Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JtJLÍ 1986 s- NÝTT SIMANÚMER 69-11-00 þeir eru safaríkir, físki, sem er steiktur upp úr sérstöku bresku fískdeigi með sítrónu í, og svo skinku og ostsamloku, en ég hef alltaf notað besta og dýrasta hrá- efni, það hefur verið mín regla og ég mun halda henni. Annaðhvort gengur það þannig eða að ég er ekkert að fást við þetta." „Um þessar mundir stendur yfír spumingakeppni á vegum Sprengi- sands. Þetta er tíu vikna keppni þar sem dregið er um nýja vinninga vikulega, alls 1.300 vinninga, flest- ir eru matarvinningar á Sprengis- byggjast mikið á minjagripum frá rokktímabilinu. Reynt verður að gera umhverfið skemmtilegt í safn- astíl og þar verður leikin rokktónlist frá árunum 1955 og síðar. Staður- inn verður opnaður 4. júlí næsta ár, en ég hef gert samning við Hard Rock-keðjuna sem rekur nú slíka veitingastaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Stokkhólmi, en ísland verður fjórða landið með veitingastað af þessari gerð, á und- an París þar sem verið er að undirbúa opnun á „Rokk-kaffi.“ - á.j. Ein vaktin á Sprengisandi. Tommi er lengst til vinstri en Helga er i miðjunni. andi, en einnig eru sólarlandaferðir, hljómflutningstæki, og meðal ann- ars er sportbíll upp á eina milljón króna í verðlaun. Það er eftirlíking af Merzedes Benz árgerð 1929, en sú árgerð gekk undir nafninu Gaz- ella. Þá má geta þess að um þessar mundir stendur einnig yfir súkku- laðiborgaramánuður. Allir við- skiptavinir okkar fá súkkulaðiborg- ara, Völuborgara, í ábæti. A sumardaginn fyrsta ætluðum við að standa fyrir hænsnakapphlaupi hér á svæðinu, en því miður þurft- um við að aflýsa því og var það gert í fullu samráði við dýravemd- unarfélög Iandsins, sem benti á að slíkt gæti haft eftirköst ef eitthvað færi úr böndum. í staðinn höfðum við sérstakt tilboðsverð á Sprengi- sandi og allur ágóði af þeim pakka rann til Styrktarfélags vangefínna. A næstunni reikna ég með að standa fyrir útitónleikum við Sprengisand. Það hefur alltaf reynst mér vel að vera með húllum- hæ og læti, ég kann ekkert annað og hver og einn gerir það sem hann kann.“ „Það sem er næst á döfínni er að opna Hard Rock-kaffí í nýja Hagkaupshúsinu. Þar er um að ræða veitingastað, sem er amerísk- ur að ætt og uppruna en fæddist í London. Þar verður boðið upp á 1, flokks steikur, kryddlegin rif og kjúklinga, grillaðan físk og stórar samlokur og síðast en ekki síst hina frægu HR-hamborgara, sem þeir eru frægastir fyrir, en reyndar er það aðalsmerki Hard Rock-veit- ingastaðanna að bjóða upp á mjög ríflegar máltíðir. Þessi veitingastað- ur í nýja verslanahúsinu verður 120 sæta. Þar verður bar, en ekki dans- að. Hins vegar verða ýmsar uppákomur og innréttingar munu Aud Opið 10-19 á virkum i á laugardögum. Morgunblaðið/Árni Johnsen Litið inn á Sprengisand og rætt Á 112 dögum í haust leið reis skyndibitastaðurinn Sprengi- sandur á mótum Reykjanes- brautar og Bústaðavegar. Það var forvitnilegt að fylgjast með verklaginu og á tilsettum tíma i nóvember var allt tilbúið frá toppi til táar og meira að segja búið að gróðursetja tré í kring- um veitingastaðinn sem er af stærri gerðinni miðað við skyndibitastaði hérlendis og bæði í eldlínunni sem veitinga- menn á Sprengisandi og í raun og veru hafa þau búið í skrif- stofu hússins um nokkurra mánaða skeið. „Sprengisandur," sagði Tómas, „er alhliða skyndibitastaður og við sérhæfum okkur í fjórum aðalrétt- um, hamborgurum, kjúklingum, sem eru djúpsteiktir undir þrýst- ingi, en sú aðferð veldur því að við Tomma þótt víðar sé leitað. En það er ekki nóg að reisa glæsilegt veit- ingahús, það þarf að reka það. Tómas A. Tómasson er eigandi Sprengisands ásamt konu sinni, Helgu Bjarnadóttur. Þau standa „Mér hefur reynst vel að vera með húllumhæ og læti“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.