Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Er Alþýðuf lokkurinn á móti almennum úrbót- um í húsnæðismálum? eftir Halldór Blöndal Hinn 10. febrúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismann undir þessari myndarlegu fyrirsögn: „Húsnæðiskerfið riðlar til falls.“ Of langt mál yrði að rekja einstök efnisatriði. Sum þeirra hafa við rök að styðjast, önnur ekki. Sum eru hálfsögð saga, önnur lýsa almennt þeim erfiðleikum, sem hljóta ávallt að fylgja þegar tekið er upp nýtt húsnæðislánakerfi, vegna ótal óvissuþátta, sem því eru samfara. Ekki síst eins og nú stendur á, eft- ir að lán Húsnæðisstofnunar hafa margfaldast og strangari kröfur eru gerðar um úrvinnslu umsókna en áður. Grunnurinn að nýja húsnæðis- lánakérfínu var lagður með febrúar- samningunum fyrir ári. Þá hafði mikil umræða og órói orðið í þjóð- félaginu vegna þess að fyrirgreiðsla Byggingarsjóðs ríkisins hafði um árabil (líka þegar Magnús Magnús- son var félagsmálaráðherra) reynst ónóg, svo fjöldi þeirra húsbyggj- enda og kaupenda, sem höfðu lent í alvarlegum greiðsluerfíðleikum, fór vaxandi. Og þótt ráðstafanir hefðu verið gerðar til að veita við- bótarlán, var sýnt að nýir myndu bætast við í stað hinna, sem höfðu fengið úrlausn sinna mála. Sumir misstu íbúðir sínar. Það var því óhjákvæmilegt að varpa fyrir róða því húsnæðislánakerfí, sem hér hafði verið of lengi við lýði, og byggja upp annað í þess stað. Eftirtalin sjónarmið voru lögð til grundvallar hinu nýja húsnæðis- lánakerfi: 1. Menn skyldu hafa rétt til þess að sækja um lán úr Byggingar- sjóði ríkisins áður en þeir hæfu byggingu íbúðar eða skrifuðu undir kaupsamning. Húsnæðis- stofnun skyldi síðan svara innan tveggja mánaða, hvenær lánið yrði til reiðu. Þetta á að gera viðkomandi kleift að haga fram- kvæmdum eða kaupum í samræmi við útgreiðslu Iánsins. Ljóst er að til lengdar er þetta til mikils hagræðis og sparnaðar fyrir lántakendur. 2. Hámarkslán til þeirra sem ekki eiga íbúð fyrir er rétt um 2,5 millj. kr. og að hámarki 70% af eftirdr. Odd Guðjónsson Undanfarið hefur Halldór Lax- ness lesið í útvarpið sögu sína „í túninu heima“. Hefur sá flutningur verið mér og væntanlega einnig öðrum á líku aldrusskeiði til mikill- ar ánægju og upplyftingar. Að vísu geng ég út frá því sem vísu, að hugarheimur Halldórs hafí þá, sem og síðar, verið myndríkari en flestra okkar hinna, sem slitu bamsskón- um hér í Reykjavík á fyrstu tveimur tugum aldarinnar. Tilefni þess, að ég minnist á þetta hér, er atvik, sem rifjaðist upp fyr- ir mér og átti sér stað fyrir liðlega 30 árum í Vínarborg. Ég hafði ver- ið, eins og oft kom fyrir á þessum árum, í samningaerindum erlendis. Ég bjó þá á þægilegu hóteli í hliðar- götu frá Kártnerstrasse (staðurinn hét Astoria). Dag einn um hádegisbilið lá leið mín inn í matsal hótelsins og hugð- ist ég fá mér eitthvað að borða. byggingarkostnaði, sem svarar til þess að íbúðin sé tilbúin und- ir tréverk eða svo. Samsvarandi lán til að kaupa notaða íbúð er rúmlega 1,7 millj. kr. og sömu- leiðis til þeirra húsbyggjenda, sem eiga íbúð fyrir, en þeir fá 1,2 millj. kr. til kaupa á notaðri íbúð. Þessi lán eru til 40 ára, verðtryggð og bera 3,5% vexti. 3. Lánin hækka í samræmi við byggingarvísitölu til útborgun- ardags, gagnstætt því sem áður var. Það þýðir, að viðkomandi getur tekið bráðabirgðalán í sínum viðskiptabanka og treyst því, að húsnæðislánið hækki í samræmi við það. Ef svo hefði verið á liðnum árum, hefðu margir þeirra, sem lentu í greiðsluerfiðleikum, sloppið við þá ömurlegu reynslu. 4. Húsnæðisnefndin, sem skipuð var fulltrúum allra þingflokka, var sammála um, að það öryggi sem fælist í því, sem ég hef nú lýst, væri grundvallaratriði. Ef ónógu fé væri veitt til húsnæðis- lánakerfisins ætti að mæta því með því að biðtími eftir lánum lengdist fremur en að draga úr lánveitingum til hvers einstaks eða láta lántakendur standa í sömu óvissunni og áður um það, hver lánsfyrirgreiðslan raun- verulega væri eða hvenær hún yrði látin í té. Ég er Jóhönnu Sigurðardóttur sammála um það, að fleiri hafa sótt um fyrirgreiðslu úr Byggingar- sjóði ríkisins en áður. Ég hygg t.d. að fjöldi lánsumsókna til kaupa á notuðum íbúðum hafí tvöfaldast eða svo. Ástæðan er einfaldlega sú, að svonefnd G-lán Byggingarsjóðs ríkisins voru orðin svo lítilfjörleg og komu svo seint, að menn hirtu ekki um að sækja um þau. Af sömu ástæðu var það mjög áberandi, að margir þeirra sem lent höfðu í greiðsluerfíðleikum, voru að reyna að stækka við sig, en gátu ekki selt sína fyrri íbúð fyrr en seint og um síðir, auk þess sem hinn al- menni fasteignamarkaður var í engu samræmi við verðbólguþróun á hvcijum tíma. Sú skoðun ruddi sér því til rúms, að nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til að auð- velda sölu notaðra íbúða. Það gat því ekki komið neinum á óvart að Fátt var þar gesta, en við næsta borð við mig sátu tveir menn, sem ég í fyrstu veitti enga athygli. Á þessu varð þó brátt breyting, því ég heyrði, að umræður þeirra sner- ust um ísland og ýmsa mæta menn, sem ég brátt komst að raun um að voru m.a. Ragnar í Smára og Halldór Laxness. Voru gestimir mjög sammála um ágæti þeirra og mannkosti. Varð ég þess áskynja, að hér voru á ferð tónlistarmenn, sem allnáin kynni höfðu af landi mínu. Nú, er hér var komið, var mér orðið ljóst, að þessi hegðun mín væri mjög ósæmileg, því ekki væri það siðaðra manna háttur „að standa á hleri“. Af einhverjum mér nú óskiljan- legum ástæðum sagði ég ekki til mín og baðst afsökunar á þessu framferði mínu. í þess stað kallaði ég á þjóninn er gestimir yfírgáfu matsalinn og spurði hvaða menn þetta væru. Þjónninn svaraði undr- andi: „Ó, þér þekkið ekki þessa herra? Þetta eru heimsþekktir lista- Halldór Blöndal „ Aðilar vinnumarkað- arins eru sammála um, að nauðsynlegt sé að láta á það reyna, hvern- ig nýja húsnæðislána- kerfið reynist. Það felur í sér raunveruleg- ar úrbætur öllum til handa — úrbætur sem sýndust órafjarri fyrir rúmu ári.“ markaðsverð þeirra hækkaði nokk- uð eftir gildistöku nýju laganna. Ég hygg að auðvelt sé að sýna fram á, að það hafí ekki verið ósann- gjarnt alls staðar. En vitaskuld kemur fleira til, ef tekið er dæmi af einstökum íbúðum á stöðum eða í hverfum, sem eftirsóknarverð þykja. Við eigum auðvitað ekki að láta það aftra okkur í að gera nauð- synlegar úrbætur á húsnæðislána- kerfinu, þótt það hafí áhrif á íbúðamarkaðinn í stuttan tíma. Við þá, sem þannig hugsa, á staka Steingríms Thorsteinssonar vel við: menn, Adolf Busch og Rudolf Serkin.“ Að þessu þóttist ég að vísu hafa komist á meðan ég „stóð á hleri", enda þótt ég hefði ekki séð þessa snillinga áður. Við flutning sögunnar í útvarpið kom mér í hug, að fróðlegt hefði verið fýrir þá Busch og Serkin að vita af fyrstu kynnum Halldórs af músík, svo skemmtilega sem þar er frá þeim sagt í sögunni. En á þeim tíma hafði „í túninu heima" enn ekki séð dagsins ljós né heldur hafði Halldór þá hlotið Nóbelsverð- launin. Að lokum skal þess getið, að það var fyrst löngu síðar, að ég sagði Ragnari frá framangreindu atviki, en það var í sambandi við útkomu samtalsbókar um hann 1982. Hall- dór kemur þar einnig við sögu og greinir frá samskiptum þeirra fé- laga af ýmsum málum, m.a. á sviði tónlistar. Höfundur er fyrrverandi sendi- herra. Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn; finni hann laufblað fólnað eitt, þá fordæmir hann skóginn. Ég tek undir með Jóhönnu Sig- urðardóttur þegar hún segir, að „brýnt er einnig að skoða sérstak- lega vanda þeirra hópa sem fengu lán á umliðnum árum og nú eru í miklum greiðsluerfiðleikum". í leið- inni bendi ég á, að þessi orð undirstrika yfirburði hins nýja hús- næðislánakerfís. Nú kann það vel að vera, að nauðsynlegt sé að auka það ijár- magn, sem Byggingarsjóður ríkis- ins hefur, jafnvel þegar á þessu ári. Sú mynd er smám saman að skýrast. Á hinn bóginn minni ég á, að biðtími eftir lánum segir ekki alla sögu. Flestir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þannig hafa marg- ir umsækjenda ekki hafíð byggingu íbúðarhúsnæðis né fest kaup á íbúð, þegar umsókn er sótt. Jóhanna Sigurðardóttir segir: „Kaupleiguíbúðir sem Alþýðuflokk- urinn hefur ítarlega kynnt á undanförnum mánuðum er tví- mælalaust hagstæðasti kosturinn í húsnæðismálum í dag.“ Hann er sá að Húsnæðisstofnun eigi að leggja fram 80—85% byggingarkostnaðar, en viðkomandi sveitarfélag það, sem upp á vantar, og á framlag sveitarfélagsins að vera vaxta- og afborgunarlaust svo lengi sem við- komandi sýnist að láta íbúðina heita leiguíbúð en vera lánuð til 30 ára ef til þess kæmi, að viðkomandi lýsti því einhliða yfír, að hann vildi kaupa hana og tæki hann þá við húsnæðislánunum eins og þau stæðu á þeim tíma. Þetta er auðvit- að notalegur kostur fyrir þann örlitla minnihluta, sem hans fengi að njóta. En hinir, sem yrðu að spjara sig á eigin spýtur, yrðu að borga brúsann með hærri sköttum til ríkisins og þó sérstaklega til sveitarfélagsins. Tilboð af þessu tagi er óraljarri þeim jöfnuði, sem Alþýðuflokksmenn vilja leggja í orðið ,jafnaðarmaður“, þegar þeim sýnist að tala svo. Að síðustu þetta: Aðilar vinnu- markaðarins eru sammála um, að nauðsynlegt sé að láta á það reyna, hvemig nýja húsnæðislánakerfíð reynist. Það felur í sér raunveruleg- ar úrbætur öllum til handa — úrbætur sem sýndust órafjarri fyrir rúmu ári. Grundvallarhugsunin er sú, að sem flestum sé gert kleift að búa í eigin húsnæði, sem hefur verið aðal okkar íslendinga, enda sýndi það sig í húsnæðiskönnun unga fólksins, að hugur meira en 90% þeirra stóð til þess. Einnig þótt það yrði að leggja nokkuð á sig til þess að svo mætti verða. Höfundur erannaraf alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Dr. Oddur Guðjónsson „Við flutning sögunnar í útvarpið kom mér í hug, að fróðlegt hefði verið fyrir þá Busch og Serkin að vita af fyrstu kynnum Halldórs af músík, svo skemmtilega sem þar er frá þeim sagt í sögunni.“ 20 milljón- ir í fram- kvæmda- styrki til íþrótta- félaga Á FUNDI borgarráðs 10. febrúar sl. var samþykkt tillaga íþrótta- og tómstundaráðs frá 5. febrúar sl. um úthlutun á fé til fram- kvæmda á svæðum iþróttafélaga í Reykjavík. I fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 1987 er gert ráð fyrir 20 m.kr. til þessa verkefnis en var í áætlun 1986 4,8 m.kr. Framkvæmdafé til félagavalla skiptist sem hér segir skv. 80% reglu: Glímufélagið Ármann til endur- byggingar og stækkunar á grasvelli við Sigtún, kr. 2.500.000. íþróttafélagið Fylkir til fram- kvæmda við grasvöll í Árbæjar- hverfi, kr. 2.400.000. íþróttafélagið Leiknir til fram- kvæmda við bað- og búningsklefa við Austurberg, kr. 2.000.000. Iþróttafélag Reykjavíkur til framkvæmda við girðingar og byij- unarframkvæmdir við grasvöll í Suður-Mjódd, kr. 3.200.000. Knattspyrnufélagið Fram vegna framkvæmda við lóð og umhverfi svæðis við Safamýri. Lokagreiðsla kr. 1.800.000. Knattspyrnufélag Reykjavíkur til framkvæmda við stæði fyrir áhorf- endur, bað- og snyrtiaðstöðu og girðingar á svæði við Frostaskjól, kr. 2.200.000. Knattspymufélagið Valur til framkvæmda við grasvöll við Hlíðarenda, kr. 3.800.000. Knattspymufélagið Víkingur vegna uppgjörs á framkvæmdum 1986 við grasvöll, kr. 400.000. Knattspymufélagið Þróttur til byijunarframkvæmda við grasvöll og endurbyggingu á malarvelli við Sæviðarsund, kr. 3.500.000. Mývatnssveit: Kappræður málfreyju- kvenna og kiwaniskarla Mývatnssveit. HART var barist, sótt og varist, í Hótel Reynihlið sl. þriðjudags- kvöld er kiwanisklúbburinn Herðubreið tók áskorun frá mál- freyjudeildinni Flugu í Mývatns- sveit um kappræðufund. Umræðuefnið var: „A að leggja ríkisfjölmiðla niður“. Það var vitað að málfreyjur höfðu mikla og góða æfíngu í ræðu- mennsku, en kiwanisfélagar öllu rniiini. Þrátt fyrir það var talið sjálf- sagt að taka áskorun þeirra Flugukvenna. Ræðumenn vom frá Herðubreið voru þeir Róbert Agnarsson, Amþór Bjömsson og Héðinn Sverrisson. Frá málfreyjudeildinni Flugu voru þær Ingibjörg Gísladóttir, Guðrún Jakobsdóttir og Sveina Sveinbjöms- dóttir. Liðsstjórar voru Stefán Leifsson og Auður Vésteinsdóttir. Auk þeirra voru dómarar, tímaverð- ir og teljarar. Meðmæltir tillögunni voru kiwanismenn en andmælendur voru ræðumenn Flugu. Kiwanisfélagar í Herðubreið þakka málfreyjudeildinni Flugu fyr- ir ánægjulegan kappræðufund og óskar henni gæfu og gengis. Kristján “Staðið á hleri“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.