Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 19 Jóhann stöðvaði signrg’öngn Shorts SKÁK Karl Þorsteins Jóhann Hjartarson gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og lagði enska stórmeistarann Nigel Short að velli. Óvænt úrslit, ekki síst eftir sigur- göngu enska stórmeistarans unga á IBM-skákmótinu. Jóhann svaraði kóngspeðsleik Shorts í upphafi skákarinnar með spönskum leik, afbrigði sem Ana- toly Karpov hefur tíðum beitt með misjöfnum árangri. I skákskýringa- sal var álitið eftir byrjunartafl- mennskuna, að heldur hallaði á Jóhann, en hann varðist vel og þeg- ar tímaskortur var byrjaður að hrjá keppendur útfærði hann skemmti- lega sókn að kóngi Shorts. Örsmátt feilspor af hendi Bretans útfærði hann síðan á stórskemmtilegan hátt og þegar skákin átti að fara í bið, rétti Short hendina til merkis um uppgjöf. Jóhann sýndi í skákinni mikið baráttuþrek, sem hinir íslensku stórmeistararnir mættu taka sér til fyrirmyndar, og uppskar sam- kvæmt erfiði sínu. Það er ekki amalegt að leggja báða sigurvegar- ana frá hinu sterka skákmóti í Wijk an Zee, þá Korchnoi og Short í sama mótinu, og vonandi að áframhald verði á sigurgöngu Jó- hanns. Hvítt: Nigel Short Svart: Jóhann Hjartarson Spánskur Ieikur. 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. c3 - d6 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8 11. Rbd2 — Bf8 12. a3 (Kasparov hafði ávallt annan hátt á þegar hann átti í höggi við Karpov um heimsmeistaratitilinn. Þá varð framhaldið 12. a4 t.d. h6 13. Bc2 — exd4 14. cxd4 — Rb4 15. Bbl — c5 og staðan er tvísýn.) 12. — h6 13. Bc2 — Rb8 14. b3 (Að venju krefst Short ekki mikilla stöðuyfir- burða í byijun tafls, heldur nær flestum vinningum í miðtaflinu eða endataflinu. Annars hefði hann líklega leikið 14. b4 ) 14. — Rbd7 15. Bb2 - g6 16. a4 - c6 17. Dbl - Bg7 18. axb5 - cxb5 (18. — axb5 var mun eðlilegra.) 19. d5 — h5 (Línumar em teknar að skýr- ast. Hvítur beitir liðsmönnum sínum á drottningarvæng á meðan svartur reynir að skapa sér mótvægi á kóngsvæng.)20. b4 — Rb6 21. Rb3 — Rc4 22. Rfd2 - Rxd2 23. Rxd2 — h4 24. c4! (Nákvæmrar tafl- mennsku er þörf. Hvítur hyggst beita skeytum sínum að peðinu á a6.) 24. - Bh6 25. Bcl - bxc4 26. Rxc4 — Bxcl 27. Dxcl — Rh5 28. Bd3 - Rf4 29. Bfl - De7 30. De3 (Nú eða í framhaldinu hefði 30. Kh2 verið sterkur leikur og staða hvíts er vænlegri.) 30. — f5 31. Db6 - Hed8 32. Ra5 - Hd7 33. Rc6? - Dg5! (Riddaraleikurinn var vanhugs- aður því svarta drottningin var hreinlega hrakin á besta reitinn sem hún átti völ á. Aðgerðir hvíts á drottningarvæng em nú komnar í strand, á meðan hótanir hrannast upp við hvíta kónginn.) 34. De3 — fxe4 35. g3? (Short er óþekkjanlegur! 35. Kh2 var enn möguleiki og staðan er óljós.) 35. - Hh7! 36. Kh2 - hxg3+ 37. fxg3 — Rxh3! (Taflið hefur snúist við og staða hvíts er nú að hmni komin. Þannig gengur ekki 38. Bxh3? - Dg4) 38. Dxg5 - Rxg5+ 39. Kg2 - Rf3 40. Hxe4 — Hf8 (Endumýjar máthótun á h2 reitnum.) 41. g4 — Hh2+ 42. Kg3 - Hhl 43. He2 - Rh4 44. He3 - g5 45. Re7+ - Kg7 46. Hc3 Short, gafst upp um leið. Ein- faldasta vinningsleið Jóhanns er 46. - Hhxfl 47. Hxfl - Hxfl 48. Hc7 - Hf3+ 49. Kh2 - Hf7 50. Hxb7 - e4 og fátt stöðvar svarta frels- ingjann að verða að drottningu. Skemmti- legur sigur hjá Tim- man Timman sagði glaðbeittur eftir viðureign sína við Portisch að hug- myndina að byijunartaflmennsk- unni hefði hann fengið fyrir tveimur ámm er hann háði einvígi við Port- isch. Þá taldi hann byijunarleikina of glannalega, en síðan hefur orðið hugarfarsbreyting, því ömggur á að líta fórnaði hann manni í byijun- inni og lét lengi vel hjá líða að endurheimta hið fómaði lið. í stað- inn náði hann miklum stöðuyfir- burðum og þegar við bættist heldur veik taflmennska hjá ungverska stórmeistaranum, varð sigurinn ör- uggur. Hvítt: Jan Timman Svart: Lajos Portisch Sikileyjarvöm 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. Be3 - e6 7. g4!? - e5 8. Rf5 — g6 9. g5 — gxf5 10. exf5 — d5 (Ekkert er nýtt undir sólinni. Nú gengur ekki 11. gxf6? — d4! og svartur vinnur aftur manninn með stöðuyfirburðum.) 11. Df3 — Bd7 (Portisch sem kunnur er fyrir yfir- gripsmikla byijunarþekkingu, viðurkenndi eftir skákina að hann hefði hafnað hinum hefðbundna 11. — d4 vegna þess að hann mundi hreinlega ekki eftir athugunum sínum.) 12. 0-0-0 — Bc6 13. De2! Bb4 14. Bd4 — Re4 (Ekki gafst tóm fyrir hvítan að þiggja riddarann auma á f6 svo hann stekkur á brott. Hvíta staðan er samt væn- legri í framhaldinu, sökum veikrar kóngsstöðu hjá svörtum.) 15. Bxe5 — Bxc3 16. Bxc3 - Dxg5 17. Kbl — Hg8 (17. — 0-0 er mjög vara- samt. Einhver benti þá t.d. á afbrigðið 18. Bd4 — He8 19. h4 — Rd2+ 20. Dxd2 - Dxd2 21. Hgl+ — Kf8 22. Bc5+ ásamt 23. Hxd2 og hvítur vinnur.) 18. f3 — Rd7 19. fxe4 - dxe4 20. h4 (20. Bh3 var líklega sterkara t.d. 20. — 0-0-0 21. Hd6 og skiptamunsfóm á c6 vofir yfir.) 20. - Df4 21. Bd2 - De5 (21. — Df3 var ekki heldur vænlegt eftir 22. Dxf3 — exf3 23. Ba5 eða 23. Bg5 og hvíta bisku- paparið er allsráðandi á borðinu.) 22. Bg5! - f6 23. Dh5+ - Kd8 24. Bc4! - Hg7 25. Be3! (Timman teflir mjög vel og nýtir biskupaparið til hins ýtrasta. Hvíta staðan er líklega nú þegar unnin) 25..Kc7 26. Dh6! - Hg4 (Ekki mátti valda hrókinn með 26. — De7 27. Bf4+ t.d 27. - Re5 28. Bxe5 — dxe5 29. f6 og vinnur hrókinn, eða 27. — Kc8 28. Bd6 með sömu afleiðingum og fyrr.) 27. Be2 — Dxf5 28. Hhfl - De6 29. Bxg4 — Dxg4 30. Bf4+ ■- Kb6 (Svartur hefur engin færi fyrir skiptamuninn og úrslitin em skammt undan. Aframhaldið þarfnast ekki skýr- inga.) 31. Be3+ - Kc7 32. Dxh7 — Hf8 33. h5 - De6 34. Df5 - Dxf5 35. Hxf5 - Kd8 36. Hgl - Ke7 37. h6 - Hf7 38. Hh5 - Hh7 39. Hh3 og Portich gafst upp sadd- ur lífdaga. TJöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! /IILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEI ^NADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADI :erradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradeild herradei DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILI DEILD SKÖDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDI 4ILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEILD HEIMILISDEI INADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADEILD BARNADI ERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEILD HERRADEl DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILD DÖMUDEILI .1EILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDEILD SKÓDl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.