Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 10
10 B /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 7. APRÍL 1987 undirstada skokksins Morgunblaðið/GÓI sólans er illa leikinn stígur not- andinn líklega ekki einungis hælnum niður fyrst, heldur slær hælum einnig saman. Hann ætti því að leita sér fyrst og fremst að skóm með þykkum aftursóla, jafnvel aukafyllingu við miðsólann undir hælnum og þéttri efnisfyll- ingu neðst við hælinn. Ef mesta slit sólans er að framan og við ristina ætti notandi að leita að skó með góðum sveigjanleika í fremri hlutanum. Eins ættu skokkarar reglulega að athuga ástand miðsólans, því þegar hann er orðinn harður og efnið farið að molna er tími til að leggja parinu. í slíku ástandi gera skóm- ir hreint ógagn. Sé málum á hinn bóginn þannig háttað að viðkomandi er að byija í skokkinu og á ekki gamla skó, verður valið erfiðara. Reyndar getur verið varasamt að ráðleggja byijendum að leggja út í fjárfrek kaup, þar sem margir endast því miður ekki nema einn Miklatúns- hring, þrátt fyrir góðan ásetning og hafa því lítið við mörgþúsund króna skokkskó að gera. Á hinn bóginn kann það, að sitja uppi með dýran útbúnað, að reka á eftir mönnum að nota hann. En sem sé, ef gamlir íþróttaskór eru ekki fyrir hendi þá er þó eitt gott ráð til - blautprófið. Það felst einfaldlega í því að bleyta fætuma og ganga yfír gólfflöt. Sporin sem eftir sitja geta sagt talsvert til um hvers kyns fætur er að ræða. Ef t.d. myndast för eftir tær og hæl en ekkert þar á milli þá em á ferðinni fætur sem gefa lítið eftir og hafa ekki mikinn sveigjan- leika. Viðkomandi ætti að leita sér að skóm með mikilli fyllingu í sóla, bæði harðri og mjúkri, þannig að skómir hjálpi upp á sveigjanleikann. Ef allur fóturinn hefur skilið eftir sig spor þá þarf líklega að nota skó sem gefa mik- inn stuðning við hælinn og stjóma þannig sveigju fótarins. Ef fótur- inn skilur eftir spor sem er nokkum veginn mitt á milli þeirra tveggja sem hér er lýst, þá er um að ræða nokkum veginn eðlilega fætur. Svo er ágætt að líta á teikninguna hér til að átta sig á því hvemig skómir em samsettir og hvers ber á gæta þegar fjár- fest er í undirstöðu þessarar einföldu íþróttar. Þvínæst er bara að hafa sig af stað. ÞVÍ ekki að fara út að skokka með hækkandi sól? Setningar á borð við þessa koma sjálf- sagt upp í hugum margra þegar nær dregur sumri og hópur þeirra sem skokka reglulega fer vaxandi. Það er tiltölulega auðvelt að hafa sig af stað, útbúnaðurinn ekki annað en þægilegur íþrótta- fatnaður og skór. En það er ekki sama hvernig skórnir eru og það sem hentar einum getur þvert á móti verið slæmt fyrir annan. Fólk skildi því hafa meira í huga en góð vömmerki, þegar farið er í skókaup fyrir skokkið og vera reiðubúið að leggja út allt frá rúmum 1000 krónum upp í 5000 krónur fyrir réttu gripina. Það er hins vegar ekk- Vilborg Einarsdóttir skrifar ert til sem heitir „hentugir hlaupaskór fyrir alla“ og leitin að þeim sem henta viðkomandi skokkara best getur útheimt tals- verða snúninga. En að hveiju þarf að huga? Góðir íþróttaskór fyrir skokkara em gerðir til að bæta upp mis- fellur hjá notandanum, hvort heldur er vegna fótaburðar, líkamsþyngdar eða annarra hluta, en þar sem mennimir em ekki allir eins gérðir og fætur þeirra því síður, getur kaupandi setið uppi með skó sem em til þess gerðir að leiðrétta vankanta sem á fótum hans er alls ekki að fínna. Því er mikilvægt að kaupandinn átti sig sem best á sínum eigin fótum og leiti sér upplýsinga hjá fagfólki í íþróttaverslunum. I grófum dráttum má segja að flestir skokki þannig að hællinn snerti jörðina fyrst, áður en allur fóturinn er kominn vel niður. Þeg- ar hælnum er svo lyft færist þungi líkamans fram eftir fætinum. í hvert sinn sem fæti er stigið niður á jörð orsakar það talsverða hreyf- ingu á líkamanum, en eftirgefan- leg samskeyti við ökli, hné og mjöðm, sem og bijósk við hnéð og hryggjaliðir baksins taka við stómm hluta álagsins sem mynd- ast. Fóturinn fær það sem eftir /er og því verður skór að vera mjúkir og eftirgefanlegir. Svona skokka flestir, en eigi að síður em margir ekki með ofangreinda hreyfíngu í fótunum og geta ástæðumar m.a. verið misvægi í vöðvum eða mislangir fætur ofl.. Því þarf að kanna vel á hvemig fætur verið er að versla. Besta leiðin til að komast að því er að taka upp gamalt par af skokks- kóm og skoða þá vel. Athuga sólann og sjá hvaða hluti hans er mest eyddur - sem segir til um hvaða hluti fótarins snertir jörðina fyrst, hælinn, miðfóturinn eða fremsti hluti hans. Ef afturhluti ÁTJÁIM ATRIÐI UM ÍÞRÓTTASKÓ 1 ■ Ristargrisja er utan á skón- um og gefur aukastuðning ofan með yfirleðrinu, sem eykur stöð- ugleika miðsólans og styður langsum við ristina. 2. Hælkraginn er úr bólstmðu efni, yfírleitt svampi og gerður til að styðja vel við öklann. 3« Hælhlífín hylur hælkapp- ann og er yfírleitt úr rúskinni. 4. Hæikappinn er yfirleitt úr mjúku plastefni sem styður vel við fótinn að innan sem utan og gefur hælnum mikinn stuðn- ing. 5. Hæltappinn kemur ofan á hælkappann. Ef hæltappi er mjög harður getur hann valdið óþægindum við hásinina. Til- gangurinn með hæltappa er að hann veiji þann viðkvæma blett sem hann umlykur og viðhaldi stuðningi við öklann. 6. Sokknum er komið fyrir inni í skónum og oft er hægt að fjarlægja hann. Sokkurinn er oftast gerður úr EVA, sama efni og oftast er f miðsólum, en þar að auki er í honum ofíð efni sem þjónar þeim tilgangi að vinna gegn blöðmm og öðmm þessháttar óþægindum. Algengt er að sokkurinn sé gerður til að mótast af fæti notanda. Hann er stundum mótaður til að gefa aukastuðning við hæl og undir ristina. 7. Yfirleitt er mismunandi hversu þröngt á að reima skokk- skór og ekki óalgengt að framleiðendur útbúi skóna þannig að notendur velji sjálfír hversu mörg göt þeir nota. Betra er að reimamar fari um litla málmhringi en göt í efninu, því það kann að teygjast á þeim. 8. Það er ekki stuðningsplata í öllum skóm, en sé hún fyrir hendi, er um að ræða plötu sem nær yfír um 2/3 hluta sólans, frá hæl og frameftir. Því meira efni sem er á milli fótar og jarð- ar, því minni sveigjanleiki, en með stuðningsplötu og yfírskó sem tengist miðsólanum beint að framan, þá helst nauðsynleg- ur sveigjanleiki, þó stuðningur aukist þar sem mest hreyfíngin er, við hælinn. 9. Miðsólinn liggur á milli undirsóla og efri hlutans og þjónar þeim tilgangi að taka við álagi og höggum sem myndast við skokkið. Miðsólinn er. loft- kenndur, mismunandi mikið þó, en því meira loft sem er í efni hans, því mýkra verður það og öfugt. Góður miðsóli er mjög stórt atriði í íþróttaskóm. 10. Hreyfístýririnn er aftan, á mótum hæls og miðsóla og til þess gerður að stýra sveigjan- leika á fætinum, þannig að hann sveigist hvorki of mikið eða lítið. 11. Sá hlutinn sem snertir jörðina er ytri sólinn, oftast gerður úr koleftiishertu gúmmí- efni til að auka endingu, eða þá úr mýkra gúmmúefni og þá sveigjanlegri. 12. Sólinn er takkaskorinn til að gefa bæði gott grip og við- nám. Skurðurinn er misjafn eftir þvl hvaða eiginleika skórnir eiga að hafa. 13. í íþróttaskóm er tungan oftast vel bólstruð, þar sem hún bæði vamar því að reimar kom- ist inn í skóinn og að reimamar og samskeytin særi notandann. 14. Partur af efri framhlut- anum er með einskonar haki sem tengir sveigjanleika fram- hlutans við stuðning frá sólan- um. 15. Framhlutinn nær allt frá reimum og yfír það svæði sem hylur tæmar og styður við fram- hluta fótarins. Sérstök fylling er oftast sett yfír tæmar til að vama því að þær nuddist í gegn- um efnið. 16. Ysta efnislag á íþrótta- skóm er gert úr ýmsum efnum, t.d. næloni og svínsleðri, eða þá næloni, rúskinni og/eða öðm leðri. 17. Ristarleður er sett á þann hlutann sem hylur fótinn að framan, yfírleitt úr næloni og þá með loftkenndri grisju, þann- ig að húðin geti andað. 18. Sólafleygur er þetta þykka miðsólastykki kallað, sem sett er undir hælinn til að auka sveigjanleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.