Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 51 °g byggja þar myndarlegt einbýlis- hús við Kléberg. Um svipað leyti fer Guðni að huga að fískverkun og kaupir húsnæði þar að lútandi. Var nú fiskur verkaður í salt, keypt- ir hjallar og hengt upp í skreið. Þá var einnig verkuð og söltuð sfld er best lét. Síðar var hafín framleiðsla á fóðri fyrir refi eða um svipað leyti og sú atvinnugrein fór að þróast hjá þeim er vildu breyta til úr hefð- bundnum búskap. Verður ekki annað sagt en allmikil umsvif hafí verið hjá Guðna enda maðurinn duglegur og óragur við að leggja í framkvæmdir er hann taldi skyn- samlegar. Auðvitað varð Guðni fyrir áföllum í útgerðinni svo sem þegar Bjami Ólafsson slitnaði upp af leg- unni og rak upp í flöru í vonskuveðri og fleira sem ég er ekki að tíunda hér. Þau létu það ekki beygja sig heldur unnu markvisst saman. Þessum rekstri hélt Guðni áfram í tæp 20 ár. Árið 1982 selja hjónin eigur sínar og flytja á Selfoss. Þá réðust þau einnig í þær fram- kvæmdir að kaupa jörðina Hoftún sem er skammt fyrir ofan Stokks- eyri. Þar byggðu þau upp myndar- legt refabú og auk þess hafði Guðni þar marga hesta. Naut hann þess vel og hafði mikla ánægju af ferða- lögum á hestbaki skemmri eða lengri leiðir um landið. Þá fór hann oft í fjárleitir, hvort sem var að vori að reka fé á fjall ellegar fara í Qárleitir á haustin. Sagði hann þessi ferðalög hafa veitt sér ómælda ánægju. Bæði það að kynnast skemmtilegum og duglegum leitar- mönnum og svo hitt að ferðast um íslenska náttúru og kynnast töfrum hennar við aðstæður sem þessi ferðalög gæfu. Þegar menn kveðja skilja þeir eftir ákveðna mynd í hugum þeirra er til þekktu. Það fór ekki milli mála að Guðni var ákaflega mynd- arlegur maður, hávaxinn, þrekinn og samsvaraði sér vel. Karlmannlegur í allri framkomu enda hraustmenni hið mesta. Staf- aði frá honum hressandi blær, sem kom vel fram í hinu glaðværa við- móti hans. Var ákveðinn ef því var að skipta og lét þá ógjaman sinn hlut, ef honum fannst á sig hallað. Lítt gefinn fyrir að láta aðra stjóma sér en féll betur að halda sjálfur um stjómvölinn. Hann valdi sér það hlutskipti í lífinu sem féll að þessum lífsstfl hans. Þegar Guðni var í lög- reglunni í Reykjavík myndaðist félagsskapur nokkurra lögreglu- manna, er stunduðu sjósund, undir leiðsögn hins þekkta sundkappa, Eyjólfs Jónssonar. Guðni var einn þessara félaga og synti hann meðal annars svokall- að Skeijaflarðar- og Viðeyjarsund. Eyjólfur sagði mér að Guðni hefði haft mikla möguleika til að ná langt í þessari íþrótt, sökum hreysti sinnar og fylgni. Það kom sér vel fyrir Guðna seinna meira að hafa lært að stinga sér í ölduna. Það var í vonskuveðri fyrir utan Þorláks- höfn aó lítt sjmdan mann tók út af bát. Guðni stakk sér á eftir manninum og bjargaði honum. Var þetta talið þrekvirki en Guðni taldi kennslu Eyjólfs hafa hjálpað sér mikið við björgunina. Margir bera sáran söknuð í hjarta við hið sviplega fráfall Guðna, svo sem öldmð móðir, böm, bamaböm, systkini og vinir. En þó held ég að ekki fari hjá því að Ósk Gísladóttir tregi sinn lífsförunaut mest, þótt þau hafi slitið samvistir á síðast- liðnu ári og leiðir skilið. Þeirra hjónaband varði í hartnær þijátíu ár, þar sem þau studdu hvort annað í blíðu sem stríðu. Um síðustu jól fór Guðni í þriggja vikna ferðalag meðal annars til ísraels, og fór að skoða sögustaði Biblíunnar. Fór þar um er Kristur hafði lifað og starfað er hann var hér á jörðinni. Hafði Guðni hina mestu ánægju af þessu ferðalagi og sagði að það hefði stækkað og víkkað sjóndeildarhringinn. Nú, einum og hálfum mánuði seinna, er Guðni lagður af stað í miklu stærra ferðalag. Þar mun hann kynnast af eigin raun þeim fyrirheitum sem Jesús Kristur gaf mönnum hér á jörð, er felast í þess- um orðum: „Ég lifí og þér munuð lifa." Þorsteinn Alfreðsson Hjónaminning: Gunnar Pálsson og Anna Vilhjálmsdóttir Tungu, Fáskrúðsfirði Gunnar Fæddur 22. júní 1896 Dáinn 1. febrúar 1987 Anna Fædd 29. október 1892 Dáin22.júlí 1981 Gunnar Pálsson bóndi í Tungu í Fáskrúðsfirði er látinn. Hann var kvaddur við fagra og látlausa minn- ingarathöfn í kirkjunni á Selfossi, þar sem hann hafði dvalið á sjúkra- húsi undanfama manuði. Daginn eftir var haldið austur á bóginn með kistuna til Fáskrúðsfjarðar þar sem Gunnar var lagður til hinstu hvfldar við hlið konu sinnar laugar- daginn 7. þessa mánaðar. Gunnar fæddist í Þingmúla í Skriðdal 22. júní 1896, en fluttist með foreldrum sínum að Tungu í Fáskrúðsfirði tæplega tveggja ára. Þar ólst hann upp síðan í stómm systkinahópi, og þar vann hann ævistarf sitt allt. Anna Vilhjálmsdóttir húsfreyja var frá Brekku í Mjóafirði, fædd 29. október 1892. Þau Gunnar gengu í hjónaband 14. október 1923. Fram að þeim tíma hafði Anna dvalið í foreldrahúsum, einnig við fjölmenni, en foreldrar hennar vora Vilhjálmur Hjálmarsson hreppstjóri og útvegsbóndi og Svan- björg Pálsdóttir húsfreyja. Foreldrar Gunnars vora Páll Þor- steinsson bóndi og hreppstjóri og Elínboig Stefánsdóttir húsfreyja. Þau byijuðu búskap í Skriðdal, en fluttu niður að Tungu sem fyrr seg- ir og „gerðu garðinn frægan", því þau vora atgervismanneskjur. Þegar Gunnar og Anna giftust hafði Páll fyrir nokkra fengið son- um sínum í hendur ábúð jarðarinnar og færðist hún nú yfír á Gunnar, sem síðan bjó í Tungu meðan kraft- ar entust — langa ævi. Síðustu árin var félagsbú með honum og yngsta syninum Friðmari. Áður hafði elsti sonurinn Vilhjálmur búið með fóður sínum í Tungu allmörg ár og byggt sér þar íbúðarhús og nefndi í Tunguholti. Þar var um hríð heima- vistarskóli fyrir bömin í sveitinni. Gunnar nam búfræði á Hvann- eyri og lauk þaðan prófí 1918. Það nám átti eftir að nýtast honum vel, bæði við búskapinn og þau störf í almannaþágu sem honum vora falin á hendur. Af þeim var hrepp- stjórastarfið umfangsmest. Því hafði faðir hans áður gegnt frá aldamótum — og síðan tók Friðmar við. Gunnar var lengi í skattanefnd, sem var ærið tímafrekt fyrram og fylgdi jafnan hreppstjórastarfínu, og hafði með höndum ýmsa aðra sýslan þótt hér verði ekki rakið. Gunnar í Tungu geðri sér far um að leggja góðum málum lið, fór ekki með fyrirgangi en fylgdi jafnan fast eftir. Kom þetta vel fram þeg- ar unnið var að ýmsum umbótamál- um í sveitinni, vegagerð, símalögn, rafvæðingu o.s.frv. Var hann vak- inn og sofinn að ýta á eftir og þekktum við þetta vel sem þá áttum sæti á Alþingi fyrir Suður-Múla- sýslu og seinna Austurlandskjör- dæmi. Sami framfaravilji og þrautseigja auðkenndi búsetuna í Tungu. Hann fór ekki rasandi bóndinn, en lagðist þungt í. Um það vitna glöggt, í fæstum orðum sagt, framræslan á jörðinni, ræktunin og byggingam- ar, peningshús og íbúðarhús sem kom síðast. Þá var Friðmar orðinn aðalbóndinn og byggðu þeir feðgar saman tveggja íbúða hús. Allar era þessar framkvæmdir með myndar- brag og leystu þær af hólmi aldamótamannvirki næstu kynslóð- ar á undan. Ámar fyrir botni Fáskrúðsfjarðar spilla löndum og bijóta. Gunnar gerði sér snemma far um að leita úrræða til vama. Átti hann hlut að því með föður sínum, áður en jarðýt- ur komu til sögu, að hafnar vora aðgerðir við Dalsá. Málefnum Bún- aðarfélagsins lagði hann allt það lið er hann mátti. Engum sem til þekktu gat dulist hvem hug Gunnar Pálsson bar til bújarðar sinnar, sveitar og ættlands. Þegar Anna kom að Tungu 1923 var þar fyrir í heimilinu margt manna, þar á meðal foreldrar eigin- mannsins og yngstu böm þeirra, sem ekki höfðu þá enn fest ráð sitt og stofnað eigin heimili. Þegar svo stendur á er ungri húsmóður ærinn vandi á höndum og er það alkunna. En það greiddist vel úr þessum sambúðarmálum tveggja kynslóða. Næsta aldarfjórðunginn áttu þau Páll og Elínborg heimili sitt í Tungu hjá syni og tengdadóttur. Þó að þremur áram undanskildum (1925—28), sem þau bjuggu út í kaupstað ásamt yngstu dætranum, þremur í fyrstu. En raunar giftust þær um þessar mundir og settust að annars staðar. Þá undu gömlu hjónin ekki ein „á mölinni" og færðu sig aftur inn að Tungu. Þannig at- vikaðist það, að böm Önnu og Gunnars ólust upp með afa sínum og ömmu til gagns og gleði fyrir alla. Anna Viihjálmsdóttir var skör- ungskona og áhugasöm um máleftii lands og þjóðar. Hún var dugnaðar- forkur og umfram allt góð húsmóðir og ástrík móðir bama sinna. Var einkar kært með Qölskyldunni allri, hjónunum og bömum þeirra og ættfólki til beggja handa og bar ekki skugga á. Anna og Gunnar eignuðust sex böm, en eitt þeirra fæddist and- vana. — Ragnhildur er kennari í Reylq'avík, gift Gunnari Sigurðssyni frá Ljótsstöðum og bjuggu þau þar áður. Vilhjálmur er búfræðingur frá Hvanneyri, nú verslunarmaður á Selfossi, kvæntur Steinunni Úlfars- dóttur frá Vattamesi. Elínborg er kennari, gift Siguijóni Sigurðssyni frá Ljótsstöðum og búa þau á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal. Páll, húsasmíðameistari á Fáskrúðsfirði, er kvæntur Olgu Sigurbjömsdóttur. Friðmar er bóndi í Tungu sem fyrr getur. Hans kona er Jóna Sigur- bjömsdóttir, systir Olgu. Þær era Fáskrúðsfirðingar. Eins og fyrr getur bjuggu þeir Gunnar og Friðmar félagsbúi í Tungu um árabil. Og eftir að kraft- ar þratu dvöldu eldri hjónin þar enn um hríð í skjóli Friðmars og Jónu. Anna lést á Landspítalanum 27. júlí 1981 eftir skamma legu þar. Hún hafði áður legið veik heima og var það Gunnari öldraðum erfíð- ur tími. Heilsu hans var nú einnig tekið að hnigna, en þó gat hann enn um sinn verið hjá bömum sínum. En allra síðustu misserin dvaldi hann á elli- og hjúkranar- .heimilinu í Kumbaravogi og loks á sjúkrahúsinu á Selfossi. A þeim slóðum naut hann návistar Vil- hjálms og Steinunnar sem fylgdust með líðan hans frá degi til dags. Gunnar andaðist 1. febrúar 1987. Það má með sannindum segja, að hjónin í Tungu í Fáskrúðsfirði, Gunnar Pálsson og Anna Vilhjálms- dóttir luku með sæmd löngu dagsverki. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að lifa mikið framfara- skeið í landi sínu, að sjá mann- vænlega kynslóð vaxa úr grasi og að lifa í sátt við góða granna og umhverfi yfir höfuð. Nú hafa þau kvatt í fyllingu tímans og sam- ferðafólk hugsar til þeirra með virðingu og þökk. Anna var föðursystir mín og hef ég margs að minnast frá okkar samskiptum, allt frá því hún söng mér barni fögur ljóð góðskálda. Það verður þó ekki rakið hér. Báðum þeim hjónum á ég þökk að gjalda. Um leið og ég kveð þau með þessuvn fátæklegu orðum bið ég blessunar bömum þeirra og öðram ástvinum. Vilhjálmur á Brekku. Ingibjörg Sigurðar dóttir—Minning Fædd 29. apríl 1919 Dáin 8. febrúar 1987 Það var á haustdögum 1972 að drengstauli vestan af fjörðum hélt af stað úr foreldragarði til náms á Akranesi, en þar hafði undirrituðum verið séð fyrir skólavist þar sem framhaldsskólar vora ekki í minni heimabyggð. Fyrir milligöngu Sig- urðar Guðjónssonar, sem þá var við smíðar á Grundarfirði, var frá því gengið að drenginn skyldi vista þá um veturinn hjá móður hans, Ingi- björgu Sigurðardóttur, og föður, Guðjóni Bjamasyni. Eins og oft vill verða þegar ungt fólk fer úr for- eldrahúsum örlar oft á dálitlum kvíða og það var ýmislegt sem um hugann fór þá stund sem aksturinn milli Grandaríjarðar og Akraness stóð. Hafi sá kvíði byggst á því að ef til vill kynni ég ekki við vistina hjá þessari Ingibjörgu var þeim kvíða eytt á fyrsta hálftíma dvalar minnar. Varla var ég stiginn inn fyrir dyr í „Bæjarstæði", en það nafn festist á húsi þeirra Ingu og Guðjóns við Suðurgötu á Akranesi, þegar Inga stakk upp á því að ég færi ásamt krökkunum hennar upp að Oddsstöðum í Lundarreykjadal þá um helgina, en þar bjuggu syst- ur Ingu. Eftir þessar hressu móttökur og góðu uppástungu má segja að Inga hafi átt í mér hvert bein, enda lærðist mér þegar fram í sótti að skilja þá eiginleika sem hún hafði til að umgangast og vinna með ungu fólki, má þar sérstaklega til taka mikið og fómfúst starf sem Inga og Guðjón unnu fyrir skáta- starfið á Akranesi. Inga var ekki sú manngerð að vera sífellt að áfell- ast ungt fólk, hún einfaldlega gerði sér grein fyrir þeim umbrotatímum sem unglingsárin era. Margs er að minnast. Þó dvöl mín hjá Ingu í Bæjarstæði væri einungis þennan eina vetur, 1972—'73, hélt ég alltaf sambandi við Bæjarstæði. Mér er ljúft að geta þess hvað mér fannst Inga hjartahrein og opin og ekki lét hún grallaragang í nokkram strákum trufla hjá sér prjónaskapinn ef það verk var í höndum hennar. Það er því með söknuði sem ég kveð góða konu sem reyndist mér sem móðir þá tíð sem ég dvaldist undir hennar vemdarvæng. Aldrei var of þröngt um nokkum mann í návist Ingu, tilveran einfald- Iega stækkaði þar sem hún fór. Ekki þótti tiltökumál ef gesti bar að garði, alltaf var rými nóg í Bæjarstæði og margir urðu gest- risni Ingu aðnjótandi. Mér hefur alltaf þótt vænt um sögu þá er mér var sögð og lýsir vel hjartagæsku Ingu. „Það var fyrir allmörgum áram að skátahópur erlendis frá hafði slegið upp tjöldum sínum fyrir ofan Akranes. Mikla viðstöðulausa rign- ingu gerði og má segja að skátana hafi hreinlega verið að rigna niður. Þegar Ingu barst þetta til eyma var hún ekki sein á sér að sjá hvað þama þurfti að gera. Hún dreif sig á staðinn, skipaði tjaldbúum að fella tjöld og koma með sér í Bæjar- stæði, þar sem þeir dvöldu í góðu yfirlæti." Það er með þakklæti í huga að ég minnist kynna minna af Ingu og þakka forsjóninni að hafa leitt mig á hennar fund í minn gamla fæðingarbæ. Inga var burt kölluð vegna þeirra veikinda sem hana hijáðu þann 8. febrúar sl. Inga var gift Guðjóni Bjamasyni og eignuðust þau fjögur böm, þau Sigurð, Vigdísi, Bjama og Ástríði. Sárt er að missa, gott er góðra að minnast. Ég sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginmanns, bama, tengdabama og bamabama og bið guð að styrkja og hugga aðstandendur í sorg þeirra. Blessuð sé minning sæmdarkonu. Hjörleifur Hringsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.