Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 42
42 ________________________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Ný kosníngalög Réttarbót, en með annmörkum eftirÞorkel Helgason Inngangur Vorið 1983 samþykkti Alþingi breytingu á stjómarskrá sem lagði grundvöll að nýrri skipan varðandi kosningar til Alþingis. Jafnframt voru lögð fram drög að nýjum kosn- ingalögum. Stjórnarskrárbreytingin var staðfest á næsta þingi og ný kosningalög sett um vorið 1984 og voru þau óbreytt frá drögunum. Alþingi hefur síðan haft endurskoð- un á lögunum til meðferðar á hveiju þingi og hefur nú samþykkt breyt- ingar á þeim. Er þar með lokið að sinni þeirri endurskoðun heildar- ákvæða um kosningar til alþingis sem staðið hefur yfír allt frá árinu 1982. Höfundur þessarar greinar hefur verið reikniráðgjafí við þetta starf og því átt kost á að fylgjast með framvindu mála. Mér þykir nú við hæfí að fjalla lítillega um sögu málsins, skýra frá markmiðum með nýju kosningalögunum og lýsa ákvæðunum nokkuð. Nýju kosningalögin hafa verið gagnrýnd m.a. fyrir það hve flókir, þau séu. Að hluta til tek ég undir þessa gagnrýni, enda er ég ekki upphafsmaður laganna og hef ítrek- að lagt fram tillögur um aðrar og einfaldari reglur. A hinn bóginn verður að hafa það í huga að lögin byggjast á málamiðlun milli margra ólíkra hagsmuna. Málamiðlanir eru að jafnaði hvorki rökréttar né heil- steyptar. Allir þingflokkar sem þá voru stóðu að stjómarskrárbreytingunni 1983. Án þeirrar samstöðu tel ég hæpið að náðst hefði sú mikla rétt- arbót sem felst í lögunum. Því ber að fagna þessum áfanga, en jafn- framt að huga strax að næsta skrefí í málinu. Reifa ég hugmynd- ir um málsmeðferð í lok greinarinn- ar. Sag-a kosninga- lagamálsins Markmið kjördæmabreytingar- innar árið 1959 var einkum tvíþætt: að draga úr misrétti milli kjósenda eftir búsetu og að ná fram jöfnuði milli flokka, þ.e.a.s. meira samræmi milli atkvæðafylgis þeirra og þing- styrks. Fólksflutningar röskuðu brátt þeim árangri sem náðist 1959, bæði hvað varðar búsetu- og flokka- jöfnuð. Vorið 1982 var því málið tekið upp á ný, bæði í stjómarskrárnefnd undir forystu Gunnars Thoroddsens og með óformlegum viðræðum flokkanna þriggja sem stóðu að samkomulagjnu 1959: Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks. Frá og með árslokum 1982 tók Framsóknarflokkurinn einnig fullan þátt í endurskoðun- inni. Er það gagnstætt því sem var 1959. Þetta gerði flokkurinn þrátt fyrir að nú væri krafist fulls jafnað- ar milli flokka. Slíkur jöfnuður leiðir óhjákvæmilega til þess að Fram- sóknarflokkurinn missir nú 1-3 þingsæti að óbreyttu fylgi. Ég tel stuðning mikils meirihluta flokksins við málið afar mikilvægan. Er eins víst að ella hefðu landsbyggðar- þingmenn hinna flokkanna ekki treyst sér til að styðja þá tilfærslu þingsæta til höfuðborgarsvæðisins sem í nýju ákvæðunum felst. Svo farið sé fljótt yfir sögu þá voru nýju kosningalögin mótuð á fundum sem formenn flokkanna fjögurra áttu með sér í janúar og febrúar 1983. Kveikjan að þeirri lausn, sem varð fyrir valinu, kom frá Halldóri I. Elíassyni prófessor. Fóru síðan margir höndum um hug- myndimar, og verður að segjast eins og er, að flestar þær breyting- ar, sem gerðar voru á upphaflegmri hugmyndum Halldórs, voru til lýta, enda varaði Halldór mjög við þeim. En aftur verður að hafa í huga að keppt var að heildarsamkomulagi um málið, bæði milli flokka sem og innan þeirra. Kallaði þetta óhjá- kvæmilega á klúðurslegar mála- miðlanir. Ég vil þó enn ítreka að án þeirrar breiðu samstöðu sem náðist hefði þetta skref til jöfnunar atkvæðisréttar tæpast verið stigið. Meðal þess sem fór forgörðum í síðasta frágangi málsins í febrúar 1983 var samræmi milli stjórnar- skrárákvæða, sem þá voru í smíðum, og kosningalaga varðandi lágmarksfylgi til þess að flokkur hljóti þingsæti. Hefur þetta „stjóm- arskrárbrot" gjarnan orðið fjölmiðl- um hneykslunarhella í gagnrýni á nýju lögin. Hafði þingmönnum þó verið bent á þennan ágalla áður en lögin voru samþykkt vorið 1984. Þingmenn ákváðu engu að síður að samþykkja lögin óbreytt, enda var nauðsynlegt að hafa einhver lög til að gripa til ef óvæntir hlutir gerðust. Jafnharðan var þó ákveðið að taka lögin til endurskoðunar á næsta þingi. Sérstakar kosningalaganefndir á Alþingi hafa haft endurskoðun kosningalaganna með höndum á fjórum þingum. Stefndu þær að ítarlegum endurbótum, en þegar á reyndi töldu menn sig svo bundna af samkomulaginu frá 1983, að ekki náðist samstaða um annað en nokkrar lagfæringar, sem þó ber að fagna. Framboðsmál fóru snemma af stað í vetur og tóku menn ákvarðanir í þeim efnum eft- ir gildandi kosningalögum. Eftir það varð róttækum breytingum ekki við komið. Breytingar þær sem nú er verið að samþykkja eiga að bæta úr tæknilegum ágöllum og afnema nokkur annarleg ákvæði sem komu inn á síðasta stigi málsins vorið 1983. Jafnframt er leitast við að klæða lagatextann nýjum og vænt- anlega Ijósari búningi. Markmið og leiðir Með nýju kosningaákvæðunum er stefnt að sömu meginmarkmið- um og 1959. Er það í fyrsta lagi að jafna kosningarétt eftir búsetu. Þó er fjarri lagi að fullur jöfnuður náist, en búsetumisvægið verður þó trúlega minna nú við komandi kosningar en það hefur verið allt frá því að þéttbýli tók að myndast hér á landi. í öðru lagi er reynt að ná fullum jöfnuði milli flokka. Þann- ig eiga kjósendur að njóta jafnaðar óháð stjórnmálaskoðunum, þrátt fyrir skiptingu þeirra í kjördæmi, þar sem atkvæði þeirra vega mis- þungt. Að sjálfsögðu er í þessu fólgin grundvallarmótsögn sem leiðir til þess að kosningalög geta ekki samtímis orðið einföld, rökrétt og sanngjörn. I kosningalögunum frá 1959 eru fimm kjördæmissæti í fjórum minnstu landsbyggðarkjördæmun- um. Þar við bættust uppbótarsæti og voru þingsæti alls að meðaltali nær fimm og hálfu í hveiju þessara kjördæma, en dæmi eru þess að þau hafi orðið sjö. Sú leið sem mönnum flaug fyrst í hug var að breyta ákvæðunum frá 1959 einungis á þann veg að íjölga uppbótarmönnum nægilega til þess að markmiðið um flokkajöfnuð næðist. Hefði hún kallað á talsverða fjölgun þingmanna. Þannig hefði þurft að fjölga þeim um 23 til að ná fullum flokkajöfnuði við kosn- ingarnar 1983. Þessari leið var því hafnað. Nýju ákvæðin ná sama árangri með þriggja manna fjölgun. Lykilatriðið í þeirri lausn sem varð ofan á er fækkun eiginlegra kjördæmissæta í dreifbýlinu. Þessi fækkun tryggir öðru fremur að flokkajöfnuður næst með nýju lög- unum. Var fallist á að kjördæmis- sætum mætti fækka um eitt í hveiju dreifbýliskjördæmanna, en á móti varð að tryggja þeim eitt uppbótar- sæti hveiju. Skapar þetta meiri vandkvæði við úthlutun uppbótar- sætanna en var eftir lögunum frá 1959. Nú verður að koma í hvert kjördæmi fastri tölu uppbótarsæta. Uthlutun þeirra hlýtur ávallt að gerast í ákveðinni röð. Framboðs- listar heltast þá smám saman úr lestinni þegar flokkar þeirra hafa hlotið öll þau sæti sem þeim ber skv. heildaratkvæðafylgi. Það gefur því auga leið að ekki er margra kosta völ þegar komið er að úthlut- un síðustu þingsætanna. Því er í eðli sínu örðugra að komast hjá ankannalegri úthlutun á einstaka þingsætum eftir nýju lögunum en skv. lögfunum frá 1959. Er mikil- vægt að menn geri sér grein fyrir þessum vanda þegar nýju lögin eru vegin og metin. Oft er landsbyggðarþingmönnum legið á hálsi fyrir óbilgirni og sér- hyggjusjónarmið. Hafa þeir verið sakaðir um að standa gegn rétti okkar hér á suðvesturhominu. Ég tel ekki að með sanngirni verði ætlast til meiri fórna af þeim að sinni en hér verður með þessari fækkun þingsæta. Eru þar margir þingmenn að binda enda á eigin þingferil með samþykki sínu. Uppbótarsæti í nýja kerfinu urðu að uppfylla ýmis skilyrði: 1) Sætin urðu að vera bundin kjördæmum þannig að þau fámenn- ustu hefðu áfram trygg fimm sæti og önnur kjördæmi í samræmi við það. 2) Sætum hvers kjördæmis skyldi úthlutað í samræmi við úr- slit í kjördæminu cftir því sem kostur væri, cn landsúrslit hefðu sem minnst áhrif. 3) Tryggja skyldi minnstu flokk- unum svipaðan aðgang að dreif- býliskjördæmunum og gamla uppbótarkerfið veitti þeim. Enn er hér verið að setja ósam- rýmanleg skilyrði. Er skemmst frá því að segja að þessi skilyrði, eink- um annað og þriðja, ollu því m.a. að horfið var frá hefðbundinni út- hlutunarreglu d’Hondts, en tekin upp svokölluð „regla stærstu leif- ar“. í fyrirmyndinni að kerfínu, tillögu Halldórs I. Elíassonar, var síðarnefnda reglan einnig lögð til grundvallar. Samkvæmt reglu d’Hondts er staða efsta manns á lista mæld með atkvæðatölu list- ans, annars manns með atkvæða- tölunni deilt með 2, hjá þeim þriðja er deilt með 3 o.s.frv. Úthlutun eft- ir reglu stærstu leifar er lýst í næsta kafla. Lýsing á nýja kerfinu Skal nú lýst þeim ákvæðum sem Alþingi hefur lögfest. Þegar nær dregur kosningum munu ljölmiðlar, og þá einkum sjónvarp, væntanlega gera ákvæðunum ítarlegri skil. Þingsæti verða alls 63 og skipt- ast þannig í hefðbundin kjördæmis- sæti og sæti sem háð eru jöfnunarákvæðum (uppbótarsæti): Kjörd. Jöfn. Alls sæti sæti Reykjavík 14 4 18 Reykjanes 9 2 11 Vesturland 4 1 5 Vestfirðir 4 1 5 Norðurland vestra 4 1 5 Norðurland eystra 6 11 7 Austurland 4 1 5 Suðurland 5 1 6 Samtals 50 12 62 Auk þess er eitt jöfnunarsæti óbundið kjördæmum og getur kom- ið sem viðbót í eitt þeirra. Ræðst það af kosningaúrslitum hvert það fer. Svipar þessu sæti því til hinna gömlu uppbótarsæta. Reyndar er nokkur sveigjanleiki í skiptingu sæta milli kjördæma. Átta af þing- sætunum 62 er skipt fyrir hveijar „Ég lít á nýju lögin sem áfanga. Langtíma- markmið kunna að vera þau að jafna kosninga- rétt enn frekar en gert er með nýju ákvæðun- um. Þessu verður þó tæpast náð með óbreyttri kjördæma- skipan.“ kosningar milli kjördæmanna sam- kvæmt sérstakri formúlu sem tekur mið af kjósendatölu. Ofangreind skipting gildir við næstu kosningar. Ekki er þó líklegt að þessi niðurröð- un riðlist í náinni framtíð. Kjördæmissætum er úthlutað með reglu stærstu leifar. Hvernig það gerist verður best lýst með dæmi. Lítum á fímm-manna kjör- dæmi þar sem þrír listar voru í kjöri og hlutu atkvæði sem hér segir: X-listi Y-listi Z-listi Samt. 2800 1500 1200 5500 Þá skal fyrst ákvarða kjördæmis- tölu sem svo er nefnd í lögunum. Er hún meðaltal atkvæða að baki hveiju þingsæti, þ.e.a.s. tala gildra atkvæða deilt með þingsætatölunni. í dæminu nemur því kjördæmistal- an 5500/5=1100 atkvæðum. Úthlutun fer þannig fram að fyrst hlýtur sá listi sæti er fékk flest atkvæði, eða X-listinn. Atkvæðatala hans er síðan lækkuð sem nemur kjördæmistölunni og er þá 1700. Enn á X-listinn flest atkvæði og hlýtur því einnig annað sætið. Að því loknu verður atkvæðaleif hans 600 atkvæði. Er þá komið að Y-Iist- anum að hljóta þriðja sætið og á hann þá atkvæðaleif upp á 400 atkvæði. Síðasta kjördæmissætið, það fjórða, fellur þá til Z-listans út á 1200 atkvæði og eftir verða 100 atkvæði. Þetta er dregið saman í næstu töflu þar sem sýnd er at- kvæðatala að lokinni hverri úthlut- un og endanlegar atkvæðaleifar: X-listi Y-listi Z-listi Samt. 2800 1500 1200 5500 1700 400 600 100 Röðsæta l.og2. 3. 4. 4 Atkv.leif 600 400 100 1100 Þannig er kjördæmissætum hvers kjördæmis úthlutað og ganga þá út 50 sæti alls. Þau sæti sem eftireru, 13 talsins, eru til jöfnunar á milli flokka og er þeim skipt eftir landsfylgi með d’Hondts-reglu. Er hér engin breyting frá samsvarandi ákvæðum kosningalaganna frá 1959 og skal því ekki farið nánar út í þá sálma. En nú er eftir að koma þessum 13 sætum til einstakra framboðs- lista. Er það ekki auðvelt verk svo öllum líki. Einfaldast virðist að líta á þær atkvæðaleifar, sem nú eru eftir og halda áfram úthlutun á grundvelli þeirra. I kjördæminu, sem haft var til viðmiðunar, hefur X-listinn stærstu atkvæðaleif. Ef það er stærsta atkvæðaleif á landinu færi samkvæmt þessu fyrsta jöfnunarsætið til hans svo framarlega sem flokkur hans á rétt á jöfnunarsætum. Ef ekki, verður að ganga fram hjá listum X-flokks- ins. Úthlutun á þessum nótum er þó ekki sanngjöm vegna mismun- andi stærðar kjördæma. Öll fyrstu jöfnunarsætin gengju út í Reykjavík og á Reykjanesi og gæti þá reynst erfítt að koma síðustu jöfnunar- mönnum fýrir á landsbyggðinni. Skv. nýju lögunum er því mæli- kvarðinn á stöðu manna ekki sjálf atkvæðaleifin heldur hlutfall henn- ar af kjördæmistölunni. Þannig er t.d. staða næsta manns á X-list- anum mæld sem 600/1100=55%. Flokksbróðir hans, sem hreppir hærri atkvæðaleif eða t.d. 1000 atkvæði í öðru kjördæmi þar sem kjördæmistala er 2500, er þá lægra settur þar sem hlutfall hans er ein- ungis 40%. Að fengnum þessum mælikvarða á stöðu manna mætti ætla að nú væri unnt að ganga á röðina og úthluta eftir hlutfalli atkvæðaleifa af kjördæmistölu. Þegar svo var gert þótti þingmönnum að ekki fengist eðlileg dreifíng milli þétt- býlis og dreifbýlis í þingliði flokk- anna. Því var farin málamiðlun sem felst í því að skipta úthlutun jöfnun- arsætanna í nokkra áfanga: í fyrsta áfanga ganga þeir menn fyrir sem hafa atkvæðaleif er nem- ur a.m.k. Vs, eða 80%, af kjördæm- istölu og gildir þá einu í hvaða kjördæmi það er. I liðnum kosning- um hefðu þessir forgangsmenn oftast verið í Reykjavík og á Reykjanesi, t.d. tveir í Reykjavík en einn á Reykjanesi. í öðrum áfanga er úthlutun tak- mörkuð við eitt sæti í hveiju þeirra kjördæma sem ekki hlaut sæti í fyrsta áfanga. I þessum áfanga er þá lokið úthlutun á landsbyggðinni, en að jafnaði er engu sæti úthlutað á suðvesturhominu. Með þriðja áfanga er lokið út- hlutun kjördæmisbundinna sæta. í reynd eru það síðustu sætin í Reykjavík og á Reykjanesi. Fjórði áfangi tekur til úthlutun- ar á óbundna sætinu. Þegar að því kemur er vitað hvaða flokkur fær sætið, en eftir er að fínna því kjör- dæmi. Er það gert með sérreglu. Nokkurra sérákvæða er vert að geta. Þannig koma þeir listar ekki til álita við úthlutun kjördæmissæta sem hlotið hafa minna en 2h af kjördæmistölu. (Ef þetta nær til fleiri en eins lista er þessi þröskuld- ur í reynd lægri.) Á sama hátt eru listar undir þriðjungi af kjördæmis- tölu útilokaðir frá öllum jöfnunar- sætum. í öðrum áfanga gildir og sérstakur þröskuldur: Ganga skal fram hjá listum með minna en 7% fylgi. Að lokum er atriði sem flækir lögin, en er því miður nauðsynlegt innan þess kerfís sem hér er lagt til grundvallar: Eftir að flokkur er úr leik, vegna þess að hann hefur fengið úthlutað öllum þeim sætum sem honum ber, verður að endur- reikna kjördæmistölur og atkvæða- leifar. Er það gert þannig að felld eru niður atkvæði og þingsæti þessa flokks. Lítum aftur á dæmið og gerum ráð fyrir að X-flokkurinn hafí hlotið öll þau sæti sem honum ber áður en komið er að úthlutun á jöfnunarsætinu í kjördæminu og eigi því ekki frekari rétt til sæta. Virk atkvæði er þá 5500-2800=2700 sem skiptast á milli 5-2=3 þing- sæta. Ný kjördæmistala verður þá 2700/3=900 atkvæði. Atkvæðaleif listanna er þá 1500-900=600 hjá Y-lista og 1200-900=300 hjá Z- lista. Athygli skal vakin á því að summa leifanna er 600+300=900 atkvæði eða jöfn nýju kjördæmis- tölunni. Áhrif endurreikninganna eru einmitt þau að ónotuð atkvæði nægja á hvetjum tíma fyrir þeim sætum sem eftir er að úthluta, en í dæminu er það aðeins eitt sæti. Nú verður mælikvarðinn á stöðu þessara lista að sjálfsögðu hlutfall leifanna af nýju kjördæmistölunni eða 600/900=67% hjá Y-lista en 300/900=33% hjá Z-lista. Samsvarandi endurreikningi á kjördæmistölu er og beitt ef listi fellur undir lágmarksákvæðið við kjördæmisúthlutun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.