Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 31

Morgunblaðið - 19.08.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 31 Ný hljómplata tekin upp í London: Krislján syngur með Konunglegn fílharmóníusveitinni Rektorar búnaðar- háskólanna funda REKTORAR landbúnaðarhá- skóla á Norðurlöndunum komu saman til fundar á Hvanneyri fyrir skömmu. Fundinn sátu rektorar og framkvæmdastjórar landbúnaðar- og dýralæknahá- skólanna í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi auk skólastjóra bændaskólans á Hvanneyri og deildarsljóra bú- vísindadeildar skólans. Aðalefni fundarins var hvernig meta beri kennsluhæfileika þeirra sem sækja um störf við skólana. Fram að þessu hefur aðaláherslan verið lögð á rannsókna- og vísinda- störf umsækjenda við mat á hæfni þeirra, en fyrir fundinum lá hins vegar nefndarálit þar sem lagt var til að tekið yrði meira tillit til kennsluhæfni við mat á umsækj- endum um stöður hjá háskólunum. Á fundinum var rætt um stöðu rannsókna við skólana. Fram kom að erfiðara er að fá ungt fólk til rannsóknastarfa en áður var. Einn- ig kom fram að miklar breytingar eru að verða á kennsluháttum þann- ig að meiri áhersla er nú lögð á sjálfsnám og eigið frumkvæði stúd- enta. Góð aðsókn er að öllum háskólunum, en þó heldur minni en verið hefur. Mun fleiri konur sækja um nám en áður, einkum í dýra- lækningum. Loðnan: Júpiter með 1.300 tonn FJÓRIR Ioðnubátar tilkynntu loðnunefnd um afla á laugardag, samtals 2.460 tonn, og um miðjan dag í gær hafði sá fimmti bæst við. Nú hafa 17 bátar hafið loðnu- veiðar. Bátamir sem tilkynntu loðnuafla á laugardag voru: Albert GK 600 tonn, Ljósfari RE 580 tonn, Þórður Jónasson EA 680 og Öm KE 600 tonn. Júpiter RE tilkynnti um 1.300 tonn af ioðnu í gær. Útsetningar Jóns Þórarinssonar á kunnum íslenskum sönglögum Morgunblaðið/Gunnar Unnið að lágningu kantsteinanna sem segir frá í fréttinni. Myndin er tekin i Stigahlíð undir Bolafjalli, þar sem senn rís radarstöð Varnarliðsins. Bolungarvík: Nýjungar í vegagerð við radarstöðina UM HELGINA hefjast í London upptökur á nýrri hljómplötu Kristjáns Jóhannssonar óperu- söngvara. Á plötunni, sem ætlað er að koma á markað fyrir jól, syngur Kristján íslensk sönglög við undirleik Konunglegu fílharmóníuhljóm- sveitarinnar í London undir stjórn Karstens Andersen. Út- setningar eru eftir Jón Þórar- insson tónskáld en upptöku stjórnar Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, sem einnig stjómaði upptöku á fyrri plötu Kristjáns. „Þessi plata verður tekin upp í CBS Studios í London eins og fyrri plata Kristjáns," sagði Björgvin í samtali við Morgun- blaðið. „Þá lék Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar undir en nú höf- um við fengið Fflharmóníuna. Upptökumaður verður Mike Ross, sem er kunnur af góðu einu í sínu heimalandi - og upptakan verður að sjálfsögðu gerð með svokall- aðri „digital“ eða stafrænni tækni. Meðal höfunda laganna, sem Kristján syngur á þessari plötu, em Sigfús Einarsson, Jón Þórar- insson, Sigvaldi Kaldalóns og Þórarinn Guðmundsson, svo nokkrir séu nefndir," sagði Björg- Bolungarvík. í SUMAR hefur verið unnið að vegarlagningu upp á Bolafjall á Stigahlíð þar sem fyrirhugað er að reisa ratsljárstöð á vegum Vamarliðsins. Þama er um að ræða venjulega vegarlagningu eins og við þekkjum þegar um er að ræða heiðarvegi. Fram- kvæmdin hefur gengið nokkuð vel og er nú kominn jeppafær vegur upp á fjallið. Það sem er nýjung við þessa vegarlagningu er að vegkanturinn upp fjallshlíðina er að stómm hluta hlaðinn með svokölluðum „gabíón- um“ eða kantstykkjum, sem em kassalaga plastnet um 3 metrar á lengd, 1 metri á breidd og hæð. Þessum kössum er skipt í þrjú hólf þannig að hvert hólf tekur 1 rúm- metra af efni. Kassar þessir em fylltir með unnu efni, eða steinum sem em af stærðinni 10-20 sm. Með því að nota þessi kantstykki er hægt að spara uppfyllingu og Kristján Jóhannsson vin ennfremur. „Þarna em á ferðinni ýmis lög sem íslendingar þekkja, svo sem Til skýsins, Þú ert og Draumalandið.“ Það er nýtt útgáfufélag, sem nefnist Strandhögg, sem gefur út þessa plötu. hafa vegkantinn brattari. Sömuleið- is fæst með þessu mun varanlegri vegkantur og minni hætta á að efn- ið renni úr veginum. Þar sem vegurinn liggur upp á fjallið er hlíðin mjög brött. Lengd vegarins frá Skálavíkurheiði og upp á fjallið er 3,5 km. Er gert ráð fyr- ir að stykkjunum verði hlaðið á um 2 km kafla. Kemur hæð hleðslunnar til með að vera frá þremur röðum og allt upp í 9 raðir. Gert er ráð fyrir að í þetta fari 1700-1800 „gabíónar". Allar framkvæmdir vegna rat- sjárstöðvarinnar em á vegum Íslenskra aðalverktaka. Það sem af er hefur verkið verið í höndum heimamanna því í vor var gerður verksamningur við Jón Friðgeir Einarsson verktaka hér í Bolung- arvík. Einu utanaðkomandi verk- takamir em frá verktakafyrirtæk- inu Suðurverk, sem sér um sprengingar, og Malarifi frá Flat- Sex eininga Salix hillusamstæða frá VIÐJU á kr. 23.800,- Hvít með bláum eða rauðum skúffum og skápahurðum. 20% ÚTBORQUb 12 MÁMAÐA QREIÐ5LUKJÖR HUSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 Þar sem góðu kaupin gerast eyri, sem sér um mölun efnis. Verkfræðiþjónusta er unnin af verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar í Reykjavík. Gunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.