Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 €)1M0 UniítfMl Prsss S/ndicate w\tA- „Ég þurtn-uc,t dnökis,c^oesKun, 't~j bsitl ’i rjniittu t'u ú/ -jub> hiiuiajs." Ást er... | ... aö bera hana upp himnastiga hamingjunnar. TM P.öq. 'J.S. Pat. Otf.—all rights reserved i e1983 L°* Anpetes Ttmas Syndicaf | Þú nefndir ekki að á þess- um stað skiptir miklu máli munurinn á flóði og fjöru. Með morgimkaffínu Viltu ekki bíða með að skamma mína kynslóð áð- ur en útséð verður um þína — ha? HÖGNI HREKKVÍSI Byggingar Guðjóns Samúelssonar Það fór ekki framhjá okkur ís- lendingum í október sl. þegar Hallgrímskirkja var vígð. í fjölmiðl- um var greint frá langri byggingar- sögu kirkjunnar og minnst á þann sem teiknaði hana á sínum tíma, Guðjón Samúelsson, sem var húsa- meistari ríkisins frá 1915 til dauðadags 1950. Hann teiknaði margar af þeim byggingum sem í dag eru á meðal þeirra fegurstu á íslandi, þar á meðal nokkrar kirkjur eins og Akureyrarkirkju, Landa- kotskirkju og Laugarneskirkju. Guðjón mun lítið hafa verið fyrir vegtyllur og eina minnismerkið um hann er veggskjöldur í forsal Þjóð- leikhússins og eru ekki margir sem taka eftir honum þar. Guðjón fæddist á Hunkubökkum í V-Skaftafellssýslu 16. apríl 1887 og eru því senn liðin 100 ár frá fæðingu hans. Fyrir 30 árum kom út bók eftir Benedikt Gröndal og Jónas Jónsson um Guðjón Samúels- son og verk hans og var þar fjöldi svart/hvítra mynda. Því er þetta skrifað til að benda á að vel væri minningu Guðjóns Samúelssonar haldið á lofti ef eitthvert bókaforlag tæki sig til og gæfi út litmyndabók ásamt yfirliti yfir þær byggingar sem hann teiknaði. Staðreyndin er sú að á seinni árum og áratugum hefur sumum af byggingum hans verið breytt, þær stækkaðar eða byggð hús við þær sem á stundum eru til mikilla lýta þó stundum hafi vel tekist til. Sem dæmi má taka stækkun Eimskipafélagshússins við Pósthússtræti en viðbyggingin er teiknuð af Halldóri H. Jónssyni. En við sömu götu er hægt að benda á eitt mesta skemmdarverk sem unn- ið hefur verið á seinni árum í íslenskri byggingarsögu. Er það Hallgrímskirkja er ein af þeim byggingum sem Guðjón Samúelsson teiknaði á sínum tíma. „Húsaáhugamaður vonast til þess að eitthvað bókaf orlag taki sig til og gefi út bók um Guðjón og byggingar hans. byggingin á milli Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks sem á engan hátt fellur inn í þann byggingarstíl sem þær byggingar eru byggðar í. Eitt hús sem Guðjón Samúelsson teiknaði hefur verið rifið en það var húsið á Kolviðarhóli. Vonandi verður þetta greinar- korn til að eitthvert bókaforlag taki sig til og gefi út bók um Guðjón Samúelsson og byggingar hans. Húsaáhugamaður Gerð verði stórfelld áætlun um bændaskóga SKfKlRÆKT frr vtrnlaiil itarlrjra umfjöllun * yfiraUnd juidi búnaðarþingi. Tvö búriaiV arvmbond haf« ^nl búnaðarþingi rríndi um máiid. auk þru srm þar vrrður fjallad um frumvarp til laga um 'kóg •vrkl og nkógvrmd '<>nr að min' rikisframlagi til uin ra-klar hafi umtalsvcnlu fé htk' vanð lil rxktunar lamlsin- um lantft iralnl Nu liggi fynr. ad ckki sc þiirf i að laka nill land til lúnnrklar & næslum ánmi. -vi. ■'arfram 'k.yrv Vísa vikunnar Yndi hefir ánægð frú, aldrei kvíðir þroti. Það er vitni um blómlegt bú bóndans í Skógarkoti. Hákur Fann einhver svarta buddu ÍMH? Elskan mín, Þú sem fannst svarta buddu á göngunum í MH mánudaginn 16. febrúar, gætir þú nokkuð séð þér fært að skila einhveiju úr henni eða jafnvel öllu? Ég er soddan egóisti að mig dauðlangar til að halda öllum myndunum sem ég á af sjálfri mér, þar á meðal myndinni í nafnskírtein- inu. Það væri líka mjög hugulsamt af þér ef þú gætir líka skilað ein- hveiju fleiru, t.d. buddunni sjálfri og skólaskírteininu. Buddan er svört og nýleg og á skólaskírteininu getur þú séð hvar ég á heima, en símanúmerið mitt er 681047 ef þú skyldir vera búinn að henda öllu ruslinu. Ég skal kyssa þig á kinnina ef þú gerir eitthvað í málinu, elskan. Ein úr MH Yíkverji skrifar Morgunblaðið sagði frá því á fimmtudaginn var, að borgar- stjórn ætlaði að lagfæra Tjarnar- bakkann og „byggja hann upp“ og að hugsanlegt væri, að „Fríkirkju- vegur verði breikkaður um 3 metra um leið og gert er við bakkann." Hvað þýðir þetta á mæltu máli? Víkveiji fær ekki séð, að hægt sé að breikka Fríkirkjuveg um 3 metra nema taka af Tjörninni, nema þá að leggja niður gangstéttir báðum megin götunnar. En varla er það nú framkvæmanlegt! Er það hugmynd Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur að skera af Tjörninni? Ef svo er, fer bezt á því, að þeir segi umbúða- laust hvað fyrir þeim vakir. Tjörnin á býsna marga velunnara í Reykjavík, sem munu áreiðanlega láta til sín heyra,(!) ef ráðamenn hiifuðborgarinnar ætla að minnka hana. XXX Nú er kominn marzmánuður og það er varla hægt að segja, að tími skíðamennskunnar sé geng- inn í garð á höfuðborgarsvæðinu vegna þessarar bannsettu veðurblí- ðu! Annars kannaði Víkveiji aðstæður í Skálafelli um helgina. Þar er hægt að vera á skíðum, þótt snjór sé lítill, en það sýnir bezt vantrú borgarbúa, að á sunnudags- morgni voru þar í mesta lagi 20-30 manns í fallegu veðri. Þetta veður- far hlýtur að vera meiriháttar fjárhagslegt áfa'.l, bæði fyrir skíða- svæðin og ekki síður þá, sem verzla með skíðavörur. XXX Þrátt fyrir það, að tvær sjón- varpsstöðvar eru starfræktar hér, er reynsla Víkverja sú, að kvöld eftir kvöld sé það efni, sem þær hafa á boðstólum svo lélégt, að ekki taki því, að opna fyrir þær. Er hugsanlegt að fjölgun sjónvarps- stöðva fækki áhorfendum, þegar á heildina er litið? Jl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.