ég að telja alla þá sem hann gerði höfðinu styttri í þessari bók, en það var slatti. Ekki var mér alltaf ljóst af hveiju þyrfti að skjóta alla þessa menn, en tek bara gott og gilt að Morgan Kane fannst þetta vera óþurftargemling- ar og líklega hefðu þeir skotið hann ef hann hefði ekki verið fyrri til. Það væri núttúrlega afleitt, hvar væm þá framhaldsbækumar. Þýðingin mætti vera miklu vand- aðri og prófarkalestri er stórlega ábótavant. Michael Caine: Not Many People Know That. Einsteins leiddi til þess að hann breytti gangi vísinda. Forvitni mín leiddi til þess að ég hef komist að ýmsu smálegu í lífinu. Ég var þriggja og hálfs árs þegar ég gerði fyrstu uppgötvunina sem sat eftir í huga mér. Maður kom til að stilla píanóið í leikskólanum mínum og ég heillaðist af hvítum staf sem hann var með. Ég skildi ekki hvers vegna blindur maður hafði fengið þetta verk að stilla píanó. Ein af fóstmnum sagði okkur að hjá hon- um væri blindan kostur, misstu menn eitt skilningarvitanna skerpt- ust hin að miklum mun. Ég var frá mér numinn. Og það em ekki marg- ir þriggja og hálfs árs krakkar sem vita þetta." Og það er ekki að orðlengja að Caine hefur síðan verið ötull safn- ari smáupplýsinga af ýmsu tagi og setur bókina upp sem dagbók og nokkur mismunandi merkileg fróð- leiks- og gullkom fylgja síðan hveijum degi. Og það er bara gam- an að kíkja í þessa bók og komast til dæmis að því að krókódflar em litblindir, að stöku dínósámsar hafi ekki verið ýkja stærri en hænsn, að Napoleon var sjúklega hræddur við ketti, að Kýms Persakóngur dæmdi einu sinni fljót til dauða af því að uppáhaldshrossið hans dmkknaði í því, að humrar hafa blátt blóð, að Nýja Sjáland varð fyrst allra ríkja til að veita konum kosningarétt, að leikarinn brezki Stewart Granger tók sér nýtt nafn af því honum fannst svo ljótt að heita James Stewart. Og svona má halda áfram alla ársins daga. Margt er bara snið- ugt. Eftir því sem ég bezt veit er þetta fyrsta bók höfundarins. Eyelyn Anthony: yoices on the Wind. Útg. Arrow Books 1986. Katharine Alfurd héfur búið ein eftir að maðurinn hennar andaðist fyrir nokkmm ámm. Hún er einræn orðin og nábúar hennar brosa að henni þegar hún kemur á krána um helgar, fær sér hressilega neðan í því og talar sýknt og heilagt um stríðið. Og gefur í skyn að þar hafí hún komið heilmikið við sögu. í Frakklandi hefjast senn réttarhöld yfír þýzkum stríðsglæpamanni, Slátraranum frá Marseilles, og um svipað leyti kemur ungur maður, Poul Roulier, til Englands og Ieitar Katherine uppi. Hann er óðfús að hlýða á frásagnir hennar úr stríðinu og Katherine er himinlifandi að hafa loks fengið áheyranda sem kann að meta frásagnir hennar. Hún segir honum frá því þegar hún var valin til þjálfunar og síðan send til Frakklands með nokkmm félög- um sínum. Hópurinn hafði sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.