Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 43 alltafhve annt hún lét sér um mig og velferð mína og minna. í mínum huga var Snjólaug ævin- týri! Hún hafði heimsborgarablæ og var gædd sérstökum þokka og ljóma. Hún var skemmtileg kona. Þegar hún sagði frá töfraði hún fram rómantík og hreif hlustendur með sér, jafnt unga sem aldna. Fólk á öllum aldri laðaðist að henni, enda var hún síung. Veislur hennar voru engu öðru líkar. Veitt var kampavín í fögrum „gleðiglösum“, eins og hún kaliaði þau, leikið á píanó og gestir sungu eða við undir- leik flutti eða sagði Snjólaug fram ljóð á sinn sérstaka hátt. Það var áhrifaríkt og gleymist ekki. Enginn var fyrri til þegar sorg knúði dyra eða erfiðleikar steðjuðu að. Hönd hennar var hlý. Snjólaug var úrræðagóð og holl- ráð, kjarkmikil og sýndi af sér mikinn dugnað. Lengst af vann hún úti, sem ekki var algengt meðal kvenna af hennar kynslóð og vann úti þar til hún var komin á áttræðis- aldur. Eftir lát seinni manns síns, Ottós Baldvins, bjó hún ein á Freyjugötu 28 og sýndi þar mikinn kjark, einkum eftir að heilsu hennar tók mjög að hraka hin seinustu misseri. Mér veittist sú ánægja sl. sumar að fá hana til að gista hjá mér tvisvar. Þá var henni mjög brugðið. En ævintýrið hélt áfram að gerast. Ég sat við rúmstokkinn og las fyrir hana ástarljóð eftir Pál Ólafsson. Þvílík breyting, augu hennar tóku að ljóma og hún fór að fara með ljóð — fór með hvert ljóðið á fætur öðru, bæði á íslensku og dönsku, og þessi veika kona, sem var raun- ar komnin á níræðisaldur varð allt í einu eins og yngismær. Engri konu hef ég kynnst, sem hafði jafn mikla unun af ljóðum og var jafn ljóðræn og Snjólaug, enda systurdóttir Jóhanns Siguijónsson- ar. Fyrir henni var lífið eins og ljóð — sjálf var hún ljóðið. Vilhelmína Þorvaldsdóttir t BJARNI VILHJÁLMSSON fyrrverandi þjóðskjalavörður er látinn. Kristfn Eiríksdóttir og fjöiskylda. t Móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, ALBERTA ALBERTSDÓTTIR, Austurvegi 7, Isafiröi, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju þriöjudaginn 3. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir og Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafiröi. Jónfna Kristjánsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir Tuleníus, Kristján Sv. Kristjánsson, Guðmundur Marsellíusson, Kristfn Marsellíusdóttir, Helga Marsellfusdóttir, Högni Marsellíusson, Bettý Marsellíusdóttir, Þröstur Marsellfusson, Sigurður Marsellíusson, Messjana Marsellfusdóttir, barnabörn og Elfn Benjamínsdóttir, Guðmundur P. Einarsson, Þórður Pétursson, Friðrika R. Bjarnadóttir, Sigurbjörn Magnússon, Halldóra Magnúsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Ásgeir Sigurösson, barnabarnabörn. t Eginimaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GÚSTAF A. ÓLAFSSON, hœstaréttarlögmaður, frá Stóra-Skógi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 4. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ágústa Sveinsdóttir, Sigrfður Gústafsdóttir, Skúli Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Kristfn Sigurðardóttir, Gústaf A. Gústafsson, Björg Hauksdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN JÓNSSON, bílamálarameistari, Laugateig 36, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 4. mars kl. 15.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Islands. Dagbjört Hafsteinsdóttir, Halldór Hafsteinsson, Edda Hafsteinsdóttir, Svanhvft Hafsteinsdóttir, Kristján Jón Hafsteinsson, Vilhjálmur Hafsteinsson, Hilmar Hafsteinsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir, Stefanía Halldórsdóttir, Jón Eirfksson, Sveinn Jónsson, Lilja Hannibalsdóttir, Jón Hjörleifsson, Nfels Ingólfsson, Rósa Gestsdóttir, Þórdfs Guðmundsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Bjarni Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA THEODÓRSDÓTTIR, Digranesvegi 24, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13.30. Jón Zophoníasson, Heiður Gestsdóttir, Sigurlaug Zophonfasdóttir, Gunnar R. Magnússon Sesselja Zophonfasdóttir, Ólafur Jónsson, Kristinn Zophonfasson, barnabörn og bamabarnabörn. t Móðir mín, JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Hátúni 10A, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 3. mars kl 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið. Viggó Pálsson. Attl pabbarnMá - RABÆR * FERMIN<SARFOT \ Viö erum svoiítiö rnontin af fermingarfötunum okkar í ár, sniöin eru pottþétt iitirnir failegir og verö góö. Einnig erum viö meö giæsiiega leöurjakka og rúskinnsjakka fyrir bæöi stráka og steipur. Líttu viö því sjón er sögu ríkari. SNORRABI7AUT 56 SÍMI 13505 MARTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.