Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 37,tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgimblaðsins Stórhækkun á álverðinu _ London. Reuter. ÁLVERÐ hefur stórhækkað í London að undanfömu og er ástæðan sögð sú, að álkaupmenn Japan: Rekinn fyrir nafnarugl Tókýó. Reuter. RITSTJÓRI eins stærsta dag- blaðs í Japan hefur verið rekinn úr starfi fyrir þær sakir að hafa í myndartexta farið rangt með nafn eins úr hinni keisaralegu fjölskyldu. Talsmaður Sankei Shimbun, sem er mjög útbreitt blað í Japan, sagði, að í myndskreyttri grein um dauða Takamatsu prins, bróður Hirohitos Japanskeisara, hefði nafn hins látna manns óvart fylgt mynd af þriðja bróðumum, Makasa prinsi. Akiyoshi Sawa, ritstjórinn, sem var rekinn, er 56 ára gamall og hafði starfað við blaðið í 30 ár. búist við að Bandaríkjamenn muni brátt snúa sér til Evrópu- þjóðanna eftir áli. Fréttir að vestan benda til, að framleiðslan þar anni ekki mjög aukinni eftir- spurn. Á einum mánuði hefur verð á hveiju áltonni hækkað um 120 doll- ara og er nú komið í 1290 dollara. „Bandarísku iðnfyrirtækin gengu allt síðasta ár á birgðimar í þeirri trú, að verðið héldi áfram að lækka en nú eru þau farin að bítast um bitana," sagði Anthony Hodges, sérfróður maður um áliðnaðinn. Sagði hann, að í desember sl. hefðu margir bandarískir kaupendur auk þess beðið með álkaup og trúað því, að nýja árið fagnaði þeim með enn einni verðlækkuninni. Álnotkun í umbúðaiðnaði hefur verið mikil og jöfn og eftirspum bifreiðaiðnað- arins meiri en búist var við. Kom það fram hjá Hodges, að þegar fram í sækti gæti þó gengisfall dollarans orðið evrópskum álframleiðendum þungt í skauti enda er verðið skráð í dollurum. Reuter. Fréttamyndin 1986 Fréttamynd ársins 1986 var valin í gær og féllu verðlaunin í skaut bandaríska ljósmyndaranum Alon Reininger fyrir myndina „Alnæmi í Bandaríkjunum". Er hún af manni, sem er langt leiddur af sjúk- dómnum og lést nokkrum dögum eftir að myndin var tekin. Börn íBeirut Reuter. Ekki tókst í gær að koma matvælum til flóttamann- anna í Bouij Al-Barajneh í Beimt og virðist enginn endir ætla að verða á hörmungum fólksins. Rejmt var að fara á tveimur bílum, merktum Sameinuðu þjóðunum, inn í búðimar en hermenn shíta, sem setið hafa um búðimar frá því í október, skutu á þá og drápu einn mann. Ástandið í búðunum er skelfilegra en orð fá lýst, algjör matarskortur og engin lyf fáanleg. Þessi mynd var tekin þegar her- mönnum úr líbanska hemum tókst að koma nokkmm bömum burt úr búðunum og í ömggara hæli. Moskva: Lögreglan ber á mótmælendum Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR öryggislögreglu- menn réðust í gær á og mis- þyrmdu konu, sem hafði ásamt nokkrum öðrum efnt til mótmæla á götu í Moskvu. Var fólkið að vekja athygli á örlögum gyðings- ins og andófsmannsins Iosifs Begun, sem er i fangabúðum og fær ekki frelsi vegna þess, að hann vill ekki hætta afskiptum af mannréttindamálum. Nokkur hópur manna hefur í fimm daga safnast saman í stutta stund á Arbat, göngugötu í Moskvu, til að mótmæla fangelsun Beguns og fékk það óáreittur fyrstu dag- ana. í fyrradag var hins vegar beitt snjóplógi til að tvístra fólkinu og í gær réðust nokkrir óeinkennis- klæddir lögreglumenn á Nataliu Noregur: Ætla að leyfa olíuvinnslu skammt frá flotastöð Sovétmanna á Kolaskaga Stafangi. Reuter. NORÐMENN hafa í hyggju að leita að olíu og gasi í Barents- hafi, á svæði, sem er mjög viðkvæmt i hemaðarlegu tilliti og skammt frá bækistöðvum sov- éska norðurflotans á Kolaskaga. Arae Öien, orku- og oliumálaráð- herra norsku stjóraarinnar, skýrði frá þessu í gær. Öien sagði, að erlendum olíufélög- um yrði leyft að leita olíu í Barents- hafi en á þessu ári verður þó undanskilið það svæði, sem Norð- menn og Sovétmenn hafa deilt um í 14 ár. Sovétmenn hafa einnig aukið olíuleit á sínum hluta haf- svæðisins og hafa þar nú þijá olíuborpalla. Vamarmálasérfræðingar í Ósló segja, að Sovétmenn hugsi vafa- laust til þess með hryllingi að fá bandaríska eða vestur-evrópska olíuborpalla á svæði, sem er í nokk- urs konar þjóðbraut fyrir kjam- orkukafbáta þeirra. Einar Förde, varaformaður Verkamannaflokks- ins, hefur hins vegar tekið það skýrt fram, að ekki áe unnt að útiloka bandarísk fyrirtæki þar sem þau stunda nú þegar olíuvinnslu á norska hluta Norðursjávarins. Norðmenn og Sovétmenn hafa í 14 ár deilt um hvar draga skuli miðlínuna í Barentshafi en sérfræð- ingar olfufélaganna telja, að þar sé að fínna auðugar olíulindir. Úr Norðursjónum fá Norðmenn nú eina milljón olíutunna á dag en búist er við, að Iindimar þar verði að mestu þurrausnar um aldamót. Beckman, gyðingakonu, sem marg- oft hefur reynt að fá leyfi til að flytjast úr landi. „Hún var dregin á hárinu eftir götunni og sex menn a.m.k. spörkuðu í hana af öllu afli,“ sagði eitt vitnanna að atburðinum. Beckman var skilin eftir á götunni og hringdu þá vinir hennar og báðu um sjúkrabíl en hann kom ekki. Boris, sonur Beguns, var meðal fímm manna, sem færðir voru á nálæga lögreglustöð og er að haft eftir einum þeirra, að fjórir lög- reglumenn hafi lamið höfði Borisar utan f vegg og barið hann. Þrír vestrænir fréttamenn vora auk þess teknir fastir í nokkum tíma. Inna, eiginkona Beguns, sagði fiétta- mönnum, að lögregumenn hefðu setið um heimili hennar og komið í veg fyrir, að hún gæti tekið þátt í mótmælunum. Iosif Begun var árið 1983 dæmdur í sjö ára fang- elsi fyrir andsovéskan áróður og var ekki hafður með þeim andófsmönn- um, sem voru látnir lausir fyrr í mánuðinum. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins, sagði þá, að það væri vegna þess, að hann hefði neitað að undirrita yfírlýsingu um að hætta afskiptum af mannréttinda- málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.