Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Mannhelgi átturinn í takt við tímann er sendur var út á vegum ríkissjón- varpsins síðastliðinn miðvikudag var einkar hugljúfiir. Umsjónarmennimir þau Elísabet Þórisdóttir, Jón Hákon og Ólafur H. Torfason leiddu sjón- varpsáhorfendur um fæðingardeild Landspítalans. Ég hef grun um að Elísabet sé leiklistarmenntuð, í það minnsta skortir hana ekki fágaða og örugga sviðsframkomu, og Ólafur er jú gamalreyndur fjölmiðlamaður. Býð ég þau velkomin til leiks en minni jafnframt Ólaf á þá staðreynd að í sjónvarpsrabbi verða mínútumar oft lengri en hjá RÚVAKinu. En hér er vandrataður meðalvegurinn og máski ekki allt fengið með asanum. Þar sem þátturinn var sendur út frá fæðingardeildinni gægðust að sjálfsögðu myndavélamar á undur lífsins — þessar agnarsmáu geim- vemr er koma úr móðurkviði að því sagt er vegna frumusamruna, en mér er nær að halda að baki hinna ein- kennilegu kolbikasvörtu augna búi vitneskja um alheiminn, í það minnsta fræddi sonur minn mig á dögunum: Pabbi ég man eftir því þegar ég var nýfæddur. Nú? Ég var nýkominn frá Guði ég man eftir því þegar ég var uppí himninum. Ja hvort segir okkur meira um lífsundrið, smásjáin eða vitnisburður lítils bams? Valgeir Guðjónsson tengdi að þessu sinni spjallið f takti við tímann með Ijúfum söng úr textabók Jóhann- esar frá Kötlum. Tel ég að sá söngur hafi gert þáttinn svo notalegan sem raun bar vitni. En auðvitað var mynd- sviðið einkar hugljúft einsog áður gat og þó er oft mikil alvara á ferðum er hjúkmnarfólkið berst fýrir kviknun nýs lífs eða þegar vakað er yfir litlum kroppi í súrefniskassa. Ög miklir gæfumenn emm vér íslendingar að eiga að jafn frábært hjúkmnarfólk og sinnir hinu nýkviknaða lífi á Landspítalanum. Undirritaður getur borið vitni um hæfileika og natni þessa fólks þar sem sekúndumar geta skorið úr um líf eða dauða, heil- brigði eða örkuml. Ádeila Það er stundum kvartað jrfir því að hinar bandarísku sjónvarpsmyndir á Stöð 2 séu óttaleg froða. Að mínu mati er þessi gagnrýni ekki fullkom- lega réttmæt. Vissulega em til dæmis sjónvarpsmyndimar frá CBS svolítið fátæklegar hvað varðar stjömuleik- ara og sviðsbúnað en þar er oft stungið á þjóðfélagsmeinum ekki síður en í skandínavísku „vandamála- myndunum". Sá er hins vegar munurinn að í bandarísku myndunum er ætíð reynt að gera efnið sem áhugaverðast í því augnamiði að laða að áhorfendur og auglýsendur. Þá finnst mér athyglisvert hversu oft er vikið að heilbrigðiskerfínu í þessum myndum og þeim mikla Qárhags- vanda er venjulegir bandarískir launþegar lenda stundum í þá þeir leggjast á spitala. Slík þjóðfélagsá- deila læðist líka oft inní venjulegar glæpamyndir þar sem hversdags- menn taka uppá því að ræna og mpla í því augnamiði að standa straum af sjúkrakostnaði foreldra eða maka. I sápuópemm á borð við Dallas og Dynasty sjáum við aðra hlið á þessu heilbrigðiskerfí, glæsilegar einkastof- ur búnar öllum hugsanlegum þægind- um og náttúmlega vinna allir bestu læknamir á viðkomandi spítala yfír- stéttarinnar. Ef myndavélinni væri svo beint inní næsta stórmarkað þá væri máski í einu skotinu smá lyfsölu- hom þar sem lyfin fást á skikkanlegu verði. Hér heima er hins vegar lyfja- verslunin öll á einni hendi með þeim afleiðingum að lyf em stundum svo dýr að sennilega verður bráðlega hægt að gera hér myndir um ráns- ferðir sjúklinga. Hvemig væri annars að sjónvarpsstöðvamar skoðuðu þessi mál í víðu samhengi og fordómalaust? Ólafur M. Jóhannesson Rás 1: SINNA Norskar bókmenntir ■■■■ í Sinnu í dag -j a 00 verður aðalvið- fangsefnið norskar bókmenntir. Til- efnið er veiting Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs til norska rithöfundarins Herbjargar Wassmo, fyr- irlestur og kynning Norræna hússins á norsk- um bókmenntum og sjoppubókmenntirnar Morgan Kane og ísfólkið, en báðir bókaflokkamir eiga rætur að rekja til Noregs. Þá verður ljóðaumræðu Sinnu fram haldið og munu Heimir Pálsson og Ragnheiður M. Guð- mundsdóttir ræða um ljóðabækur Þuríðar Guð- mundsdóttur og Sigur- laugs Elíassonar. Myndlistammræða dagsins snýst um Sigurð Guðmundsson, listmálara, sem sýnir hér á landi eft- ir nokkurt hlé, en Halldór Bjöm Runólfsson ræðir við listamanninn. Umsjónannaður Sinnu er Þorgeir Ólafsson. UTVARP LAUGARDAGUR 7. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagöar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaöanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 I morgunmund Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Flutt dagskrá úr Dalvík- urskóla í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.25 Morguntónleikar Serenaða í C-dúr fyrir strengjasveit op. 48 eftir Pjotr Tsjaikovskí. Rússn- eska ríkishljómsveitin leikur; Jevgeni Svetlanov stjórnar. 11.00 Vísindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur i viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir 12.48 Hér og nú, framhald 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veöurfregnir 16.20 Leikrit barna og ungl- inga: „Stóri Brúnn og Jakob" eftir Káre Holt. Þýðandi Sig- uröur Gunnarsson. Leik- stjóri Klemens Jónsson. Leikendur Valur Gislason. Borgar Garðarsson, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Valdimar Helgason, Þorgrímur Einarsson, Anna Guömundsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Benedikt Árnason, Valdimar Lárus- son, Jón Júliusson, Jóhanna Norðfjörð og Klemens Jóns- son. (Áður útvarpað 1967:) 17.00 Að hlusta á tónlist 22. þáttur. Meira um fúgur. Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. 18.00 islenskt mál Guðrún Kvaran flytur þátt- inn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar SJÓNVARP jO. Tf LAUGARDAGUR 7. mars 14.55 Enska knattspyrnan — Bein útsending. Bikar- keppnin: Chelsea — Arsen- ai. 16.45 iþróttir. Umsjónarmað- ur: Bjarni Felixson. 18.00 Spænskukennsla: Habl- amos Espanol. Sjöundi þáttur. Spaenskunámskeið i þrettán þáttum ætlaö byrj- endum. íslenskar skýringar Guðrún Halla Tuliníus. 18.25 Litli græni karlinn Sögumaður: Tinna Gunn laugsdóttir. 18.35 Þytur í laufi. Fimmti þátt ur. Breskur brúðumynda flokkur, framhald fyrri þátta um Móla moldvörpu, Fúsa frosk og félaga þeirra. Þýð- andi: Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Háskaslóðir (Danger Bay) — 4. Bjarnarfáriö. Kanadískur myndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri við verndun dýra i sjó og á landi. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Smellir — Þungarokk III. Umsjón: Trausti Bergsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Lottó 20.35 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) — 10. þáttur. Bandariskur gaman- myndaflokkur með Bill Cosby i titilhlutverki. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. 21.05 Gettu betur — Spurn- ingakeppni framhaldsskóla. Fjölbrautaskólinn i Breið- holti — Menntaskólinn i Reykjavik. Stjórnendur: Her- mann Gunnarsson og Elisabet Sveinsdóttir. Dóm- ari: Steinar J. Lúðvíksson. 21.40 Lænir i klipu (Doctor in Trouble) Bresk gamanmynd frá 1970 gerð eftir einni af læknasög- um Richards Gordon. Leikstjóri: Ralph Thomas. Leikendur: Leslie Philipps, Harry Secombe, Angela Scoular, Robert Morley, Jo- an Sims og James Robert- son Justice. Burke læknir veröur í ógáti laumufarþegi í siglingu yfir Atlantshafið. Þýðandi: Björn Baldursson. 23.10 I helgreipum (Fox Mystery Theatre: In Possession) Bandarisk hrollvekjumynd frá 1984. Aðalhlutverk Carol Lynley og Christopher Cazenove. Hjón ein eru á förum til ann- arrar heimsálfu. Síðustu nóttina sem þau dvelja á heimili sínu sjá þau undar- legar og ógnvekjandi sýnir sem eru ofvaxar mannleg- um skilningi. Atriði í mynd- inni eru ekki við hæfi barna. Þýöandi: Gauti Kristmanns- son. 00.25 Dagskrárlok í 0, STOD2 LAUGARDAGUR 7. mars § 09.00 Lukkukrúttin. Teikni- mynd. § 09.20 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. §09.40 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. §10.05 Herra T. Teiknimynd. § 10.30 Teiknimynd §11.00 Fréttahornið. Frétta- tími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. §11.10 Stikilsberja-Finnur. Mynd í fjórum þáttum gerð eftir sögu Mark Twain. Ann- ar þáttur. 12.00 Hlé 16.00 Hitchcock. § 16.45 Heimsmeistarinn að tafli. Þriðji þáttur af sex. Hinn ungi snillingur Nigel Short og heimsmeistarinn Garry Kasparov heyja sex skáka einvigi fyrir sjónvarp á skemmtistaðnum Hippo- drome í London. Friðrik Ólafsson skýrir skákirnar. § 17.10 Bústaðurinn í Wet- herby (Wetherby). Bresk mynd með Vanessa Redgrave, lan Holm, Judi Dench, Stuart Wilson, Tim Mclnnery og Suzanna Ham- ilton i aðalhlutverkum. Mynd þessi hlaut Gullbjörn- inn á kvikmyndahátiðinni i Berlín 1985. Leikstjóri er David Here sem jafnframt er höfundur handrits. § 18.50 Myndrokk 19.00 Hardy gengið. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarísk þáttaröð með stórstjörnunni Don Johnson og Philip Mic- hael Thomas í aðalhlutverk- um. §21.45 Halló Dollý (Hello, Dolly). Bandarísk dans- og söngvamynd með Barbara Streisand, Walther Matthau og Louis Armstrong í aðal- hlutverkum. Myndin er byggð á samnefndum söng- leik sem sýndur var við miklar vinsældir á Broad- way. Þetta þykir vera ein viðamesta dans- og skraut- sýning sem fest hefur verið á filmu. Leikstjóri er Gene Kelly. § 23.05 Buffalo Bill. Bill finnst frelsi sinu og lifsmáta ógnað er dóttir hans birtist óvænt á sjónarsviöinu. § 23.20 Kir Royale. Nýr þýskur framhaldsmyndaflokkur. í þáttum þessum er skyggnst inn í líf yfirstéttarinnar og „þotuliðsins" i Munchen. § 00.20 Hringurinn lokast (Full Circle' again). Bandarísk spennumynd með Karen Black og Robert Vaughan í aðalhlutverkum. Maður einn kemst að því að eigin- kona hans er honum ótrú. Hann losar sig við hana á grimmilegan hátt. Brátt stendur hann þó frammi fyr- ir svipuöum örðugleikum er hann hyggst hefja nýtt lif. §01.55 Myndrokk 03.00 Dagskrárlok. I 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar 19.35 Á tvist og bast. Jón Hjartarson rabbar við hlust- endur. 20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Marteins- son. 20.30 Ókunn afrek — Mis- kunnsami Samverjinn. Ævar R. Kvaran segir frá. 21.00 íslensk einsöngslög Einar Sturluson syngur lög eftir Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns og Björgvin Guðmundsson. Fritz Weishappel leikur með á pianó. 21.20 Á réttri hillu Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Lestur Passiusálma. Andrés Björnsson les 18. sálm. 23.30 Mannamót. Leikið á grammófón og litið inn á samkomu. Kynnir Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miönæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 1.00 Dagskrárlok Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. i&t LAUGARDAGUR 7. mars 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannesdóttur. 12.00 Hádegisútvarp í umsjá Bjarna Dags Jónssonar og Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Skúla Helgasonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitt- hvað fleira. Umsjón: Sigurð- ur Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug- ur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ás- gerði J. Flosadóttur og Inger Önnu Aikman. 3.00 Dagskrárlok SVÆÐISUTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaðeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 989 BYL GJAN LAUGARDAGUR 7. mars 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og 10.00. 12.00—12.30 í fréttum var þetta ekki helst. Randver Þorláksson, Július Brjáns- son, o.fl. bregða á leik. 12.30—15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel í góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldrei dauður punktur. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00-17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Ásgeir Tómas- son á laugardegi. Léttur laugardagur með Ásgeiri, öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburöi síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Jón Gústafsson nátthrafn Bylgjunnar heldur uppi stanslausu fjörí. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA Krlatileg ÉtrarpaatM. FM 102,9 LAUGARDAGUR 7. mars 10.30 Barnagaman. Þáttur fyr- ir börn með ýmsu efni. Stjórnendur: Eygló Haralds- dóttirog Helena Leifsdóttir. 11.30 Hlé. 13.00 Skref i rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Þátturinn þinn. Stjóm- andi: Alfons Hannesson. 16.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lifsins. Stjórnandi: Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. 24.00 Tónlist. 4.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.