Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 49 Matthías Hallmanns- son — Minningarorð glettnin yljuðu öllum sem nutu ná- vistir hennar. Dillandi hlátur hennar og græskulaust gamanið kom öllum í gott skap. Það er dýrmætur fjár- sjóður að fá slíkt í vöggugjöf og geta miðlað öðrum. Við, félagar hennar í kirkjukórnum, eigum margar yndislegar minningar úr starfi okkar, minningar sem við geymum hið innra. Við söknum hennar öll. Kristín, Þráinn og börn og litla Guðrún Bryndís. Við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. í minning- unni eigið þið það ljós sem mun lýsa ykkur fram á veginn. Með þessum fátæklegu orðum þökkum við af alhug Gunnu Dóru samfylgdina. Nágrannakonurhenn- ar þakka henni allan aksturinn á söngæfingarnar. Guð blessi minningu Gunnu Dóru. Kórfélagarnir Kveðja frá skólasystrum Kvennaskólans á Blönduósi veturinn 1963—64 Haustið 1963 mætir hópur ungra stúlkna víðsvegar að af landinu til náms við Kvennaskólann á Blöndu- ósi, glaðværar og fullar lífsgleði. Hópurinn samlagaðist fljótt og er óhætí að fullyrða að mikil sam- kennd hafi ríkt meðal nemenda. Samband hefur haldist, þó mismik- ið. Skarð er höggvið í hópinn og eftir stöndum við orðfáar, slys hef- ur orðið, það er ekkert hægt að gera. Því reynum við að minnast, minnast alls sem Gunna Dóra gaf okkur. Hún var góðum hæfileikum gædd, laðaði alla að sér með glað- væru viðmóti og hlýju, var hrókur alls fagnaðar á glöðum stundum, hafði fallega söngrödd og naut þess að syngja. Leiðir okkar Gunnu Dóru lágu einmitt saman á kirkjukóra- námskeiðum í Skálholti þar sem við nutum samvista við yndislega tón- list og söng. Það voru ógleymanleg- ir dagar. Ég hef átt því láni að fagna að gista heimili þeirra hjóna að Laug- arbakka og njóta frábærrar gest- risni og hjálpsemi þegar ég var á ferðalagi með fjölskyldu mína og eitt bamanna veiktist. Þá tók hún á móti okkur og aðstoðaði mig við að fá læknishjálp, og ekki var um að tala annað en að gista hjá henni. Ég held að gagnkvæmt traust hafi ríkt okkar á milli. Til dæmis um það vil ég nefna, að eitt sinn kom tii mín ung stúlka sem hugði á dvöl um tíma í Stykkishólmi og þekkti fáa, kveið eitthvað dvölinni. Hún heilsar mér og spyr hvort hér væri ekki Magndís. Þegar ég svara játandi segir hún: „Gunna Dóra sagði að mér væri óhætt að banka upp á hjá þér.“ Mér þótti ólýsanlega vænt um þetta, vinir hennar máttu og gátu líka verið mínir vinir. Við reyndum að hafa samband þannig að ekki slitnuðu tengsl okk- ar í milli og nú föstudaginn 30. janúar sl. fékk ég frá henni hinstu kveðju í póstinum, þar sem hún segir mér frá sínum högum og fjöl- skyldu sinnar. Elstu börnin farin að heiman, farin að búa, fækkað hefur á heimilinu og enginn kallar „amma" þegar hún kemur heim, en litla ömmubarnið var henni afar kært. Yfir bréfinu var sami hressi- leiki og áður og í næsta bréfi yrði sagt frá London-ferðinni. Með þessum fátæklegu línum viljum við skólasystur hennar þakka henni samfylgdina og biðja henni blessunar á æðri stöðum. Innilegar samúðarkveðjur send- um við móður, eiginmanni og börnum hennar og biðjum guð að styrkja þau á erfiðum stundum. Magndís Alexandersdóttir Guðrún Halldóra Helgadóttir var fædd þann 18. apríl 1946. Hún var dóttir Kristínar Jónsdóttur og Helga Benediktssonar á Hvammstanga og var einkabarn þeirra hjóna. Kynni okkar Gunnu Dóru en svo var hún ávallt kölluð hófust þegar ég flutti til Hvammstanga árið 1962. Reynd- ar höfðum við sést áður og var kunningsskapur milli foreldra okk- ar. Við urðum því fljótt vinkonur enda jafngamlar. Veturinn 1963—64 dvöldum við í Húsmæðra- skólanum á Blönduósi. Við vorum þar saman í herbergi ásamt tveimur vinkonum. Það var ógleymanlegur vetur í góðra vina hópi. Leiðir okk- ar Gunnu Dóru skildu ekki þótt skólanum lyki heldur hófum við störf á sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga og unnum þar uns ég flutti til Reykjavíkur. Gunna Dóra giftist árið 1965 Þráni Traustasyni og settust þau að á Laugabakka í Miðfirði. Börn þeirra eru þijú, Kristín Harpa, Sig- urður Helgi og Fríða Birna. Kristín Harpa á dóttir ársgamla, Guðrúnu Bryndísi. Þó svo að við stöllumar byggjum nú sitt á hvoru landshominu hélst ávallt samband milli okkar. Gunna Dóra var ein af þeim alltof fáu í nútíma samfélagi sem gefa sér tíma til að sinna vinum sínum, með heim- sóknum, símtölum eða bréfaskrift- um. Vinkona mín var einstaklega ættfróð og minnug á merkisdaga þeirra sem hún þekkti. Eitt af síðustu verkum hennar var að senda móður minni heillaskeyti í tilefni af afmæli hennar. Gunna Dóra var einstaklega fé- lagslynd og söngelsk og söng m.a. í Kirkjukór Melstaðakirkju. Nú skiljast leiðir að sinni svo miklu fyrr en okkur hafi dottið í hug og eiga þessar fáu línur að færa þakklæti mitt fyrir allar ánægjustundimar sem við áttum saman í leik og starfí. Við sem eft- ir stöndum geymum minninguna um hana og óskum henni velfarnað- ar í nýjum heimkynnum. Ég og fjölskylda mín vottum móður, eiginmanni, bömum og öðr- um ættingjum hennar, okkar dýpstu samúð. Megi Guð blessa þau og gefa þeim styrk í þessari þungu sorg. Ég kveð vinkonu mína með sökn- uði. Guð blessi minningu hennar. Solla Fæddur 9. desember 1908 Dáinn 9. febrúar 1987 Aðfaranótt mánudagsins 9. febr- úar lést afí minn, Matthías Hall- mannsson, í Borgarspítalanum tiltölulega stutta legu. Hann fædd- ist 9. desember 1908 í Vömm, Garði. Foreldrar hans voru Hall- mann Sigurðsson og Ágústa Sumarliðadóttir frá Lambhúsum, Garði, og ólst hann þar upp. Hann var giftur Sigríði Jóhann- esdóttur og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust íjögur börn; Ágúst Hallmann, skírður í höfuðið á ömmu sinni og afa og tóku þau slíku ást- fóstri við hann að hann ólst upp hjá þeim í Lambhúsum þar til hann slasaðist aðeins sextán ára að aldri við íþróttaiðkun; Kristín Valgerður, húsmóðir í Keflavík, gift Kjartani Ólasyni, fískverkanda; Guðmundur Jóhannes, flugafgreiðslumaður í Keflavík, kvæntur Ingu B. Hólm- steinsdóttur; Hjörleifur Bjami, málarameistari, Keflavík. Afabörn- in em fimm og langafabörnin einnig fímm. Við afí vomm mjög samrýndir og em margar mínar bestu endur- minningar frá þeim stundum sem við áttum saman. Ég man t.d. vel eftir því þegar ég sem smápatti arkaði úr Lyngholtinu yfír svæðið, þar sem nú er fótboltavöllurinn í Keflavík, upp á Faxabraut þar sem hann var að byggja, til að hjálpa honum að múra. Sama var upp á teningnum þegar hann byggði í Háholtinu, ég fór að hjálpa afa. Seinna vann ég svo með honum hluta úr tveimur summm sem hand- langari og höfðum við nógan tíma til að ræða málin og skiptast á skoðunum. Þó var afí ekki ræðinn maður og eyddi ekki tíma í óþarfa orð. Okkur kom alltaf mjög vel sam- an og höfðum í megindráttum sömu áhugamál. Eitt af þeim áhugamál- um var lestur góðra bóka, en hann átti veglegt bókasafn sem hann hafði safnað að sér í gegnum tíðina. Þau vom ekki mörg skiptin sem ég kom í Háholtið eða Norðurgarðinn sem ég sá hann ekki með bók í hendi og það er ég viss um að hann hafði lesið hveija einustu bók a.m.k. tvisvar sinnum, ef ekki oftar. Annað áhugamál hans var að skrásetja endurminningar sínar og Leiðrétting I niðurlagsorðum í minningar- grein um Tómas Hallgrímsson frá Siglufírði varð misritun. Með þess- um orðum átti greininni að ljúká: „Kæra Björk, við biðjum Guð að styðja þig og styrkja og sendum einlægar samúðarkveðjur til þín og systkina hans. Blessuð sé minning Tómasar Hallgrímssonar. hefur hann fengið þær birtar í tíma- ritinu Faxa sem gefið er út á Suðurnesjum. Flestar þeirra eru frá unglingsárunum og greina frá ein- hveijum minnisstæðum atburðum, s.s. sjávarháska, ofsaveðrum eða góðum aflabrögðum. Þó er ein grein mér minnisstæðust af öllum hans skrifum. Það er lýsing ’nans á því þegar hann heimsótti mig og mína fjölskyldu til Flórída í Bandaríkjun- um, en ég var þar við nám. Þar er góð lýsing á tilfinningum gamals manns sem kemur í fyrsta sinn til útlanda, hvernig hann skynjar hinn framandi heim og ber hann saman við þann heim sem hann hefur alist upp við. Hann var þá 75 ára. Þá eru líka ógleymanlegar stund- irnar sem ég átti á Faxabrautinni og í Háholtinu. Báðir þessir staðir voru sem annað heimili mitt og gat ég gengið þar inn og út eins og ég vildi. Aldrei voru jólin fullkomin fyrr en búið var að fara til afa og ömmu í kakó og kökur á aðfanga- dagskvöld og afi búinn að mynda allt og alla, fyrst á kassamyndavél- ina og seinna meir á kvikmynda- tökuvélina. Við skemmtum okkur svo seinna, er við eltumst, við að skoða þessar myndir. Þeir sem þekktu afa minn vissu að hann gæfíst ekki upp fýrr en í fulla hnefana en nú er hetjulegri baráttu við örlagavaldinn lokið. Eftir lifa minningarnar, bæði hjá vinum og vandamönnum. Ég þakka afa ófáar ánægjustundimar sem hann veitti mér í gegnum tíðina. Það er hveijum manni heiður að hafa þekkt hann og kynnst honum. Blessuð sé minning hans. Matthías Kjartansson 4? SVAR MITT eftir Billy Graham Upprisulíkami Jesú Hvers eðlis var upprisulíkami Jesú? Að hvaða leyti var hann frábrugðinn venjulegum mannslikama? Biblían lýsir Jesú ekki glöggt eftir upprisuna, þó að það sé skýr boðun hennar að hann hafi risið upp frá dauðum og haldið áfram að vera í mannlegum líkama sínum. Hann kom því ekki aðeins fram sem fyrirburður eða andi heldur hafði hann raunverulegan mannslík- ama. Þetta er eitt af því sem hann notfærði sér þegar hann hvatti efagjarnan lærisvein sinn, Tómas, til að trúa: „Kom hingað með fmg- ur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína.“ (Jóh. 20,27). Þó er ljóst að eðlisbreyting hafði orðið í líkama Jesú við uppris- una. Páll kallaði það andlegan líkama (1. Kor. 15,44). Jesús var ekki háður venjulegum takmörkunum tíma og rúms. Hann gat t.d. farið gegnum vegg inn í lokað herbergi (sjá Jóh. 20,19). Mikilvæg- ara er að þetta var líkami sem ekki mundi framar þola áþján sársauka og dauða. Hann virðist hafa breyst í útliti því að lærisveinamir þekktu hann ekki alltaf strax, eins og þegar hann varð samferða tveimur þeirra á leiðinni til Emmaus (sjá Lúk. 24,13—35). Upprisa Jesú Krists minnir okkur á að sá dagur kemur þegar öllum þeim sem þekkja Krist verður líka gefínn nýr líkami og við munum lifa með honum á himnum að eilífu. Ég er viss um að við getum ekki einu sinni ímyndað okkur hvílík dýrð það verður. „Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir mun- um vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður, því að lúðurinn mun gjalla, og hinir dauðu munu upp rísa óforgengilegir og vér munum umbreytast," (1. Kor. 15,51—52). Þetta er allt jafnöruggt og sjálf upprisa Jesú, og það gefur okkur von fyrir framtíðina. En í þessu er líka hvatning um að við gerum okkur grein fyrir hvort við þekkjum Krist og síðan hvort við lifum honum þennan stutta tíma spm okkur er ætlaður að þjóna honum hér á jörð. TOBI NU erum við líka á íslandi f- VIÐ ERUM TOBI INTERNATIONAL — HÖNNUÐIR, — RÁÐGJAFAR OG FRAMLEIÐENDUR INNRÉTTINGA í VERSLANIR — EINNIG SJÁUM VIÐ UM UPPSETTNINGAR. VIÐ HÖFUM MEÐAL ANNARS SÉÐ UM INNRÉTTINGAR í STÓRMARKAÐI OG VÖRUHÚS ÁSAMT FJÖLDA SÉRVERSLANA Á NORÐURLÖNDUM, ÞÝSKALANDI OG MIÐ-AUSTURLÖNDUM. VIÐ ERUM LYKILLINN AÐ BETRI OG HAGKVÆMARI VERSLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.