Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 39 Markaðurínn: Fiskútflutningur Norð- manna til Japans nemur rúmum 2,5 milljörðum eftirSigiirð Sigurðarson Japanir eru ein mesta fiskveiði- þjóð heims með 12 milljónir tonna afla árlega, fimm sinnum meiri en Norðmanna og um sjö sinnum meiri en afli íslendinga, miðað við heild- arsjávarafla árið 1985. Svo virðist sem ekkert lát sé á fiskneyslu Jap- ana og miðað við aflann er neyslan milli 65 og 70 kg á hvem íbúa. Hið merkilega er að Japanir anna ekki innanlandsneyslu og verða að flytja inn gífurlega mikið af fiski frá öðrum þjóðum. í þessari grein er j§allað um japanska fiskmarkað- inn og hugmyndir Norðmanna um þann markað. Greinin er byggð á mánaðargamalli norskri skýrslu. Á árunum 1960 til 1980 hækk- aði fískverð í Japan 140% meir en almennt verðlag, og um leið lækk- aði verð á kjötvörum um 10%. Fiskneyslan bendir því til mikillar eftirspumar, jafnvel skorts á fram- boði. Hið háa fiskverð er mögulegt vegna þess að almenn laun hækk- uðu margfalt á sama tíma. Af þessum sökum hafa augu margra fiskveiðiþjóða beinst til Jap- ans með útflutning í huga. Innflutn- ingur á sjávarafurðum hefur farið sívaxandi frá 1971, og árið 1985 var verðmæti innflutningsins í kringum 900 milljarðar yena. Lax, túnfískur og rækja em tæplega helmingur af verðmæti fískinn- flutningsins. Eftirspurn er í aðalatriðum eftir ferskum fiskafurðum, frystum og kældum, en um 17% er eftir þurrk- jðum, söltuðum eða reyktum físk. Fiskútflutning’ur Norð- manna til Japans Norðmenn eru þriðja mesta út- flutningsþjóð heims með nærri því 6% af alþjóðaviðskiptunum. Frá 1979 hefur útflutningur Norð- manna til Japans aukist hröðum skrefum, frá því að vera að verð- mæti rúmur hálfur milljarður íslenskra króna og upp í tæplega tveir og hálfur milljarður. Á síðustu árum er einkum um að ræða loðnu, síld, hrogn, lax og rækjur. Hlutur Norðmanna er þó aðeins um 1,5% af heildarverðmæti innflutningsins til Japans og er því ljóst, að Norð- menn ætla sér enn meira. Ýmislegt kann þó að koma í veg fyrir það, t.d. hrun í loðnuveiðum Norðmanna á síðasta ári, og víst er að engar loðnuveiðar verða á þessu ári. Verð- mæti loðnuútflutningins til Japans hefur verið um þriðjungur af heild- arútflutningi fískafurða þangað. Alvarlegast er þó að japanskir inn- flytjendur á norskum físki hafa verið nokkuð óánægðir með við- skiptin, einkum þó að Norðmenn hafa ekki getað tryggt stöðugt framboð og meiri gæði. Norskir útflytjendur hafa líka fallið í þá gr-yfju að slást innbyrðis um mark- aði í Japan, og þá hefur einkum verið um verðsamkeppni að ræða. Norðmenn hafa einnig látið mark- aðsmálin sitja á hakanum sem og að betrumbæta framleiðsluna. Norðmenn skilja iilajapanska viðskiptahætti í mánaðargamalli skýrslu um fi- skútflutning til Japan kemur fram að menningarlegur munur á Japön- um og Norðmönnum geti verið alvarleg hindrun í viðskiptum milli landanna. Norðmenn eru í skýrsl- unni gagnrýndir fyrir að setja sig akki í spor Japana. Þeir ku láta sig litlu skipta japanskar viðskiptavenj- ur, en vaða áfram á þann óformlega og kumpánlega hátt sem þeir eru vanir heima í Noregi. Slík fram- koma hefur hneykslað marga Japani á fyrstu fundum, segir í skýrslunni. I Japan fara samskipti manna á meðal eftir föstu og ströngu munstri, þar sem aldur og staða skipta miklu máli. Þannig gerist það líka í viðskiptum. Það er óþekkt fyrirbæri í Japan að koma beint að efninu, sama á við að sýna kumpán- legheit án þess að til staðar séu góð og löng kynni. Skrifaðar hafa verið margar bækur um viðskipti við Japani, en þrátt fyrir það fá Vesturlandabúar Sigurður Sigurðarson „ Alvarlegast er þó að japanskir innflytjendur á norskum fiski hafa verið nokkuð óánægðir með viðskiptin, einkum þó að Norðmenn hafa ekki getað tryg-gt stöð- ugt framboð og meiri gæði. Norskir útflytj- endur hafa líka fallið í þá gryfju að slást inn- byrðis um markaði í Japan, og þá hefur einkum verið um verð- samkeppni að ræða.“ oft ærið bágt fyrir frammistöðu sína. Hins vegar hafa Japanir lagt sig fram við að kynna sér háttu annarra þjóða og reynt að tileinka sér þá á viðskiptaferðum sínum. Til þess sama ætlast þeir af útlend- ingum í Japan. í ofangreindri skýrslu voru eftir- farandi tillögur settar fram um fiskverslun við Japani: • Vegna stærðar japanska markaðarins er nauðsynlegt að reka ákveðna markaðsstarfsemi. Aukið samstarf norskra fískútflytjenda við kynningarstarf á markaðnum mun borga sig. Komi norksir fískútflytj- endur fram sem einn mun það án efa hafa sterk áhrif á Japani. • Stefna skal á nýja fram- leiðslu, sérstaklega þorskafurðir og ónýttar tegundir. • Vinna verður að því að auka þekkingu á norskum eldislaxi á markaðnum og verðið má hugsan- lega lækka ef á móti koma ódýrari flutningar. • Stefna ber að meiri og stöð- ugri gæðum undir gæðaeftirliti. • Tryggja verður til langframa að afhendig vörunnar geti farið fram á réttum tíma og á föstu verð- lagi. Á markaði sem þeim japanska hefur þetta afgerandi þýðingu og má jafnvel flokkast með gæðum vörunnar. • I eðli sínu krefst japanski markaðurinn að innflytjendur vinni í langan tíma að honum, fjárfesting- ar séu miðaðar við langtímamark- mið. • Vanda ber val á viðskiptafé- Iögum innan Japans, en það krefst mikillar yfírlegu og rannsókna. Hér hefur verið stiklað á stóru í skýrslu sem unnin var af Birni Erik Olsen fyrir Norska útflutningsráðið og Rannsóknarráð fískiðnaðarins. Skýrslan var flutt sem fyrirlestur á fiskveiðiráðstefnu í Bodo í lok jan- úar síðastliðins. Ljóst er að Norðmenn hafa veru- legar tekjur af fiskútflutningi sínum til Japans og þeir ætla sér enn stærri hlut. Möguleikar Íslendinga eru í þessu 'sambandi mjög miklir, þó ekki sé einblínt á þorskútflutn- ing, heldur á aðrar tegundir sem minna eru nýttar hér við land. Höfundur er fyrrverandi blaða- maður. Hann stundar nú nám í markaðsfræðum. vilt þú prufa eitthvað nýtt? vilt þú hreinar strendur og tæran sjó? vilt þú góð hótel og frábæran mat og þjónustu? vilt þú eitthvað framandi og spennandi? Allt þetta og meira til færð þú í TÚNIS á hreint ótrúlegu verði. Túnis hefur nú þegar sannað ágæti sitt meðal fjölda Evrópubúa sem eitt mest spennandi ferða- land hins almenna sumarleyfisfarþega. fjölmargra ánægör'a Evrópíoúa W Tún* ir í ci imar is í sumar. Brottfarir: 22. maí uppselt I2.]uni 3 vikur 3. júlí 2 vikur 17JÚIÍ 3vikur 7. ágúst 3 vikur 28. ágúst 3 vikur laus sæti laus sæti laus sæti nokkur sæti laus laus sæti . nmníft er meö áætlunarflugi með viö- °™ íerKaupmannahöfn «l hgf að stoppa par á bakaleiö ef folk oskar. verö frá kr. 33.700 verð frá kr. 36.000 verð frá kr. 35.700 verö frá kr. 38.900 4 í íbúö í 2 vikur 2 í íbúö í 2 vikur 4 í íbúö í 3 vikur 2 í íbúö í 3 vikur Ferdaskrifstofan avandi VESTURGATA 5 © 17445 FERMSKRUmHNÚRVM —U~ PÓSTHÚSSTRÆTI 13 © 26900 FERÐASKRIFSTOFAN scqa y J mm TJARNARGA TA 10 © 28633 • 12367 LANGHOLTSVEGUR 111 © 33050 • 33093
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.