Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 71 HM ífrjálsum: Svanhildur áfram í 60 m hlaupi SVANHILDUR Kristjónsdóttir hljóp 60 metrana á 7.67 sekúnd- um á HM í frjálsum íþróttum innanhúss í Indianapolis í gær- kvöldi, varð fjórða í sínum riðli, en komst áfram í undanúrslit. Sextán stúlkur komust áfram og var Svanhildur með 14. besta tímann. Nelli Cooman-Fiere, Holl- andi, fékk besta tímann, 7,06 sekúndur. Mótið hófst í gær og sá þá eitt heimsmet dagsins Ijós. Olga Krish- top, Sovétríkjunum gekk 3.000 metrana á 12.05,49 mínútum, en met Giuliana Salce, Ítalíu, frá 1985 var 12.31,57 mínútur. Heimsmethafinn í 1.500 metra hlaupi, írinn Eamonn Goghlan, datt í undanrásum, hélt samt áfram en náði ekki að komast í úrslit. Þjálfari hans mótmælti og eftir að hlaupið hafði verið skoðað á spólu, ákvað dómari að hann yrði 10. maður í úrslitum, þar sem Goghlan hafði verið felldur í hlaup- inu. Hollendingar, Frakkar og Spánverjar mótmæltu því og úr- skurðaði þá sérstakur dómsstóll að Goghlan væri úr leik. Fara Qeir og Júlíus til erlendra liða? ERLEND félög hafa haft samband við Valsmennina Geir Sveinsson og Júli'us Jónasson með hugsan- leg félagaskipti í huga. Landsliðs- mennirnir hafa ekki hugsað alvarlega um þessar fyrirspurnir, en svo gæti farið að þeir léku erlendis næsta leiktímabil, Geir í Svíþjóð og Júlíus í Vestur-Þýska- landi. „Það er rétt, ég fékk fyrirspurn frá sænsku 1. deildarliði. Hins veg- ar hef ég ekki hugleitt félagaskipti að svo komnu máli. Varðandi landsliðið er ekki víst að betra sé fyrir mig að leika erlendis, þannig að ég flana ekki að neinu," sagði Geir Sveinsson aðspurður um málið. „Vestur-þýskt félag í 2. deild hafði samband við mig og bað um videospólu af mér í leikjum. Ég sendi félaginu spóluna nýlega, en hef að öðru leyti ekkert hugsað um þetta," sagði Júlíus Jónasson. Einn besti leikur Kristjáns Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Vestur-Þýskalandi. Dusseldorf og Gummersbach gerðu jafntefli í Bundesligunni í handbolta í gærkvöldi. Leikurinn var mjög jafn og endaði 16:16. Kristján Arason skoraði fjögur mörk og var þetta einn besti leik- ur hans í vetur. Dusseldorf byrjaði betur og komst í 6:3, en Gummersbach náði að jafna 6:6 og eftir það var jafnt á öllum tölum og jafntefli rétt- lát úrslit í þessum mikilvæga leik í baráttunni um 3. sætið. Kristján, Neitzel og Krokowski skoruðu fjögur mörk hver fyrir Gummersbach, en hjá Dusseldorf var Schöne markahæstur með 9 mörk. Páll Ólafsson lék aðallega í vörninni, en skoraði samt tvö mörk. Andreas Thiel lék að nýju í marki Gummersbach og hefur verið fljótur að jafna sig eftir meiðslin. Crystal Palace og Wimbledon sameinast ekki EKKERT verður úr fyrirhugaðri sameiningu Crystal Palace og Wimbledon vegna andstöðu Kraftiyftingar: Heimsmet LEONID Taranenko, Sovétríkjun- um, setti heimsmet í kraftlyfting- um í gær, þegar hann lyfti 467.5 kílóum samtals. Landi hans, Alex- ander Gunyashev, átti fyrra metið, sem var 465 kíló. stuðningsmanna 2. deildarliðs- ins. Stuðningsmennirnir mótmæltu sameiningunni á leik liðsins á laug- ardaginn og þau urðu til þess að atkvæðagreiðsla fór fram á meðal þeirra um málið. 90% voru á móti sameiningunni og íhugar Ron Noa- des, formaður Crystal Palace, nú að segja af sér, en hann var hlynnt- ur sameiningunni. Því er Ijóst að ensku deildarliðin verða áfram jafnmörg og áður, en eins og áður hefur verið greint frá, var einnig hætt við að sameina Fulham og QPR. RAX • Guðni Guðnason skorar gegn Fram en alls skoraði hann 23 stig í gærkvöldi, þegar KR vann Fram 90:70. IWIiklir yfirburðir KR gegn botnliðinu KR hafði mikla yfirburði gegn botnliði Fram er liðin mættust í gærkvöldi. KR-ingar náðu frum- kvæðinu á fyrstu mínútunum og juku siðan látlaust við forskotið. í leikhléi var helmings munur á liðunum, 56:28. Síðari hálfleikur var því aðeins formsatriði, KR-ingar héldu for- ystu sinni að mestu óbreyttri alveg til loka og liðinu nægir nú sigur gegn Haukum eða Val til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppn- inni. Garðar Jóhannsson sá um að reka endahnútinn á stóran hluta sókna KR framan af, Guðni Guðna- son tók síðan upp hanskann fyrir Leikurinn í tölum íþróttahús Hagaskólans 6. mars 1987. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Fram-KR 70:90 (28:56) 6:6, 8:18, 16:22, 23:41, 26:53, 28:56, 39:72, 47:74, 49:81, 62:86, 70:90. Stig Fram: Símon Ólafsson 23, Jón Júlíusson 14, Auðunn Elías- son 10, Guðbrandur Lárusson 9, Þorvaldur Geirsson 7, Jó- hann Bjamason 3, Örn Hauks- son og Helgi Sigurgeirsson 2. Stig KR:Guðni Guðnason 23, Garðar Jóhannsson 22, Matt- hías Einarsson 13, Guðmundur Jóhannsson og Ólafur Guð- mundsson 9, Þorsteinn Gunnarsson 8, Lárus Árnason 4, Ástþór Ingason 2. Garðar en þeir tveir voru nokkrir yfirburðarmenn í KR-liðinu. Símon Ólafsson var yfirburða- maður hjá Fram þrátt fyrir að það hafi tekið hann langan tíma að komast í gang. Þorvaldi Geirssyni var vísað til búningsherbergja af Ómari Scheving dómara fyrir sífelldar aðfinnslur. Það hefur verið regla að dómari dæmi ekki leiki hjá því félagi sem hann er skráður hjá. Sú regla var TONI Schumacher, einn besti markvörður heims, hefur leikið sinn síðasta landsleik í knatt- spyrnu fyrir Vestur-Þýskaland. Knattspyrnusambandið þar t landi ákvað í gær á 33 ára af- mælisdegi markvarðarins að útiloka hann alfarið frá landslið- inu vegna hinnar umtöluðu bókar, sem Schumacher gaf út. Áður var búið að svipta hann fyrirliðastöðunni og ekki er gert ráð fyrir að hann leiki meira með Köln, þó samningurinn renni ekki út fyrr en 30. júní. Önnur þýsk lið hafa ekki sýnt áhuga á að fá Schumac- her i sínar raðir, þannig að fram- tíðin er ekki björt í heimalandinu. Schumacher lék sinn fyrsta landsleik 1979 og hefur leikið 76 iandsleiki. „Það er synd að hafa þurft að halda þennan fund, en bókin hefur verið skrifuð. Hún er ámælisverð, högg fyrir neðan belt- isstað, þannig að við urðum að hinsvegar brotin i gærkvöldi en Ómar er samkvæmt mótaskrá á lista yfir KR-dómara. Ekki er þó hægt að kenna Ómari um að hafa dregið taum KR, það var frekar hið*- gagnstæða þar sem sleppt var nokkrum greinilegum brotum á lei- mönnum KR. En ef á heildina er litið var dómgæsla Ómars og fé- laga hans, Sigurðar Vals þokkaleg. FE taka þessa ákvörðun," sagði Franz Beckenbauer, landsliðsþjálfari, í gær. Knattspyrna: Jón til Einherja JÓN Áskelsson, sem leikið hefur í vörn Skagamanna undanfarin ár, mun að líkindum þjálfa og leika með Einherja frá Vopnarf irði í sumar. Jón brá sér austur til Vopna- fjarðar í gær og vonuðust heima- menn til að samningar yröu undirritaöir enda þeir orðnir lang- eygir eftir þjálfara. Scumacher hafnað - Leikur ekki fleiri landsleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.