Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Landsfúndiir Sjálfstæðisflokksins Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum: Albert Guðmundsson, Sverrir Hermannsson, Þorsteinn Pálsson, Magnús L Sveinsson fundarstjóri, Matthías Bjarnason og Ragnhildur Helgadóttir. Morgunblaðið/ói.K.M. Fyrirspurnatími ráðherra á Landsfundi: Þróun byggðamála veru- legt áhyggjuefni fyrir- spyrjenda og ráðherra Formaður flokksins sagðist sjálfur ætla að gera tillögur til þingflokks um næstu ráðherraefni flokksins, ef hann hlýtur endurkjör RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokks- ins, allir nema Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra, sem var við jarðarför Knuds Frydenlunds i Noregi , svöruðu í gær hátt í eitt hundrað fyrir- spurnum frá á áttunda tug landsfundarfulitrúa. Það kom m.a. fram i svörunum, að for- maður flokksins, Þorsteinn Pálsson, hyggst sjálfur gera til- lögur um næstu ráðherraefni flokksins og leggja þann lista fyrir þingflokk, ef hann gegnir þá stöðu formanns. Lög um fæð- ingarorlof og umferðarlög verða afgreidd á þessu þingi. Ákveðinn vilji er meðal ráðherranna um hert viðurlög við sölu fíkniefna og sagðist Sverrir Hermannsson jafna því lögbroti við morð. End- anlegrar ákvörðunar um, hvort kísilmálmverksmiðja verður reist við Reyðarfjörð verður tek- in í lok maí eða byijun júní. Engin ákvörðun hefur verið tek- in um staðsetningu varaalþjóða- flugvallar. Þorsteinn Pálsson telur mikið upp úr því Ieggjandi að flokkurinn hljóti ráðuneyti sjávarútvegsmála, ef hann á að- ild að ríkisstjórn eftir komandi kosningar. Samgönguráðherra Matthías Bjarnason sagði fráleitt að selja Póst og síma einkaaðil- um. Landsfundurinn hófst, þegar nokk- uð var liðið á tíunda tímann í gærmorgun, en ráðherrarnir svöruðu fyrirspumum, skriflegum og munn- legum, fram til klukkan 12 á hádegi. Fundarstjóri var Magnús L. Sveins- son. Fulltrúar af landsbyggðinni voru fjölmennir í hópi fyrirspyrjenda og kom fram nokkur ótti við þróun byggðamála í spurningum þeirra. Hjörleifur Hringsson spurði m.a. um skoðun ráðherra á „eignaupptöku þá, sem landsbyggðarfólk yrði fyrir við sölu eigna sinna". Þórarinn Þorvalds- son sagði mjög mikla byggðaröskun blasa við vegna flótta fólks til Faxa- flóasvæðisins. Hildur Einarsdóttir spurði hvort yfirskrift landsfundarins „Á réttri leið“ ætti yfirleitt við hvað varðar byggðamál. Byggðamálin meginverkef nið I svari Þorsteins Pálsson kom m.a. fram vegna ofangreindra fyrirspuma, að það væri virkilega ástæða til að hafa áhyggjur vegna byggðaþróunar- innar. Þó væri yfírleitt næg atvinna úti á landsbyggðinni, en huga þyrfti að heilbrigðis- og samgöngumálum til að tryggja byggð í dreifbýlinu. Sverrir Hermannsson svaraði þeim því til, að þetta væri eitt af megin- verkefnum Sjálfstæðisflokksins á næstunni. Matthías Bjamason tók í sama streng, en Ragnhildur Helga- dóttir sagði varðandi lágt íbúðarverð, að það hlyti að verða til þess að ungt fókk streymdi út á landsbyggðina þar sem það gæti eignast ódýrt húsnæði. Halldór Jónsson og Júlíus Antons- son spurðu báðir um staðarval fyrir varaalþjóðaflugvöll og annarri spum- ingunni fylgdi, hvort fyrirhugað væri að láta Atlantshafsbandalagið taka þátt í kostnaði við byggingu slíks flugvallar. Þorsteinn Pálsson sagði, að engin ákvörðun lægi fyrir, en rætt hefði verið um sex staði á landinu í þessu sambandi. Hann kvað engan hafa gert tillögu um, að Atl- antshafsbandalagið tæki þátt í að byggja slíkan flugvöll. Hrafnkell Jonsson Eskifírði spurði, hvort Aust- firðingar gætu afskrifað kísilmálm- verksmiðju við Reyðarfjörð, þ.e. hvort nokkrar líkur væru nú á, að hún verði byggð. Iðnaðarráðherra, Albert Guð- mundsson, svaraði því til, að nú færu fram hagkvæmniskannanir og endan- leg ákvörðun yrði tekin í lok maí eða byrjun júní. Hann sagði ljóst, að hann tæki ekki ákvörðun um verksmiðju- bygginguna, ef ekki yrði sýnt fram á hagkvæmni hennar. Vægi atkvæða og búsetan Reynir Hauksson spurði um jöfnun atkvæðisréttar, hvort ekki væri orðið tímabært að hver maður hlyti eitt atkvæði. Matthías Bjamason svaraði því játandi, slíkt væri tímabært, en þá þyrfti um leið að jafna búsetuskil- yrðin. Þorsteinn Pálsson sagðist líta á það sem sjálfsögð mannréttindi en samhliða þyrfti að jafna aðstöðumun hvað varðar búsetu. Ragnhildur Helgadóttir sagði aftur á móti, að hún liti á það sem óskyld mál, vægi atkvæðisréttar og búsetu manna. Annað mál væri að hún sæi ekki breytingar yrðu í bráðum hvelli, þetta myndi smámjakast í rétta átt. Það var Rögnvaldur Ólafsson sem spurði formanninn, hvort hann hygð- ist velja meðráðherra sína sjálfur næst, í stað þess að þingflokkurinn kysi þá. Þorsteinn svaraði því til, eins og að framan greinir, að hann myndi, ef hann yrði kjörinn formaður á ný, leggja sinn ráðherralista fyrir þing- flokkinn, eins og formenn flokksins hefðu gert fram til ársins 1974. Hlaut formaðurinn klapp fundarmanna fyr- ir þetta svar. Tómas Ingi Olrich og Theódór Blöndal spurðu um þátt ríkisins í endumýjun fískveiðiflotans og hvort ekki væri unnt að koma nýsmíði físki- skipaflotans inn í landið. Iðnaðarráð- herra, Albert Guðmundssonm, svarði því til, að hann hefði gert tillögu hér að lútandi í ríkisstjóm, þ.e. að ein- vörðungu yrði lánað til lagfæringar skipa innanlands, en tillagan hefði ekki hlotið fýlgi innan ríkisstjómar- innar. Vextir af viðskiptavíxlum ekki eðlilegir Mjög margir fundarmenn spurðu um vaxta- og bankamál. Þórir F. Kjartansson spurði, hvort eðlilegt gæti talist að bankar tækju 30% vexti af viðskiptavíxlum. Matthías Bjama- son kvað nei við og sagðist gjaman vilja fá sendar upplýsingar um ein- stök mál af þessum toga. Ámi Helgason spurði hver væri verðbólg- an í dag, hveijar erlendar skuldir, hvort þær hefðu hækkað eða lækkað o.fl. í svari Þorsteins Pálssonar kom m.a. fram, að verðbólgan er nú 10 af hundraði og að erlendar skuldir fara lækkandi. Guttormur Einarsson spurði ennfremur um vaxtamál, m.a. um hver skil væru milli dráttarvaxta og venjulegra vaxta. Matthías Bjamason benti á í svari sínu, að frumvarp til vaxtalaga kæmi fram á Alþingi á næstu dögum, væntanlega á mánudag. Hann sagði, að breyting- ar á þessu sviði mættu aldrei verða til þess, að menn högnuðust á því að stofna til vanskila. Hólmgeiri Ein- arssyni lék einnig hugur á að vita, hvort ráðherrunum þætti rétt að al- mennir vextir væru 30% á meðan verðbólgan stæði í um 10 af hundr- aði. Matthías svarði: „Ég verð að svara þessu já og nei.“ „Er ekki stefna Sjálfstæðisflokks- ins að fækka ríkisbönkunum?", spurði Sverrir Leósson. Matthías Bjamason sagði, að ef tekin hefði verið ákvörð- un um lokun Utvegsbankans, hefði um leið verið tokað á fjölmörg at- vinnufyrirtæki á landsbyggðinni og þar með hefði atvinnu fólks verið hætta búin. Þorsteinn Pálsson sagði, að reynt hefði verið til þrautar að ná saman með einkabönkunum um sameiningu við Útvegsbankann en það ekki tekist. Fráleitt að selja Póst og síma Amar Hákonarson spurði um margt sem varðar íjarskipti og Póst og síma, m.a. hvort réttlátt væri, að Póstur og sími hefði söluumboð fyrir símtæki á sama tíma og hann ætti að vera eftirlitsaðili með síkum tækj- um. Matthías Bjamason taldi full- komlega eðlilegt að hann annaðist það eftirlit, enda fyrirtækið deilda- skipt. Þá sagði Matthías í svari við fyrirspurn Þorsteins Gíslasonar að fráleitt væri að selja Póst og síma til einkaaðila. Fyrirtækið þyrfti að koma fram á alþjóðavettvangi vegna samskipta við umheiminn og fleira tiltók hann sem mælti því í mót. Áfengis- og fíkniefnamál voru mönnum ennfremur hugleikin. Rúnar Guðbjartsson spurði alla ráðherrana álits á niðurstöðum nefndar, sem nýverið hefur skilað áliti um áfengis- varnarmál. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra sagði m.a., að hún aðhylltist þá lausn í sölumálum, að hafa létt vín ódýrari en sterk. Sverr- ir sagðist ekki tilbúinn að lýsa yfir skoðunum á einstökum atriðum úr skýrslu nefndarinnar, en ljóst væri að auka þyrfti forvamarstarf. Hið sama sagði Matthías Bjamason og Albert Guðmundsson sagðist fagna öllum öfgalausum tillögum til lausn- ar. Dreif ing til barna og unglinga jafngildi morði Unnur Pálsdóttir spurði ráðherr- ana álits á því að Hæstaréttur létti dómi yfir fíkniefnasölum nýverið og spurði hvað þeir hygðust gera í þess- um málum. Ragnhildur Helgadóttir sagðist hafa verið alin upp við að deila ekki við dómarann, en hún hefði frétt að unnt væri með ýmsum rann- sóknum að átta sig á því hvar vandann ætti eftir að bera niður og þannig mætti koma í veg fyrir skað- ann. Sverrir sagðist þeirrar skoðunar að herða ætti viðurlögin stórlega og kvaðst jafna dreifíngu eiturefna til bama og unglinga við morð. Ragn- hildur tók þá fram, að refsingar í dag væru í samræmi við lög en það væri alþingismannanna að þyngja viðurlög með breytingum á lögum. Albert sagðist sammála ráðherrun- um um að þyngja þyrfti viðurlögin. Ragnar Ingi Aðalsteinsson spurði um afstöðu ríkisstjómarinnar til einkaað- ila, sem sinna vildu meðferðarmálum, t.d. varðandi eiturlyfjamál. Hvort hún væri á því að styðja þessa aðila eða færa slíkan rekstur yfír á ríkið. Ragn- hildur svaraði og sagði að engin breyting væri á stefnu ríkisstjórnar- innar í þeim málum, hún myndi styrkja einkaaðila til góðra mála hér eftir sem hingað til. Þess má geta að lokum, að spurn- ingum um samningamál var svarað á þá lund að ekkert væri unnt að segja um viðbrögð, ef samningar t.d. við kennara tækjumst ekki. Þetta væru viðkvæm mál sem best væri að ræða sem minnst um á þessu stigi. Ráðherramir sögðu þó að engin lagasetning væri í undirbúningni hvað kjaramál opinberra starfsmanna varðar. Þorsteinn Pálsson sagði í svari við fyrirspurn Einars Kjartanssonar o.fl, að ekki væri ætlunin að gefa innflutn- ing á landbúnaðarvörum fijálsan. Þá lýst Matthías Bjamason sig andvígan öllum höftum hvað varðar útflutning fisks í gámum og kvað menn, sem teldu sig boðbera frelsis í viðskiptum, æpa hvað hæst á höft þegar eitthvað bjátaði á. Hann sagðist lítið hrifínn af því. Dagskrá Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Afgreiðsla slj óramálaályktuiiar og kosningar á sunnudaginn DAGSKRÁ Landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í dag, laugar- dag, hefst klukkan 10.00 árdegis, en þá munu starfs- hópar, sem eru 19 talsins, halda áfram þar sem frá var horfið í gær. Þá verða sameiginlegir hádegisverðarfundir hvers kjördæmis um sig. í Laugar- dalshöll hefst fundur klukkan 14.30 og verða þá afgreiðslur ályktana og almennar umræð- ur. Fundarstörf á sunnudag hefjast klukkan 10.00 árdegis með um- ræðum og afgreiðslu ályktana. Klukkan 13.00 verður á dagskrá afgreiðsla stjórnmálaályktunar og klukkan 15.00 heijast kosningar formanns, varaformanns og mið- stjórnarmanna. Landsfundinum lýkur síðan með kvöldfagnaði í Laugardalshöll og hefst fagnaður- inn klukkan 20.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.